Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 13
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Guðlaugur Bergmann
KORTIÐ sem sýnir siglingar Norðmanna um höfín og stendur við hlið
Gauksstaðaskipsins á Bygdoy-safninu í Ósló.
Bygdoy-víkingaskipasafnið í Noregi
Ekkert minnst
s
á Islendinga
Framkvæmdastjóri hjá framkvæmdastjórn ESB
Spánverjar geta
ekki sagt nei
Morgunblaðið/Kristinn
BRUNO Hansen, framkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu XII í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins, kynnir fímmtu rammaáætlunina,
sem tekur gildi nú um áramótin og nær til næstu fjögurra ára.
Á víkingaskipasafninu í Bygdoy
í Noregi, þar sem meðal annars
er til sýnis hið merka Gauks-
staðaskip, er hvergi minnst á
þátt fslendinga í siglingum og
landafundum víkingatímans.
Guðlaugur Bergmann, sem
nýverið heimsótti Bygdoy-safn-
ið, segist hafa orðið undrandi
þegar hann sá þær skýringar-
myndir sem fylgja sögunni um
ferðir Norðmanna yfir Atlants-
hafið og landafundum Græn-
lands og Ameríku. Hann segir
að á skýringarmynd sem stend-
ur við hlið Gauksstaðaskipsins
séu allir viðkomustaðir víkinga-
ferðanna merktir með nafni
nema ísland. Auk þess sé leiðin
sem þeir fóru til Ameríku sýnd
töluvert neðan við ísland og
annað sé ekki gefið til kynna en
einhverjir Norðmenn hafi kom-
ið þar við á leið sinni til Græn-
lands og Ameríku.
f texta sem einnig er á safninu
er sagt að Norðmenn hafi verið
fyrstu Evrópubúamir sem stigu
fæti á Norður-Ameríku, en þeir
liafi einnig sest að á íslandi og
Grænlandi.
Mál sem þarf að ræða
Guðlaugur segir þetta stað-
festingu á að það sé ekki aðeins
í umræðum sem Norðmenn snið-
gangi þátt íslendinga í landa-
fundum Ameríku, heldur sé það
staðreynd. Hana megi sjá á upp-
lýsingunum sem gefnar eru og
Tveir
árekstrar í
Þrengslum
TVEIR árekstrar urðu í gær á
Þrengslavegi með stuttu milli-
bili. Sá fyrri varð um hádegis-
bil þegar tvær fólksbifreiðar
rákust saman á móts við Vota-
berg í mikilli hálku. Kona, sem
ók annarri bifreiðinni, slasað-
ist og var flutt á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Seinni áreksturinn varð við
Lambafell kl. 14.30 þegar
tvær vörubifreiðar rákust
saman með þeim afleiðingum
að hús annarrar þeirrar gjör-
eyðilagðist. Engin slys urðu á
ökumönnunum.
þær beri fyrir augu þúsunda
ferðamanna dag hvern. „Að
mi'nu mati gera Norðmenn það
vísvitandi að nefna ekki Island í
sambandi við fundi Grænlands
og Ameríku. Það virkar eins og
þeir séu að gera lítið lír Islandi
en á Bygdoy-safnið koma fjöl-
margir útlendingar, enda
Gauksstaðaskipið einn merkasti
fornleifafundur á norðurslóð-
um,“ segir Guðlaugur.
„Það er ekki til neinnar
skammar fyrir Norðmenn að
viðurkenna að íslendingar, og
reyndar allir menn af norrænu
bergi brotnir, hafí verið hluti af
þessari miklu landkönnun vík-
inganna. Þetta mál þarf að ræða
því það væri leiðinlegur blettur
ef við frændþjóðirnar færum ár-
ið 2000 að sýna þá lágkúru að
rífast um þetta á alþjóðavett-
vangi,“ segir Guðlaugur að lok-
VEGNA stöðugrar þróunar og
framfara þarf á næstu 10 til 15 ár-
um að vinna áætlun um nýtt sjúkra-
hús á höfuðborgarsvæðinu en fram
að því verður að auka samvinnu
sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík
til dæmis á sviði yfirstjórnar og inn-
kaupa. Einnig er nauðsynlegt að fá
fram nýjar hugmyndir í heilbrigðis-
kerfinu sem gerist helst með því að
fleiri læknar og hjúkrunarfræðing-
ar sinni yfirstjórn spítalann.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í umfjöllun Ólafs Ólafssonar
landlæknis á hjúkrunarþingi í gær
þar sem hann ræddi framtíðar-
skipulag sjúkrahúsa. Landlæknir
rifjaði upp að með heilbrigðisþjón-
ustulögunum 1973 hefði verið
ákveðið að fækka sjúkrahúsum sem
sinntu skurðlækningum sem þá
voru um 20. í dag væru þau átta og
hann sagði ljóst að slík þróun næð-
ist ekki fram á einni nóttu. Með
bættum samgöngum og breyttum
áherslum í byggðastefnu hefði þessi
þróun orðið smám saman. Hann
sagði starfsemi sjúkrahúsa hafa
BRUNO Hansen, framkvæmda-
stjóri stjórnarskrifstofu XII hjá
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, kvaðst í gær telja að
Spánverjar myndu ekki geta staðið
við hótanir sínar um að tefja þátt-
töku Islands og annarra EFTA-
i-íkja í fimmtu rammaáætlun ESB
um rannsóknir og þróun.
„Spánverjar geta ekki sagt nei,“
sagði Hansen í samtali við Morgun-
blaðið, en Spánverjar hafa sagt að
þeir munu standa hagsmunum
EFTA fyrir þrifum verði ekki geng-
ið að kröfu þeirra um að EFTA-rík-
in haldi áfram að greiða í þróunar-
sjóð, sem styrkt hefur fátækari
svæði innan ESB. Eiga hótanir
Spánverja við um aðild Islands og
Noregs að Schengen-vegabréfasam-
starfinu, aðild ríkjanna að Lyfja-
stofnun Evrópu í London og þátt-
tökuna í fimmtu rammaáætluninni.
Verkefni skilgreind
út frá markmiðum
Stjórnarskiifstofurnar eim nokk-
urs konar ráðuneyti innan fram-
kvæmdastjórnar ESB. Stjórnar-
skrifstofa XII, sem Hansen stjórn-
ar, fer með vísindi, rannsóknir og
þróun. Hansen flutti í gær fyrirlest-
ur um fimmtu rammaáætlunina við
upphaf Evrópudaga, sem haldnir
verða í Periunni um helgina. Hann
benti á að með tilkomu fimmtu
rammaáætlunarinnar, sem nær frá
1998 til 2002, myndi margt breytast.
Ferli ákvarðana myndi einfaldast til
muna. Helsti kosturinn væri sá að
verkefni yrðu ekki lengur flokkuð út
frá greinum, heldur markmiðum, til
dæmis félagslegum. Spurningin
væri hvernig nota ætti vísindin til að
leysa vandamál.
Hann sagði að vísindamenn yrðu
að snúa bökum saman og nýta
möguleika sína í áætluninni. Islend-
ingar hefðu gert það hingað til, til
dæmis í samstarfsverkefnum um
príonsjúkdóma.
Hellen M. Gunnarsdóttir, deildar-
sérfræðingur í menntamálaráðu-
neytinu, fjallaði um það hvaða áhrif
fjórða rammaáætlunin hefði haft á
breyst mjög á síðustu árum meðal
annars vegna þess að landamæri
milli lyflæknisdeilda og handlæknis-
deilda væru að rofna eins og þegar
væri orðið t.d. á hjartadeild og
kvensjúkdómadeild Landspítala.
Þar ynnu saman á nýrri deild
skurðlæknar, lyflæknar, tækni-
menn og aðrir.
„Aður voru legurými á bráða-
sjúkrahúsunum kringum 70% af
heildarrými en á nýjustu sjúkrahús-
um í útlöndum 1 dag eru þau milli 30
og 40% af heildarrými sem stafar af
því að mjög oft fara sjúklingar heim
samdægurs eða daginn eftir aðgerð
og legutíminn hefur sífellt styst.
Þess vegna þarf ekki allan þennan
fjölda sjúkrarúma á sjúkrahúsum,"
sagði Olafur Olafsson í samtali við
Morgunblaðið og benti á að meira
rými þyi’fti fyrir dag- og göngu-
deildir og rannsóknadeildir. „Gömlu
byggingarnar henta því ekki sem
bráðasjúkrahús framtíðarinnar og
því verður nauðsynlegt að hefja
undirbúning að byggingu nýs
sjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu á
íslandi. Hún sagði að íslendingar
tækju þátt í Evrópuverkefnum með
næstum öllum ríkjum Evrópusam-
bandsins. Mest væri samstarfið við
Breta, sem tækju þátt í næstum
70% verkefnanna.
Hún benti á að samskipti hefðu
aukist mjög milli Islands og annarra
Evrópulanda vegna þátttöku í Evr-
ópuverkefnum.
Mikil aukning veltu
í vísindum á Islandi
Hellen sagði að kostnaður við um-
sóknir um styrki væri um 83 millj-
ónir króna, en styrkirnir næmu 1,3
milljörðum. Að auki hefðu íslenskir
þátttakendur lagt til einn milljarð
króna. Þetta þýddi því mikla aukn-
ingu á veltu í vísindum á Islandi og
mætti því segja að þátttaka fslend-
inga í þróunarverkefnum hefði haft
mjög skyndileg áhrif, en EES-
samningurinn tók gildi árið 1994,
eða um leið og fjórða rammaáætlun-
in.
Oskar Einarsson, sem er svokall-
aður heimansérfræðingur eða
starfsmaður íslands hjá stjórnar-
skrifstofu XIII, sem sér um mála-
flokkana fjarskipti, upplýsinga-
markaðinn og nýtingu rannsókna í
framkvæmdastjóm ESB, fjallaði um
næstu 10 til 15 árum,“ sagði land-
læknir ennfremur og telur brýnt að
hefja áætlanagerð þar að lútandi
sem fyrst.
Hefja mætti samhæfingu
á yfírstjórn
Ólafur sagði nauðsynlegt að sam-
hæfa störf sjúkrahúsanna í Reykja-
vík, byrja á yfirstjórn, tæknimálum,
rannsóknavinnu og innkaupum. „En
við verðum að gæta að því að
byggja ekki nýjan spítala á sömu
hugmyndum og notaðar voru fyrir
50 árum.“ Landlæknir nefndi að
lokum eitt atriði sem sér fyndist
vanta í þróun í heilbrigðismálum:
„Við þurfum að hugsa til framtíð-
ar og það vantar hugmyndir. Ég tel
að ein ástæðan fyrir mikilli íhalds-
semi í sjúkrahúsarekstri sé sú að
það er stöðugt verið að fækka heil-
brigðisstarfsmönnum í stjórnun.
Rekstrarmenntað fólk, sem er auð-
vitað ágætis fólk, er að taka meira
við þessum störfum og læknum og
hjúkrunarfræðingum fækkar i efstu
stjórnunarstöðunum. En þá gleyma
það hvernig íslendingar gætu hasl-
að sér völl í tæknimálum. Hann
sagði að menn yrðu að hafa í huga
að með fimmtu rammaáætluninni
yrði sú breyting að skrifa yrði um-
sóknir út frá þvi að þær mættu sett-
um markmiðum, en nú væri hrein
fyrirskrift. Markmiðsleiðin gæfi
aukið frelsi, en krefðist um leið aga í
framsetningu.
Hann benti á að heimabankakerf-
ið, sem væri hér á landi, væri ein-
stakt og gæfi til dæmis möguleika. I
styrkumsóknum yrði þá markmiðið
að styðja smá og meðalstór fyrir-
tæki, sem vildu starfa á alþjóðlega
vísu.
Kynningarráðstefnan í gær var
haldin í tengslum við Evrópudaga
1998 undir yfirskriftinni markaðs-
torg tækifæranna. í tilefni af
fimmtu áætluninni hafa Vinnuveit-
endasamband íslands, iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið og Euro Info
skrifstofan á íslandi gefið út upplýs-
ingar um það hvernig hægt er að
nýta sóknarfæri í Evrópusamvinnu
á hinum ýmsu sviðum þar sem með-
al annars eru upplýsingar um um-
sóknarfresti og hvernig eigi að bera
sig að við þátttöku. Evrópudagar
voru opnaðir í gær og verða um
helgina í Perlunni.
menn því að nýjungarnar í tækni og
spítalaþjónustu koma frá fagfólk-
inu, heilbrigðisstéttunum, en síður
frá hagfræðingi eða viðskiptafræð-
ingi. Mér finnst alvarlegt mál að
fækka heilbrigðisstarfsfólki í stjórn-
un, það getur hreinlega valdið
stöðnun. Það verða stöðugt að koma
fram hugmyndir og menn verða að
fylgjast með og það er á sviði heil-
brigðisstarfsmanna."
Landlæknir vildi meina að meðal
annars vegna þessa hefðu hug-
myndir um sjúkrahótel ekki náð
fram að ganga hérlendis, sem hefði
t.d. byrjað í Bandaríkjunum fyrir 50
árum. „Menn mega ekki halda að
deildirnar megi ekki minnka, starf-
semin er að breytast, eins og aukin
starfsemi göngudeilda hefur sýnt
hérlendis, og næsta skref er að taka
upp miklu víðtækari þjónustu á
sjúkrahótelum. Kjarni sjúkrahúss
framtíðarinnar verður móttöku- og
dagdeild sem tengjast rannsókna-
stofum og þá mun hótelþátturinn
koma miklu meira við sögu.“
um.
Landlæknir segir vanta heilbrigðisstéttir í yfírstjórn sjúkrahúsa
Vinna þarf áætlun um nýtt sjúkra
hús á höfuðborgarsvæðinu