Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 25 ÚR VERINU Umhverfísmál ofarlega á baugi á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær Smábátaútgerð er umhverfísstefna LANDSSAMBAND smábátaeig- enda gerir þá kröfu á hendur stjórnvöldum að smábátar og notk- un kyrrstæðra veiðarfæra hafi for- gang að nýtingu landgrunnsins. Að þeirri ákvörðun tekinni þui’fi stjórnvöld ekkert að draga undan þegar þjóðir heims sækjast eftir upplýsingum um íslenskan sjávar- útveg. Þetta kemur fram í aðalá- lyktun aðalfundar sambandsins sem lauk í gær. I ályktuninni segir að á Ari hafs- ins hafi augu þjóðanna beinst að Islandi og íslenskum sjávarútvegi. Umræður á alþjóða vettvangi um málefni hafsins stigmagnist og æ fleiri láti þennan málaflokk til sín taka. LS muni á næstu misserum vinna að því að skapa smábátaút- gerðinni þá sérstöðu á markaðin- um sem henni ber. Uppruna- og umhverfismerkingar séu ein þess- ara leiða, ásamt því að gera það sem í valdi sambandsins stendur til að upplýsa almenning og stofnanir um sérstöðu útgerðarinnar. Höfuð- markmiðið LS sé samt sem áður að styrkja og efla smábátaútgerðina. Það markmið sé umhverfisstefna í sjálfu sér. Yíírlýsingar stórútgerðarinnar fáránlegar I ályktuninni segir ennfremur: „Yfirlýsingar stórútgerðarinnar í nafni umhverfisstefnu eru fárán- legar. Þessi sömu aðilar eru ábyrg- ir fyrir því að stærstur hluti kór- allasvæðanna á Islandsmiðum er sundurmélaður og dauður. Þessir sömu aðilar veiddu á árunum 1976 til 1995 1,1 milljón tonna af þorski umfram tillögur fiskifræðinga. Þessir sömu aðilar segjast í dag ekki hafa áhuga á að kaupa afla- heimildir smábáta en rústuðu hátt í 700 smábátum á árunum 1991 til 1994 eftir að hafa verslað upp afla- heimildir þeirra og flutt til sín.“ Aðalfundur LS skoraði auk þess á sveitarstjórnir í sjávarútvegs- plássum að taka til umræðu og samþykkja áskorun til stjórnvalda um að fiskveiðistjórnunarlögum verði breytt svo framtíð smábáta- útgerðar í landinu verði tryggð. Bent var á mikilvægi smábátaút- gerðar með tilliti til atvinnu- og bú- setuþróunar á landsbyggðinni. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við hugmyndir Jóns Kristjánsson- ar, fiskifræðings, varðandi fiski- rannsóknir. Taldi fundurinn skyn- samlegt að fleiri vísindamenn en hjá Hafrannsóknastofnun skoði og rannsaki fiskistofna við landið. Þá var einnig talið óeðlilegt að hags- munaaðilar eigi sæti í stjórn Haf- rannsóknastofnunar. Aflamarksbátum verði bættur skaðinn A fundinum urðu nokkuð snarp- ar umræður um stöðu smábáta á aflamarki og var samþykkt að kos- in yi’ði nefnd sem falið yrði að hefja viðræður við sjávarútvegsráðherra til að leiðrétta þá skerðingu sem smábátar á aflámarki hafa orðið fyrir. A fundinum var borin upp sú tillaga að aflaaukning aflahámarks- báta sem þeim er ætluð á næsta fiskveiðiári verði færð til smábáta á aflamarki en hún hlaut ekki sam- þykki fundarins. Þá mótmælti fundurinn lögum um Kvótaþing. Lögin væra fyrst og fremst sett til að útgerðarmenn stærri skipa gætu ekki látið hlutamenn taka þátt í kvótakaupum. Smábátasjó- menn séu hins vegar flestir ein- yrkjar og fari varla að hlunnfara sjálfa sig. Þá krafðist fundurinn stórauk- inna rannsókna á áhrifum mismun- andi veiðarfæra á vistkerfi hafsins. Þegar í stað verði lögð stóraukin áhersla á staðbundin veiðarfæri og þar af leiðandi vistvæn þar sem norskar rannsóknir bendi til alvar- legs skaða togveiðarfæra á lífríki sjávar. Málið þoli enga bið og var þess krafist að veiðiheimildir skipa sem eingöngu nota staðbundin veiðarfæri verði auknar á kostnað þeirra sem stöðugt auka tjónið á lífríki sjávar með notkun togveið- arfæra. Lagt var til að settur yrði veiðarfærastuðull á aflamark er aflinn er tekinn í togveiðarfæri, svipað því og nú er gert varðandi útflutning á ferskum fiski. Sóknareiningar í klukkustundum Fundurinn skoraði á sjávarút- vegsráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða þannig að veiðum sóknar- dagabáta verði stjómað með því að úthluta þeim sóknareiningum í klukkustundum í stað sóknardaga. Lagt var til að fjöldi klukkustunda tæki mið af 40 sólarhringum, eða alls 960 klukkustundir. Sóknarein- ingin í klukkustundum er talin mun vænlegri kostur þar sem það muni létta á þeirri spennu sem skapast af því menn nýta allan sól- arhringinn á veiðum, hvernig sem veður er. Slík breyting muni skila betra hráefni að landi og vinnu- brögð verða manneskjulegri. Þá ályktaði fundurinn um að sóknardagabátum yrði gert kleift að endurskoða val sitt frá árinu 1996 og flytjast yfir í þorskaflahá- markskerfi með þá veiðireynslu sem þeim var reiknuð í prósentum við valið 1996. Arthúr Bogason, sem einróma var endurkjörinn formaður LS á fundinum, sagði eftir fundinn aug- ljóst að smábátaeigendur væra staðráðnir í því að sækja fram á veginn fyrir smábátaútgerðina. 40 dagar algert lágmark „Við eram sannfærðir um að öfl- ug smábátaútgerð er umhverfis- stefna sem Island á að taka upp á sína arma. Sú stefna sem hér hefur verið farin, það er að sjálfbærar veiðar séu eina skilgreiningaratrið- ið sem skipti máli í umhverfísstefn- unni, er einfaldlega kolrangt að okkar mati. Það era mun fleiri þættir sem þar skipta máli, svo sem notkun veiðarfæra og orku- notkun við veiðarnar." A aðalfundinum var samþykkt ályktun um að sóknardagafjöldi krókabáta á fiskveiðiárinu yi’ði ekki minni en 40. Þá var því hafnað að sett yrði þak á veiðarnar. Arthúr sagði þessa daga vei'a lág- mark til að rekstur bátanna sé mögulegur. „Það er ekki hægt að taka mið að aflabrögðum eins og þau hafa verið síðustu tvö ár. Þeg- ar aflabrögðin verða komin í eðli- legt horf þá er ég hræddur um að 40 dagar dugi ekki til.“ Ai-thúr sagði löngu tímabært að stjórnvöld taki á vanda aflamarks- báta innan LS. Staða þessara báta hafi allt frá árinu 1991 verið lakari en annarra hópa í aflamarkskerf- inu. „Það er sannarlega hægt að sýna fram á það að þessir menn vora skertir meira en aðrir á sínum tíma. Stjórnvöld eiga því ólokið að bæta þessum mönnum þann skaða sem kerfið vann þeim,“ sagði Arthúr Bogason. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember Við styðjum Tryggjum Stefáni Þ. Tómassyni varaþingmanni Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi öruggt sæti. Steþán á þing! ► Ómar Jónsson • bæjarfiilltrúi • Gríndavík ► Kart S. Njálsson • fiskverkandi • Garöi ► Böðvar jónsson • bæjarfulltrúi • Reykjanesbæ ► Herdís Sigurjónsdóttir • bæjarfulltrúi • Mosfellsbæ ► Reynir Sveinsson • bæjarfiilltrúi • Sandgeröi ► Birgir Öm Ólafsson • flugumsjónarmaður • Vogum ► Ellert Einksson • bæjarstjórí • Reykjanesbæ ► Sigurður Gunnarsson • skipasmiður • Garðabæ ► Gísti Rúnar Haraldsson • húsasmiður • Álftanesi ► Amór L Pálsson • forstjórí • Kópavogi ► Ámi Ármann Ámason • lögfræðingur • Seltjamamesi ► Magnús Gunnarsson • bæjarstjórí • Hafharfirði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.