Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 25

Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 25 ÚR VERINU Umhverfísmál ofarlega á baugi á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær Smábátaútgerð er umhverfísstefna LANDSSAMBAND smábátaeig- enda gerir þá kröfu á hendur stjórnvöldum að smábátar og notk- un kyrrstæðra veiðarfæra hafi for- gang að nýtingu landgrunnsins. Að þeirri ákvörðun tekinni þui’fi stjórnvöld ekkert að draga undan þegar þjóðir heims sækjast eftir upplýsingum um íslenskan sjávar- útveg. Þetta kemur fram í aðalá- lyktun aðalfundar sambandsins sem lauk í gær. I ályktuninni segir að á Ari hafs- ins hafi augu þjóðanna beinst að Islandi og íslenskum sjávarútvegi. Umræður á alþjóða vettvangi um málefni hafsins stigmagnist og æ fleiri láti þennan málaflokk til sín taka. LS muni á næstu misserum vinna að því að skapa smábátaút- gerðinni þá sérstöðu á markaðin- um sem henni ber. Uppruna- og umhverfismerkingar séu ein þess- ara leiða, ásamt því að gera það sem í valdi sambandsins stendur til að upplýsa almenning og stofnanir um sérstöðu útgerðarinnar. Höfuð- markmiðið LS sé samt sem áður að styrkja og efla smábátaútgerðina. Það markmið sé umhverfisstefna í sjálfu sér. Yíírlýsingar stórútgerðarinnar fáránlegar I ályktuninni segir ennfremur: „Yfirlýsingar stórútgerðarinnar í nafni umhverfisstefnu eru fárán- legar. Þessi sömu aðilar eru ábyrg- ir fyrir því að stærstur hluti kór- allasvæðanna á Islandsmiðum er sundurmélaður og dauður. Þessir sömu aðilar veiddu á árunum 1976 til 1995 1,1 milljón tonna af þorski umfram tillögur fiskifræðinga. Þessir sömu aðilar segjast í dag ekki hafa áhuga á að kaupa afla- heimildir smábáta en rústuðu hátt í 700 smábátum á árunum 1991 til 1994 eftir að hafa verslað upp afla- heimildir þeirra og flutt til sín.“ Aðalfundur LS skoraði auk þess á sveitarstjórnir í sjávarútvegs- plássum að taka til umræðu og samþykkja áskorun til stjórnvalda um að fiskveiðistjórnunarlögum verði breytt svo framtíð smábáta- útgerðar í landinu verði tryggð. Bent var á mikilvægi smábátaút- gerðar með tilliti til atvinnu- og bú- setuþróunar á landsbyggðinni. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við hugmyndir Jóns Kristjánsson- ar, fiskifræðings, varðandi fiski- rannsóknir. Taldi fundurinn skyn- samlegt að fleiri vísindamenn en hjá Hafrannsóknastofnun skoði og rannsaki fiskistofna við landið. Þá var einnig talið óeðlilegt að hags- munaaðilar eigi sæti í stjórn Haf- rannsóknastofnunar. Aflamarksbátum verði bættur skaðinn A fundinum urðu nokkuð snarp- ar umræður um stöðu smábáta á aflamarki og var samþykkt að kos- in yi’ði nefnd sem falið yrði að hefja viðræður við sjávarútvegsráðherra til að leiðrétta þá skerðingu sem smábátar á aflámarki hafa orðið fyrir. A fundinum var borin upp sú tillaga að aflaaukning aflahámarks- báta sem þeim er ætluð á næsta fiskveiðiári verði færð til smábáta á aflamarki en hún hlaut ekki sam- þykki fundarins. Þá mótmælti fundurinn lögum um Kvótaþing. Lögin væra fyrst og fremst sett til að útgerðarmenn stærri skipa gætu ekki látið hlutamenn taka þátt í kvótakaupum. Smábátasjó- menn séu hins vegar flestir ein- yrkjar og fari varla að hlunnfara sjálfa sig. Þá krafðist fundurinn stórauk- inna rannsókna á áhrifum mismun- andi veiðarfæra á vistkerfi hafsins. Þegar í stað verði lögð stóraukin áhersla á staðbundin veiðarfæri og þar af leiðandi vistvæn þar sem norskar rannsóknir bendi til alvar- legs skaða togveiðarfæra á lífríki sjávar. Málið þoli enga bið og var þess krafist að veiðiheimildir skipa sem eingöngu nota staðbundin veiðarfæri verði auknar á kostnað þeirra sem stöðugt auka tjónið á lífríki sjávar með notkun togveið- arfæra. Lagt var til að settur yrði veiðarfærastuðull á aflamark er aflinn er tekinn í togveiðarfæri, svipað því og nú er gert varðandi útflutning á ferskum fiski. Sóknareiningar í klukkustundum Fundurinn skoraði á sjávarút- vegsráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða þannig að veiðum sóknar- dagabáta verði stjómað með því að úthluta þeim sóknareiningum í klukkustundum í stað sóknardaga. Lagt var til að fjöldi klukkustunda tæki mið af 40 sólarhringum, eða alls 960 klukkustundir. Sóknarein- ingin í klukkustundum er talin mun vænlegri kostur þar sem það muni létta á þeirri spennu sem skapast af því menn nýta allan sól- arhringinn á veiðum, hvernig sem veður er. Slík breyting muni skila betra hráefni að landi og vinnu- brögð verða manneskjulegri. Þá ályktaði fundurinn um að sóknardagabátum yrði gert kleift að endurskoða val sitt frá árinu 1996 og flytjast yfir í þorskaflahá- markskerfi með þá veiðireynslu sem þeim var reiknuð í prósentum við valið 1996. Arthúr Bogason, sem einróma var endurkjörinn formaður LS á fundinum, sagði eftir fundinn aug- ljóst að smábátaeigendur væra staðráðnir í því að sækja fram á veginn fyrir smábátaútgerðina. 40 dagar algert lágmark „Við eram sannfærðir um að öfl- ug smábátaútgerð er umhverfis- stefna sem Island á að taka upp á sína arma. Sú stefna sem hér hefur verið farin, það er að sjálfbærar veiðar séu eina skilgreiningaratrið- ið sem skipti máli í umhverfísstefn- unni, er einfaldlega kolrangt að okkar mati. Það era mun fleiri þættir sem þar skipta máli, svo sem notkun veiðarfæra og orku- notkun við veiðarnar." A aðalfundinum var samþykkt ályktun um að sóknardagafjöldi krókabáta á fiskveiðiárinu yi’ði ekki minni en 40. Þá var því hafnað að sett yrði þak á veiðarnar. Arthúr sagði þessa daga vei'a lág- mark til að rekstur bátanna sé mögulegur. „Það er ekki hægt að taka mið að aflabrögðum eins og þau hafa verið síðustu tvö ár. Þeg- ar aflabrögðin verða komin í eðli- legt horf þá er ég hræddur um að 40 dagar dugi ekki til.“ Ai-thúr sagði löngu tímabært að stjórnvöld taki á vanda aflamarks- báta innan LS. Staða þessara báta hafi allt frá árinu 1991 verið lakari en annarra hópa í aflamarkskerf- inu. „Það er sannarlega hægt að sýna fram á það að þessir menn vora skertir meira en aðrir á sínum tíma. Stjórnvöld eiga því ólokið að bæta þessum mönnum þann skaða sem kerfið vann þeim,“ sagði Arthúr Bogason. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember Við styðjum Tryggjum Stefáni Þ. Tómassyni varaþingmanni Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi öruggt sæti. Steþán á þing! ► Ómar Jónsson • bæjarfiilltrúi • Gríndavík ► Kart S. Njálsson • fiskverkandi • Garöi ► Böðvar jónsson • bæjarfulltrúi • Reykjanesbæ ► Herdís Sigurjónsdóttir • bæjarfulltrúi • Mosfellsbæ ► Reynir Sveinsson • bæjarfiilltrúi • Sandgeröi ► Birgir Öm Ólafsson • flugumsjónarmaður • Vogum ► Ellert Einksson • bæjarstjórí • Reykjanesbæ ► Sigurður Gunnarsson • skipasmiður • Garðabæ ► Gísti Rúnar Haraldsson • húsasmiður • Álftanesi ► Amór L Pálsson • forstjórí • Kópavogi ► Ámi Ármann Ámason • lögfræðingur • Seltjamamesi ► Magnús Gunnarsson • bæjarstjórí • Hafharfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.