Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blóðugar óeirðir á göt- um Jakarta Jakarta. Reuters. AÐ MINNSTA kosti níu manns biðu bana í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í átökum sem blossuðu upp á götum borgarinnar þegar um 20.000 námsmenn og stjórnarand- stæðingar gengu um miðborgina til að krefjast róttækra lýðræðisum- bóta í landinu. B.J. Habibie forseti hvatti mótmælendurna til að hætta óeirðunum og einn af helstu forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar, múslimaleiðtoginn Amien Rais, sagði að landið virtist ramba á barmi borgarastyrjaldar. Hann hvatti þingið til að hefja strax við- ræður við námsmennina til að af- stýra frekari átökum. Hermenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi til að dreifa mótmæl- endunum á aðalgötu miðborgarinn- ar og koma í veg fyrir að þeir réðust á þinghúsið. Mótmælendurnir köst- uðu bensínsprengjum, grjóti og um- ferðarmerkjum á öryggissveitirnar. Sjö manns létust og tugir særðust Átökin í miðborginni kostuðu að minnsta kosti sjö manns lífið, m.a. fréttakonu indónesískrar útvarps- stöðvar, og tugir manna særðust. Tveir stuðningsmenn stjórnarinnar biðu einnig bana í átökum við íbúa í austurhluta borgarinnar og einn til viðbótar særðist alvarlega. Daginn áður höfðu að minnsta kosti tveir fallið og 120 særst í átökum milli námsmanna og öryggissveita í Jakarta. Leiðtogar námsmannanna og lög- reglan sömdu um að gera hlé á átök- unum síðar um daginn eftir að æðsta löggjafarsamkunda landsins (MPR, sem er æðri eiginlegu þingi landsins, Dewan) lauk fjögurra daga fundahöldum um pólitískar umbæt- ur í landinu. Suharto sæti rannsókn Löggjafarsamkundan samþykkti í gær að enginn mætti gegna forseta- embætti landsins lengur en í tvö fimm ára kjörtímabil, að draga úr pólitískum áhrifum hersins í áföng- um og efna til kosninga í maí eða júní á næsta ári. Sameinaði þróun- arflokkurinn (PPP), sem nýtur stuðnings múslima, hafði ki’afist þess að herinn yrði sviptur þingsæt- um sínum en löggjafarsamkundan hafnaði þeirri kröfu. Hún féllst hins vegar á að fækka þingmönnum hersins í áföngum. Herinn af þingi og mannrétt- indabrot könnuð Námsmennimir vilja að herinn verði sviptur þingsætum sínum strax og og krefjast þess að hafin verði rannsókn á mannréttindabrot- um og spillingu Suhartos, íyrrver- andi forseta, sem sagði af sér í maí eftir fjöldamótmæli andstæðinga hans. MPR samþykkti lög um að- gerðir gegn spillingu í stjómkerfinu og er þar kveðið á um að hægt verði að hefja rannsókn á spillingarmál- um Suhartos. Ekki var þó víst að námsmennimir telji lögin fullnægj- andi. Nokkrir fréttaskýrendui- hafa áætlað að Suharto og fjölskylda hans hafi dregið sér andvirði allt að 2,8 milljarða króna á 32 ára valda- tíma hans. Suharto hefur neitað ásökunum um að hann hafi falið auðæfi sín erlendis. Reuters INDÓNESÍSKIR námsmenn flýja undan hermönnum, sem skutu gúinmíkúlum og beittu táragasi til að stöðva göngu stjórnarandstæðinga að þinghúsinu í Jakarta. Krabbameinsrannsóknir Judahs Folkmans dregnar í efa Ekki enn tekist að stað- festa niðurstöðurnar FULLTRÚAR bandarísku krabba- meinsstofnunarinnar (NCI) hafa nú lýst vonbrigðum sínum vegna þess að þeim hefur ekki tekist að endurtaka á ái’angursríkan hátt rannsóknir sem dr. Judah Folkman, prófessor við Harvard-háskóla, kynnti á síðasta ári. Sannkallað fjölmiðlafár braust út bæði austan hafs og vestan í maí á þessu ári þegar almenningi vom kynntar niðui'stöður Folkmans sem þóttu vekja miklar vonir í baráttunni við krabbamein. Hafði Folkman tekist að útrýma krabbameinsæxlum í músum með því að beita lyfjunum endóstatín og angi- ostatín samtímis á æxlið og þannig komið í veg fyrir að æðar, sem bera æxlum næringu með blóði, mynduð- ust og einnig að koma í veg fyrir að æxlin mynduðust aftur. Höfðu vís- indamenn um allan heim bundið miklar vonir við þessa aðferð en tóku vitaskuld undii- þau orð Folkmans að ekki væri meira vitað en það að „ef maður væri mús með krabbamein þá væri hægt að lækna hann“. The Wall Street Joumal greindi hins vegai- frá því á forsíðu síðastlið- inn fimmtudag að uppgötvun Folk- mans hefði enn ekki staðist grund- vallarkröfu allra vísindarannsókna, nefnilega þeirrar að aðrir vísinda- menn geti endurtekið tilraunina og fengið sömu niðui’stöðu. I yfirlýsingu sem NCI sendi frá sér eftir að grein The Wall Street Journal hafði birst sagði að stofnunin myndi áfram rannsaka áhrif lyfjablöndu endóstat- íns og angiostatíns en því var bætt við að til þessa dags hefðu rannsókn- ir NCI ekki sýnt þá æxlaminnkun sem Folkman og samstarfsmenn hans hefðu greint frá. Væri í sam- starfi við Folkman nú unnið að því að varpa ljósi á hvers vegna niðurstöður hópanna væru svo ólíkar. Vildi NCI ekki ræða málið fi'ekai’ en talsmaður stoftiunai’innai’ mun þó hafa staðfest að frétt The Wall Street Journal væri í öllum meginatriðum rétt. Gaf Folkman sjálfúr frá sér yfir- lýsingu þar sem sagði að rannsóknir væru tímafrekar og að alltof snemmt væri að ætlast til þess að vísinda- menn NCI næðu sama árangri og starfsfólk hans. Hernaðarsérfræðingar telja hugsanlegt, að loftárásir á frak muni hefjast í næstu viku? DEILAN VIÐ IRAKA - LIKLEG SKOTMÖRK Skyndilegur brottflutningur allra starfsmanna Sameinuðu þjóðanna frá Bagdad bendir til, að hugsanlega séu loftárásir yfirvofandi, sennilega strax f næstu viku. Brottflutningur vopnaeftirlitsmanna og starfsmanna Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar gefa það einnig til kynna ÍRAK Bagdad IRAN 33. br.baugur SKOTMORK Arásir NATO- herflugvéla og stýriflauga Samhæfð loftvamakerfi (ratsjár- og fiugskeytastöðvar) Fjarskiptabúnaður Hergagnaverksmiðjur Herbúðir lýðveldishersins Herflugvellir ATBURÐIR OG DAGSETNINGAR, SEM GETA HAFT AHRIF A TIMASETNINGU ARASA 14. nóvember Bill Clinton Bandarikjaforseti fer í 10 daga ferð til Malasíu, Japans og S-Kóreu 16. nóvember Utanrikis- og varnarmálaráðherra 11 rikja Vestur-Evrópubanda- lagsins hittast í Róm 17. -18. nóvember Robin Cook, utanrikisráðherra Bretlands, fertil Egyptalands og Saudi-Arabíu 18. -19. nóvember Nýtt tungl yfir Bagdad — fyrsti líklegi árásardagurinn 23. nóvember Enterprise, annað bandariska flugmóðurskipið, kemur inn í Persaflóa 26. nóvember Bandaríska herþyrluskipið Belleau Wood kemur inn á Persaflóa 7. desember Leiðtogar sex rikja, sem aðild eiga að Samstarfsráði Persaflóarikja, koma saman í Abu Dhabi 19. desember Fösfumánuður múslima hefst Aherslan á stýriflaugar en ekki liðsafla London. The Daily Telegraph. HERAFLINN, sem Bandaríkja- menn hafa flutt til Persaflóasvæðis- ins, er minni en samt öflugri en sá, sem áður hefur tekist á við Saddam Hussein. Um það eru hernaðarsér- fræðingar sammála. Segja þeir, að áhersla sé nú á Tomahawk- stýriflaugar og á minni liðsafla á jörðu niðri. Haft er eftir heimildum, að undir- búningi hugsanlegra árása verði lok- ið á næstu dögum og telja margii- líklegt, að látið verði til skarar skríða aðfaranótt 19. nóvember en þá kviknar nýtt tungl yfir Bagdad. Bandarísku flugvélarnar gætu þá gert árásir í skjóli myrkurs. Ekki er vitað hver skotmörkin verða en þau geta ýmist verið her- gagnaverksmiðjur Iraka eða önnui’ mannvirki í því skyni að ógna stöðu Saddams og stjórnar hans. Hafa menn rnestar áhyggjur af, að Irakar muni reyna að svara fyrir sig með eiturefnaárás á nágrannaríkin, til dæmis ísrael. 300 herflugvélar Bandaríkjamenn eru með mikinn vopnabúnað, meðal annars stýriflaugar, sem unnt er að skjóta frá kafbátum, beitiskipum og tund- urspillum. Þá eru 12 B-52-sprengju- flugvélar komnar til bresku her- stöðvarinnar í Diego Gai’cia við Ind- landshaf en hver þeirra getm’ borið 18 Tomahawk-flaugar. Á næstu dögum munu Bandaríkja- menn verða komnir með um 300 her- flugvélar á Persaflóasvæðið og þar af 12 F-117, torséðar þotur. Verða þær líklega ekki notaðar fyrr en búið verður að gera loftvarnakerfi íraka óvirkt en þá geta þær flutt sinn ban- væna farm, 2.000 kg sprengjur, sem eru leysistýrðar og sérstaklega ætl- að að sprengja upp öflug byrgi. -------------------- Kúrdaleiðtogi handtekinn Róm. Rcuters. ÍTALSKA lögreglan handtók í gær Abdullah Ocalan, útlægan leiðtoga Kúrdíska verkamannaflokksins, sem haldið hefur uppi skæruliðastarfsemi í Tyrklandi um árabil. Ocalan var handtekinn er hann kom til Fiumicino-flugvallar í Róm frá Moskvu og var hann með falskt vegabréf. Hafa Tyrkir þegar farið fram á, að hann verði framseldur þeim. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði í gær, að ítölum hefði borið skylda til að handtaka Ocalan enda hefðu jafnt Þjóðverjar sem Tyi’kir gefið út skipun um hand- töku hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.