Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 28
28 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rússneskir stjórnmálamenn deila hart um kynþáttahatur Vara við hættu á upplausn Rússlands Reuters Samið í Moskvu JEVGENI Prímakov og Keizo Obuchi, forsætisráðherrar Rússlands og Japans, undirrituðu í gær víðtækt samkomulag um samgöngur, fjár- festingar, orkusölu, ferðaþjónustu, umhverfísmál og fjarskipti, auk þess sem stjórnir landanna hétu því að leggja aukna áherslu á að und- irrita formlegt friðarsamkomulag vegna heimsstyijaldarinnar síðari. Rússar og Japanir hafa ekki samið um frið vegna deilu um Kúrileyjar en þeir hafa nú samþykkt að skipa tvær nefndir til að vinna að lausn málsins. Þá staðfesti Evrópusambandið í gær að beiðni rússneskra sljórn- valda um matvælaaðstoð hefði borist en að matarsendingarnar gætu líklega ekki hafist fyrr en í janúar. Ástæðan er skriffinnska, en slíkar samþykktir þurfa m.a. að fara fyrir Evrópuþingið. Mun ESB senda Rússum mat fyrir um 400 milljónir ECU, um 32 milljarða ísl. kr. KARL Bretaprins bregður hér á Ieik ásamt ungu fólki, sem starf- að hefur fyrir góðgerðastofnun eða -sjóð, sem hann stofnaði. Efndi sjóðurinn til veislu í tilefni SERGIO Marchi, viðskiptaráð- herra Kanada, sagði í gær að APEC, Efnahagssamvinnuráð As- íu- og Kyrrahafsríkja, myndi bíða álitshnekki ef leiðtogar samtak- anna hunsuðu handtöku Anwars Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra Malasíu, á fundi sín- um í landinu í næstu viku. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær að hann kynni að ræða við eiginkonu Anwars þeg- ar hann fer til Malasíu til að sitja árlegan leiðtogafund APEC á þriðjudag og miðvikudag. Bandaríska sendiráðið í Malasíu skýrði frá því í gær að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vonaðist eftir því að geta rætt við eiginkonu Anwars þegar hún færi til Kuala Lumpur vegna fundarins. Hins vegar væri ólíklegt að Bill Clinton Bandaríkja- forseti hitti hana að máli. af 50 ára afmæli Karls og var hún haldin þar sem kvikmyndin Með fullri reisn var tekin. Muna vafalaust margir eftir senunni, sem hér er verið að endurtaka. Mahathir Mohamad vék Anwar úr embættum aðstoðarforsætis- ráðheira og fjármálaráðherra 2. september á þeirri forsendu að hann væri „siðferðilega óhæfur“. Anwar var handtekinn 18 dögum síðar á grundvelli öryggislaga, sem heimila ótímabundið gæslu- varðhald án réttarhalda. Hann var síðan ákærður fyrir spillingu og kynferðisleg afbrot, m.a. kynmök við karla, en samkynhneigð er ólögleg í Malasíu. Anwar kvaðst í gær ætla að höfða mál gegn stjórninni vegna brottvikningar- innar. Marchi sagði að vísbendingar um að dómsmálið byggðist á röng- um sakargiftum og pólitísku sam- særi gegn Anwar væru mikið áhyggjuefni og APEC myndi bíða álitshnekki ef leiðtogar samtak- anna reyndu að humma það fram af sér á fundinum. Moskvu. Reuters. ÖRYGGISRÁÐGJAFI Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta lýsti því yfir í gær að kynþáttahatur og þjóð- ernisátök kynnu að blossa upp í landinu og að þörf væri á því að herða eftirlit með öfgasamtökum. Harðar deilur hafa staðið í Rúss- landi að undanfórnu vegna andgyð- inglegra ummæla þingmanns kommúnistaflokksins og tregðu flokksins og þingsins til að refsa honum. Jeltsín hefur lítið haft sig í frammi í þessari deilu en vangavelt- ur um veikindi hans fengu byr undir báða vængi á fimmtudag er hann hætti á síðustu stundu við að mæta í kvöldverðarboð til heiðurs Keizo Obuchi, forstætisráðheiTa Japans. Sagði talsmaður Jeltsíns, aðspurður um heOsu forsetans í gær, að hún væri „í lagi“. Nikolaj Bordjuzha, öryggisráð- gjafi Jeltsíns og varaformaður ör- yggisráðs forsetans, hvatti í gær til þess að leynilögreglumenn laumuðu sér inn í hópa öfgamanna og reyndu að eyðileggja þá innan frá. „Sovét- ríkin liðuðust í sundur vegna þjóð- ernisátaka. I dag stöndum við frammi fyrir svipuðu ferli og kunn- um að horfa upp á upplausn Rúss- lands nema gripið verði til harðra ráðstafana til að stöðva öfgastefnu," sagði Bordjuzha í samtali við Inter- fax. Ástæða þessarar yfirlýsingar er einkum þau ummæli Alberts Makashovs, þingmanns kommún- istaflokksins, að réttast væri að út- rýma gyðingum. Þess hefur verið krafist að dúman, neðri deild rúss- neska þingsins, víti þingmanninn og aflétti þinghelgi yfir honum, en meirihlutinn hafnaði því og lét nægja að samþykkja ályktun um að kynþáttaumræða ætti ekki heima í flokkapólitík. Fjöldi gyðinga býr í Rússlandi, þrátt fyrir að gyðinga- hatur eigi sér þar langa sögu. Þjóðernisöfgar „stöðvaðar“ Á fimmtudag sendi Jeltsln frá sér skriflega tilskipun um að „stöðva" yrði þjóðernisöfgastefnu og í kjöl- farið kvaðst yfirmaður rússnesku leynilögreglunnar, Vladimír Putín, myndu fara fram á það við saksókn- ara að höfðað yrði mál á hendur Makashov. Kommúnistar hafa varið Makashov fimlega en lýstu því að endingu yfír að ummæli hans hefðu verið „óviðeigandi og röng“. Jafn- framt réðst flokkurinn harkalega á fjölmiðla fyrir að blása málið upp en í gær birti Kommersant frétt þar sem haft var eftir auðkýfingnum og gyðingnum Boris Berezovskí, að háttsettir menn innan leynilögregl- unnar og kommúnistaflokksins hefðu lagt á ráðin um að myrða hann. Dmitrí Jakúshkín, talsmaður Jeltsíns, stendur enn fast við að búið hafi verið að ákveða fyrirfram að forsetinn yrði ekki f kvöldverðarboð- inu til heiðurs Obuchi en því hafa Japanir hafnað. Jakúshkfn hefur hins vegar ekki gefið neina skýringu á fjarveru forsetans. Þá fullyrti hann í gær að Jeltsín myndi hitta Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, sem heldur til Moskvu á mánudag, en talsmenn kanslarans hafa látið í ljósi efasemd- ir um að af fundi leiðtoganna verði en hann er áætlaður á þriðjudag. Jeltsín dvelur nú á sveitasetri sínu skammt frá Moskvu. APEC-fundur 1 skugga réttarhalda Hvött til að taka á máli Anwars Kuala Lumpur, Singapúr. Reuters. Halldór Ásgrimsson um fund sinn með aðstoðarutanríkisráðherra Kína Samskiptin við Kínverj a eru komin í samt lag Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Ásgrímsson ásamt Wang Yingfan, aðstoðarutanríkisráð- herra Kína, í Ráðherrabústaðnum. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með Wang Yingfan, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, í Ráðherrabústaðnum í Reykjavik en sendinefhd Wangs átti ítarleg samtöl við embættismenn úr islenska utanríkisráðuneytinu á fimmtudag þar sem rædd voru mörg mál, bæði milli landanna og alþjóðleg mál, sem snertu viðskipti, mannrétt- indi, afvopnunarmál og þróunina í Evrópu og Asíu. Sagði Halldór í samtaii við Morg- unblaðið að hann hefði lýst sérstakri ánægju við Wang um þá umræðu sem átti sér stað um mannréttindamál milli embættismanna, og að Kínveij- ar skyldu vera tilbúnir til að ræða þau með jákvæðum hætti. Það væru nefnilega ýmsir sem stæðu í þeirri trú að þeir vildu ekki ræða þessi mál. ,Að mínu mati hefur verið þróun í jákvæða átt í mannréttindamálum í Kína og það er mikilvægt að það sé almennt viðurkennt að þessi mál eru alþjóðleg og því er nauðsynlegt að menn ræði þau,“ sagði Halldór. Jafnframt sagði Halldór að sér hefði leikið forvitni á að heyra af samskiptum milli Kína, Indlands og Pakistans vegna þeirra tíðinda að Indverjar og Pakistanar hefðu tekið upp kjamorkuvopnaframleiðslu sem að sjálfsögðu væri mikið áfall, ekki aðeins fyrir Asíubúa heldur allan heim. Sagði Halldór Kínverja hafa áhyggjur af þessari þróun. Viðskipti við Kina orðin meiri en við Tævan „Það sem er athyglisvert í sam- skiptum íslands og Kína er að öll við- skipti og önnur samskipti fara mjög vaxandi og útflutningur okkar til Kina er nú orðinn meiri en til Tævans," sagði Halldór og kvaðst vænta þess að enn meiri vöxtur myndi eiga sér stað á næstu árum. „En hins vegar vildi Wang taka það fram að Kínverjar væntu þess að viðskipti okkar við Tævan ykjust jafnframt, það væri ekki í þeirra þágu að þau drægjust saman heldur þvert á móti.“ Sagði Halldór það mikilvægt að á því væri fullur skilningur að sam- band okkar íslendinga við Tævan fengi að vaxa því viðskipti Tævana hefðu verið okkur mikilvæg, og það- an hafi einnig komið margir ferða- menn. „Eg er þeirrar skoðunar að samskiptin við Kína að undanförnu hafi verið farsæl og það hafi tekist að leysa þau mál sem komu upp í sam- skiptum ríkjanna sem voru til nokk- urra óþæginda." Sagði Halldór að það hefði verið staðfest í þessari heimsókn Wangs að ekki væru nein eftirmál vegna deilu landanna á síð- asta ári um heimsókn tævanskrar sendinefndar hingað til lands. Yarað við fólksflótta Managva, Washington. Rcuters. RÁÐAMENN í Mið-Ameríku- ríkjunum, sem urðu fyrir barð- inu á fellibylnum Mitch, segja, að hætta sé á, að fjöldi manna flýi til Bandaríkjanna komi Bandaríkjastjórn ekki til hjálp- ar með mikilli efnahags- og matvælaaðstoð. Carlos Flores, forseti Hondúras, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í fyrrakvöld, að lands- menn sínir væru enn að reyna að ná áttum eftir hörmungarn- ar af völdum fellibylsins en brátt vildu þeir fá vinnu til að geta haft í sig og á en hana væri varla að hafa. Þá mætti búast við, að fólk reyndi að komast burt og það færi í „norður". Sagði Flores, að það hefði gerst áður, til dæmis þeg- ar fólk flýði borgarastyrjald- imar í Mið-Ameríkuríkjunum. Sendiherra Nicaragua í Bandaríkjunum hefur einnig varað við þessu og hann segir, að til verði að koma eins konar Marshall-aðstoð. Að öðrum kosti sé hætta á, að upplausn og einræði verði aftur hlut- skipti fólksins í þessum lönd- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.