Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 31

Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 31 kjósi frekar að bera pokann sinn og velji því gjaman standpoka með tvöfaldri axlaról. „Mest seldi standpokinn okkar í dag er Izzo-Datrek sem kostar 18.800" krónur. Hins vegar erum við hér með kerrupoka á 9.900 krónur, sem er vinsælastur kerrupokanna, og ástæðan fyrir því að hann er svona ódýr er að hann ber ekki nafn neins framleiðanda. Þessi poki er fram- leiddur fyrir Nevada Bob á heims- vísu og er klassískur kerrupoki. Við köllum hann 14 hólfa poka því í hon- um hefur hver kylfa sitt sæti. Og með þessum poka er algengt að menn taki álkerru frá Nevada Bob eða Titleist á 4.800 krónur. Reyndar eigum við líka rafmagnskerru á tæp- ar 60 þúsund krónur, með rafgeymi og hleðslutæki, en það er kannski fullmikið í lagt að fá sér slíka kerru,“ sagði Hans. Regngalli er nauðsynlegur í ís- lenskri veðráttu að mati Hans og auðvitað sérstakir golfskór. Regn- gallar eru á verðbilinu frá 11 þús- undum upp í 19 þúsund krónur, en skór frá 3.400 og upp í 13.800. í þeim efnum sagði Hans að verð og gæði héldust yfirleitt í hendur. Kylfingar bera jafnan höfuðfat og eftir að stjörnurnar fóru að sjást með venju- legar hafnaboltahúfur hefur vegur þeirra farið vaxandi innan golfheims- ins. En fyrir þá sem vilja halda í gömlu hefðina fást „sixpensarar“ í Nevada Bob á 1.900 krónur og einnig köflóttar buxur á 4.000 til 6.000 krónur. Við þetta er eðlilegt að bæta ýms- um smáhlutum sem fylgja golfmu svo sem golfhanska, boltum, bolta- merkjum, slatta af T-um, flatargaff- al, til að laga boltafor á flötum, bursta til að hreinsa kylfuhausa og kylfuhlífum til að verja kylfuhausana fyrir hnjaski. Regnhlíf getur reynst þai-faþing á golfvellinum og hægt er að fá regnhlíf með sæti á 4.300 krón- ur. Og ef menn eru mikið á ferðalög- um með golfsettið er betra að eiga sérstaka hlífðarpoka utan um allt draslið, en þeir eru frá 2.400 og upp í 8.400 krónur. Golfklúbbar og golfmót Fyrsti íslenski golfklúbburinn, Golfklúbbur Reykjavíkur, var stofti- aður 1934 og fyrsta Islandsmótið í golfi var háð árið 1942. Kylfmgar, sem vilja standa undir nafni, þurfa helst að vera meðlimir í einhverjum golfklúbbi en árgjald í þeim er mis- munandi, frá 20 þúsund krónum, og jafnvel lægra hjá litlum klúbbum úti á landi, upp í 36 þúsund. Með því að vera félagi í golfklúbbi geta menn spilað frítt á viðkomandi velli allt ár- ið um kring, en annars þurfa þeir að greiða sérstakt vallargjald í hvert sinn sem spilað er. Golfsamband Islands var stofnað árið 1942 og er aðili að íþróttasam- bandi Islands, og reyndar næst stærsta sérsamband innan ÍSÍ, svo að Ijóst má vera að litið er á golfið sem fullgilda íþróttagrein þótt flestir stundi það sér til yndisauka og heilsubótar. En þeir sem lengra eru komnir og telja sig hafa eitthvað til brunns að bera í faginu taka gjarnan þátt í golfmótum og eru þar með orðnir keppnismenn í greininni. Dæmi eru um að íslenskir golfleikar- ar hafi farið til útlanda í atvinnu- mennsku, en þar geta verið miklir fjármunir í boði ef vel gengur. MH S PII R T E R 16. Myndin er af einum mesta helgistað forngrískrar goðafræði. Hvað heitir staðurinn, hvað merkir nafnið og hvaða grísku gyðju var staðurinn helgaður? Hver voru Samson og Dalíla? MENNING - LISTIR 1. Einar Kárason hefur sent frá sér nýja skáldsögu. Hvað heitir hún, hvað heitir sögumaðurinn og á hvaða öld var hann uppi? 2. Hafnarfjarðarleikhúsið og Stopp-leikhópurinn frumsýndu í sameiningu nýtt íslenskt leikrit í vikunni. Hvað nefnist verkið og hvar gerist það? 3. Islenskur myndlistarmaður sýn- ir ljósmyndaverk sín í hinu virta nútímalistasafni MoMA í New York um þessar mundir. Hver? SAGA 4. Spurt er um íslenska konu, sem uppi var á 11. öld og var víð- fórlasta kona sinnar samtíðar og kom meðal annars til Rómar og Ameríku? 5. Söguhetju úr Njálu er svo lýst er hann fyrst er nefndur til sög- unnar: „En á skipi því er fyrst fór, stóð maður við siglu; sá var í silkitreyju og hafði gyltan hjálm, en hárið bæði mikið og fagurt..“ Hver var maðurinn og hvernig átti hann eftir að tengj- ast Njálssonum? 6. Hver var fyrsti bandaríski geim- farinn sem fór þrjá hringi um- hverfis jörðu, hvaða ár var það og hvað hét geimfarið? LANDAFRÆÐI 7. Hvað var sá staður kallaður áð- ur fyrr þar sem nú er Þorláks- höfn? 8. Á hvaða eyju er borgin Messina? 9. Hvort fljótið er lengra, Skjálf- andafljót eða Þjórsá? ÍÞRÓTTIR 10. Með hvaða ítalska knatt- spyrnufélgi gerði Albert Guð- mundsson garðinn frægan á sínum tíma? 11. Hvað kallast íþróttin „skvass“ á íslensku? 12. Hvaða íþróttafélag í Reykjavík fékk nýlega aðstöðu í Laugar- dal? ÝMISLEGT 13. Hvað heitir Bubbi Morthens réttu nafni? 14. Hverjar voru Skylla og Karybdís samkvæmt fornum grískum sögnum? 15. Hver voru Samson og Dalfla? •jEBjoqnuecjv n(QA6jepujSA ‘nuecjv SBHBd QB6|0q jba qi -joq 6o 6joqBq jijjjblu ‘nu0c(v! S!|odoj>(v '9t 'uinujs ujnuiAO jnpusq ] uosujbs M!3as js bjsiiu qo(c( je buo>j jba eijiea Bjsny qia jsjpjeq 6o Bfjsq y ->t!uj ‘(9 j-ejiua) ’JO ! |seJS| j ueujop jba uosujbs ‘g j ‘d!>js !p6|SAS ujss nQ!6uuq jbih^iuj jn6uiAjs6nuosjad jba uiss ‘sjpqAiéx ofq juueq ju6so ‘Bfq np|6js uiss ed 6|s ] !jdAs|6 6o jejq uias ‘punsBuisssiAj qja !nsq ] o(q ujss jnjjaeAp BQjoqxss jba B||A>!s -yj ‘susqpoiAi uossu!Jsu>| uiofqsy 'CJ ■jnjj9Jd Q!6B|sjnujAdsjjBU>|'g j 'bjs6 jjiuns 6o sujs 'siuusj jijÁ „jwq" qiqjo bjou b[|ia uusui js J!uqB(66sA bqs siuusj66sa ' J J 'ubhiaj 'O'v '0 J 'UJ>| 8Z J ‘Bjs6us| bqjo(j js J0(|JBPUBJ|B[>|S us ' uj>! 083 !Pue|S| Q jo(|j bjs6us| js BSJOfd '6 'As|!>I!S '8 'ujoqBQHB '/ 'AjnojsjAj nu.uBjuj.is6 qsuj S96J Q! -jb nQjof sjpSAqiun i6uuq Etiq jqj uusio uqop '9 'BUisq jnjsAs n6|S|-| jS!)uæA>| uueq js buoss|B[n JnÖELU jbq.is qjba uosjBpuniuios !JBX '9 'JjHPP -jEujBlqjOd jnQUQno 'V uossb]b jnjB|Q '£ '|>|æjjuAjnA|Oj j qbjs jss q soiia Z 'PIQ '8J ? |ddn jba jnjjBAS uuunQBjun6os 6o so[|jnQjON ' J uoas (A 2 "Ö Hólmfríði 5. sæti Agætu Reyknesingar. 4» í dag fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í þessu prófkjöri. Hún er dugmikil baráttukona og við treystum henni fyllilega til þess að vera fulltrúi okkar á Alþingi íslendinga. Við styðjum Hólmfríði í 5. sæti og skorum á ykkur að gera slíkt hið sama í dag. Stuðningsmenn. KOSNINGASKRIF3TOFUR: Strandgata 21a, Sandgerði Opið virka daga milli kl. 20:00 og 22:00 og milli kl. 17:00 til 21:00 um helgar. Símar 423 7860 og 894 9215 Hafnargata 12 e.h., Keflavík Opið virka daga milti kl. 17:00 og 19:00 og milli kl. 13:00 til 16:00 um helgar. Símar: 421 5006 og 894 9215 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember 1998

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.