Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 6LUGGAÐ I HEILSUBOKINA Poppkorn en engar kökur Skólatröð í Kópavogi er fyrsti heilsuleik- skólinn á Islandi, en hann leggur sérstaka áherslu á næringu, hreyfmgu, félagslega færni og listsköpun í starfí sínu. Hildur Einarsdóttir fékk að kynnast nýjum vinnu- brögðum sem leikskólinn hefur tekið upp sem felast í því að færni barnsins á þessum sviðum er skráð í sérstaka heilsubók svo MORGUNBLAÐIÐ hægt sé að fylgjast betur með þroska þess. 8:30 Dagurinn byrjar hjá Ágústi með lýsi sem Unnur gefur honum. MoreunbIaðia/HalId6r HANN Ágúst Orrason, 5 ára, er mættur í heilsu- leikskólann sinn, Skóla- tröð í Kópavogi. Þótt kominn sé morgunn og klukkan orð- in 8.15 er ennþá niðamyrkur úti. „Ætlarðu ekki að kyssa pabba bless,“ segir pabbinn sem hafði kom- ið með hann í leikskólann. „Þú átt að koma inn,“ segir Ágúst ákveðinn eins og hann sé að kenna pabba sínum hvernig hann eigi að haga sér þegar hann fer með hann í leikskólann. Pabbinn hlýðii’ og sest um stund hjá Ágústi meðan hann klæðir sig úr útigallanum. Þegar því er lokið kveðjast feðgarnir og Ágúst skokkar inn í leikjasalinn á Skóla- tröð og pabbinn hverfur út um hurð- ina á vit vinnunnar. Skólatröð er um margt sérstæður leikskóli. Þetta. er fyrsti og eini leik- skólinn hér á landi sem kallast heilsuleikskóli. Þegar hann var sett- ur á laggirnar fyrir þrem árum vildi leikskólastjórinn, Unnur Stefáns- dóttir, leggja sérstaka áherslu á næringu og hreyfingu við uppbygg- ingu leikskólans. Unnur þekkir vel til á þessum sviðum, en hún var í landsliði Islands í frjálsum íþróttum á árunum 1981-88. Nú er hún Evr- ópumeistari kvenna í 800 metra hlaupi í aldursflokknum 40-45 ára. Unnur vann einnig að því þegar hún var í heilbrigðisráðuneytinu að móta neyslu- og manneldisstefnu þjóðar- innar. Unnur segir að þegar Skólatröð hafði starfað í hálft ár hafi skólanum boðist að taka þátt í verkefni á veg- um Heilsueflingar, sem heilbrigðis- ráðuneytið stendur að. Verkefnið fól í sér að einn skóli á hverju skólastigi yrði heilsuskóli þar sem unnið yrði að því að bæta heilsu nemendanna. Var hverjum skóla úthlutað 200 þús- und krónum til að vinna að þessu markmiði. „Þegar við urðum við þeirri beiðni að starfa sem heilsu- leikskóli ákváðum við að halda áfram á þeirri braut sem við vorum þegar byrjaðar á,“ segir Unnur. „Til við- bótar ákváðum við að útbúa svokall- aða heilsubók þar sem við myndum skrá niður fæmi barnsins á þeim sviðum sem við leggjum mesta áherslu á, þ.e. næringu, hreyfingu, listsköpun og félagslega færni. Þannig getum við fylgst betur með þroska bamsins." Unnur segir að í heilsubókinni sé að finna skilgreiningar á því hvernig túlka á ákveðna hegðun. Segir hún að það hafi tekið starfsfólk Skólatraðar nokkum tíma og vanga- veltur að þróa þessar skilgreiningar. Skráningin á færni barnsins fari fram á haustin og vorin og í kjölfar hennar séu veitt foreldraviðtöl þar sem foreldrum er gerð grein fyrir niðurstöðum. „Nú er komin tveggja ára reynsla á þessi vinnubrögð og hafa þau reynst mjög vel,“ segir Unnur. „Þau hafa skilað markvissari vinnu. Við höfum kynnst einstökum börnum betur og fengið góða yfirsýn yfir hópinn, en hver leikskólakenn- ari hefur ákveðinn hóp barna í sinni umsjá. Með þessum vinnubrögðum höfum við getað gripið fljótar inn í ef við sjáum frávik frá eðlilegum þroska.“ Mikill áhugi á heilsubókinni Það kemur fram í máli Unnar að aðrh- leikskólar hafa sýnt heilsubók- inni áhuga svo ákveðið var að gefa hana út ásamt disklingi, en á honum em allar upplýsingar varðandi bók- ina, sem hægt er að fjölfalda. Nú þegar hafa 20 leikskólar víðs vegar um landið keypt heilsubókina. Einnig er ætlunin að allir leikskólar í Kópavogi kaupi bókina. „Foreldrar hafa verið ánægðir með heilsubók- ina. Ef börnin hafa til dæmis skipt um leikskóla geta foreldrar sýnt bókina og þannig gert þeim sem taka við þeim auðveldara fyrir. Einnig geta þau sýnt heilsubókina þegar barnið byrjar í 1. bekk í grunn- skóla.“ Markmið heilsuskólans endur- speglast í öllu starfi hans, enda er það svo að þegar Ágúst, sem við ætl- um að fylgja eftir í einn dag, kemur í leikskólann á morgnana er eitt það fyrsta sem hann gerir að taka inn lýsi um leið og hann fær sér morgun- matinn. Unnur segir að það sé aldrei neitt vandamál að fá krakkana til að taka inn lýsi. Þegar Ágúst og félagar hans hafa gengið frá eftir sig eftir morgun- matinn fara þeir ásamt Guðlaugu Sjöfn Jónsdóttur aðstoðarleikskóla- stjóra, eða Guggu eins og hún er kölluð, inn í leikherbergið. Þar set- ur Gugga fjörugt lag á geilsa- spilarannn, Skólarapp, og krakk- arnir fara í leik þar sem þau skoppa í kringum nokkra stóla sem raðað hefur verið saman. Þegar Gugga stöðvai- lagið eiga þau að hoppa upp á stólana því hann er bátur og gólfíð fyrir neðan vatn sem í er krökkt af krókódflum. „Flýttu þér upp í bátinn og pass- aðu þig á krókódflunum," má heyra þau hrópa. Fyrst eru stólarnir sex en í lokin eru bara tveir eftir. Þá verða þau að gera sig svakalega mjó til að komast öll fyrir en sumir rúlla út á gólf. „Þetta er bara eins og á Titanic," heyrist einhver hrópa. „Hjálpaðu mér,“ hrópar einn drengjanna. Ágúst tekur í vin sinn og dregur hann upp í bátinn. Mark- miðið með þessum leik er að efla samstöðuna og gefa bömunum tæki- færi til að láta ímyndunaraflið ráða. Tveir strákar horfa á hin leika sér. Það eru ekki allir sem kæra sig um að vera með í ærslaleikjum eða þeir eru að átta sig á leikreglunum. Því næst fara krakkarnir í mynda- styttuleik og loks í flækjufót, þar sem öllum fótunum er flækt saman og Gugga á að finna með lokuð aug- un hver á hvem fót. Það er auðvelt að þekkja fæturna hans Ágústs, því hann er sá eini sem vill vera berfætt- ur. 9:20 Myndastyttuleikurinn er skemmtilegur, en 11:15 Það er gaman að hlusta á sögu leikurinn er kjarninn í uppeldisstarfinu. í samverustund. 12:00 Hún er góð, grænmetissúpan. 1:00 Púlsinn mældur: Þolið hjá mér er sko gott! 2:35 Jafnvægið þjálfað í íþróttatíma. 3:17 Þá er að reyna á listsköpunina. Því næst tekur Gugga fram nokkr- ar fjalir og býr til brýr úr þeim. Þau æfa jafnvægið með því að ganga eftir fjölunum. Nokkrar stelpur sem eru í fimleikum sýna færni sína í sláarrólu sem hangir niður úr loftinu. „í leiknum þjálfa þau félagslegan þroska,“ segir Unnur. „Þegar fé- lagsleg fæmi er metin samkvæmt heilsubókinni eru teknir inn í þættir eins og leikferlið, það er hvernig leikurinn þróast hjá þeim. Eðlileg þróun í leik byrjar oftast á því að barnið leikur fyrst eitt, síðan leika þau sér við hliðina á öðrum. Einnig er athuguð hegðun þeirra í ímynd- unarleik og félagslegum leik, þar sem þau era að prófa sig í hlutverk- um annarra eins og að vera mamma, pabbi eða kannski hundurinn á heimilinu! Þegar félagsleg færni er metin era einnig teknir inn í ýmsir samskipta- þættir eins og hvort barnið sýni framkvæði, hjálpsemi eða glaðværð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.