Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 32

Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 32
32 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 6LUGGAÐ I HEILSUBOKINA Poppkorn en engar kökur Skólatröð í Kópavogi er fyrsti heilsuleik- skólinn á Islandi, en hann leggur sérstaka áherslu á næringu, hreyfmgu, félagslega færni og listsköpun í starfí sínu. Hildur Einarsdóttir fékk að kynnast nýjum vinnu- brögðum sem leikskólinn hefur tekið upp sem felast í því að færni barnsins á þessum sviðum er skráð í sérstaka heilsubók svo MORGUNBLAÐIÐ hægt sé að fylgjast betur með þroska þess. 8:30 Dagurinn byrjar hjá Ágústi með lýsi sem Unnur gefur honum. MoreunbIaðia/HalId6r HANN Ágúst Orrason, 5 ára, er mættur í heilsu- leikskólann sinn, Skóla- tröð í Kópavogi. Þótt kominn sé morgunn og klukkan orð- in 8.15 er ennþá niðamyrkur úti. „Ætlarðu ekki að kyssa pabba bless,“ segir pabbinn sem hafði kom- ið með hann í leikskólann. „Þú átt að koma inn,“ segir Ágúst ákveðinn eins og hann sé að kenna pabba sínum hvernig hann eigi að haga sér þegar hann fer með hann í leikskólann. Pabbinn hlýðii’ og sest um stund hjá Ágústi meðan hann klæðir sig úr útigallanum. Þegar því er lokið kveðjast feðgarnir og Ágúst skokkar inn í leikjasalinn á Skóla- tröð og pabbinn hverfur út um hurð- ina á vit vinnunnar. Skólatröð er um margt sérstæður leikskóli. Þetta. er fyrsti og eini leik- skólinn hér á landi sem kallast heilsuleikskóli. Þegar hann var sett- ur á laggirnar fyrir þrem árum vildi leikskólastjórinn, Unnur Stefáns- dóttir, leggja sérstaka áherslu á næringu og hreyfingu við uppbygg- ingu leikskólans. Unnur þekkir vel til á þessum sviðum, en hún var í landsliði Islands í frjálsum íþróttum á árunum 1981-88. Nú er hún Evr- ópumeistari kvenna í 800 metra hlaupi í aldursflokknum 40-45 ára. Unnur vann einnig að því þegar hún var í heilbrigðisráðuneytinu að móta neyslu- og manneldisstefnu þjóðar- innar. Unnur segir að þegar Skólatröð hafði starfað í hálft ár hafi skólanum boðist að taka þátt í verkefni á veg- um Heilsueflingar, sem heilbrigðis- ráðuneytið stendur að. Verkefnið fól í sér að einn skóli á hverju skólastigi yrði heilsuskóli þar sem unnið yrði að því að bæta heilsu nemendanna. Var hverjum skóla úthlutað 200 þús- und krónum til að vinna að þessu markmiði. „Þegar við urðum við þeirri beiðni að starfa sem heilsu- leikskóli ákváðum við að halda áfram á þeirri braut sem við vorum þegar byrjaðar á,“ segir Unnur. „Til við- bótar ákváðum við að útbúa svokall- aða heilsubók þar sem við myndum skrá niður fæmi barnsins á þeim sviðum sem við leggjum mesta áherslu á, þ.e. næringu, hreyfingu, listsköpun og félagslega færni. Þannig getum við fylgst betur með þroska bamsins." Unnur segir að í heilsubókinni sé að finna skilgreiningar á því hvernig túlka á ákveðna hegðun. Segir hún að það hafi tekið starfsfólk Skólatraðar nokkum tíma og vanga- veltur að þróa þessar skilgreiningar. Skráningin á færni barnsins fari fram á haustin og vorin og í kjölfar hennar séu veitt foreldraviðtöl þar sem foreldrum er gerð grein fyrir niðurstöðum. „Nú er komin tveggja ára reynsla á þessi vinnubrögð og hafa þau reynst mjög vel,“ segir Unnur. „Þau hafa skilað markvissari vinnu. Við höfum kynnst einstökum börnum betur og fengið góða yfirsýn yfir hópinn, en hver leikskólakenn- ari hefur ákveðinn hóp barna í sinni umsjá. Með þessum vinnubrögðum höfum við getað gripið fljótar inn í ef við sjáum frávik frá eðlilegum þroska.“ Mikill áhugi á heilsubókinni Það kemur fram í máli Unnar að aðrh- leikskólar hafa sýnt heilsubók- inni áhuga svo ákveðið var að gefa hana út ásamt disklingi, en á honum em allar upplýsingar varðandi bók- ina, sem hægt er að fjölfalda. Nú þegar hafa 20 leikskólar víðs vegar um landið keypt heilsubókina. Einnig er ætlunin að allir leikskólar í Kópavogi kaupi bókina. „Foreldrar hafa verið ánægðir með heilsubók- ina. Ef börnin hafa til dæmis skipt um leikskóla geta foreldrar sýnt bókina og þannig gert þeim sem taka við þeim auðveldara fyrir. Einnig geta þau sýnt heilsubókina þegar barnið byrjar í 1. bekk í grunn- skóla.“ Markmið heilsuskólans endur- speglast í öllu starfi hans, enda er það svo að þegar Ágúst, sem við ætl- um að fylgja eftir í einn dag, kemur í leikskólann á morgnana er eitt það fyrsta sem hann gerir að taka inn lýsi um leið og hann fær sér morgun- matinn. Unnur segir að það sé aldrei neitt vandamál að fá krakkana til að taka inn lýsi. Þegar Ágúst og félagar hans hafa gengið frá eftir sig eftir morgun- matinn fara þeir ásamt Guðlaugu Sjöfn Jónsdóttur aðstoðarleikskóla- stjóra, eða Guggu eins og hún er kölluð, inn í leikherbergið. Þar set- ur Gugga fjörugt lag á geilsa- spilarannn, Skólarapp, og krakk- arnir fara í leik þar sem þau skoppa í kringum nokkra stóla sem raðað hefur verið saman. Þegar Gugga stöðvai- lagið eiga þau að hoppa upp á stólana því hann er bátur og gólfíð fyrir neðan vatn sem í er krökkt af krókódflum. „Flýttu þér upp í bátinn og pass- aðu þig á krókódflunum," má heyra þau hrópa. Fyrst eru stólarnir sex en í lokin eru bara tveir eftir. Þá verða þau að gera sig svakalega mjó til að komast öll fyrir en sumir rúlla út á gólf. „Þetta er bara eins og á Titanic," heyrist einhver hrópa. „Hjálpaðu mér,“ hrópar einn drengjanna. Ágúst tekur í vin sinn og dregur hann upp í bátinn. Mark- miðið með þessum leik er að efla samstöðuna og gefa bömunum tæki- færi til að láta ímyndunaraflið ráða. Tveir strákar horfa á hin leika sér. Það eru ekki allir sem kæra sig um að vera með í ærslaleikjum eða þeir eru að átta sig á leikreglunum. Því næst fara krakkarnir í mynda- styttuleik og loks í flækjufót, þar sem öllum fótunum er flækt saman og Gugga á að finna með lokuð aug- un hver á hvem fót. Það er auðvelt að þekkja fæturna hans Ágústs, því hann er sá eini sem vill vera berfætt- ur. 9:20 Myndastyttuleikurinn er skemmtilegur, en 11:15 Það er gaman að hlusta á sögu leikurinn er kjarninn í uppeldisstarfinu. í samverustund. 12:00 Hún er góð, grænmetissúpan. 1:00 Púlsinn mældur: Þolið hjá mér er sko gott! 2:35 Jafnvægið þjálfað í íþróttatíma. 3:17 Þá er að reyna á listsköpunina. Því næst tekur Gugga fram nokkr- ar fjalir og býr til brýr úr þeim. Þau æfa jafnvægið með því að ganga eftir fjölunum. Nokkrar stelpur sem eru í fimleikum sýna færni sína í sláarrólu sem hangir niður úr loftinu. „í leiknum þjálfa þau félagslegan þroska,“ segir Unnur. „Þegar fé- lagsleg fæmi er metin samkvæmt heilsubókinni eru teknir inn í þættir eins og leikferlið, það er hvernig leikurinn þróast hjá þeim. Eðlileg þróun í leik byrjar oftast á því að barnið leikur fyrst eitt, síðan leika þau sér við hliðina á öðrum. Einnig er athuguð hegðun þeirra í ímynd- unarleik og félagslegum leik, þar sem þau era að prófa sig í hlutverk- um annarra eins og að vera mamma, pabbi eða kannski hundurinn á heimilinu! Þegar félagsleg færni er metin era einnig teknir inn í ýmsir samskipta- þættir eins og hvort barnið sýni framkvæði, hjálpsemi eða glaðværð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.