Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 40

Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 40
40 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fossvogskirkja 50 ára ÞESSA dagana er þess minnst að hálf öld er liðin frá vígslu Foss- vogskirkju eða Foss- vogskapellu, eins og hún var í upphafi og lengi síðan kölluð í dag- legu tali. Nánar tiltekið fór vígslan fram hinn 31. júlí 1948 og var framkvæmd af séra Bjarna Jónssyni vígslu- biskupi. Kirkjan var þó ekki tilbúin fyrir athafnir al- mennt, en vegna and- láts formanns Bálfarar- félagsins, dr. Gunn- laugs Claessen, nokkr- um dögum áður, þótti sjálfsagt að verða við bón hans um að útför hans yrði gerð frá Fossvogskapellu og bálför hans færi fram í hinni nýju bál- stofu, sem byggð var með kirkjunni. Það var hins vegar ekki fyrr en 12. des. 1948, sem kirkjan var end- anlega tilbúin og opnuð fyrir útfar- ir og kistulagningar. Fossvogskii'kja var þegar í upp- hafi byggð með það að markmiði að vera alfarið útfararkirkja. Hún var reyndar eina kirkjan á landinu, sem frá upphafi var ætluð ein- Ásbjörn Björnsson göngu til útfararþjón- ustu með öllu sem það felur í sér, þ.e. aðstöðu til líkgeymslu, kistu- lagningarathafna og jarðarfara og síðast en ekki síst búin ofnum til líkbrennslu. Knud Zimsen borg- arstjóri, sem var ötull talsmaður nýrra útfar- arsiða og áhugamaður um byggingu útfarar- kirkju, fagnaði mjög þessari niðurstöðu. Byggingarnefndin, sem skipuð hafði verið, fól húsameisturunum Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni að gera tillög- ur að Fossvogskirkju. Samstaða náðist um að ráðast í byggingu sérstakrar útfararkirkju í Fossvogskirkjugarði. Skyldi stefnt að þvi að kirkjan tæki allt að 300 manns í sæti og sambyggð við hana líkgeymsla með fullkomnum kælibúnaði. Hópur áhugamanna um lík- brennslu var búinn að stofna félag um þetta áhugamál sitt, þegar hér var komið sögu, og nefndi Bálfar- arfélagið. I þessum hópi voru margir framámenn í þjóðfélaginu og beittu þeir áhrifum sínum mjög til að koma upp aðstöðu til lík- brennslu, en fram til þessa höfðu þeir sem óskuðu líkbrennslu verið sendir með ærnum tilkostnaði til Danmerkur. Forsvarsmenn Bálfar- arfélagsins sáu í hendi sér hagræð- ið í því að koma á samvinnu við byggingarnefnd Fossvogskapellu. Er skemmst frá því að segja að þessir samstarfsaðilar urðu sam- mála um kosti þess að hafa bálstof- una sem næst eða í væntanlegri út- fararkirkju. Byggingarleyfi var úthlutað hinn 16. mars 1945 og var gerður samningur við Byggingarfélagið Brú hf. 13. apríl sama ár. Fyrstu skóflustunguna tók Knud Zimsen með mikilli ánægju. Ari síðar, nánar tiltekið 25. apríl, lagði for- seti Islands, herra Sveinn Björns- son, hornsteininn úr slípuðu ís- lensku gabbrói í kór Fossvogs- kirkju. Segja má að það hafi verið vel við hæfi að þeir bjartsýnismenn sem hér réðu ferð skyldu velja þennan dag til þessarar athafnar, þ.e. sum- ardaginn fyrsta. Eins og fyir var getið var Fossvogskirkja vígð tveimur árum síðar, hinn 31. júlí 1948. Með byggingu Fossvogs- kirkju var stigið mikið heillaspor og UM dróttkvæðan bragarhátt og kveðskap undir honum. I. hluti. „Með þeima hætti er flest ort, það er vandað er.“ (Snorri Sturluson: Háttatal í Eddu.) Hannes Pétursson skáld segir í Bréfi um ljóðstafí (Ur hugskoti, bls. 142): „Aftar en sagnir og annað sem lýkur upp tímum felst undirrót þeirra, launung kynstofnsins hjúpuð. Þríeitt tilsvar? Véspá? Það veit ei neinn. Að vettugi hafa menn borið fram slíkar spurnir." Þessi orð skáldsins eru að vísu um stuðla og höfuðstafi, aðal og prýði íslensks kveðskapar. Það á við um allan fornan kveðskap okk- ar og að því leyti um dróttkvæðan bragarhátt, að rætur hans liggja djúpt. Má vera ofmælt, ef ég segði að undirrót háttarins fælist aftan við sagnir og annað það, „sem lýk- ur upp tímum“. Gamlir menn þóttust vita eitt og annað um upp- haf dróttkvæðs háttar, en hversu áreiðanlegt er það? ★ Svo er sagt, að á fyrra hluta 9. aldar eftir burð Krists væri uppi í Noregi sá maður er Bragi héti og væri Boddason. Nafnið Boddi merkir víst bóndi. Bragi þessi er kallaður fyrsta nafngreint skáld sem kveðskapur á tungu okkar sé varðveittur eftir. Þessi kveðskap- ur er með því lagi, að þar kynni að vera í mótun sá háttur sem drótt- kvæður er nefndur. Margt er þó óvíst í fræðum þessum og um Braga sér á parti, og naumast ein- leikið að hann skuli vera nafni þess guðs er Snorri Sturluson getur í Eddu og hefur stundum síðar verið nefndur skáldskapar- guð. En Snorri segir, þegar taldir eru helstu guðirnir: „Bragi heitir einn. Hann er ágætur að speki og mest að mál- snilld og orðfími. Hann kann mest af skáldskap, og af honum er bragur kallaður skáldskapur, og af hans nafni er sá kallaður brag- ur karla eða kvenna er orðsnilld hefir framar en aðrir, kona eða karlmaður." Þetta er hinn merkilegasti texti, og látum við þá orðsifjaskýringar Snoira liggja milli hluta. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 979. þáttur En eftir Braga Boddason, sem stundum er nefndur hinn gamli, eiga að vera vísur nokkrar um myndir á skildi sem Ragnar (loð- brók?) gæfi honum. Svo hafa menn skilið, að sú kvöð hafí fylgt þvílíkum skjaldargjöfum, að þiggjandinn kvæði um myndirnar á skildinum. Einar skálaglamm Helgason hafði numið skáldskaparfræði af Agli Skalla-Grímssyni og varð á í gáleysi að gefa Agli síðar skjöld forkunnlegan og var sá „skrifaður fomsögum", það er myndskreytt- ur. Reiddist Egill ákaflega og vildi í fljótræði drepa Einar. Hvað þótt- ist þessi lærisveinn hans vera, að ætla að setja sér, höfuðskáldinu og kennaranum, fyrir yrkisefni! Agli rann hins vegar reiðin, þegar hann sá dýrmæt djásn á skildinum, þau sem metin vora til mikils fjár. ★ Umsjónarmaður heldur áfram að dást að starfi málfarsráðu- nauta útvarps- og sjónvarps- stöðva. Ég stilli mig ekki um að taka hér upp tvö efnisatriði úr bréfi Helgu Jónsdóttur, málfars- ráðunautar Ríkisútvarpsins. Þetta hefði ég viljað segja sjálfur: a) „Að vera frá og koma frá Þegar sagt er hvaðan menn eru er eðlilegt að nota orðalag eins og: Hann er frá Selfossi, hún er frá Kólumbíu (ekki: Hann kemur frá Selfossi, hún kemur frá Kól- umbíu, sbr. ensku, „come from“). Þetta gildir einnig um annars konar uppruna manna: Hann vinnur hjá Háskólanum / er full- trúi Háskólans á ráðstefnunni (ekki: Hann kemur frá Háskólan- um). Ekki er heldur gott að hafa þetta orðalag um dauða hluti, en það er orðið mjög algengt í aug- lýsingum og kynningarefni af ýmsu tagi. Eðlilegt er að segja: ísskápurinn er danskur / fram- leiddur í Danmörku (ekki: kemur frá Danmörku) eða: Húðkrem úr frönskum jurtum (ekki: Húðkrem úr jurtum sem koma frá Frakk- landi). Og að lokum: „Þátturinn er frá Ríkisútvarpinu á Akureyri“.“ b) j,Enn um götuheiti í þágufalli I sumar var í málfarsbréfi lýst ánægju með þágufall götuheita í símaskránni á Netinu. Um leið hefði mátt áminna Ríkisútvarpið sérstaklega um þetta. A stimpil- kortum starfsmanna stofnunar- innar eru götuheiti nefnilega ým- ist í nefnifalli eða þágufalli. Þarna á að sjálfsögðu að vera þágufall og svo ætti að vera í öllum bréfum og öðrum skjölum sem stofnunin læt- ur frá sér fara.“ ★ Vilfríður vestan kvað: Mælti hvalurinn Keikó: „Ég er svo kvalinn í stíunni hér. Ég vil Keikóu fá, annars fer ég á stjá og klóna 700 stykki af sjálfum mér.“ ★ Um smekklausar líkingar 1) Kona var spurð: „Gengur þú með bæjarfulltrúa í maganum?“ Þetta mun hafa átt að merkja: Langar þig til að komast í bæjar- stjóm? Hvernig finnst ykkur þetta líkingamál? Hvaða mynd sjáið þið fyrir ykkur? 2) Karl var spurður: „Ertu nú ekki búinn að koma þessu á kopp- inn?“ Það mun hafa átt að þýða: Ertu nú búinn að fullgera þetta, ertu búinn að stofna þetta, eða þvílíkt. Finnst ykkur þetta fallegt líkingamál? Hvaða mynd sjáið þið fyrir ykkur? 3) Ut yfir tók þó, þegar skáld- kona var spurð: „Ertu með nýja bók í burðarliðnum?" Hvað segið þið um þetta líkingamál? Hvaða mynd sjáið þið fyrir ykkur? Burð- arliður er „ytri sköp konu eða kvendýrs". Hvernig myndi spurn- ingin hljóða á nokkuð svo grófu almannamáli? Ég minni enn á ádrepu bekkjarbróður míns, Olafs Halldórssonar cand.mag., í Tíma- riti Máls og menningar ekki fyrir löngu. Auk þess er „ég vil meina“ kauðalegt tal í staðinn fyrir: ég held, tel, ætla, ég er á þeirri skoðun o.s.frv. Og á meðan á „fjölgunarferlinu stendur" var lesið í útvarp úr einhverjum fyrir- mælum frá möppudýrunum í Brassel. Þetta hefur trúlega verið á officialese (enskt stofnanamál): during the reproductive process. Þetta fyrirbæri hefur hingað til heitið á yfirlætislausri íslensku meðganga eða meðgöngutími. nú, hálfri öld síðar, er eðlilegt og sjálfsagt að minnast þessa merka áfanga á veglegan hátt. Fyrir tíma Fossvogskirkju fóra langflestar jarðarfarir fram frá Dómkirkjunni, sem lengst af var eina sóknarkirkjan. Nokkuð var um jarðarfarir frá Fríkirkjunni eftir til- komu hennar, en frá og með árinu 1949 verður mikil breyting með til- komu Fossvogskh’kju, sem síðan Fossvogskirkja var byggð með það í huga, segir Ásbjörn Björns- son, að vera alfarið útfararkirkja. tók við æ stærri hluta útfara borg- ai'búa. Lengi var það svo eftir að sókn- um fjölgaði og jafnframt sóknar- kirkjum, að áfram skiptust útfarir á milli Dómkirkju og Fossvogskh'kju. Á þessu varð ekki veruleg breyting fyrr en um 1980, þegar greftranir hefjast í hinum nýja kirkjugarði í Gufunesi. Um það leyti var Foss- vogskh’kjugarður að mestu fullgraf- inn, svo þeir sem létust og ekki áttu frátekinn legstað í Fossvogsgarði við hlið maka eða annars náins ást- vinar hlutu legstað í Gufuneskirkju- garði. Það skal þó tekið fram að nóg pláss vai* og verður um allmörg komandi ár fyrir þá sem kjósa brennslu. Er þá um tvo kosti að velja, að svokallað duftker með jarðneskum leifum hins látna sé gi-afið í sérstökum duftreit eða sett í leiði ættingja eða maka, með leyfi leiðishafa. Árið 1988 var efnt til hugmynda- samkeppni um endurbætur á Foss- vogskh’kju og hófust framkvæmdir af fullum krafti í mars 1990 í sam- ræmi við verðlaunateikningu arki- tektanna Ama og Sigbjörns Kjart- anssona. Biskup Islands, heraa Ólafur Skúlason, endui’vígði kirkj- una hinn 26. ágúst 1990. Áhersla var lögð á að breyta útliti kirkjunnar sem allra minnst og var það vel leyst af arkitektunum og iðnaðaimönnunum, sem að verkinu komu. Á hinn bóginn má segja að gjörbreyting hafi orðið í kh’kjunni hið innra. Upphaflega krossviðar- klæðningin, sem kirkjugestir höfðu barið augum um fjörutíu ára skeið, vai’ fjarlægð. Nýir bekkir fyrir 350 manns (í stað 300 áður) vora smíð- aðir og gólf lagt gegnheilu parketi og steinflísum. Nýjar og stærri svalir vora steyptai’ með tröppum úr salnum, í stað þeirra sem lágu upp úr anddyri. Ný framúrstefnu- leg altai-istafla leysti af hólmi gamla, umdeilda altaristöflu eftir Eggert Guðmundsson. Þess má geta að áhugi er fyrir hendi hjá ráðamönnum Kirkjugarðanna að finna gömlu altaristöflunni framtíð- arstað. Tæpast er hægt að ljúka þessari lýsingu á umhverfi Fossvogskirkju að ekki sé nefnt nafn Einars E. Sæ- mundsen landslagsarkitekts, sem hannað hefir og haft yfiramsjón með öllum verklegum framkvæmd- um í Fossvogskirkjugarði síðustu 2-3 áratugina. Honum til aðstoðar er garðyrkjudeild Kirkjugarðanna undh’ stjórn Karls Guðjónssonar garðyrkjustjóra. Verkin lofa meist- arana og leyfi ég mér að óska þeim og öllum, sem þá hafa aðstoðað við framkvæmdina, til hamingju með frábæran árangur. Þar eiga sinn stóra þátt forstjóri, Þórsteinn Ragnarsson, og Sigurjón Jónasson rekstrarstjóri, sem báðir hafa gott auga fyrir fógm umhverfi og era sí- fellt að gera góða hluti hjá Kirkju- görðum Reykjavíkurprófastsdæma, utan húss sem innan. I dag verður þessara tímamóta minnst með hátíðardagskrá í Foss- vogskirkju sem hefst klukan 17. Höfundiir er fyrrverandí forstjórí Kirkjugarða Reykjavíkui-prófasts- dæma. Fætur og sykursjúkir A ALÞJOÐADEGl sykursjúkra hinn 14. nóvember leggja syk- ursjúkir áherslu á þau málefni sem eru þeim mikilvæg og gefa þeim sérstöðu í samfélaginu. Góð fótaheilsa er öll- um mikilvæg. Sykur- sjúkir þurfa þó að huga sérlega vel að fótum sínum. Fótasár era einn af fylgikvillum sjúkdómsins og eru þau algengasta orsök fyrir innlögn sykursjúkra á sjúkrahús. Fótasár valda fólki ómældum óþægindum og sársauka og kosta þjóðfélagið óheyrilegar upphæðir á ári hverju. Því er mikilvægt að sykursjúkir Fótasár eru einn af fylgikvillum sykursýki, segir Sólrún O. Sig- uroddsdóttir, og eru þau algengasta orsök fyrir innlögn sykur- sjúkra á sjúkrahús. hafi reglubundið eftirlit með fótun- um til að fyrirbyggja ýmiskonar vanda. Skoði fætur sína til að ganga úr skugga um að það sé ekk- ert óeðlilegt að sjá á iljum eða tám, t.d. roði, sigg, líkþorn eða sár. Fótaaðgerðafræðingar eru lög- Sólrún Ó. Siguroddsdóttir gilt heilbrigðisstétt. Þeir era sérfræðingar um meðferð fótanna og ættu sykursjúkh’ að koma reglulega í eftir- lit til þeirra. Þeir sem era einkennalausir einu sinni á ári, aðrir oftar. Þegar sjúklingur kemur á stofu til fóta- aðgerðafræðings þarf hann að gefa sjúkdóm sinn til kynna svo hann fái meðferð við hæfi. Það er sjálfsögð krafa sykursjúkra að fótaaðgerðafræðingar séu hluti starfsfólks göngudeilda sykur- sjúkra og að meðferð þeirra sé að hluta eða öllu greidd af Trygginga- stofnun ríkisins eins og gert er þar sem þessi þjónusta er best erlend- is. Félag íslenskra fótaaðgerða- fræðinga og Samtök sykursjúkra hafa að undanförnu haft með sér gott samstarf. Félögin hafa í sam- einingu gefið út bæklinginn „Fæt- ur og sykursýki“ þar sem er að finna ýmsar góðar upplýsingar og leiðbeiningar. Hægt er að nálgast bæklinginn á skrifstofu Samtak- anna og á fótaaðgerðastofum víðs- vegar. Eg óska sykursjúkum velfarnað- ar í baráttu þeirra fyrir bættri heilsu og velferð. Höfundur er fótaaðgerðafræðingur og formaður fræðslu- og kynningar- nefndar Félags fslenskra fótaað- gerðafræðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.