Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 41 Góð meðferð sykursýki skilar sér margfalt FYRIR nokkrum ár- um ákváðu Alþjóðasam- tök sykursjúkra að 14. nóvember ár hvert skyldi helgaður barátt- unni gegn sykursýki og fylgikvillum hennar um heim allan. Þessi dagur er jafnframt fæðingar- dagur kanadíska læknis- ins, Frederieks Banting, en uppgötvun hans fyrr á þessari öld leiddi til þess að hægt var að meðhöndla sykursýki með hormóninu insúlíni, sem þannig varð lífgjafí milljóna sykursjúkra. Sykursýki er algengur og kostnaðarsamur sjúk- dómur. Samkvæmt Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni eru a.m.k. 130 milljónir manna í heiminum með sykursýki og talið er að þessi tala muni hækka í um 300 milljónir árið 2025. Útgjöld vegna sykursýki og af- leiðinga hennar eru ört vaxandi og nema í sumum vestrænum löndum 5- 10% alls kostnaðar við heilbrigðis- þjónustu. I danskri skýrslu sem birtist fyrr á þessu ári kemur fram að þar í landi fara meir en 25 milljarðar ísl. króna á ári í kostnað vegna sykursýki. Um 80% af þessari upphæð er varið í meðferð fylgikvilla sykursýkinnar, sem að miklu leyti hefði verið hægt að fyrirbyggja með betri meðferð og eftirliti sjúkdómsins. Hinir kostnaðarsömu og afdrifa- ríku fylgikvillar stafa af hægfara skemmdum á æðum og taugum og valda sjúkdómi I augum, nýrum, hjarta og æðakerfi og í fótum. Augn- sjúkdómur vegna syk- ursýki er ein algengasta orsök blindu á Vestm-- löndum. Víða erlendis er nýrnabilun vegna sykursýki gífurlegt og vaxandi vandamál. Dan- ir verja um 1,5 milljörð- um ísl. króna á ári til meðferðar í gervinýra hjá sykursjúkum og telja að sú upphæð muni tvöfaldast á næstu 8-10 árum ef ekkert er að gert. Rannsóknir undan- farinna ára hafa stað- fest á óyggjandi hátt að hægt er að fyrirbyggja eða draga úr fylgikvill- unum með góðri blóðsykurstjórnun og eftirliti. Sykursjúkir í góðu eftir- liti og án fylgikvilla eru nánast jafn heilsuhraustir og hverjir aðrir og kostnaður þjóðfélagsins við það að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og bægja fylgikvillunum frá er hverf- andi miðað við þann kostnað sem af fylgikvillunum hlýst. Tvær tegundir sykursýki í grófum dráttum má skipta syk- ursýki í tvennt, svokallaða tegund 1 (type 1) og tegund 2 (type 2). Teg- und 1 af sykursýki byijar oftastnær á unga aldi-i og þurfa þessir einstak- lingar lífsnauðsynlega að sprauta sig með insúlíni, oftast tvisvar til fjórum sinnum á dag. Tegund 2 af sykur- sýki, sem er tífalt algengari en teg- und 1, hefst oftast nær um eða eftir miðjan aldur og oft nægir meðferð með töflum eða breyttu mataræði einu saman, en þó þurfa sumir þess- ara sjúklinga einnig á insúlínmeðferð að halda. Fylgifiskar sykursýki af tegund 2 eru mikil kviðfita, blóðfitu- truflanir og háþrýstingur. Það er því oft ekki nóg að bæta blóðsykur- stjómun heldur þarf einnig að laga óhagstæða blóðfitu og meðhöndla háan blóðþrýsting hjá sjúklingum með þessa tegund sykursýki. Nýbirt bresk-rannsókn sem hófst fyrir 20 árum og náði til 5.000 einstaklinga með tegund 2 af sykursýki, (UK Samkvæmt Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni eru a.m.k. 130 milljónir manna í heiminum með sykursýki, segir Ást- ráður B. Hreiðarsson, og talið er að þessi tala muni hækka í um 300 milljónir árið 2025. Prospective Diabetes Study) sýndi fyrir utan gagnsemi góðrar blóðsyk- urstjórnunar að góð blóðþrýstings- meðferð minnkaði m.a. hættu á heilablóðföllum um 44% og hættu á hjartabilun um 56% hjá þessum sjúklingum. Staðan á íslandi Hér á landi er áætlað að um 500 manns séu með tegund 1 af sykur- sýki. Tölur frá hóprannsókn Hjarta- verndar benda til þess að um 2.300 Ástráður B. Hreiðarsson karlar og 1.900 konur hér á landi séu með tegund 2 af sykursýki, en þá eru þeir sem eru með ógreinda sykur- sýki einnig taldir með. Enda þótt tíðni sykursýki hér sé lægri en í nágrannalöndunum er fjöldi sjúklinga þó ekki minni en svo að þeir gætu hæglega fyllt eitt bæj- arfélag einir saman. Hér á landi hef- ur tekist að halda fylgikvillunum í lágmarki og er t.d. blinda og nýrna- bilun af völdum sykursýki hlutfalls- lega mun lægri en gerist í nági’anna- löndunum eða annars staðar á Vest- urlöndum. Með nákvæmu eftirliti með barnshafandi sykursjúkum kon- um hefur tekist að lækka burðar- málsdauða verulega og er árangur af meðgöngu sykursjúkra kvenna hér á landi nú nánast sambærilegur því sem gerist hjá konum sem ekki eru með sykursýki. Árangur Islands á sviði sykursýki hefur vakið sérstaka athygli Aiþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar. Þjónusta við sykursjúka Skipulögð þjónusta við sykur- sjúka hófst hér á landi fyrir tæpum aldarfjórðungi með stofnun sér- stakrar göngudeildar fyrir sykur- sjúka á Landspítala. Forgöngumað- ur þessa var Þórir Helgason, yfir- læknir, en í september sl. var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við læknadeild Háskóla íslands fyrir brautryðjendastarf og rannsóknir í þágu sykursjúkra. Hlutverk göngu- deildar sykursjúkra er að greina sykursýki, ákvarða meðferð og veita hinum sykursjúka og aðstandendum hans alhliða fræðslu um sjúkdóminn og meðferð hans. Takmarkið er að hjálpa sjúklingnum til þess að halda blóðsykri í jafnvægi og stuðla þannig að sem bestri líðan og heilsu hans og miðast meðferðin ekki síst að því að fyrirbyggja fylgikvillana. Sjúklingaheimsóknir til deildarinn- ar eru um 4.000 á ári og koma þeir allstaðar af landinu. Á síðasta ári voru gerðar endurbætur á húsnæði deildarinnar og öll aðstaða til mót- töku hinna sykursjúku bætt veru- lega. Skipulegt eftirlit með bamshafandi konum með sykursýki fer fram á kvennadeild Landspítala í samvinnu við göngudeild sykursjúkra. Skipu- legt eftirlit og meðferð með augum sykursjúkra er í höndum augnlækna á Landspítala og eftirliti og meðferð sykui’sjúkra með nýrnabilun er sinnt af læknum nýmadeildar Landspítala. Skipulegt eftirlit með sykursjúkum bömum fer fram á göngudeild sykm- sjúki-a bama á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Aðrir mikilvægii' aðilar sem koma að meðferð og eftirliti hinna sykur- sjúku eru heilsugæslulæknar, sjálf- stætt starfandi sérfræðingar, hjúkr- unarfræðingar, næringar- og mat- vælafræðingar, meinatæknar, fóta- fræðingar og fleiri. Mikilvægustu aðilarnir Mikilvægustu aðilarnir eru þó hin- ir sykursjúku sjálfir, sem á milli þess að þeir mæta til eftirlits þurfa að vera sínir eigin læknar og passa upp á sjúkdóm sinn. Þeir þurfa að gæta sín sérstaklega í mataræði og margir þeirra þurfa að fylgjast náið með eigin blóðsykri. Sumir þurfa að sprauta sig oft á dag og flestir þurfa að leggja mikið á sig til þess að halda blóðsykri í sem bestu jafnvægi og sýna margir þar aðdáunarverða kostgæfni. Þarna veita aðstandendur oft ómetanlegan stuðning, ekki síst foreldrar sykursjúkra barna, sem oft þurfa að leggja mikið á sig með framtíð bamsins í huga til þess að sem bestur árangur náist. Samtök sykursjúkra er félagsleg- ur vettvangur sykursjúkra og að- standenda þeirra. Þau berjast fyrir bættri aðstöðu sykursjúkra í þjóðfé- laginu og standa fyrir mikilvægi'i fræðslustarfsemi, meðal annars með fundum og útgáfu bæklinga. Að þeirra frumkvæði er þessi grein skrifuð. Höfundur er yfirlæknir göngudeild- ar sykursjúkra á Landspítala. IfiStpstS mmsmmgsmm ■ íSifWSÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.