Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
Metsala
NINTENDO Game Boy með lita-
skjá kom á markað í Japan fyrr á
árinu og annaði Nintendo eftir-
spurn. Nú er hún væntanleg í
Evrópu og Nintendo-menn segjast
við öllu búnir; þeir ætli sér að
selja að minnsta kosti hálfa aðra
milljón tölva í Evrópu fyrir jól.
Reyndar gera þeir ráð fyrir að
tölvan seljist upp fyrir jól, en nýj-
ar sendingar berist síðan á mark-
að í byrjun janúar.
HÁGÆÐA TÖLVUSKJÁIR
CTX hágæða tölvuskjáir eru í
verðflokkum sem henta
einstaklingum jafnt sem stórum
fyrirtækjum. CTX tölvuskjáir
hafa hlotið lof virtustu
gagnrýnenda í heimi fyrir lága
bilanatíðni, skýra skjámynd
og litla útgeislun. CTX
tölvuskjáirnir eru framleiddir
samkvæmt ISO 9002 stöðlum
og uppfylla kröfur Evrópu-
sambandsins um orkunotkun.
endurnýtingu og vistvæni.
#©■111
TÆKNIBÆR
Skipholt 50c - 105 Reykjavlk
Sími: 551 6700 - Fax: 561 6700
Netfang: pantanir@tb.is - www.tb.is
gamallar konu, Mercedes Colomar,
og áttar sig þá á að ekki er ailt með
felidu í ráðuneytinu, því hann neyð-
ist til að senda hana af stað fótgang-
andi. í kjölfarið leggur hann sjálfur
upp í fjöguiTa ára ferð til að grafast
fyrir um spillinguna, en einnig til að
leita uppi Colomar.
Leið Mannys liggur um borgina
E1 Marrow, hafnarþorpið Ru-
bacava, námunýlendu og að hliði ní-
unda niflheims og hvarvetna er ný-
stárlegt umhverfi og hver staður
hefur sitt sérstaka andrúmsloft, þar
til kemur að uppgjörinu við hinn illa
Hector LeMans.
títpæld og skemmtileg saga
Sagan á bak við leikinn er ein-
staklega útpæld og skemmtilega
saman sett, slær Apaeyjulanglok-
una út eins og ekkert sé, en þrátt
fyrir myrk öfl og spennu er enginn
óhugnaður á ferð. Dauðinn er vissu-
lega viðkvæmt viðfangsefni, en í
leiknum verður hann eins og hvað
annað sem ber við. Það sem glæðir
söguna þó lífi fyrst og fremst er frá-
bær talsetning hennar og útfærsla.
Samtöl eru áhugaverð og skemmti-
leg og fígúrumar sem Manny hittir
á leið sinni uppfullar með sérkenni
og persónuleika, til að mynda ritar-
inn Eva, fúllyndi trúðurinn og svo
má telja. Raddir eru vel valdar,
nægir að nefna Tony Plana sem
leikur Manny og fer skemmtilega
með spænskublendinn framburðinn.
Ekki má síðan gleyma tónlistinni í
leiknum sem er skemmtilega djass-
skotin með mariachi-keim.
Grafíkin í leiknum er venju frem-
ur skemmtileg. Fígúrurnar allar,
þrívíðar beinagrindur, eru sérdeilis
vel af hendi leystar og allt umhverfi
þeirra skemmtilega gamaldags;
dæmigert viðskiptaumhverfi vestan
hafs á sjöunda áratugnum, en víða
bregður fyrir áhrifum frá forn-
mexíkóskri byggingarlist
sem er snjöll hugmynd.
Pað tekur reyndar
smátíma að læra að
stýra Manny og sum
sjónarhom ganga
ekki vel upp, en það
kemur ekki að sök.
Hægt er að keyra
leikinn án þrívíddar-
hraðals, en hann
verður miklu
skemmtilegri með
hraðli sem vonlegt er.
Ekki er gott að segja
hversu langan samfelldan
tíma tekur að klára leikinn, senni-
lega í kringum fimmtíu til sextíu
tíma fyrir meðalskussa, en þó er
ljóst að þótt gaman sé að leysa hann
og vinna á illmenninu í lokin þá er
eftirsjá að umhverfinu og Manny og
öllum þeim sem verða á vegi hans í
landi hinna dauðu. LucasArts-menn
hafa sett saman frábæran leik sem
blandar sér í toppbaráttuna yfir
leiki ársins.
Grim Fandango krefst að minnsta kosti
Windows 95/98,133 MHz Pentium-örgjörva,
32 MB innra minnis, fjögurra hraða geisla-
drifs, PCI-skjákorts með að minnsta kosti 2
MB minni og 16-bita hijóðkorts. DirectX 6.0
fylgir á geisladisknum og verður að setja það
upp til að hægt sé að keyra leikinn. Leikur-
inn styður Direct3D-þrívíddarkort með að
minnsta kosti 4 MB minni. Leikurinn var
reyndur á tölvu með 450 MHz Pentium II,
128 MB innra minni, 16 MB Riva TNT-skjá-
korti og SoundBlaster Live hljóðkorti.
niflheim, land eilífrar hvíldar. Sam-
kvæmt þjóðtrúnni er fjögurra ára
ferðalag á leiðarenda, en góðir og
guðhræddir komast á skemmri
tíma, ekki síst ef þeir kaupa pakka-
ferð af Manny, til að mynda í bíl,
með skipi eða hraðlest #9 sem tek-
ur ekki nema nokkrar mínútur.
Manny er að vinna upp í skuld við
máttarvöldin eftir lastalíf en virðist
ævinlega lenda á þeim sem lítinn
fjársjóð eiga á himnum og hafa ekki
efni nema á göngustaf í mesta lagi.
Fyrir vikið er hann búinn að fá við-
vörun frá yfirmanninum; ef honum
tekst ekki að selja að minnsta kosti
einn lúxuspakka verður hann rek-
inn. Snemma í leiknum tekst honum
þó, með aðstoð þess sem stýrir, að
komast að banabeði guðhræddrar
Yið hlið
níunda
niflheims
Fremst fyrirtækja í ævintýraleikjum er
LucasArts. Árni Matthíasson brá sér í
heimsókn í land hinna dauðu í nýjustu af-
urð fyrirtækisins, Grim Fandango, sem
hann segir einn besta leik ársins.
FÁUM fyrirtækjum er eins lagið að
gera góða ævintýraleiki og
LucasArts. Allt frá því leikirnir um
Zack MacCracklin komu út á sínum
tíma hefur aðal LucasArts-leikja
verið geggjuð kímni og frábær graf-
ísk úrvinnsla. Meðal helstu leikja
síðasta árs var Monkey Island III
og margir hafa reynt að slá þann
leik út en engum tekist fyrr en nú
að LucasArts-liðar ganga fram af
sjálfum sér með leiknum frábæra
Grim Fandango.
Leikjahönnuðurinn Tim Schafer
er mörgum að góðu kunnur, ekki
síst fyrir leikina eftirminnilegu Full
Throttle og Day of the Tentacle
(báða leikina er hægt að fá í ódýrri
útgáfu í betri leikjaverslunum og
ástæða til að hvetja leikjaunnendur
að skella sér á þá, sérstaklega þann
síðamefnda). Aðal Schafers er
kímnin og nánast súrrealískt hug-
myndaflug og Grim Fandango er
þar engin undantekning.
Fjör í landi hinna dauðu
Grim Fandango gerist í landi
hinna dauðu. Söguhetjan er Manny
Cavalera sem safnar sálum, ef svo
má að orði komast, er sölumaður
hjá dauðaráðuneytinu. Hann ferð-
ast til lands lifenda og hefur upp á
þeim sem eru bráðfeigir, sker af
þeim hlekki lífsins með ljánum og
selur þeim síðan pakkaferðir til ei-
lífrar hvíldar. Sagan byggist á
mexíkóskri þjóðtrú og gerist í landi
hinna dauðu, en um það þurfa fram-
liðnir að fara á leið sinni í níunda
Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020
Viðskiptavinir athugið: Lokað verður vegna
vörutalningar í BT Skeifunni á Sunnudag.
BT Hafnarfirði verður opið frá kl.t 3:00-17:00
Sanitarium
Frábær ævintýraleikur
þar sem þú leikur
geðsjúkan mann.
Shogo
Þrívíddarskotleikur.
Frábær Manga-graffk.
Pottþéttir dómar!
Grim Fandango
Himnasending frá
Lucas Arts. Ævintýra-
leikur af bestu gerð.
Carmageddon II
Þessi er bannaður
innan 18(ekkert grín).
Keyrðu allt í klessu!
Raifroad lycoon II
Þú stefnir að því að
verða járnbrautarisi í
þessum frábæra leik.
Links 99
Ný útgáfa af frægasta
golfíeik allra tíma.
Hola í höggi!