Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 50

Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 50
50 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ —7-------------- ytvarp Utópía Hver ergóður útvarpsmaður og hver slæmur? Svar: ífyrsta lagi verður útvarps- maður á íslenskri útvarpsstöð, sem vill teljast góður í starfi, að geta talað lýta- lausa, eða a.m.k. lýtalitla, íslensku. Sú var tíð að ein út- varpsstöð var starf- rækt á íslandi; Út- varp Reykjavík, góðan dag, sagði þulurinn blíðlega klukkan sjö að morgni. Mig minnir hún hafi ekki einu sinni heitið Rás 1 þá, stöðin sem varpaði af Skúlagötu 4, heldur var bara talað um Ríkisútvarp- ið, það nægði. Ekki get ég tekið svo djúpt í árinni að enn sé ein- ungis ein útvarpsstöð starfrækt á Islandi, en get í það minnsta fullyrt að ein finnst mér lang- best; sú gamla góða. Rás 1 er einfaldlega frábær útvarpsstöð. Eftir því sem ís- lenskum rásum fjölgar verður það sífellt ljós- VIÐHORF ara hve gamla ------ Gufan, sem Eftir Skapta stundum er Hallgrimsson kölluð SVO, ber höfuð og herð- ar yfir aðrar. Magnið hefur auk- ist gríðarlega í kjölfar frjáls- ræðis á þessum vettvangi, en synd væri að halda því fram að gæðin hefðu aukist í réttu hlut- falli. Auðvitað var deginum ljós- ara á sínum tíma að úrvalið varð að aukast - þjóðin er ekki svo einsleit að allir geti ætíð hlustað á sömu útvarpsstöðina, og tíðar- andinn kallaði á að léttri tónlist yrði gefið meira rými á öldum ljósvakans. Gæði er auðvitað afstætt hug- tak, en útvarpsstöð getur varla talist alvöru stöð ef ekki er boð- ið upp á annað en tónlist allan sólarhringinn og varla nokkurt orð af viti á milli laga. Eða hvað? Útvarp sem miðill hlýtur að vera þess eðlis að fólk eigi að geta hlustað á það. Þó má halda því fram að stöð þjóni tilgangi, að minnsta kosti hluta úr degi, ef hún heyrist - þá sem undir- spil í fjarska - en stöð sem hægt er að hlusta á, eins og Rás 1, er hægt að kalla Útvarp, með stóru ú-i. Það er rás hins hugs- andi manns, eins og Páll Heiðar Jónsson kemst stundum að orði í þáttum sínum. Líkt og ákveðin dagblöð mætti kalla dagblöð hins hugsandi manns, að mínu mati, en ég kýs að fara ekki nánar út í það hér. íslendingar eiga marga mjög góða útvarpsmenn, en þeir eru því miður enn of margir sem ekki geta fallið undir þá skil- greiningu. Einhver kann að spyrja: við hvað miðar maður- inn? Hver er góður útvarpsmað- ur og hver slæmur? Svar: í fyrsta lagi verður útvarpsmaður á íslenskri útvarpsstöð, sem vill teljast góður í starfi, að geta tal- að lýtalausa, eða a.m.k. lýtalitla, íslensku. Og því er einfaldlega ekki að heilsa í öllum tilfellum. Málið er lítið flóknara en það. Og einhver snefill af skynsemi skemmir heldur ekki fyrir; það er ekki - þegar vel er að gáð - alveg sama hvað fólk lætur út úr sér í útvarpi, frekar en ann- ars staðar. Margt gott má segja um aðr- ar stöðvar. Rás 2 ríkisútvarps- ins fer mjög vel af stað að morgni virkra daga með góðum þætti frá klukkan sex til níu og þeir tónlistarþættir sem íylgja í kjölfarið, fyrir og eftir hádegi, standa vel fyrir sínu - sem slík- ir. Dægurmálaútvarpið á Rás 2 er líka oft gott og sama er að segja af morgunútvarpi Bylgj- unnar og síðdegisþætti hennar, Þjóðbrautinni. Sunnudagskaffið á Rás 2 á sunnudögum er jafnan athyglisvert innlegg í umræð- una og svo mætti áfram telja. Klassík FM má heldur ekki gleymast í þessari upptalningu, sú stöð er frábær og sannarlega tímabær þegar hún varð að veruleika. Þar er aðdáendum klassískrar tónlistar boðið til veislu alla daga og þó Rás 1 sinni sígildri tónlist vel var Klassík FM nauðsynleg. Von- brigðum verð ég þó að lýsa yfir því hve lítinn sess djassinn skip- ar í dagskrá stöðvanna, aðeins einn þáttur á viku er á Rás 1 - mjög góður þáttur, reyndar, en það er engan veginn nóg til að fullnægja þörfum þeirra sem þeirri yndislegu tónlist unna. Fjölmiðlar eru ákaflega mis- jafnir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sá sem þetta skrifar getur auðvitað ekki talist hlut- laus og ekki fer á milli hvaða dagblað hann telur það besta hérlendis. Dagblöð þarf að vera hægt að lesa en sum eru þannig samansett - til að mynda ein- staka götublöð, svokölluð, í út- landinu - að lítið er á þeim að græða. Þau eru eins konar fletti-blöð, þar sem uppsláttar- fréttir og stórar myndir fylla nánast allt pláss. Fólk skoðar slík blöð. Eg vil geta lesið dag- blöð og fræðst af því sem þar er að finna. Það er ekki nóg að fletta, og að sama skapi er ekki nóg - nema sem undirspil í fjarska, eins og nefnt var að framan - að heyra í útvarpi. Og útvarp er að mínu mati einmitt alltof oft einungis boðlegt sem undirspil. Sumar hinna útvarpsstöðv- anna sinna hlutverkum sínum mjög vel að mínu mati en engan veikan hlekk er að finna í dag- skrá Rásar 1. Dagskráin er fjöl- breytt, vönduð og metnaðarfull. Ekkert má missa sín sem þar er fyrir hendi; samtalsþættimir, lestur sagna bæði fyrir böm og fullorðna og geysilegur fróðleik- ur af margvíslegu tagi. Og hvers konar hugsanlegri menn- ingu eru einnig gerð einkar góð skil á Rás 1; sérstakir þættir era tileinkaðir sígildri tónlist, bæði snemma morguns og síðla dags. Að ógleymdu ýmsu skemmtilegu efni úr svæðisút- vörpunum, sent út á Rás 1. Ætíð þegar einhver viðrar þá skoðun að selja beri ríkisútvarp- ið verður mér hugsað til Guf- unnar. Útvarp, eins og aðrir fjölmiðlar, á að vera metnaðar- fullt. Slíkt kostar vissulega pen- inga og engin stöð önnur en Rás 1 getur líklega sinnt allri þeirri menningu og þjóðfélagsumræðu sem hún gerir. Óhjákvæmilegt er því að sú stöð að minnsta kosti verði áfram í eigu ríkisins, eða rekin á kostnað þess. Því fé sem í reksturinn fer er vel var- ið. Rás 1 má ekki skemma, aldrei nokkum tíma. Þjóðin á hana skilið. ODDUR JÓNSSON + Oddur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 28. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 3. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Júiíus Sig- urðsson, f. 3.7. 1873, d. 30.6. 1949, og Valgerður Efem- ía Tómasdóttir, f. 21.3. 1888, d. 14.4. 1966. Systkini hans voru: 1) Haraldur, f. 6.9. 1915, d. 18.9. 1915. 2) Sigurður Ingi- berg, f. 17.4. 1917, d. 13.9. 1926. 3) Ingibjörg, f. 12.6. 1918, d. 8.3. 1987. 4) Jóhannes Haraldur, f. 30.11. 1923, d. 12.5. 1995. 5) Tómas, f. 6.6. 1925. Oddur kvæntist 30. desember 1976 Ingunni Jónsdóttur, f. 6. ágúst 1931, frá Litla-Langadal á Skógarströnd. Dætur Odds og Ingunnar eru: Valgerður Jóna, leikskólakennari, f. 22.5. 1969, maki Sævar Ari Finnbogason, f. 28.12. 1970. Kristín Berglind, hársnyrtir, f. 22.5. 1969, gift Kristjáni Andra Guðjónssyni, f. 27.8. 1967. Dóttir þeirra er Ingunn Rós, f. 1.8. 1998. Sonur Ingunnar frá fyrra hjónabandi var Ægir Sigurjóns- son, f. 10.2. 1963, d. 12.7. 1981. Oddur sat í hreppsnefnd Mýra- hrepps um árabil og var í Ungmennafélagi Mýra- hrepps. Hann sat í stjórn Spari- sjóðs Mýrhreppinga og Búnað- arfélags Mýrahrepps í nokkur ár. Oddur starfaði um árabii við Mýrakirkju, var sóknarnefndar- formaður, safnaðarfulltrúi, hringjari og söng í kórnum. Einnig tók hann virkan þátt í fleiri félagsstörfum. Oddur ól allan sinn aldur á Gili og stund- aði þar búskap. Oddur verður jarðsettur frá Mýrum í Dýrafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langar til að minnast foð- ur okkar í örfáum orðum. Pabbi var hlýr og góður maður og höfum við ekki kynnst betri manneskju. Við voram einkadætur hans, en hann átti einnig stjúpson sem móð- ir okkar átti áður og tók hann hon- um sem sínum eigin syni og var hann honum mikil fyrirmynd enda góður uppalandi. Þau vora mörg bömin í sveit hjá pabba og héldu þau sambandi við- hann. Hann hvatti okkur í því sem við tókum okkur íyrir hendur og var alltaf til taks. Pabbi varð afi fyrir þremur mánuðum og hafði af því mikla gleði. Aldrei heyrðist hann hallmæla öðram og var hann fljótur að sjá hið jákvæða í hverri manneskju. Honum fannst gaman að fá fólk til að brosa, hafði ríka frásagnarlist og var hagmæltur. I vísum hans var alltaf mikil gleði og hlýja. Hann var mjög víðsýnn maður og mikill bóka- og ljóðaunnandi. Búskapur var hans starf og áhugamál alla tíð. Þín er sárt saknað og minningin um þig mun lifa. Valgerður Jóna og Kristín Berglind Oddsdætur. Oddur Jónsson bóndi á Gili er nú farinn til vistar í efri byggðum. Þó við vitum af honum á góðum stað munum við sem þekktum hann og elskuðum syrgja hann. Það er fá- títt að hitta jafn skemmtilegan mann og hann Oddur var, hann hafði sérstakt lag á að gleðja aðra með gamansemi sinni og smitandi hlátrinum, það er óhætt að segja að enginn hafi farið öðravísi en brosandi frá Oddi á Gili. Oddur var afar sterkur persónu- leiki og miklum gáfum gæddur og þó hann hafi alið allan sinn aldur í sveitinni sinni, var hann með víð- sýnni mönnum sem ég hef kynnst. Hann hafði einstakt hjartalag og bar virðingu fyrir öllu sem hrærð- ist í náttúranni og manninum, hann hallmælti engum og vildi engu illu uppá nokkum mann trúa. Oddur las mikið og hafði mikið dálæti á íslenskum kveðskap. Það var sama hvar bar niður, ekki kom maður að tómum kofunum hjá honum, sjálfur var hann gott skáld, samdi ljóð og mikið af vís- um sem hann laumaði að fólki til gamans. Oddur var bóndi af lífi og sál, hann sóttist ekki eftir upphefð sér til handa, hann hafði yndi af bú- skapnum og að vera með fjölskyldu sinni og vinum og við sem nutum þeirrar blessunar að vera nálægt honum munum aldrei gleyma því hversu hjartahlýr og góður maður Oddur Jónsson á Gili var. Eg sakna þess að sitja með þér að spjalli en sá stóri kallaði þig til sín sjáfsagt gaukarðu vísu að kalli einsogvarvenjaþín. Ég mun sakna þín vinur, en mér er mikil huggun að vita að góðir fara á góðan stað og við höfum all- ar góðu minningarnar um þig, sem JOHN SEAGER + John Seager var fæddur f Kali- forníu, Bandaríkj- unum, 23. desember 1950. Hann lést að- faranótt 9. nóvem- ber sfðastliðinn. Eiginkona Johns er Sigríður Olafsdóttir Seager, ferðamála- fulltrúi, f. 2. mars 1957. John Seager bjó og starfaði alla sína ævi í Kaliforn- íu. _ Útför Johns fór fram frá Chapell of the Hills í Kaliforníu, Banda- ríkjunum, 13. nóvember. Orðin hljómuðu eins og rödd langt úr fjarska er okkur var tjáð að elskulegur John hefði fengið heiftarlega heilablæð- ingu. Maðurinn vill oft ýta til hliðar og segja nei, ekki meira, þegar engill dauðans knýr dyra. Hann fékk viku hjá eiginkonu, bróður- dóttur minni, og móð- ur sinni, tengdamóður og systur. Síðan kom kallið. Guð blessi elsku John og megi hann njóta friðar í ljósinu. Hann gaf öll líffær- in sín, ef vera mætti að annar gæti fengið bata á sínum sjúkdómum. Þannig var hann, elskulegur eiginmaður og blíðan skein úr brosi hans og geislaði frá sér til allra. Hann elskaði Island og allt sem því til- heyrði, m.a. veðráttu, fegurð alltaf lokka framm lítið bros einsog þú gerðir í lifanda lífi. Sævar Ari Finnbogason. í dag er til moldar borinn frændi minn og vinur Oddur Jónsson frá Gili í Dýrafirði, er lést úr illvígum sjúkdómi sem læknavísindin hafa enn ekki fundið ráð við. Mig langar að þakka þér allar þær góðu stundir sem ég átti í sveitinni. Þar var gott að vera sem unglingur og seinna þegar ég kom í heimsókn með fjölskylduna þá var alltaf tekið vel á móti okkur. Þú varst einstaklega góður maður, aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann. Hagmæltur varstu og á ég margar vísur eftir þig. Milli ykkar Ingunnar ríkti hlýja og gagnkvæm virðing og var alltaf gott að koma til ykkar. Ég sem og margir aðrir munu varðveita minningar um þennan mannkosta- mann. Elsku Ingunn, þú sem stóðst eins og klettur við hlið hans í veik- indunum, Valgerður, Kristín, Sæv- ar, Kristján og litla afabarn, ykkur votta ég virðingu og samúð. Megi góður guð styrkja ykkur. Blessuð sé minning þín, Oddur minn. Eggert Sigurðsson. Hann Oddur á Gili er dáinn, en það kölluðum við systurnar hann alltaf. Okkar fyrstu minningar af Oddi og Ingunni era frá því þegar þau komu í kaupstaðarferð til Isa- fjarðar með eitt par af tvíburam í aftursætinu á hvítu Lödunni. En þau fengu ekki að fara til baka fyrr en annað par af tvíburam hafði troðið sér í skottið! A Gili fengum við nokkrum sinnum að dvelja nokkra daga í senn. Ýmislegt í fari Odds þótti okkur systram sérkennilegt. Má þar nefna hið undurstóra nef Odds sem hann sagði að hefði stækkað af því að hann tók svo mikið í nefið. Stóri rauði tóbaks- klúturinn var sjaldan langt undan og sömu sögu er að segja af kaffi- glasinu sem ekki mátti þvo oftar en einu sinni á dag. En þó var lík- legast stærsta einkennið á Oddi hve öllu var tekið með stakri ró. Við minnumst líka langrar setu við eldhúsborðið þar sem setið var og spilað ólsen ólsen langt fram á nótt og beðið eftir einhverjum merkjum um að lömb væru á leið- inni. Sem dæmi um hve mikilvægur þessi tími í sveitinni var okkur þá var alltaf grátið þegai- það átti að fara heim og þegar okkur var boðið að gróðursetja tré með Vigdísi for- seta í heimsókn hennar til Isafjarð- ar tókum við vistina í sveitinni fram yfír það. Elsku Ingunn, Stína og Vala, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kolbrún og Kristín Jónasdætur. landsins og tinda fjalla og jökla. Þau hjónin höfðu áætlað að koma saman til landsins í vetur, en nú kemur eiginkona hans í stað þeirra tveggja. Sigríður kona hans er sterk og hún finnur fyrir ótrúleg- um styrk, hvaðan sem hann kem- ur, til að komast í gegnum þessa erfiðleika sína nú. Ekki yrði ég hissa á að hún fengi styrk frá föður sínum Ólafi og afa sínum Birni. Þeir elskuðu hana svo mikið og voru mjög trúaðir menn. Þau komu sér upp gríðarfallegu heimili í 3404 Marlee, Rocklin, Kaliforníu 95677, og þar gefur að líta fallega muni úr föðurhúsum hennar, sem þau kunnu bæði svo vel að meta. Elsku Sigga mín og fjölskyldan öll. Megi góður Guð varðveita ykk- ur öll og sérstaklega þær stundir sem þú og John áttuð saman frá því er hann kom inn í líf þitt. Megi almættið varðveita ykkur öll og veita ykkur náð og blessun. Iðunn (Addý), Kristján og börnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.