Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GYLFIÞOR
MAGNÚSSON
+ Gylfi Þór Magn-
ússon fæddist í
Vestmannaeyjum
20. desember 1942.
Hann lést af slysför-
um 6. nóvember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Hallgrímskirkju 13.
nóvember.
Það er happ á
stuttri lífsleið að fá
tækifæri til þess að
kynnast sönnu sóma-
fólki og enn meiri
gæfa að njóta návistar þess í fjöl-
skyldu. Slík var gæfa okkar
bræðra sem áttum Gylfa Þór
Magnússon fyrir mág. Það er með
þakklæti í huga sem við lítum til
baka og sjáum hvað þessi návist
hans veitti okkur. Það eru margar
minningar sem koma upp í hugann
og verður um ókomna tíð. Það er
erfitt að kveðja svo einlægan og
góðan vin sem féll svo snögglega
frá. Mildi hans, lífsgleði og styrkur
er okkur ógleymanlegur. Gylfi Þór
hafði til að bera þann einstaka
hæfileika að létta fólki lund og ná
fram því besta úr hverjum og ein-
um. Þetta gerði hann með kærleika
sínum og einlægni og öðrum mann-
kostum sem hann hafði til að bera.
Við munum seint gleyma því er
við, ungir strákar, sáum Gylfa Þór í
fyrsta sinn. Á miðjum vetri stóð við
útidyrnar annarlega klæddur mað-
ur og sagðist hafa leyfi foreldra
okkar til að sækja Siggu Dóru syst-
ur og fara með hana á dansleik. Við
horfðum á hann í forundran enda
höfðum við hvorki kynnst svona
fágaðri framkomu né séð jafn ung-
an mann í kjólfótum fyrr.
Annað sinn birtist hann okkur á
fallegum sumardegi, albúinn í úti-
legu á Land Rover í stuttbuxum.
Þegar bíllinn rann í hlað var hann
hálftómur að því er okkur fannst.
Þarna birtist okkur mat hans á gildi
einfaldleika og nægjusemi. Einn
svefnpoki, einn bakpoki með helstu
nauðþurftum og tveggja manna
tjald.
Þegar haldið var frá Byggðaveg-
inum og tilvonandi tengdafjölskylda
hafði sett mark sitt á ferðaundir-
búninginn var jeppinn troðfullur af
allskonar nýtísku ferðabúnaði sem
sennilega hefur ekki verið notaður.
Við áttum margar ógleymanlegar
stundir í sumarbústað foreldra okk-
ar, Bjargarhóli, við Þingvallavatn.
Þarf mátti glöggt sjá hve mikill
náttúruunnandi Gylfi var. Þar
nostraði hann við hvert tré eins og
börnin sín og mældi samviskusam-
lega vöxt sprotanna milli ára. Þessi
natni hans við umhverfið var okkur
til eftirbreytni. Þær voru einnig ófá-
ar ferðirnar sem við fórum saman á
skíði og til veiða. Þar sýndi sig best
hvaða mann hann hafði að geyma,
drenglyndi hans og íþrótta-
mennska. Ræktarsemi hans við for-
eldra okkar og fjölskyldur var ein-
stök og breytti þar engu um þótt
einstakir fjölskyldumeðlimir dveldu
í fjarlægum löndum. Hluttekning
hans í lífi og starfi okkar var einstök
og vakandi áhugi hans á þvi sem á
döfinni var hverju sinni. Þessi eigin-
leiki var honum fyrirhafnarlaus
þrátt fyrir það mikla annríki sem
hann bjó við sjálfur dags daglega.
Þar nýttust honum vel einstakir
skipulagshæfileikar.
Margt í fari hans var okkur fram-
andi lengi vel, en oftast fór það á
þann veginn að við máttum af því
læra, enda varð Gylfi fljótt sem okk-
ar elsti bróðir. Það hlutverk fór
honum vel, enda var þolinmæði
hans og jafnaðargeði við brugðið.
Mannkostir hans komu kannski
best fram í einlægni hans gagnvart
börnum, enda gaf hann sig jafnan
að þeim óskiptur þar sem þau voru
nærri. Hann sýndi fólki jafnan
sömu kurteisi í framkomu, hver sem
í hlut átti. Þannig var Gylfi.
Minning okkar er rík þegar við
kveðjum þig kæri vinur, svo langt
fyrir aldur fram.
Margt áttum við ógert
saman, en við trúum að
þín hafi beðið verðug
verk á æðri stöðum.
Elsku Sigga systir,
missir ykkar er mikill.
Megi góður Guð
styrkja ykkur, Magnús
Þór og Helga Björg.
Hugur okkar er með
ykkur.
Egill og Örn.
Það voru hnípnir
samstarfmenn og félagar Gylfa
Þórs Magnússonar er gengu að
störfum sínum hjá SH þessa vikuna.
Líkt og starfsgleðin væri sjóður
sem menn höfðu vanist að leggja
allir í að morgni dags, hver eftir sín-
um kringumstæðum, og taka síðan
úr í erli dagsins og alltaf nóg eftir
samt. Þessa vikuna vantaði stórt
framlag. Okkur var öllum ljóst að
það munaði um Gylfa Þór og að héð-
an í frá yrði sjóðurinn að vera án
starfsgleði hans og birgja sig upp
með öðrum hætti. Liðsheildin hafði
misst einn af foringjum sínum og
við yrðum líka án félagsskapar hans
og vináttu. Uti lamdi regnið og
vindurinn gnauðaði. Inni var hljóð-
ara en endranær því að hvemig
mátti það vera að Gylfi Þór birtist
ekki framar hress og baráttuglaður,
með bros á vör og hvatningarorð
okkur öllum til handa?
Þau voru víst að verða tólf, árin
síðan fundum okkar bar saman hjá
SH. Eg var nýbyrjuð en hann að
koma heim eftir uppbyggingu sölu-
skrifstofu SH í Hamborg og fullur
tilhlökkunar að taka við umfangs-
miklu starfi hjá fyrirtækinu í
Reykjavík. Eg hafði vitað af honum
og Siggu Dóru, ungu fólki á Akur-
eyri og í Reykjavík, og svo honum í
sívaxandi störfum sínum hér heima
og síðar landnema í markaðssókn
íslenskra fyrirtækja á Evrópumark-
aði. En nú fengum við öll í Aðal-
strætinu að kynnast Gylfa sem sam-
starfsmanni með mikla reynslu,
manni með óbilandi trú á farsælar
lausnir ei-fiðra verkefna og jákvæð
viðhorf til manna og málefna. Sömu
eðliskostirnir hlutu að liggja að baki
þvi að þessi maður hafði sinnt fé-
lagsmálum af miklu kappi, var enn
virkur í skátastarfi, var í klúbbum
og gönguhópi og átti vini og kunn-
ingja um land allt og úti um allan
heim. Maður sátta og samlyndis var
hann og átti vini í samherjum sínum
en ekkert síður í hópi hinna, sem
alla jafna voru hluti af samkeppn-
inni.
Og ekki var hann sporlatur fyrir
fyrirtækið sem hann helgaði krafta
sína í nær tvo áratugi. Ferðir hans
til Rússlands fyrstu árin sem fram-
kvæmdastjóri markaðsmála SH
voru langar og strangar. Þar reyndi
á samningsviljann, lipurðina og
seigluna og Gylfi var kominn til að
semja. Oftast töldu frystihúsamenn
samningana góða og framleiðslan
varð mikil en þar kom að þessi
markaður lokaðist eins og öllum er
kunnugt og þurfti þá að afla nýrra.
Þá tók við aukin sókn á Asíumarkað
og lengra inn á Evrópumarkað og
enn var Gylfi meðal þeirra sem
ruddu brautina og leiðbeindi um
leið nýjum mönnum af reynslu
sinni.
Það útheimtir vissulega jafnvæg-
islist í útsjónarsemi og lipurð að
koma fram fyrir hönd íslenskra
framleiðenda og ná sem bestu verði
fyrir íslenskar sjávarafurðir jafn-
framt því að vera eftirsóknarverður
viðskiptavinur erlendra kaupenda.
Sér í lagi vilja góðir viðskiptavinir
skapa þau tengsl sem verða að
trausti til framtíðarviðskipta.
Einmitt á þessum vettvangi nutu
eðliskostir Gylfa Þórs sín frábær-
lega. Hann virðist hafa tekið þá
stefnu mjög snemma að viðskipti
með íslenskar fiskafurðir þurfi að
byggjast á hugsun til framtíðar og
trausti milli manna og fyrirtækja
fremur en tangarhaldi og skyndivið-
skiptum.
Nýkominn til Islands eftir störf á
Moskvuskrifstofu SH í sumar og
haust, var Gylfi enn á ný reiðubúinn
að takast af krafti á við ótal ný
verkefni og var glaður við þá til-
hugsun að geta verið meira með
fjölskyldunni. Á skrifstofunum var
hann boðinn velkominn heim. Ekki
grunaði okkur að jafnframt væri
komið að kveðjustund og að svo
brátt væri honum ætluð lengsta
ferðin.
Fjölskyldu Gylfa Þórs Magnús-
sonar votta ég mína dýpstu samúð.
Alda Möller.
Mér brá illa þegar mér var til-
kynnt sviplegt fráfall Gylfa Þórs
Magnússonar framkvæmdastjóra
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
langt um aldur fram. Við Gylfi
kynntumst fyrst ungir, á tánings-
aldri, ég örlítið eldri, í Skátafélagi
Reykjavíkur. Hann var þá lágvax-
inn og frekar samanrekinn ungling-
ur, og hélt því vaxtarlagi nokkuð
síðan, en varð þó skiljanlega ívið
settlegri og virðulegri eftir því sem
árin og ábyrgðin færðust yfir.
Nokkrum árum eftir þetta tengd-
umst við svo fjölskylduböndum sem
stóðu lengi. Það var eiginlega ekki
nokkur leið að láta sér falla öðru
vísi en vel og reyndar ágætlega við
Gylfa. Hann var einstaklega geð-
prúður og vænn maður, jafnlyndur,
viðræðu- og umtalsgóður, léttur í
lund, góðviljaður og prúðmenni í öll-
um samskiptum, en þó fastur fyrir
þegar á þurfti að halda. Þá var hann
góður fjölskyldufaðir og lifði fyrir
konu sína og börn. Fljótlega eftir að
hann útskrifaðist sem viðskipta-
fræðingur valdi hann sér þá braut
sem síðan varð ævistarf hans, störf
að sölumálum íslenskra sjávaraf-
urða erlendis. Eg þekkti að vísu
aldrei náið til verka hans þar per-
sónulega, en ég get þó ekki ímyndað
mér annað en að skapgerð hans öll
og lyndiseinkenni hafi notast þar
vel sem endranær við oft á tíðum
flókna og erfiða samningagerð.
Eftir því sem á ævina líður átta
menn sig venjulega sífellt betur á
því hvað traustur og góður vinahóp-
ur er þeim mikils virði og nauðsyn-
legur. Án hans getum við einfald-
lega ekki vökvað lífstréð eins og
okkur öllum er óhjákvæmilegt. Þá
verðum við eins og þöllin fræga í
Hávamálum. Ég er þakklátur fyrir
að hafa átt vináttu Gylfa Þórs allan
þennan tíma, sem mér finnst raunar
að hefði átt að fá að vera miklu
lengri. En gagnvart hinstu rökum
lífs og dauða stendur allur mannleg-
ur kraftur máttvana. Þá verðum við
að taka því sem að höndum ber og
standa á fótunum. Ég minnist sér-
staklega nokkurra góðra og nota-
legra stunda sem við áttum tveir
einir saman, einkum í Hamborg og í
Lundúnum hér á árum áður. Seinni
árin urðu samskiptin sjálfsagt dálít-
ið strjálli en við hefðum örugglega
báðir kosið, en þó hringdumst við
gjarnan á og fórum oft í smiðju hvor
til annars ef öðrum lá á einhverju.
Það var alltaf gott að leita til Gylfa.
Fyi-ir þetta þakka ég að lokum, og
farðu vel vinur.
Eysteinn Sigurðsson.
Lát Gylfa kom sem reiðarslag og
minningarnar hrannast að. Hversu
oft höfum við ekki heyrt um glað-
væru hópana með hvítu húfurnar,
sem gengu í blíðunni frá gamla
timburhúsinu niðri í Lækjargötu?
Fjögur ár liðin eða sex, gleði og
hamingja á þjóðhátíðardaginn. I
gegnum tímans rás, svo margir hóp-
ar, óteljandi ræður, viðkvæmni og
klökkvi. Virðulegir öldungar og
myndarlegar konur, sem stigu
fyrstu sporin. Brutu blað og sköp-
uðu sögu. Hver glaðværi hópurinn
hélt sína leið. 0, gömlu, dýrlegu
æskuár, þið komið ekki aftur. Ar-
gangur sextíu og þrjú drúpir nú
höfði í hryggð.
Gylfi var yndislegur vinur og
bekkjarfélagi, hægur og traustur.
Við ólumst upp saman í Hlíðunum
og aðeins nokkrir mánuðir eru síðan
við héldum upp á 35 ára stúdentsaf-
mælið. Viðhorf hans til líðandi
stundar var alltaf málefnalegt og
uppörvandi. Hann sameinaði þá fá-
gætu eðliskosti, sem gaman er að
gleðjast með og gott að leita til, þeg-
ar á móti blæs.
Gylfi varð snemma félagsmála-
maður og reyndar haggaðist hann
aldrei í grundvallar viðhorfun sínum
allt sitt líf, - frímúrari og sjálfstæð-
ismaður. Hann tók þátt í stúd-
entapólitík og var skáti. Við, sem
fórum á Ulfljótsvatn sjö ára gömul
og þrömmuðum tugi kílómetra um
Grímsnesið, án þess svo mikið að
drekka deigan dropa úr öllum tæru
lækjunum á leiðinni, skiptum hreyf-
ingunni gjarnan í alvöru- og stofu-
skáta. Alvöru voru vaktir kl. 2 um
nótt, til þess að storma upp á holt og
verja vígið og skirrast ekki við að
hirða lífið af andstæðingunum, sem
reyndar var grisjubindi. Þá sofnuðu
nú bara sumir á þúfu úti í guðs-
grænni náttúrunni.
Gylfi sofnaði aldrei, ái*verkni hans
var við brugðið. Vígið var varið til
hinstu stundar. „Immer der Alte“, -
hann var alltaf samur og jafn. Það
þyrmir yfir hópinn frá sextíu og þrjú
og við hrópum í hnattahyl, en fáum
ekkert svar. Svo óvænt var höggið
og hörmulegt.
Nú haustar og grasið sölnar neð-
an Iþöku. Enn ein saga er nú sögð
um eitt sinn glaðværan hóp, sem
drúpir höfði. Hvar eru öldungarnir
eða peysufatakonurnar, sem brutu
blað? Ekki til, - við skyggnumst um,
- þetta er allt ungt fólk. Það stendur
enginn lengur en hann er studdur.
„Integer vitae“, - hreina, göfuga líf,
sem lýtur þeim ávallt, sem gaf það
og á það að eilífu.
Birtan yfir minningu Gylfa er svo
sterk, að erfitt er um vik með þessar
línur. Ég votta eiginkonu og börn-
um, ættingjum og vinum mína
dýpstu samúð. Algóður guð styrki
þau í þungbærri sorg og veiti Gylfa
mínum sinn frið.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Gylfí Þór Magnússon var fæddur í
Vestmannaeyjum en fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur þegar hann
var fárra ára og ólst Gylfi upp á
Melunum og síðar í Hlíðunum.
Heimili þeirra Magnúsar Guðbjarts-
sonar og Sigríðar Benónýsdóttur
var heimili friðar og kærleika. Ekki
aðeins báru öll samskipti þeirra
hjóna og barnanna, Elísabetar og
Gylfa, þess merki, heldur var öllum
sem þangað komu, ungum sem öldn-
um, háum sem lágum, sýnd virðing
og umhyggja. Sama bróðurþel ein-
kenndi allt líf og starf Gylfa Þórs.
Þegar Gylfi var nær ellefu ára af-
réð hann að leita inngöngu í Skáta-
félag Reykjavíkur. Þar hófst langur
og heilladrjúgur ferill skátastarfs
sem báðir aðilar nutu góðs af, Gylfi
og skátahreyfmgin á Islandi. Á
þessum tíma hófst samstarf okkar
Gylfa og ævarandi vinátta. Við höfð-
um reyndar hist nokkrum sinnum í
afmælum sameiginlegs kunningja
og vorum báðir fæddir í Vestmanna-
eyjum sama árið, en þekktumst ekki
að ráði fyrr en skátastarfið var haf-
ið. Á 45 árum hafa leiðirnar oft legið
saman og mörg samtölin átt sér
stað. Á liðsinni Gylfa og góð ráð var
alltaf unnt að treysta. Ég væri
vissulega ánægður ef ég gæti verið
viss um að hafa gefið honum þó ekki
væri nema lítið eitt á við það sem
hann hefur veitt mér.
í skátastarfinu sem annars staðar
var Gylfi Þór ávallt hinn trausti fé-
lagi. Menn sóttust eftir því að fá að
starfa með honum og með störfum
sínum án alls hávaða sýndi hann að
honum mátti treysta til þýðingar-
mikilla starfa. Innan skátahreyfíng-
arinnar gegndi Gylfi margvíslegum
trúnaðarstörfum og sat m.a. nokkur
ár í stjórn Skátafélags Reykjavíkur.
Fyrsta Gilwell-námskeiðið var
haldið hér á landi haustið 1959, en
Gilwell-þjálfunin er höfuð foringja-
þjálfunar skáta. Mikill áhugi var
meðal skátaforingja íyrir þátttöku á
þessu námskeiði. Einn hængur var
þó þar á, þátttakendur skyldu vera
orðnir 18 ára samkvæmt alþjóða-
reglum Gilwell-skólans. Þetta fannst
sumum ekki geta átt við hér á landi
þar sem skátaforingjar væru al-
mennt mun yngri en í öðrum lönd-
um. Eftir nokkra baráttu var fallist
á að aldursmarkið mætti færa niður
um eitt ár á þessu fyrsta námskeiði
og miða við almanaksárið. Því feng-
um við Gylfi báðir að sækja þetta
fyrsta námskeið okkur til mikillar
ánægju og fræðslu. Það er til marks
um skynsamlegt mat Gylfa að hann
sótti Gilwell-námskeið aftur
nokkrum árum síðar til þess að geta
tileinkað sér enn betur það sem þar
var kennt, eins og hann sagði sjálf-
ur.
Gylfi gerðist ungur félagi í Frí-
múrarareglunni og starfaði ötullega
þar æ síðan. Hann naut starfsins í
hvívetna og bræðurnir nutu þess að
starfa með honum. Þar voru honum
falin trúnaðarstörf sem hann rækti
af þeirri alúð og samviskusemi sem
vænta mátti.
Eftir að Gylfi hafði lokið námi í
viðskiptafræðum frá Háskóla Is-
lands stundaði hann æ síðan störf á
sviði viðskipta þar sem hæfileikar
hans nutu sín vel. Með yfirvegun í
athöfnum og orðum átti hann auð-
velt með að vinna menn á sitt band.
Þeir sem áttu við hann viðskipti
komust fljótlega að því að treysta
mátti því sem hann sagði. í viðskipt-
um jafnt og í einkalífi myndaði Gylfi
Þór varanleg bönd byggð á trausti.
Eitt fyrsta starf Gylfa að loknu
háskólaprófi var við fjármálastjórn
húsgagnaverksmiðjunnai’ Valbjark-
ar á Akureyri. Dvölin nyrðra varð
örlagavaldur í lífi hans þegar hann
kynntist Sigríði Dóru Jóhannsdótt-
ur. Þau voru gefin saman í hjóna-
band fyrir 27 árum. Á heimili þeirra,
hvort sem var í Reykjavík, Ham-
borg eða á Akureyri hefur verið gott
að koma. Þar skortir aldrei virkt við
þá sem ber að garði og allir hlutir
gerðir af einstakri smekkvisi og
natni. Gylfi og Sigga Dóra voru sam-
hent hjón og nánast sjálfgefið að
þegar nefna ætti annað hvort þá
væru þau bæði nefnd. Saman hafa
þau alið upp tvö mannvænleg börn
sem bera foreldrum sínum og góðu
uppeldi fagurt vitni.
Lengstan hluta starfsævi sinnar
vann Gylfi að sölumálum sjávaraf-
urða, fyrst hjá Sölustofnun lagmetis
en lengst af hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, þar sem hann hefur
nú um árabil verið einn af lykil-
mönnum farsæls starfs. Verður
vandfyllt það skarð sem þar mynd-
ast við fráfall hans.
Það hefur verið ómetanlegt að fá
að lifa og starfa með Gylfa Þór. Ég
hef engan átt sannari vin og félaga.
Hann var ávallt til staðar þegar á
þurfti að halda, reiðubúinn að veita
þá aðstoð sem þurfti. Margt mætti
nefna en eitt einstakt vinarbragð
kemur óhjákvæmilega upp í hugann.
Á einum af fyrstu búskaparárum
okkar Kristínar vantaði skyndilega
einhvern til þess að gæta ungs sonar
okkar milli 8 og 9 á morgana um
tveggja vikna skeið. Auðsótt reyndist
að fá Gylfa til þess að leysa vandann,
gæta Magnúsai' Más og koma síðan í
leikskóla þegar hann opnaði.
Til þess að lýsa Gylfa Þór Magnús-
syni mætti nota flest jákvæð lýsing-
arorð íslenskrar tungu, en það verð-
ur varla betur gert en með því að
segja: Hann var drengur góður.
Þannig mun hans lengi verða minnst
af fjölda samferðamanna. Gylfi vai'
þeirrar gerðar að hverjum þeim sem
kynntist honum hlýtur að hafa reynst
erfitt að láta sér líka illa við hann.
Þeir eru margir sem sakna nú vin-
ar í raun, sem kallaður er til nýrra
heimkynna svo fyi'irvaralaust og
ótímabært. Mestur hlýtur þó sökn-
uðurinn að vera hjá Sigríðunum
tveimur í lífi Gylfa Þórs, móðurinni
og eiginkonunni, og börnum hans
tveimur. Megi hæstur höfuðsmiður
veita þeim styrk, von og trú á erfið-
um stundum.
Halldór S. Magnússon.
Látinn er um aldur fram vinur og
samstarfsmaður í mörg ár. Gylfí Þór
Magnússon fæddist í Vestmannaeyj-
um í árslok 1942 en faðir hans,
Magnús G. Guðbjartsson, hafði í
ársbyrjun 1941 keypt íshús Böðvars
Árnasonar í Eyjum og stofnað um
það fyrirtækið Is og fisk hf. Félagið
hóf framleiðslu frystra fískafurða á
árinu 1942, árið sem Gylfi Þór fædd-
ist og Sölumiðstöð hraðfrystihús-