Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 5 5 anna var stofnuð. Félagið gekk í SH á stofnárinu og var meðalstórt á þeirra tíma mælikvarða. Arið 1946 fluttist Magnús með fjölskyldu sína til Reykjavíkur en Fiskur og ís hf. hélt framleiðslu áfram til ársloka 1948 en seldi þá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum húsið sem einnig gekk í SH. Það má því á vissan hátt segja að Gylfi Þór hafi tengst Sölu- miðstöðinni frá fæðingu og af því var hann stoltur. Að loknp námi í viðskiptafræði við Háskóla Islands gegndi Gylfi Þór ýmsum veigamiklum störfum í ís- lensku þjóðlífi en segja má að hann hafi gengið til liðs við sjávarútveg- inn árið 1973 þegar hann réðst sem skrifstofustjóri hjá Sölustofnun lag- metis en þar varð hann síðar for- stjóri. Þá sem nú voru sjávarafurðir veigamestar af framleiðsluafurðum íslenska niðursuðuiðnaðarins og á þeim vettvangi öðlaðist Gylfi Þór þá reynslu í samskiptum við erlenda kaupendur sem hann bjó að síðan. Hann kom því með gott veganesti til Sölumiðstöðvarinnar þegar hann kom þangað. Samstarf okkar Gylfa hófst þegar hann réðst til SH 1981. Ákveðið hafði verið að opna á ný söluskrif- stofu í Hamborg en Sölumiðstöðin hafði haft skrifstofu þar árin 1953 til 1955 og hafði dr. Magnús Z. Sig- urðsson veitt henni forstöðu. Að til- stuðlan Árna Finnbjörnssonar, framkvæmdastjóra sölumála hjá SH, var Gylfi Þór ráðinn til að veita nýju ski’ifstofunni forstöðu. Stofnað var sérstakt fyrirtæki í Þýskalandi, í eigu Sölumiðstöðvarinnar og fékk það nafnið Verkaufszentrale Islánd- ischer Kúlháuser GmbH en gekk venjulega undir skammstöfuninni VIK. Gylfi Þór fluttist til Hamborg- ar og stofnaði þar fagurt heimili fyr- ir sig og fjölskylduna og lagði grunninn að þeirri sölustarfsemi sem síðan hefur verið í Þýskalandi á vegum Sölumiðstöðvarinnar. Óhjá- kvæmilega koma upp mál sem leysa þarf fljótt og vel, t.d. þegar illa gengur að ná upp framleiðslu hér heima á vöru sem samið hefur verið um að afhenda eða leysa þarf úr deilumálum sem skapast þegar kaupendur halda því fram að fram- leiðslan standist ekki umsamdar pökkunarreglur. Það kom gjarnan í hlut okkar Gylfa Þórs að leysa úr slíkum málum saman og var hann afar farsæll í því starfi sem öðru. Hann var traustur, nákvæmur og samviskusamur, virtur af viðskipta- vinum sínum og laginn við að leysa úr vanda. Þegar Gylfí Þór fluttist heim um áramótin 1986 og 1987 tók hann við starfi framkvæmdastjóra sölu hjá SH en Benedikt Guðmundsson tók við Hamborgarskrifstofunni. Frá þeim tíma til dauðadags gegndi Gylfi Þór framkvæmdastjórastai-fi hjá SH og hafði á hendi verkefni sem tengdust sölumálum, markaðs- málum og framleiðslumálum, með nokkrum skipulagsbreytingum í tímans rás. Við Gylfi Þór höfðum þann tíma sem við vorum samtímis hjá SH nána samvinnu og er mér ljúft að segja að það var afar gott að vinna með Gylfa, hann bar með sér traust, velvilja og samviskusemi. Föstudaginn 6. nóvember síðast- liðinn kom ég undinitaður upp á skrifstofuna í Aðalstræti og hitti Gylfa Þór. Við drukkum saman kaffi og ræddum saman. Að morgni næsta dags var mér tjáð andlátið. Það var vissulega mikið áfall. Lífsstíll Gylfa var þannig að búast hefði mátt við langlífi, hann var reglusamur, var virkur í skátahreyfingunni og mikill útivistannaður, fór m.a. í langar göngur um öræfi landsins og útnes. Það sannaðist hér sem oftar að eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Sigríði Dóru og börnum þeirra hjóna, Magnúsi Þór og Helgu Björgu, eru færðar innilegustu sam- úðarkveðjur frá okkur hjónunum. Hjalti Einarsson. Það var glaður og kátur hópur x- bekkinga sem kom saman nú í vor til þess að fagna 35 ára stúdentsaf- mæli. Að sjálfsögðu voru rifjaðar upp ótal skemmtisögur og ævintýri menntaskólaáranna. Engum datt annað í hug en að okkur auðnaðist að halda áfram að hittast og gleðjast saman um einhver ókomin ár, enda ungir í anda að eigin mati og áfram tilbúnir að takast á við lífið og tilver- una. En tilveran er undarlegt ferða- lag og þeir sem maður á síst von á að falli um aldur fram eru skyndi- lega horfnir eins og hendi sé veifað. Þannig var um góðan félaga okkar og bekkjarbróðir, Gylfa Þór Magn- ússon. Einhvern veginn var hann að mínu mati okkar líklegastur til þess að til að lifa vel og lengi enda vissi ég að hann gaf sér tíma til að rækta sig og sína þrátt fyrir miklar annir. Þó að við Gylfi ættum báðir heima í Hlíðunum kynntumst við ekki vel fyrr en á menntaskólaárunum. Þá strax var komið í ljós hversu mikill öðlingsdrengur var hér á ferð. Sífellt jákvæður og brosmildur, til- búinn að taka þátt í margvíslegum uppátækjum, ekki síst að leggja land undir fót og kanna ókunnar slóðir. Ég held að ég hafi ekki kynnst neinum sem mér fannst lifa í raun eins vel samkvæmt skátaheit- inu. Það skein einhvern veginn úr öllum hans gerðum og framkomu. Enda var Gylfi sannur skáti og sinnti skáta starfi meira og minna alla sína tíð. Eftir því sem leið á menntaskóla- árin tengdumst við sterkari böndum og undir lok þeirra leið vart sú helgi að við hittumst ekki ásamt öðrum bekkjarbræðrum til þess að gera okkur dagamun. Nutum við þess oftar en ekki að Gylfi hafði góðan aðgang að bíl föður síns og brenndi með okkur í lengri eða skemmri ökuferðir, eða þá að móðir hans tók á móti okkur með sinni sérstöku al- úð. Þessi samgangur okkar bekkja- bræðranna hélt áfram eftir stúd- entsprófið þó að vettvangurinn sem menn kysu sér væri mismunandi eins og gengur. Ég átti því láni að fagna að við Gylfi vorum einnig sam- skipa í viðskiptadeildinni. Komu nú inn enn sterkar sameiginleg áhuga- mál eins og stúdentapólitík, og stjómmál almennt og var miklu af frítíma varið í þau mál. Fljótt kom í ljós að Gylfi var góður skipuleggjari og framkvæmdasamur, þannig að á hann hlóðust margvísleg verkefni sem hann var önnum kafinn við samfara námi. Ekki kom það þó nið- ur á því að hann ræktaði vel vin- skapinn og gáfust enn tækifæri til að koma oft saman og gleðjast. Á þessum árum fórum við Gylfi í eftir- minnilega ferð til Parísar ásamt fleirum, deildum saman herbergi og áttum ógleymanlega daga sem gátu alltaf komið okkur til a_ð hlæja þegar við rifjuðum þá upp. Ég held að sú ferð hafi innsiglað okkar vináttu, því margt var rætt um lífið og tilveruna sem ekki er uppi á borðum dags daglega. I lok námsáranna kom ný breidd í vináttuböndin þegar við einn af öðrum gengum í hnappheld- una. Er mér enn minnistætt gleðin og stoltið þegar Gylfi kynnti okkur hjónin fyiir Siggu Dóru og var ljóst að hann hafði fundið sinn lífsföru- naut. Gleðiefni hefur einnig verið hvað þau eiga mannvænleg börn. Er námi lauk var stígandi í starfsframa Gylfa, sem við félagar hans og vinir glöddumst yfir, enda vissum við að hann var að verðleikum. Starfsvettvangur Gylfa hefur valdið því að lönd og höf hafa oft á tíðum skilið að góða vini en það hef- ur alltaf verið þannig að vinahópur- inn hefur samt náð saman af ýmsum tilefnum og ber að þakka að hafa haft þau tækifæri til samveru. Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð minn góða vin og félaga allt frá skólaárum. Veit ég að ég mæli þar einnig fyrir munn okkar bekkjarfélaganna í 6-x. Fátt get ég sagt ykkur Siggu Dóru, börn- unum, aldraðri móður og systur til huggunar annað en að biðja ykkur Guðs blessunar og biðja Hann um að styrkja ykkur í sorg ykkar. Eitt er þó víst að sá sem getur sér góðan orðstír gleymist ekki. Slíkur maður var Gylfi Þór Magnússon. Karl F. Garðarsson. Kveðja frá skátahreyfingunni á Islandi Hlýtt handtak, hýi'legt bros á vör blandað alvöru, og uppörvandi ávarpsorð eru þær minningar sem koma fyrst fram í hugann er Gylfa Þórs Magnússonar er minnst. Forystuhæfileikar hans komu snemma í Ijós. Á sjöunda áratugn- um var hann einn virtasti skátafor- ingi í Skátafélagi Reykjavíkur, deildarforingi Landnema, maður sem allir vildu líkjast. Hann laðaði að sér fólk, með látlausri framkomu og glöðu geði, en íhygli bjó undir og góð skynsemi. Það var eftir því tek- ið er Gylfa Þór var leyft að sækja Gilwell-skólann að Úlfljótsvatni á undanþágu vegna ungs aldurs, en engum datt í hug að gera athuga- semd við það, nema honum sjálfum. Hann sagði upp úr þurru við okkur hina yngri, að hann hefði verið of ungur og óþroskaður og þyrfti að endurtaka skólagönguna svo að henni yrði eitthvert gagn. Og það gerði hann. Jafnan vand- virkur og vandaður í öllum störfum. Hann kunni lagið á því er tekist var á um málefni, skátahreyfingin var honum mikilvægur vettvangur, hann átti þar fjölda vina og var vinafastur. Hann var í forystu skátahreyfingarinnar í höfðuborg- inni með litlum hléum á fjórða ára- tug uns hann fór til starfa á Akur- eyri, en þá sat hann í einni af nefnd- um Skátasambands Reykjavíkur. Gylfi Þór Magnússon hafði næm- an skilning á gildi skátastarfs í upp- eldi barna og unglinga og lagði sitt af mörkum til þess að börn og ung- lingar í höfðuborgðinni gætu átt þess kost að reyna sig í skátaíþrótt- um. Gylfi Þór Magnússon var vand- aður maður, gæfunnaður í lífi og starfi, það munar um slíka menn hvar sem þeir láta til sín taka. Grátí því hér enginn göfugan fóður harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrimsson.) Skátahreyfingin þakkar ííkuleg störf Gylfa Þórs Magnússonar og flytur fjölskyldu hans og ástvinum einlægar samúðarkveðjur og biður þeim guðs blessunar. Ólafur Ásgeirsson. Það fyrsta sem manni hlaut að detta í hug, þegar maður sá Gylfa Þór Magpússon fyrsta sinni, var ki-aftur. Olgandi krafturinn braust fram í öllu fasi hans, fótaburði og handaslætti. Maðurinn beinlínis ólg- aði af lífsfjöri samfara hógværð, festu og sjálfsöryggi. Ég kynntist honum aðeins í starfi hans fyrir SH þegar ég vann að riti um sögu sam- takanna. Ég þurfti að leita til hans um margt og fann fljótt að þar fór maður skjótra ákvarðana og ódeig- ur til framkvæmda. Jafnframt lagði hann áherslu á öguð vinnubrögð og nákvæmni í öllum frásögnum. Þar sem hann kom sjálfur við sögu lagði hann mikla áherslu á að allir sam- starfsmenn fengju það rúm í frá- sögninni, sem þeim bar og var óþreytandi við að leiðrétta og lag- færa og auka inn í svo sem hann taldi þurfa. Ég var ekki hissa á skjótum frama hans innan SH. Þangað kom hann frá Sölustofnun lagmetis með mikla reynslu af erlendum viðskipt- um. Honum var skjótlega falin for- sjá Hamborgarskrifstofu, fyrstu fótfestu SH á meginlandi Evrópu. Heimkominn tók hann við umsjá Rússlandsviðskiptanna af Árna Finnbjörnssyni, sem hafði annast þau frá 1960. Gylfi náði fljótt tökum á viðfangsefninu og góðu sambandi við viðsemjendur sína og var farinn að undirbúa samstarfsverkefni með Rússum, þegar Sovétríkin hrundu eins og hendi væri veifað árið 1991 og þeir stóðu með alla vasa galtóma og gátu við enga samninga staðið þrátt fyrir góðan vilja. Þegar ákveðið var að flytja stóran hluta skrifstofu SH til Ákureyrar í kjölfar átakanna um ÚA, kom ekki á óvart að Gylfa skyldi falið að sjá um flutninginn og koma starfsem- inni á legg nyrðra. Þar var hann á heimavelli, hafði um árabil stýrt fjármálum hjá húsgagnaversluninni Valbjörk hf., stórveldi í húsgagna- iðnaðinum, þar til holskeflur óheftr- ar erlendrar samkeppni færðu þann iðnað á kaf. Það er meira en að segja það að hluta stórt fyrirtæki í sundur og hleypa lífi og krafti í þann hluta þess sem plantað er út annars staðar, eins þótt nútíma samskiptatækni geri mönnum létt- ara fyrir. Þetta er eins og með líf- færaflutninga. Þótt skurðaðgerðin og ígræðslan gangi vel er alltaf hætta á að líkaminn hafni nýja líf- færinu. En fyrr en nokkurn varði var Akureyrarskrifstofan orðin þróttmikill útlimur í öllu staifi SH og eins og hún hefði alltaf verið óað- skiljanlegur hluti hennar. Gylfi var driffjöðrin og allir hrifust með. Enn var hann á síðasta ári kvaddur til nýrra verkefna á vegum fyi'irtækis- ins við landvinninga á nýjum mörk- uðum. Nýfluttur suður hlakkaði hann til að takast á við þau í hópi sinna gömlu samstarfsmanna, þrótturinn, krafturinn og fjörið enn hið sama. Og þá - skyndilega er klippt á lífsþráðinn. Mann setur hljóðan - á ekki orð. Við Guðrún vottum Sign'ði Dói-u, Magnúsi Þór og Helgu Björgu, ást- vinum öllum og samstarfsmönnum okkar innilegustu samúð. Góður drengur er fallinn en minning hans lifir. Olafur Hannibalsson. í dag kveðjum við með söknuði einn af betri drengjum Islands, Gylfa Þór Magnússon, traustan fé- laga og hæfan samstarfsmann. Gylfi Þór helgaði stóran hluta starfsævinnar útflutningi á sjávar- afurðum, bæði niðursuðu- og fryst- um vörum. Hann kynntist því við- skiptum við Sovétríkin og síðar Rússland, þar sem mikilvægur markaður hefur verið fyrir aðalút- flutningsafurðir okkar Islendinga. Gylfi Þór sagði mér oft að hann héldi einna mest upp á Moskvu af þeim borgum sem hann hefði heim- sótt, en þar starfaði hann um nokk- urra mánaða skeið síðastliðið sum- ar. Alkunna er hve miklar breytingar hafa orðið á högum Rússa á þessu ári. Saman fylgdumst við með upp- hafí núverandi óvissuástands er hann bjó á heimili okkar hér í Moskvu og áttum við þá mörg eftir- minnileg og ánægjuleg kvöld er við reyndum að spá í framtíðina. Ekki urðum við þó alltaf sannspáir en meira virði var félagsskapurinn við hann og fá notið af þeim nægtar- bi-unni þekkingar og því innsæi sem hann bjó yfir í hugsanagangi Rússa eftir 20 ára starfsreynslu af við- skiptum við þá. Að leiðarlokum, sem svo sannar- lega eru bæði tregablandin, ótíma- bær og óvænt, viljum við þakka samfylgdina, samstarfið og allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Við vinir Gylfa Þórs í Moskvu sendum Siggu Dóru, börnunum og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu hans og veiti syrgjendum styrk. Páll Gislason. Gylfi Þór Magnússon vinur okkar er horfinn úr lífi okkar, sem hérna megin erum. Fyrsta tilhugsunin er við fengum fréttina um fráfall Gylfa Þórs var að þetta hlyti að vera ein- hver misskilningur, það gæti ekki verið Gylfí Þór vinur okkar. En því miður var fréttin rétt. Gylfi Þór dáinn löngu fyrir tímann. Við reynum að trúa j)ví að allar gerðir skaparans hafi einhvern til- gang, einnig sú að taka Gylfa Þór burt frá fjölskyldunni sem hann unni svo mikið, ættingjum og vinum sem voru honum svo mikilvæg. Við kynntumst Gylfa Þór þegar hann og Ragnar voru saman í við- skiptadeild Háskólans á árunum 1965 til 1969. Þá kom strax í ljós hversu góðan dreng Gylfi Þór hafði að geyma. Hann var alltaf jafn glað- ur, jákvæður og hjálplegur í um- gengni við aðra. Og margt var gert sér til skemmtunnar á háskólaárun- um þótt einhver tími hafi einnig far- ið í lestur og verkefnavinnu. Við kynntumst svo Siggu Dóru eftir að þau Gylfi Þór giftu sig og áttum við margar skemmtilegar stundir með þeim og fjölskyldum okkar. Það síðasta var nokkrum dögum áður en Gylfi Þór kvaddi og var það róleg og notaleg kvöldstund eins og alltaf þegar Gylfi Þór og Sigga Dóra áttu í hlut. Það kvöld var meðal annars rædd fyrirhuguð skíðaferð í febmar á næsta ári til Austurríkis, en við vomm öll farin að hlakka til þeirrar ferðar. Gylfi Þór hafði þann góða eigin- leika að öllum í kringum hann leið vel í návist hans. Hann tók mikinn þátt í öllum umræðum, hafði alltaf eitthvað jákvætt til málanna að leggja og aldrei heyrðum við hann segja styggðaryrði um nokkurn mann. Það er mikil eftirsjá að svo góðum dreng. Elsku Sigga Dóra, Magnús Þór og Helga Björg, hugur okkar er hjá ykkur og við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og varðveita í þessari miklu sorg. Einnig vottum við elsku Sigríði, Elísabetu og fjölskyldu hennar ásamt tengdaforeldmm okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Gylfa Þórs. Sigrún og Ragnar. Það voru þungbær tíðindi sem bárust okkur norður yfir heiðar sl. föstudagskvöld þess efnis að Gylfi Þór Magnússon hefði látist fyiT um kvöldið. Við eram minnt á það hve bilið milli lífs og dauða er ör- skammt. Það var um mitt ár 1995 að Sölu- miðstöðin opnaði skrifstofu sína hér á Akureyri og tók Gylfi Þór að sér það verkefni að veita henni for- stöðu. Með honum fluttust starfs- menn sem unnið höfðu á skrifstof- unni í Reykjavík en einnig réðust til starfa heimamenn sem voru að kynnast fyrirtækinu í fyrsta sinn. Verkefnið var flókið í framkvæmd en saman lögðust allir á eitt um að mynda nýjan vinnustað og vinna það' þannig að okkar viðskiptavinir fyndu fyi-ir sem minnstum óþægind- um vegna þess. Gylfi Þór fór þar fremstur fyrir og lagði sig fram við að ná upp starfsanda og vinnusemi í sínum anda. Þetta var ekki í fyrsta skipti að leið hans lá til Akureyrar, því hingað sótti hann lífsforunaut sinn, Siggu Dóru, á árum áður og saman vora þau að flytja á hennar heimaslóðir á ný. Það vakti athygli okkar hversu einstaklega samhent hjón og miklir félagar þau voru og okkur er ljóst hversu mikill styrkur það var Gylfa Þór að hafa hana sér við hlið. í tímans rás tók starf Gylfa Þórs bréytingum á þann veg að erlend verkefni vógu æ þyngra í starfi hans. Það þýddi að fjarvera hans varð meiri og samvistunum fækkaði og nú í sumar ákvað fjölskyldan í Eikarlundinum að flytja búferlum á ný til Reykjavíkur. Við vinnufélagar hans á Akureyr- arskrifstofunni minnumst margra góðra stunda með Gylfa bæði á vinnustað og utan hans. Það eru margar minningar sem koma fram í hugann þegar gluggað er í mynda- safnið okkar, en einkum eru okkur þó eftirminnileg heimboð þeirra hjóna í Eikarlundinn, þar sem tekið var á móti okkur með mikilli gest- risni, hlýju og væntumþykju sem aldrei gleymist. Við minnumst Gylfa Þórs sem mikillar manneskju, sem lét sig ekki bara varða um veg okkar í vinnunni heldur einnig utan hennar. Hann var því ekki aðeins yfirmaður okkar heldur einnig vinur og félagi. Elsku Sigga Dóra, Helga Björg, Magnús Þór og aðrir ástvinir. Sorgin og gleðin eru sagðar systur í sama húsi. Vissulega er það svo að vegna þeirrar miklu gleði og ánægju sem kynnin af Gylfa Þór veittu okkur er sorg okkar stærri. I sameiningu óskum við þess öll að ykkur veitist þrek og styrkur til að vinna ykkur í gegn um þessa þraut. Guð blessi minningu Gylfa Þórs. Starfsfólk SH Akureyri, makar þeirra og börn. • Fleiri minnwgargreinar um Gylfa Þór Magmísson biða birtingar og ninmi birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.