Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 5 7 ■í.1 SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR + Sólveig Hjálm- arsdóttir fædd- ist á Akureyri 23. október 1951. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 7. nóv- ember síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Akur- eyrarkirkju 13. nóvember. Ég kynntist Sól- veigu Hjálmarsdóttur sem nágranna mínum hér í Drekagilinu og nemanda í kennaradeild Háskólans á Akur- eyri. Auk þess sat Sólveig deildar- fundi kennaradeildar sem fulltrúi nemenda og við gerðum margar tilraunir til að leysa vandamál deildarinnar með samtölum úti í garði. Sólveig skilur mikið eftir í kenn- aradeild Háskólans meðal nem- enda og kennara. Hún kom inn í deildina með mjög mikla reynslu úr gi-unnskólastarfi sem leiðbein- andi og af ótal öðrum þáttum lífs- ins og kom til okkar til að læra. Það var einkum síðastliðinn vetur sem ég kenndi Sólveigu, fyrst námskrárfræði og síðar námsefn- isgerð í félagi við annan kennara þar sem Sólveig vann áhugavert Internet-námsefni, Ljósið, fyrir grunnskólanemendur. Þetta efni er hægt að skoða með því að slá inn slóðina http://www.unak.is/- ~k9625/NAMS.HTM Námskrár- fræði er kennd með málstofusniði og í því formi naut Sólveig sín. Atorka hennar og innsýn urðu af- ar eftirminnileg og það var ekki síst áhugavert að Sólveig miðlaði ekki bara af reynslu sinni, heldur líka og raunar alls ekki síður úr lesefninu. Hún var sérdeilis nösk á að tengja saman aðalatriði í texta og eigin reynslu og á þann hátt að það studdi við þau markmið sem fyrirfram höfðu verið sett hverri málstofu. Sólveig kom ekki til okk- ar til að afla sér réttinda, heldur til að læra meira. Mér er ljóst að fátækleg orð sem þessi megna ekki að segja nema brot af því sem skiptir máli og lýk þeim því með því að votta Gunnari, öðrum aðstandendum Sólveigar og sameiginlegum vinum okkar inni- lega samúð mína. Persónulega og faglega sem kennari við kennara- deild þakka ég Sólveigu hina stuttu en lærdómsríku sameiginlegu veg- ferð. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. í þá skoðun að láta gott af sér leiða í til- verunni. Þú varst lif- andi eintak af því lífs- viðhorfi, kjarkmikil og huguð kona. Þakka þér fyrir samfylgdina. Verst finnst mér að geta ekki orðið við síðustu ósk þinni um að ég kæmi til að syngja yfir þér um bláu blómin og litla fuglinn. En mína minningarathöfn held ég fyrir sjálfan mig víðsfjarri. Einn dag mun ég koma og setja blóm á leið- ið þitt. En hugur minn verður líka, og ekki hvað síst, hjá Gunna eigi- manni þínum, frænda og vini mín- um sem hefur staðið sig svo hetju- lega í þessari baráttu við hlið þér. Og samkvæmt tímaplani þínu og öllum áætlunum bíður þú okkar Gunna, því hvað er dauðinn nema dyr í hugum vina? Öllum vinum og ættingjum þín- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Farðu í friði. Þinn Hörður Torfa. Þeir vita það, sem tala mest um trúna, að trú er von, og sá sem hana gaf, hann gaf oss bifröst lífsins, ljettu brúna, sem liggur yfir efans svarta haf gaf hægindið oss hugann fyrir lúna, í hálkum þankans traustan göngustaf; - og þvi er hver einn bezt til ferða búinn, ef bilar hann ei vonin eða trúin. (Grímur Thomsen) Elsku Solla, Þessar ljóðlínur finnst okkur lýsa þér hvað best, þegar við minn- umst þess tíma sem við nutum með þér og alls þess sem þú vaktir okk- ur til umhugsunar um. Þú varst uppfull af lífshamingju og orku sem þú miðlaðir til okkar bekkjarsystkina þinna, yngri og óreyndari. Þar minnumst við sér- staklega þeirra ófáu frásagna af dóttursyni þínum Jóel sem var augasteinn þinn. Einlægni þín, geysilegur áhugi á skólastarfi ásamt vilja til að bera hag nem- enda fyrir bijósti, mun verða okk- ur öllum hvatning um ókomna tíð. Þín bíða nú verkefni á öðru tilveru- stigi sem þú munt sinna af sömu elju sem fyrr. Við þökkum þér kæra vinkona fyrir góðar samveru- stundir sem við munum varðveita í hjörtum okkar. Við sendum fjölskyldu og ástvin- um öllum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Mikið var ég feginn að fá tæki- færi til að kveðja þig. Að komast upp á spítala og kyssa þig síðasta kossinn. Það var erfitt en þú varst sjálfri þér samkvæm, brostir til mín stuttu brosi og sagðist vera svo löt þessa daga. Það svar þitt varð til að auka enn á virðingu mína fyrir þér. Kímnina, hugrekk- ið og gleðina léstu aldrei vera fjarri þér allar okkar samver- stundir í gegnum árin. Öðruvísi þekkti ég þig ekki. Öðruvísi varstu aldrei í mínum huga og öðruvísi verður aldrei minningin um þig, Solla mín. Þegar þú sagðir mér einu sinni söguna um eilífa vináttu okkar þriggja, mín, þín og Gunna, komstu mér á óvart og þú hafðir gaman af hve ég var undrandi. En við höfum þekkst í mörgum fyrri lífum, sagðir þú. Síðan leistu djúpt í augu mín og sagðist aldrei geta gleymt þeim. Og svo fylgdi 'öng, lífleg og skemmtileg saga um indjánatilveru okkar og vináttu fyrr á öldum. Og mikið gladdi sú saga mig og hefur alla daga fylgt mér síðan þá. Mér verður oft hugsað til hennar og um leið þín. Þín sem gafst mér dýpri merkingu Bekkjarfélagar við Kennaradeild HA. Kveðja frá Háskólanum á Akureyri Sólveig Hjálmarsdóttir var á þriðja ári í námi við kennaradeild Háskólans á Akureyri þegar hún lést langt um aldur fram sl. laugar- dag. Hún reyndist deildinni nýtur nemandi, stóð sig vel í náminu og var fulltrúi nemenda á deildarfund- um frá vori 1997 til hausts 1998. Hefði hún lifað hefði hún lokið náminu á komandi vori. Sólveig var ekki einasta farsæll nemandi heldur var gott að um- gangast hana. Hún lagði gott eitt til, lét smámuni ekki setja sig úr lagi og var glaðlynd og spaugsöm. Hún kom úr Hrísey þegar hún ákvað að hefja nám í kennaradeild. Hún hafði stundað tónlistar- kennslu um nokkurra ára skeið enda hafði hún menntast til þess. En þar kom að hugur hennar stóð til þess að ljúka almennu kennara- námi. Þá hafði hún samband við mig og ræddi vandlega námið og stöðu sína við upphaf þess. Hún lauk síðan hverjum námsáfangan- um á fætur öðrum og nú í haust átti hún að hefja síðasta árið. En það átti ekki að verða. Allan tímann sem hún stundaði námið í kennaradeild glímdi hún við þann sjúkdóm sem að lokum dró hana til dauða, krabbameinið. Við þær aðstæður er það í raun af- rek að ljúka ströngu háskólanámi á sama hraða og þeir sem ganga heil- ir til skógar. Það þarf líka hugrekki til að takast á við slíkt nám við að- stæður hennar. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd kennaradeildar og starfsfólks Há- skólans á Akureyri þakka Sólveigu framlag hennar til deildarinnar, skemmtilega viðkynningu og æðru- leysi í dagfari sínu. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur HeiðarFrímanns- son, forstöðumaður kennaradcildar. Okkur hjónum brá mjög er við fregnuðum andlát Sólveigar. Þar fór góð kona langt fyrir aldur fram. Við sáum hana síðast fyrir tæpu ári þegar hún, ásamt Sig- rúnu dóttur sinni og Jóel ömmu- strák, kom í heimsókn til Húsavík- ur, hress og glöð. Þá var kennara- námið og söngnámið efst á baugi hjá henni og bjartsýnin réð ríkj- um. Við hjónin fluttum til Hríseyj- ar árið 1991 og hófum störf við skólann þar. Aður en langt um leið gekk Sólveig til liðs við okkur og áttum við gott samstarf næstu fjögur árin. Henni lét einkar vel að uppfræða börn því hún var kenn- ari af Guðs náð. Með hlýju sinni og þolinmæði laðaði hún nemendur að sér og ástandið var orðið ansi svart ef henni tókst ekki að sjá einhvern broslegan flöt á málum. Ekki var hægt að hugsa sér betri vinnufélaga en Sólveigu. Aldrei horfði hún í tímann þegar skólinn var annars vegar og við hana var alltaf gott að ræða ef eitthvað bját- aði á. Sólveig hafði mikla listræna hæfileika eins og margt hennar ættfólk. Hún lék skínandi vel, ef því var að skipta, og hún hafði lokið 8. stigi söngnáms. Kunnátta henn- ar kom sér alls staðar vel en þó einkanlega úti í litlu Hrísey. Sópraninn í kirkjukórnum var til að mynda bæði bjartari og hærri þegar hennar naut við. Fyrir fjórum árum veiktist Sól- veig mjög alvarlega og gekkst undir miklar aðgerðir. Ekki var annað að sjá en læknar hefðu komist fyrir hina alvarlegu mein- semd og lífið virtist brosa við. En skjótt skipast veður í lofti. í sum- ar, meðan nóttleysan ríkti á Norð- urlandi, tók hið illkynjaða mein sig upp aftur og nú varð ekki við neitt ráðið. Þegar Sólveig virtist hafa sigrast á veikindum sínum innritaðist hún í Háskólann á Akureyri. Hugur hennar hafði lengi staðið til að ljúka formlegu kennaraprófi. Námið var langt komið, enda gekk það að óskum og aldrei dugði neitt minna en fyrsta einkunn. Þannig var Sól- veig í einu og öllu. Svo þegar ekkert virtist framundan nema hlýir og fallegir dagar var lífsbókinni skyndilega lokað. Við stöndum eftir á strönd- inni með söknuð í hjarta. En það er huggun harmi gegn að minningin um mæta konu verður ekki frá okkur tekin. Við vottum Gunnari, börnum Sólveigar og öðrum ættingjum hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sólveigar. Einar Georg og Pálína. Manstu Solla þegar ég var lítil? Manstu þegar ég missti fyrstu tönnina í Hrísey? Manstu þegar þú og Gunnar komuð að sækja mig, pabba og mömmu úr ferjunni? Manstu þegar ég og Gunnar fór- um út með flugdrekann? Manstu þegar ég datt niður stig- ann og fékk marblett á nefið? Vonandi manstu það. Salka Eyfeld. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GEIR HAFSTEIN HANSEN pípulagningameistari, andaðist föstudaginn 13. nóvember. Una Guðrún Jónsdóttir, Rúna S. Geirsdóttir, Gylfi Pálsson, Stefán Ingólfsson, Kristín ísleifsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, EINAR SÍMONARSON fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Ránargötu 2, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag, laugardaginn 14. nóvember, kl. 13.30. Sólrún Guðmundsdóttir, Hjálmey Einarsdóttir, Halldór Leví Björnsson, Sigurpáll Einarsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Helgi Einarsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Guðmundur Einarsson, Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir, Erling Einarsson, Guðbjörg Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS G. ÞÓRÐARSONAR vélstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Helga Sigurjónsdóttir, Steingrímur Þorvaldsson, Gróa Sigurjónsdóttir, Snorri Þorvaldsson, Þórður Sigurjónsson, Örn Sigurjónsson, Ingibjörg Gissurardóttir, Sigþrúður Sigurjónsdóttir, Magnús Bjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Einlægar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, DAGMARAR PÁLSDÓTTUR, Aðalgötu 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflæknisdeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Páll R. Ólafsson, Gróa Hávarðardóttir, Guðmundur V. Ólafsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Róbert Ö. Ólafsson, Bára Sigurðardóttir, Elín Guðbjörg Ólafsdóttir, Júlíus Bess, ingólfur Ólafsson, Vilhelmína Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, ÓLAFS MAGNÚSSONAR, Engihjalla 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans og starfsmanna Kirkjugarða Reykjavíkur. Jóhanna Jónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigþrúður Bergsdóttir, Ásta Þóra Ólafsdóttir, Ormur Helgi Sverrisson, Jón Gunnar Harðarson, Erla Skarphéðinsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kjartan Ólafsson, Steinunn Harðardóttir, Níels Níelsson, Guðmunda Magnúsdóttir, Magnús Marteinsson, afabörn og langafabarn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.