Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 59 tónlistarmaður og gegnum músík- ina náðum við best saman. Við spil- uðum saman í ótal hljómsveitum, en minnisstæðust er þó kannski Júpiters sem hann stofnaði á sín- um tíma og var honum mikils virði. Goggi bjó yfir mikilli orku sem ekki var á færi einnar manneskju að beisla. Hann fór hraðar og víð<ir yfir á stuttri ævi en aðrir menn. Eg þakka fyrir vináttu okkar og þær stundir sem við áttum saman í blíðu og stríðu og votta Valgerði, Rúnu, ættingjum og vinum samúð mína. Steingrímur Guðmundsson. Villist ég vinum fi-á vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Við áttum því láni að fagna að þekkja Þorgeir Kjartansson - Gogga - þegar hahn var búsettur í París. Það voi-u án efa hans allra bestu ár og okkur til gleði gátum við deilt þeim með honum. Við sam- hryggjumst aðstandendum hans og nánustu vinum af öllu hjarta og sendum þeim styrk í sorginni. Æsa Signrjónsdóttir, Oddný Sen, Laufey Helgadóttir. Þorgeir Rúnar Kjartansson var undarlegur sögukennari. Einu sinni skilaði ég honum ritgerð um pönkið á íslandi og hann gaf mér 10 í ein- kunn og vildi að ég seldi hana í tímarit. Það fannst mér ski-ítið. Þegar ég trúði honum fyrir því að ég gæti ekki selt ritgerðina í tíma- rit því ég hefði falsað allar munn- legar heimildir og meira að segja sumar ritaðar hló hann og hló og sagði að ég væri enn hugmyndarík- ari en hann hefði þorað að vona. Það fannst mér skrítnara. Þorgeir spilaði á saxófón í Júpít- ers og var alltaf í skrítnum fötum. Einu sinni vildi hann endilega að hljómsveitin mín spilaði á afmælis- tónleikum Júpíters, bara vegna þess að hún hét Afródíta. Honum var alveg sama þótt ég segði honum að við værum bara fjórar litlar stelpur sem kynnu ekkert á hljóð- færi, Júpíters og Afródíta ættu að halda saman tónleika. A tónleikun- um var hann hæstánægður og sagði að Afródíta væri frábær hljómsveit sem sannaði að það væri aukaatriði að kunna að spila á hljóðfæri til að vera í hljómsveit, það væri jafnvel veri'a. Afródíta fór nokkrum sinn- um á sviðið þetta kvöld og Þorgeir borgaði okkur þrjátíu þúsund fyrir greiðann. Það fannst öllum skrítið. Þorgeir fór með okkur vinunum í tívolíið, út að borða, á myndlistar- sýningar og tók meira að segja vini sína með á bíósýningar sem við héldum í Regnboganum. Hann gekk með okkur um höfnina, datt í það með okkur og sagði merkilegai- sögur af sjálfum sér og öðrum. Hann heimsótti mig á fæðingar- deildina og stuttu seinna heimsótti ég hann á spítalann. Eg held að það hafi verið þá sem hann kvaddi mig. Hann sagði mér einu sinni að uppáhaldsbókin sín væri Siggi sífulli dettur íða og að þegar hann yrði stór ætlaði hann að fara sömu leið og blómin. Hann sagði mér líka að maður ætti ekki að kasta perlum fyrir svín og að gamlar konur stælu stundum lambalærum. Bókina hef ég ekki lesið og kannski var hún aldrei til nema í höfði Þorgeirs. Það var svo margt sem var aldrei til nema í höfði Þorgeirs. Ég man ekkert hvenær ég hitti sögukennarann minn síðast, enda töluðumst við lítið við seinustu ár. Hann var undarlegur maður sem var búinn að kveðja en ég átti eftir að segja bless. Ég kveð Þorgeir með vinsemd og virðingu og vona að allir sem honum þótti vænt um geti kvatt hann í sátt. Hugrún Hrönn Ólafsdóttir. HELGI GUÐNASON + Helgi Guðnason fæddist í Þor- kelsgerði II í Sel- vogi 8. júní 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 6. nóvem- ber. Foreldrar hans voru Guðni Gests- son frá Húsatóftum á Skeiðum, f. 25.12. 1896, d. 10.7. 1979, og Jensína Ingveld- ur Helgadóttir frá Þorkelsgerði II, f. 5.12. 1899, d. 2.6. 1981. Systkini hans voru: 1) Gestur, f. 13.5. 1923, verkamaður. 2) Jens, f. 12.1. 1925, d. 1.9. 1997. 3) Guðný, f. 11.1. 1927, húsfrú. 4) Ingimar, f. Elsku Helgi minn, Veistu, ef þú átt vin, þann er þú vel trúir og vilt af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að fmna oft. (Ur Hávamálum.) 16.10. 1929, verka- maður. 5) Guðlaug, f. 5.9. 1931, húsfrú. Öll eru þau fædd í Þorkelsgerði II. Helgi Guðnason bjó í Þorkelsgerði II en vami í Hafnar- firði og Grindavík sem ungur maður. Hann fór svo að að- stoða foreldra sína í Þorkelsgerði við búskap og bjó þar til 1996. Þá flutti hann á Sólvelli á Eyrarbakka og bjó þar til dauðadags. títför Helga fer fram frá Strandarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langaði að senda þér svo sér- stakt ljóð, eins sérstakt og þú varst en ég veit að það er ekki til svo full- komið ljóð sem lýsir hversu sérstak- ur þú varst. Ég ákvað því að senda þér mitt uppáhalds ljóð um gildi vináttu vegna þess að þú varst svona vinur vina þinna. Þú hafðir alltaf meiri ánægju af því að gefa en að þiggja frá öðrum sem sýnir ör- læti og góðmennsku þína. HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON + HaIIgrímur Hallgrímsson fæddist á Skálanesi við Seyðisíjörð 14. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garða- kirkju 23. september. Enn á ný er höggvið skarð í sund- laugahópinn. Hallgrímur var í hópi fastagesta í Sundlaugunum í Laugardal. Mætti hann þar næstum daglega ásamt eig- inkonu sinni, Valgerði. Það var trauðla merkjanlegt að svo skammt væri í ferðina löngu. Erfitt var að ímynda sér, að þessi spaugsami og síkáti heiðursmaður væri ferðbúinn. Enginn má sköpum renna, þetta eru jú óumflýjanleg ör- lög okkar mannvera, en alltaf er jafn erfitt að sætta sig við dauðann. Við munum sakna þín, Hallgrím- ur, og þökkum samfylgdina. Minning þín mun ylja okkur um ókomna tíð. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjömum, og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbömum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (Davíð Stefánsson.) Kæra Valgerður. Við sundlauga- vinir ykkar sendum þér og börnum ykkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. félaganna, Þór Ragnarsson. Afmælis- og minningargreinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöf- unda skal eftirfarandi tekið fram um lengd gi-eina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvai- og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskling- ur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vinsam- legast sendið gi-einina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagsblað þarf gi’einin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- greina, enda þótt þær berist inn- an hins tiltekna skilafrests. Ber- ist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. En þótt þú reyndist mér sem hinn besti vinur leit ég alltaf frekar á þig sem afa minn. I einni bók sem ég las var sagt frá hvernig einstakir afar væru. Afar væru þeh- sem hlustuðu alltaf á mann, gæfu manni gjafir, segðu manni sögur um liðna tíð, veittu manni hlýju og umhyggju og væru alltaf til staðar þegar þeirra væri þörf og þú uppfylltir svo sannarlega þessi skilyrði og meira en það. Ég á svo margar góðar minning- ar um þig sem ég gæti sagt frá en mig langar að segja frá þeim sem koma upp í huga minn núna. Ein þeirra er um þegar við vorum í Sel- voginum í réttum. Við höfðum verið að smala allan morguninn og tími var komin til þess að fara heim. Þá leyfðir þú mér að ríða heim, alein á hesti. Ég gleymi því ekki hvað þetta var stórkostleg tilfinning að fá að ríða heim með þér og að þú skyldir treysta mér fullkomlega til þess. Mér fannst ég vera orðin svo stór stelpa á að hafa fengið þetta traust og tækifæri sem þú gafst mér. Stundirnar í Selvoginum á sumrin voru einnig alveg yndislegur tími og þú tókst mér svo vel þrátt fyrir matvendni mína og sýndir mér svo mikla athygli með því að kenna mér margt um sveitastörfin. Eftir að þú fluttir á Eyrarbakka eru Kentucky-ferðirnar mér minni- stæðastar. Þær voru ófáar þær ferðimar þegar ég og amma fórum rúnt til þín í heimsókn og við enduð- um hann á því að fara upp á Selfoss í Kentucky sem þú elskaðir. Þessar minningar mun ég alltaf geyma í hjai’ta mínu um þig ásamt öllum hinum. Ég vil fyrir hönd okk- ar ömmu minnar þakka þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum með þér, fyrir að hafa tekið okkur alltaf með opnum örmum og að fá það tækifæri að kynnast svona einstökum persónuleika í alla staði eins og þú varst. Ég tel að við séum með þeim heppnustu í heimi að hafa fengið að kynnast þér og fá að njóta góðs af nærveru þinni. Þannig finnst mér svo erfitt að skilja hvers vegna þú, svona yndisleg mann- eskja, varst tekinn frá okkur þegar þú varst rétt að byrja að lifa lífinu til fulls á Eyrarbakka. En ég vil trúa því að einhverra hluta vegna varst þú valinn til þess að deila þessari góðmennsku sem þú hafðir í þér. Að lokum vil ég segja þér að næst þegar ég og amma fórum á Kentucky veit ég að þú verður með okkur, en aðeins í anda. Þín Peta. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ÞORSTEINSSON, Vatnsholti 2, fyrrv. skrifstofustjóri Landsbanka íslands í gjaldeyrisdeild bankanna sem iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 6. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Vilborg Vilhjálmsdóttir, Ketill Ingólfsson, Ursula Ingólfsson, Judith Ingólfsson, Miriam Ingólfsson, Bera Ingólfsson, Katla S. Hammond. t Þökkum sýndan hlýhug og vináttu við útför, SÓLRÚNAR SIGVALDADÓTTUR frá Búðarhóli, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hornbrekku. Guð blessi ykkur öll. Hulda Steingrímsdóttir, Sigríður Steingrímsdóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Sólrún, Sesselja, Agla Huld, Helga Dröfn og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð og veittan stuðning vegna andláts og útfarar móður okkar, systur og tengdamóður, ÁGÚSTU SIGMUNDSDÓTTUR, Mánabraut 11, Akranesi. Þórey Marinósdóttir, Sævar Líndal, Heimir Jóhannsson, Árni Þór Sigmundsson, Ingimundur Sigmundsson, Eðvarð Loftsson, Þórdís Garðarsdóttir, Sigrún Ríkharðsdóttir, Hjördís Björnsdóttir. * t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILHELMÍNU TH. LOFTSSON. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Skúta Helgason, Sharon Gallgher Helgason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Stefanía Júlíusdóttir, Berghreinn G. Þorsteinsson, Randý Sigurðardóttir, Geirharður J. Þorsteinsson, Guðný J. Helgadóttir. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.