Morgunblaðið - 14.11.1998, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
bara þeirri þjónustu sem býðst
þótt aðrir líti frekar til íslands sem
upprunalandsins.
Við gætum svo auðveldlega sett
upp þjónustu við bandaríska eig-
endur íslenskra hesta og áhugafólk
hér heima. Til dæmis með því að
bjóða þeim upp á að koma hingað í
viku til tíu daga til að læra um ís-
lenska hestinn, prófa hann, taka
þátt í félagslífi og skemmtunum og
sjá sýningar svo það geti upplifað
allt sem við gerum með íslenska
hestinn hér á Islandi."
Hagsmunir heildarinnar
verða að vera í fyrirrúmi
„Það er áríðandi í því markaðs-
starfi sem unnið er og verður unnið
í framtíðinni í Bandaríkjunum að
allir hugsi um hagsmuni heildar-
innar. Nú þegar eru komin upp
margvísleg vandamál sem skemmt
gætu markaðinn. Þetta eru vanda-
mál sem skapast hafa vegna lé-
legra viðskiptahátta af hálfu Is-
lendinga og einnig Bandaríkja-
manna, en einnig vegna vankunn-
áttu. Það er því nauðsynlegt að við
einbeitum okkur að því sem vel er
gert og eflum fræðslu til að koma í
veg fyrir að fólk sé að gera miður
góða hluti aðeins vegna vanþekk-
ingar.“
A síðasta ári var kynnt hugmynd
um að gefa út handbók um íslenska
hestinn, en enn hefur ekki orðið af
því að hún yrði gefin út vegna fjár-
skorts. Þetta er þó verkefni sem
Hulda segir nauðsynlegt að hafi
forgang og muni nýtast nýjum eig-
endum íslenskra hesta hvar sem
er.
„Það mætti líkja þessari bók við
handbók sem fylgir hverjum bíl. I
henni væri hægt að fletta upp á
hvernig gera á hlutina, t.d. hvernig
nasamúll á að sitja. Grundvallar-
upplýsingar um fóðrun, hirðingu,
járningar og fleira er hægt að setja
upp á einfaldan hátt í svona bók.
Sumum finnst þetta kannski óþarfi,
en það er margt fólk sem þarf á
þessum upplýsingum að halda.
Þessa bók væri hægt að gefa út á
mörgum tungumálum auk íslensku.
Eg sá öfgakennd dæmi um van-
kunnáttu í ferð minni til Bandaríkj-
anna og við þurfum að koma í veg
fyrir slíkt.“
Gljáfægð og vel haldin liross
„Það er ljóst að markaðurinn í
Bandaríkjunum er óþrjótandi. Við
þurfum að komast yfir ákveðin
vandamál en þau eru ekki óyfir-
stíganleg. Fyrst þurfum við að ein-
beita okkur að frístundamarkaðn-
um og ég er sannfærð um að í kjöl-
far þess getum við farið að senda
út dýrari hross, sem vissulega eru
þegar fyrir hendi í Bandaríkjunum
á nokkrum stöðum. Þetta ferli yrði
í samræmi við reynslu knapanna.
En reynslan sýnir að eftir því sem
færni og kunnátta eykst sækir fólk
í hross sem hæfa aukinni getu.“
Hulda segir að sumarexem sé til
staðar á sumum stöðum í Banda-
ríkjunum en sé ekki eins mikið
vandamál og víða í Evrópu. Svo
virðist sem hross í Kaliforníu fái
yfirleitt ekki sumarexem.
„Mér fannst merkilegt hvað ís-
lensku hestunum virtist líða vel í
Kaliforníu þrátt fyrir hitann, en
þau eru yfirleitt rökuð á veturna.
Einnig var ég mjög ánægð með að
sjá hvað íslensku hrossin voru alls
staðar vel haldin. Það er greinilegt
að fólk leggur mikið upp úr snyrti-
mennsku og að fóðra hestana sína
vel. Við þurfum að hafa þetta í
huga og kynna hestinn okkar sem
snyrtilegan og glæsilegan hest. Eg
hef sjaldan séð eins gljáfægða
hesta og á sýningunni sem ég fór á.
Það versta sem við getum gert
sjálfum okkur er að senda lélega
og ljóta hesta á þennan markað.
Það borgar sig ekki. Þá erum við
bara að skjóta okkur í fótinn!“
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 71
Einnig frá Ravensburger...
Púsluspil Fjölskytduspil
Þroskaspif IWálað eftir númerum
RENAULT
Ármúli 13
Sími söludeild 5751210
Skiptiboró 575 1200
Clio heillar alla. Hann ertraustur, Ijúfúrog lipur
og með línurnar í lagi. Clio hefur alla kosti smábfls,
en þægindi og öryggi stærri bíla.
Helstu öryggisþættir:
- ABS bremsukerfi
Verð ffá 1.188.000 kr.
- Loftpúðar
- Fjarstýrð hljómtæki úrstýri
- Samfellanlegt stýri
- Nýtegund öryggishöfuðpúða
™ M
Mazda Demio
Mazda Demio er fjölnota bíll sem er kjörinn
fyrir þá sem hafa í mörgu að snúast. Hann
er þeim frábæru eiginleikum búinn að á
svipstundu er hægt að breyta honum úr
fjölskyldubíl í vinnubíl sem rúmar vörur
og kassa eða tómstundabíl fyrir
skíðabúnaðinn, útilegudótið eða
hnakkinn á hestinn. Hann er
fallegur og einstaklega hentugur.
Mazda Demio er alltaf til í allt!
Verð: Oemio LX 1.215.000 kr.
□emio GLX 1.595.000 kr.
- ávallt viðbúinn!
mazoa
Skúlagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is