Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir HA'HAfAP S7A ÞeSSI ‘ LAFANÞl eifSUf AT> SJA pBSSA ÍLAfO ANPI unoirhöku.' Hundalíf Ferdinand Smáfólk Jæja, félagar ... svarið þegar Hrói... ég kalla upp nöfn ykkar ... Segðu bara „hér“ ... þú þarft ekki að útskýra hvers vegna... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vandinn hefur vax- ið með aukinni synd Frá Einari Rafni Stefánssyni: SVONA hefði fyrirsögnin getað hljóðað í Morgunblaðinu hinn 4. nóvember sl. Eg gat ekki varist reiði er ég las þessa grein. Reiður og sorgmæddur yfir því að þeir sem setja lög skyldu láta blinda sig svo að leyfa þann ósóma sem spila- kassar eru - í staðinn fyrir að þjóna og vernda okkur, börn, konur, menn og fjölskyldur frá hvers kon- ar tortímingu þá er látið glepjast. Og á kostnað hvers? Sagt var frá tekjuaukningu og jafnframt fjölgun þeirra sem eru í böndum spilafikn- ar. Hvað kostar það okkur sem fjöl- skyldu í ómældum tárum, angist, ótta og peningum? Sálin er bundin í synd sem ýtt er undir af stjórnvöld- um. Það ætti einhver að blygðast sín og iðrast gjörða sinna og biðja Guð almáttugan fyrirgefningar og snúa sér frá fyrri gjörðum Guði til dýrðar. Það vekur furðu mína að stofn- um eins og Háskóli íslands sem á að vera æðsta mennta- og menn- ingarstofnum landsins, full af þekkingu og visku og á að vita bet- ur hvað orsakar hnignun og sundr- ung í þjóðfélagi, skuli taka þátt í slíku böli. Guð segir í Matteusarguðspjalli 6:22-24: „Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annað- hvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón." Hverjum ætlar þú að þjóna? Þeim sem vill gefa þér líf og það ríklegt? Eða þeim sem vill ræna þig lífi? Upp til hvers erum við að líta þegar við ættum að líta niður á hann? Það er ekki út af engu að á mörgum stöðum, þar sem spilakassarnir eru, eru þeir á lítt áberandi stöðum. Það býr blygðun í hjartanu. Hafið þið ekki sannfærst enn? Það vildi ég að þið gætuð séð það fólk sem kemur til SAA niður- brotið, lífið ein rjúkandi rúst. Þór- arinn sagði, að þetta væri okkar nú- tími og hluti af alþjóðlegri þróum, sem ekki yrði stöðvuð. Nei, nei, nei, við getum stemmt stigu við þessu og sent það þangað sem það kom frá. Það var einn sem hélt að hann væri búinn að sigra og að öllu væri lokið sér í hag. En lítið vissi hann að Jesús Kristur myndi rísa upp frá dauðum og sigra þann kauða. Megi Jesús Kristur rísa í hjörtum okkar og gefa okkur það líf sem gefur okkur vilja og kjark til að berjast á móti því sem vill ræria okkur og börn okkar Guðs gjöf. Því sem vill myrkva sálir okkar og líf. Guð seg- ir: Þar sem fólkið kastar frá sér að- haldi þá ferst það. Að lokum er svo rétt að minna á ábyrgð foreldranna í þessu sam- bandi. Nauðsynlegt er að foreldrar ræði við börn sín um þær hættur sem geta fylgt spilakössum og fylgist með því sem börn þeirra eru að gera. EINAR RAFN STEFÁNSSON, Smyrlahrauni 25, Hafnarfirði. Tryggingar? Frá Jóhannesi Þór Guðbjartssyni: ÞAÐ ER farið að verða daglegt brauð að sjá í dagblöðum heilsíðu- auglýsingar frá tryggingafyrir- tækjum um allskonar fjölskyldu og heimilistryggingar og helst eru þær þannig útfærðar að kaupir þú þær ekki þá sértu eigingjarn og þyki ekkert vænt um bömin þín. Eg er nú svo einfaldur að halda að með því að borga skatta (beina og óbeina) væri ég búinn að kaupa mér tryggingar hjá þeim aðilum sem ég greiddi skattinn. Það hlýtur að vera misskilningur hjá mér því annars væri ekki verið að auglýsa þessar tryggingar. Maður sér allavega ekki heilsíðu auglýsingar frá ríkisstjórninni um þann rétt sem svona greiðslur mín- ar til þeirra gefa mér. Eg heyrði af kynningu á trygg- ingum og verðbréfum fyrir eldri borgara nýlega og sagði sá sem sagði mér að ræðumaður hafi end- að á því að tjá fundarmönnum að þegar upp væri staðið gætu þau átt allt að 20 milljónum króna. Fannst honum það að vonum ekki lítils virði að eiga tuttugu milljónir til að taka með sér í gröfina. Fyrir utan það að maður væri búinn að borga skatta og allskonar gjöld til ríkis og bæja í þeirri trá að hann væri að vinna sér inn ákveð- inn rétt til þjónustu ef eitthvað bæri útaf hjá honum. Er það virkilega meiningin hjá landsfeðrum okkar að láta fjár- málamenn vaða uppi með allskon- ar fjárplógsstarfsemi í nafni frjálshyggju og afnema allt sem áunnist hefur með margra ára uppbyggingu trygginga og sjúkra- kerfís. Ef tráa skal þeim auglýsingum sem maður sér í fjölmiðlum þá er það meiningin. Ekki er einleikið hve læknis- og sjúkrakostnaður hefur aukist að undanförnu og nægir að vitna í skýrslu landlækn- is um að margir fá ekki þá læknis- aðstoð sem þeir þurfa því þeir hafa ekki efni á henni. Ég vill með bréfi þessu vekja athygli á þessu og skora á ríkisstjórnina að at- huga þessi mál áður en í óefni er komið. JÓHANNESÞÓR GUÐBJARTSSON, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.