Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 79

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 79 BRÉF TIL BLAÐSINS Herinn burt - árið 2000 Frá Þorsteini Guðjónssyni: VEL þykir mér það mælt hjá Eiríki Eiríkssyni, fyrrum prentara, í at- hyglisverðri grein hans (Mbl. 10. nóv.), að við ættum að fylgja Banda- ríkjamönnum að málum í því, að herir þeirra skuli hverfa burt héðan af landi sem allra fyrst. Þetta hygg ég geta gerst, ef höfð eru í huga hin réttu rök. Fyrst er það að allt sem heitir vilji og stefnufesta er veikt, mót- sögnum háð og tvístrað í þeirri tíð, sem nú er. Þessvegna ættu þeir, sem viljann hafa, að geta orðið máttugir. ■ Annað er það, að saga íslensku þjóðarinnar er ekki aðeins hetju- saga heldur einnig friðarsaga. Þjóð- in sem skapaði goðaveldið - þar sem 36-48 jafnréttháir höfðingjar gátu komið sér saman um nokkurn- veginn friðsamt stjórnarfar í 300 ár, uns erlend áhrif fóru þar að grafa undan - á að geta gefið öllum þjóð- um fordæmi um frið á þessari Jörð, sem við höfum fengið til ábúðar. En það fordæmi getur hún því aðeins geflð, að hún þori að standa á eigin fótum. Hið þriðja er það, að nú er eins og íslendingum takist flest, sem þeir rétta hendur til. Dæmi: Forseti ís- lands fer fram á það í Páfagarði, að leynisöfn þess heimsveldis verði opnuð íslendingum. Og undireins er orðið við þeirri ósk. íslendingar leiddu Eystrasaltsþjóðir út úr þrælahúsi. íslendingar klífa hæstu fjöll jarðar, og tekst vel. íslenskætt- aður maður hér fæddur hefur verið valinn til geimferða, fyrstur Norð- urlandabúa. - Því miður er þetta furðulega lán landa vorra ekki alltaf nógu vel notað. En tækist frum- kvæði af íslands hálfu á því sviði, sem hér um ræðir, mundu aðrar meinsemdir læknast fljótt og vel. Eg tel mig af ýmsum ástæðum mega segja það fyrir, að undireins á fyrsta ári eftir brottför hersins, mundi stórlega draga úr fólksflótt- anum af landsbyggðinni. Peninga- legur sparnaður af því einu yrði lík- lega hátt í það, sem menn þykjast nú „græða á hernum“. Og fjórða atriðið, áður áminnst, er það að Bandaríkjamenn sjálfir vilja fara héðan. Fjármálaleg, hernaðar- leg og stjómmálaleg rök segja þeim að fara. Þeir sem ekki vilja missa þá, era á móti Bandaríkjunum. Þeir era á móti friðarvilja Bandaríkjamanna, sem þrátt íyrh- allt er til. Slíkh- „Is- lendingar" eru þrælar sinnar eigin skammsýni, en ekki vinh- Banda- ríkjamanna. Slíkir era ekki fastir fyrir, ef á reynir. Þeir þora aldrei að tala hreint út. Þetta gefur okkur, sem viljann höfum, yfirburðastöðu. Látum herinn fara, á hátíðarárinu mikla - árið 2000. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON Rauðalæk 14, Reykjavík. Hlífðarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Andblær liðinna ára Antík-Mnzíh Skólavörðustíg 21 ^-sími 552 2419 Jólasencliii^in komin Full Irúð af antikliúsmimuin og g'ömluin skrautmunum Nýtt frá OROBLU Utsölustaðir: Lyfja, Lágmúla Sara, Banakstræti Vesturbæjar Apótek, Melhaga Paloma, Grindavík BALLY kynning fimmtudag 12/11, föstudag 13/11 og laugardag 14/11 Þessa daga kynnum viö fyrir viðskipta- vinum okkar nýjar gerðir af BALLY skóm. Af þessu tilefni verður veittur 15% kynningar- afsláttur af öllum Baily vörum. Opið laugardag ki. 10-16 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRflBORC 3 • SÍMI 554 1754 Hvort viltu tíakrónur Er nema von að spurt sé. Þegar skoðað er hvað fæst fyrir físk — annars vegar á fískmörkuðum og hins vegar í beinni sölu kemur ýmislegt í ljós. Til upplýsinga má geta þess að útgerðarmenn hafa til þessa hafnað alfarið þeirri sjálfsögðu kröfíi sjómanna að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Allor tölur eru frn Fiskifélogi Islnnds. Miðoð vií verð í júní 1998. VISIR féiag sKimjóímmnM ÁSUDURNESJUM Getur verið að útgerðar- menn hafi annarra hags- muna að gæta en að fá sem hæst vercí fyrir fiskinn? Spyr sá sem ekki veit. Allavega hafiia þeir hærri verðunum sem sýnd eru í dæmunum hér að ofan. Fræðsluátak á ári hafsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.