Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 79
BRÉF TIL BLAÐSINS
Herinn burt -
árið 2000
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
VEL þykir mér það mælt hjá Eiríki
Eiríkssyni, fyrrum prentara, í at-
hyglisverðri grein hans (Mbl. 10.
nóv.), að við ættum að fylgja Banda-
ríkjamönnum að málum í því, að
herir þeirra skuli hverfa burt héðan
af landi sem allra fyrst. Þetta hygg
ég geta gerst, ef höfð eru í huga hin
réttu rök.
Fyrst er það að allt sem heitir
vilji og stefnufesta er veikt, mót-
sögnum háð og tvístrað í þeirri tíð,
sem nú er. Þessvegna ættu þeir,
sem viljann hafa, að geta orðið
máttugir. ■
Annað er það, að saga íslensku
þjóðarinnar er ekki aðeins hetju-
saga heldur einnig friðarsaga. Þjóð-
in sem skapaði goðaveldið - þar
sem 36-48 jafnréttháir höfðingjar
gátu komið sér saman um nokkurn-
veginn friðsamt stjórnarfar í 300 ár,
uns erlend áhrif fóru þar að grafa
undan - á að geta gefið öllum þjóð-
um fordæmi um frið á þessari Jörð,
sem við höfum fengið til ábúðar. En
það fordæmi getur hún því aðeins
geflð, að hún þori að standa á eigin
fótum.
Hið þriðja er það, að nú er eins og
íslendingum takist flest, sem þeir
rétta hendur til. Dæmi: Forseti ís-
lands fer fram á það í Páfagarði, að
leynisöfn þess heimsveldis verði
opnuð íslendingum. Og undireins er
orðið við þeirri ósk. íslendingar
leiddu Eystrasaltsþjóðir út úr
þrælahúsi. íslendingar klífa hæstu
fjöll jarðar, og tekst vel. íslenskætt-
aður maður hér fæddur hefur verið
valinn til geimferða, fyrstur Norð-
urlandabúa. - Því miður er þetta
furðulega lán landa vorra ekki alltaf
nógu vel notað. En tækist frum-
kvæði af íslands hálfu á því sviði,
sem hér um ræðir, mundu aðrar
meinsemdir læknast fljótt og vel.
Eg tel mig af ýmsum ástæðum
mega segja það fyrir, að undireins á
fyrsta ári eftir brottför hersins,
mundi stórlega draga úr fólksflótt-
anum af landsbyggðinni. Peninga-
legur sparnaður af því einu yrði lík-
lega hátt í það, sem menn þykjast
nú „græða á hernum“.
Og fjórða atriðið, áður áminnst, er
það að Bandaríkjamenn sjálfir vilja
fara héðan. Fjármálaleg, hernaðar-
leg og stjómmálaleg rök segja þeim
að fara. Þeir sem ekki vilja missa þá,
era á móti Bandaríkjunum. Þeir era
á móti friðarvilja Bandaríkjamanna,
sem þrátt íyrh- allt er til. Slíkh- „Is-
lendingar" eru þrælar sinnar eigin
skammsýni, en ekki vinh- Banda-
ríkjamanna. Slíkir era ekki fastir
fyrir, ef á reynir. Þeir þora aldrei að
tala hreint út. Þetta gefur okkur,
sem viljann höfum, yfirburðastöðu.
Látum herinn fara, á hátíðarárinu
mikla - árið 2000.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Hlífðarefni undir
borðdúka
Uppsetningabúðin
Hverfisgötu 74, sími 552 5270.
Andblær liðinna ára
Antík-Mnzíh
Skólavörðustíg 21 ^-sími 552 2419
Jólasencliii^in komin
Full Irúð af antikliúsmimuin og g'ömluin skrautmunum
Nýtt frá
OROBLU
Utsölustaðir:
Lyfja, Lágmúla
Sara, Banakstræti
Vesturbæjar Apótek, Melhaga
Paloma, Grindavík
BALLY
kynning
fimmtudag 12/11,
föstudag 13/11 og
laugardag 14/11
Þessa daga kynnum
viö fyrir viðskipta-
vinum okkar nýjar
gerðir af BALLY
skóm.
Af þessu tilefni
verður veittur
15% kynningar-
afsláttur af öllum
Baily vörum.
Opið laugardag
ki. 10-16
SKÓVERSLUN
KÓPAVOGS
HAMRflBORC 3 • SÍMI 554 1754
Hvort viltu
tíakrónur
Er nema von að spurt sé.
Þegar skoðað er hvað fæst fyrir físk — annars
vegar á fískmörkuðum og hins vegar í beinni
sölu kemur ýmislegt í ljós. Til upplýsinga má
geta þess að útgerðarmenn hafa til þessa hafnað
alfarið þeirri sjálfsögðu kröfíi sjómanna að
allur fiskur verði seldur á mörkuðum.
Allor tölur eru frn Fiskifélogi Islnnds. Miðoð vií verð í júní 1998.
VISIR
féiag sKimjóímmnM
ÁSUDURNESJUM
Getur verið að útgerðar-
menn hafi annarra hags-
muna að gæta en að fá sem
hæst vercí fyrir fiskinn?
Spyr sá sem ekki veit.
Allavega hafiia þeir hærri
verðunum sem sýnd eru í
dæmunum hér að ofan.
Fræðsluátak á ári hafsins.