Morgunblaðið - 14.11.1998, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 81
í DAG
ÁRA afmæli. í dag,
laugardaginn 14. nóv-
ember, verður níræð Helga
Elísdóttir frá Gilsbakka á
Hellissandi. Eiginmaður
hennar, Kristjón Jónsson,
lést árið 1983. Helga dvelst
nú á heimili dóttur sinnar á
Öldugötu 4, Hafnarfírði. .
ÁRA afmæli. Á
morgun, sunnudag-
inn 15. nóvember, verður
sextugur Garðar Ingvar
Sigurbjörnsson, Hraun-
brún 27, Hafnarfirði. Eig-
inkona hans er Birna Jóns-
dóttir. Þau taka á móti gest-
um í dag, laugardaginn 14.
nóvember, í Stjörnuheimil-
inu við Ásgarð í Garðabæ,
frá kl. 20.
Nína ljósmyndari.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. september í Bú-
staðakii'kju af sr. Pálma
Matthíassyni Oddur Haf-
steinsson og María Auður
Steingrímsdóttir. Heimili
þeiira er í Dalalandi 9.
BRIDS
Með morgunkaffinu
Unisjón liuðmiindiir
Páll Ai'iiarxnn
Eftir opnun austurs á einu
15-17 punkta grandi verð-
ur suður sagnhafi í fjórum
hjörtum. Settu þig í hans
spor:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
A K64
V 1098
♦ KG9
•?» Á763
Vestur Norður Austur Suður
- - lgrand 2hjörtu
Pass 4hjörtu Allirpass
Vestur spilar út spaða-
gosa, sem þú gefur. Aftur
kemur spaði og nú tekur
austur með drottningu og
spilar svo spaðaás. Hvern-
ig viltu spila?
Það er deginum Ijósara
að austur á hvern punkt
sem úti er. Sem er að
sumu leyti gott, því þá
gengur hjartasvíningin, en
að öðru leyti slæmt, því þá
misheppnast svíning fyrir
tíguldrottningu. En vestur
gæti náttúrulega átt tígul-
tíu og því kemur hring-
svíning til álita, þá er
tígulgosa spilað úr borði til
að þvinga út drottninguna,
og níunni síðan svínað í
bakaleiðinni.
En það er til öruggari
leið, því það er vitað að
austur á líka hjónin í laufi.
Það þýðir að hægt er að ná
á hann kastþröng í láglit-
unum:
Norður A K64 V 1098 ♦ KG9 *Á763
Vestur Austur
♦ G10932 * ÁD8
»2 V K53
♦ 8752 ♦ D104
* 952 * KD108
Suður
é75 VÁDG764 ♦ Á63
*G4
En fyrst verður að gefa
slag. Og það verður best
gert með því að henda tígli
í þriðja spaðann! Austur
skiptir væntanlega yfir í
laufkóng, sem er drepinn
og hjarta svínað. Síðan er
trompunum einfaldlega
spilað í botn og austur
verðui- annaðhvort að fara
niður á drottningu aðra í
tígli eða henda laufdi-ottn-
ingu.
... símtal úrflugvél til
að segja að þú saknir
hennar.
TM Reg U.S. Pat. Off. — all rights reserved
(c) 1996 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
COSPER
VIÐ fáum alltaf klefa fyrir okkur þegar Bjarni er með
gítarinn.
STJÖRNUSPA
cftir Frances Drake
*
*
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert fagurkeri og leggur mik-
ið upp úr því að gera um-
hverfí þitt vistlegt.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú ert í toppformi og nýtur
þess að vera til. Það ætti
ekki að vera þér erfitt þar
sem allt hefur gengið þér í
haginn að undanfórnu.
Naut
(20. apríl - 20. maí) f**
Þú þarft að ganga úr skugga
um að ekki sé verið að
ganga á rétt þinn. Kynntu
þér reglur laganna og hvort
allt er eins og það á að vera.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) AÁ
Það gæti verið tilbreyting að
ganga í vinnuna því þú sérð
umhverfið í öðru ljósi. Þú
gætir líka hitt áhugavert
fólk á leiðinni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert með óþarflega miklar
áhyggjur af fjárhagnum því
hann er ekki eins slæmur og
þú heldur.
Ljón \
(23. júlí - 22. ágúst)
Kátínan hefur ráðið ríkjum
hjá þér um tíma og engin
ástæða til annars en að
halda henni við. Hláturinn
lengir lífið.
Meyja
(23. ágúst - 22. septembcr) fii
Þú ert þreyttur og eitthvað
annars hugar í vinnunni og
ættir að koma þér snemma í
háttinn til að vera betur
undir morgundaginn búinn.
Vog xrx
(23. sept. - 22. október) 4* 4*
Það er kominn tími til að
leysa frá skjóðunni og opin-
bera leyndarmálin fyrir vin-
um sínum. Þeir munu launa
þér traustið með stuðningi
sínum.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Eitthvað á eftir að koma þér
svo á óvart að þú munt undr-
ast þín eigin viðbrögð. Láttu
það þó ekki slá þig út af lag-
inu og haltu þínu striki.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) tScf
Þér gengur allt í haginn og
aðrir undrast á velgengni
þinni. Njóttu þess en vertu
meðvitaður um að lánið get-
ur verið fallvalt.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú þarft að fara ofan í
saumana á verkefni þínu
jafnvel oftar en einu sinni.
Þú munt svo sannarlega
ekki tapa á því í þetta sinnið.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Ef þú vilt styrkja vináttu-
böndin skaltu muna að góðir
vinir geta verið saman bæði
í sorg og gleði. Leyfðu vin-
um þínum að umvefja þig
kærleika nú.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú hefur einbeitt þér um of
að andlegri líðan þinni og
um leið vanrækt líkama
þinn. Gefðu honum gætur og
sinntu þörfum hans.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Sendi öllum ættingjum mínum og vinum,
hugheilar þakkir fyrir heimsóknir, gjafir,
blóm og skeyti og gerðu mér áttrœðisafmœlis-
daginn minn 29. október sl., ógleymanlegan.
Guð launi ykkur öllum.
Kristín Magnúsdóttir,
Réttarholti, Garði.
YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR
I HUSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS
YOGA YOGA YOGA
Priðjudaga og fimmtudaga kl. 10:15
Þriðjudaga og föstudaga kl.17:30
Leiöbeinandi: ANNA BJÖRNSDÓTTIR, yogakennarl
Innritun og upplýsingar í sima 561 0207
SKIPTILINSUR
6ÍPAKKA
FRÁ KR. 3.000
GLERAUGNABUDIN
Helmout Kicidler
9
Gömlu dansarnir
í Hreyfilshúsinu
í kvöld kl. 22.00.
Fé/ag harmonikuunnenda.
í dag kl. 12—17: Kynning á
S 0 1 r h Y S SNYRTIVÖRUNUM
Snyrtivörur fyrir alla aldurshópa. Kaupauki fylgir. Hagkaup KRINGLUNNI
Pantið jólafötin á alla íjölskylduna
ur stærsta vörulista Evrópu
Allar stærðir
Opið á laugardögum til jóla
Ármúla 17A - Sími 588 1980 - Fax 588 1985
Opið 11-17 mán.-fös. og 10-15 laugardaga.
ottolisti@heimsnet.is
01111
á frábæra verði.
Kynning á ostum í
Kolaportinu um helgina
Tangi Grund-
arfirði selur
allt úr sjónum
nema hval
Við höldum áfram með matvælahátíðina og um þessa heigi er
Ostamarkaðurinn með kynningu á ostum frá öllum heimshornum.
Samtökin sókn gegn sjálfsvígum eru með kökusölu og aðili frá
Patreksfirði kynnir og selur hcilsukrem unnið úr ísienskum jurtum.
Það var fjör á matvælahátíð Kola-
portsins um síðustu helgi og fullt út úr
öllum dyrum á sunnudeginum. Allir
söluaðilar á matvælum eru nú komnir
inn í matvælamarkaðinn og
stemmningin var frábær.
íslensku kartöflurnar runnu út,
hákarlinn var í hverjum poka, margir
keyptu laxinn og síldin seldist vel.
Tangi á Grundarfirði er dæmi um
aðila sem selur sína vöru án milliliða
í Kolaportinu. Þau veiða fiskinn,
vinna hann og selja síðan beint til
neytenda í matvælamarkaðinum.
Tangi er með fjölbreytt úrval af
sjávarvöru og selur næstum allt nema
hval. Þar má til dæmis nefna lausfryst
ýsuflök, útvötnuð saltfiskflök, sól-
þurrkaðan saltfisk, skelftsk, rækju,
hörpudisk, lax, saltaða og kæsta skötu,
gellur, kinnar og margt fleira.
Sumir eru líka með óvenjulega vöru
eins og Gylft sem selur sænauta-, og
hámerarkjöt.
Heimsókn í matvælamarkað Kola-
portsins er ekki bara athyglisverð,
heldur líka skemmtileg og hagkvæm.
Látið ekki góða matvöru á lágu verði
sleppa firá ykkur. Litið við í Kolaport-
inu, uppliftð einstaka stemmningu og
verslið við síðustu kaupmennina á
horninu sem fyrirfmnast hér á landi.