Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 84

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 84
84 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Vírus í Hafnarfjarðarleikhúsinu Morgunblaðið/Halldór LEIKARARNIR Jón St. Kristjánsson og Dofri Her- mannsson skiptast á hamingjuóskum að lokinni frumsýningunni. í bakgrunni er Ármann Guð- mundsson, einn höfunda Víruss. HINRIK Ólafsson og Björk Jakobsdóttir leikarar með Þorgeiri Tryggvasyni og Sævari Sigurgeirs- syni leikritahöfundum. Frumsýning í beinni á Netinu ERLENDAR Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður fjallar um útgáfu á gömlum upptökum frá frægum tónleikum Bobs Dylans í Royal Albert Hall. Frægur bútlegg- ur með Dylan nú löglegur STOPP-leikhópnum var vel tekið að lokinni frumsýningu gamanleikrits- ins Víruss í Hafnarfjarðarleikhús- inu á miðvikudagskvöldið. Höfund- ar verksins eru þeir Armann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, sem sömdu leikritið öðrum þræði um „2000 vandann", og var leikritið sent út í beinni útsendingu á Netinu fram að hléi, en það mun vera í fyrsta skipti hérlendis. Salurinn var þéttskipaður áhorf- endum, sem virtust kunna vel að meta meðferð höfunda á nýjasta vaxtarbroddi atvinnulífsins, þ.e. tölvugeiranum, enda gengu margir brandararnir eins og hnífur í smjör, ef marka mátti hlátrasköllin. Glatt var á hjalla að lokinni frum- sýningunni þegar Stopp-leikhópur- inn fagnaði áfanganum með ýmsum gestum. Leikstjóri Víruss er leikar- inn Gunnar Helgason, sem að þessu sinni tókst á hendur sitt fyrsta leik- stjómarverkefni. Svifið í allar áttir en enga þó ►GESTUR í New South Wales listagallerunu í Sydney, Ástralíu, horfír inn í verkið „Vegaleysa“ eftir ástralska listamanninn Ken Unswoi-tli. Inni í svartri kúlunni eru tvær verur í mannsmynd fylltar af helíum sem líta út fyrir að svífa um í þyngdarleysi inni í kúlunni. Hljómsveitin Saga Klass Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljómsveítinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni Lacldi og félagar fara á kostum í feröabransanum GLEÐI, SONCUR OG FULLT AFGRÍNI í SÚLNASAL Arna og Stefán halda uppi stuðinu á Mímisbar MYNDBÖND Fornar ástir Stundargaman (The Only Thríll)_______ Drama ★★ Leikstjóri: Peter Masterson. Hand- ritshöfundur: Larry Ketron. Kvik- myndataka: Don E. Fauntleroy. Aðal- hlutverk: Diane Keaton, Sam Shepard, Robert Patrick og Diane Lane. (106 nuh) Bandarisk. Skífan, nóvember 1998. Ölluin leyfð. ÞEGAR búðareigandinn Reece McHem-y verður ástfanginn af Carol, sjálfstæðri og heillandi konu, verður hann að velja milli hennar og eiginkonu sinn- ar sem liggur í var- anlegu dái eftir bflslys. Málin flækjast ennfremur þegar sonur Reece og hin ístöðulausa dóttir Carol hefja heldur losaralegt ástarsamband. Stundargaman er kvikmynd af mannlega taginu sem fjallar um hlýjar tilfinningar og fornar ástir. Myndin er ósköp indæl en líður i-ó- lega áfram án þess að nokkuð virðist gerast í henni. Enda kemur á dag- inn að drama sögunnar snýst um hiuti sem gerast ekki og orð sem ekki eru sögð. Þrátt fyrir mörg ágæt augnablik í atburðanna rás er þessi niðurstaða, sem fæst í lok myndarinnar, hreinlega of lengi að skila sér. Heiða Jóhannsdóttir www.mbl.is MAÐUR á náttúrlega að segja nei þegar maður er beðinn að skrifa um löngu viðurkennt meistaraverk, en það svar hefur mér ekki lærst nema að litlu leyti þrátt fyrir næstum hálfr- ar aldar æfingartíma. Því sit ég hér upprifín og hrifín af eilífum frum- leika Bobs Dylans, sem hefur verið farið óteljandi orðum um í bókum og blöðum og allskonar fjölmiðlum, en fínnst ég litlu hafa við að bæta. Auk þess er þessi „nýja“ Dylan- plata búin að vera á svörtum mark- aði, þ.e. „bootleg", í meira en aldarfjórð- ung og því sennilega þegar í eigu þeirra sem mestan áhuga hafa á Dylan. En ég sé þó leið: þessar ólög- legu upptökur hafa ör- ugglega ekki verið gefnar út í eins grein- argóðri pakkningu og þessi nýja útgáfa, sem nefnist The „Royal Al- bert Hall“ Concert. M.a.s. gæsalappirnar segja sögu. Það er nefnilega þannig, að þessi frægi konsert Bobs Dylans fór alls ekki fram í Royal Albert Hall í London, eins og lengi var haldið, heldur í Free Trade Hall í Manchester, hinn 17. maí árið 1966. Ekki er vitað hvort „bútleggj- urum“ var þessi stað- reynd Ijós, kannski þeim hafi einfaldlega þótt höllin konunglega betri söluvara en ein- hver markaðssalur í Manchester, eða þeir hafi fengið rangar upplýs- ingar. Hljómleikarnir í Royal Al- bert Hall voru nefnilega líka hljóðritaðir en heppnuðust ekki vel tæknilega, en voru sögulega mjög frægir, því að þeir voru það síðasta sem heyrðist og sást til Bobs Dylans í langan tíma. Eftir Albert Hall fór hann í stutt frí til Spánar, þaðan heim til Bandaríkj- anna þar sem hann lenti í mótor- hjólaslysinu fræga og birtist rúmu ári síðar, breyttur maður að því er virtist bæði hvað varðaði útlit og söngstíl. En þessi saga er öll betur sögð í vænni, myndskreyttri bók sem fylgir þessum tveggja diska kassa með Manehester-hljómleikunum; Bob einn með gítar og munnhörpu á öðrum, og á hinum með Bandinu (nema Levon Helm), The Band, sem var ekki orðið neitt frægt á þessum tíma. Og ekki bara þessi saga er tíunduð, heldur er farið skemmtilega og skynsamlega í gegnum feril Dylans, stuttar sög- ur úr hljóðverum og vel undir- strikuð barátta hans, eða kannski þrjóskuleg viðbrögð, gegn tónlist- arlegum fordómum. Það síðast nefnda kemur örugglega á óvart þeim, sem ekki hafa fylgst með Dylan frá upphafi, sem kynntust honum fyrst þegar hann var orð- inn næstum óumdeilanlegur meistari orðsins í rokktónlistinni, hinn rafmagnaði og ósnertanlegi trúbador. Meira að segja í Manchester hrópar einhver „Júd- as“, og eftir smá orðaskipti við hrópandann segir Dylan þeim í Bandinu að spila eins hátt og þeir geta. Þessir hljómleikar í Manchester í maí 1966 bera greinilega með sér að hér er á ferð ungur tónlistar- maður (25 ára) sem er mikið í mun að sýna hlustendum sínum að tím- arnir séu að breytast - tónlistin hans að þroskast og þróast, og ef þeir fylgist ekki með sitji þeir bara eftir. Hann spilar eitt lag af fyrstu stóru plötunni sinni (1962), eitt af The times they are a-changin’ (ekki titillagið!; 1963), eitt af Another side of Bob Dylan (1964), þrjú af Bringin’ it all back home (jan. 1965), fjögur af Highway 61 revisited (júlí ‘65) og jafnmörg af Blonde on blonde sem þá var ekki komin út í Evrópu. Auk þess hefst rafmagnaða settið á lagi sem aldrei lenti á neinni opinberri Dylan- plötu - fyrr en nú (Tell me, Momma). Dylan treður hér upp af mikilli sannfæringu og með stæl. Það er sami stæll yfir bæklingnum. Svart- hvítar myndir, með listrænum stæl. Og, enn og aftur, þessi frá- bæri texti, eftir gamlan félaga Dyl- ans, Tony Glover, sem upplýsir þá sem ekki vita og minnir þá á sem hafa gleymt, að Bob Dylan vann þverum haus fyrir þeirri virðingu sem hann nýtur. Trúbadúrinn Dyl- an hélt sínu striki inn í rokkið og stofnaði þar með í hættu þeirri vel- gengni sem hann átti að fagna í þjóðlagageiranum, en afleiðingin varð sú að hann olli byltingu í báð- um greinum. Þessi útgáfa undir- strikar hvers vegna og er langt frá því að vera bara fyrir safnara, eins og gæti hvarflað að mörgum þegar um svo gamlan viðburð er að ræða í listgrein sem margir umgangast sem einnota.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.