Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 92

Morgunblaðið - 14.11.1998, Síða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 14. NOVEMBER 1998 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kristján Ragnarsson formaður LIU Tækjum afstöðu á Tæp 4% landsmanna vilja kaupa hlut í FBA Drengur í lífshættu eftir um- grundvelli jafnræðis KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að ef lögð verði fram til- laga um gjald á allar auðlindir á ís- landi verði útvegsmenn að taka af- stöðu til hennar á grundvelli jafn- ræðis. Hann ítrekar hins vegar and- stöðu við auðlindagjald á sjávarút- veginn. Kristján var spurður um afstöðu til hugmynda Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, um jafnræðis- reglu við nýtingu auðlinda og gjald- töku, sem hann reifaði á fundi smá- bátasjómanna á fimmtudag. „Sjávarútvegsráðherra var þarna að ræða um þetta á þeim grunni sem þessi auðlindanefnd á að starfa eftir, að allar auðlindir þessa lands séu metnar, aðgangur að þeim og nýting. Hann vísar einnig til þess réttar sem menn hafa haft til nýtingar á auð- lindinni. Við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr þessari nefnd og taka síðan afstöðu til þess á grund- “velli einhvers jafnræðis, ef menn telja koma til greina einhverja inn- heimtu á slíku gjaldi. Við höfum hins vegar ekkert skipt um skoðun um að auðlindagjald við núverandi aðstæður með hliðsjón af afkomu útgerðarinnar leiðir ekki til annars en breytingar á gengi krón- unnar, sem var raunar upplegg Al- þýðuflokksins þegar hann lagði fyrst fram tillögur um slíkt gjald. Allh- þekkja til hvers gengisfelling leiðir, þ.e. óðaverðbólgu. Við seljum ekki auðlindagjald úr landi til húsmæðra í útlöndum sem kaupa físk í matinn. Hinn kosturinn er að lama þessa at- vinnugrein og þar með allt atvinnulíf á landsbyggðinni. Útvegsmenn hafa því ekki látið af andstöðu sinni við auðlindagjald," sagði Kristján. ALLS óskuðu 10.734 aðilar eftir að kaupa hlutabréf í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, FBA, fyrir um 19 milljarða króna. Seldur var 49% eignarhlutur ríkisins í bankanum og óskuðu þeir 10.734, sem skráðu sig fyrir hlut, eftir að kaupa samtals um 13,5 milljarða króna að nafnverði á genginu 1,4. Söluverðið nemur því 18,9 milljörðum króna. Til sölu voru 4.665 milljónir króna að söluverði og er því umframeftir- spurn um 14,2 miiljarðar. Til saman- burðar má nefna að viðskipti með hlutabréf á Aðallista Verðbréfaþings Islands fyrstu 10 mánuði ársins námu 8,8 milljörðum króna. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBÁ, sagðist ánægður með árangur- inn: „Það að nálægt 4% landsmanna skuli fjárfesta í FBA er mikilvæg- asta sönnun þess að bankinn er að festa rætur í íslensku samfélagi, þjóðinni og hluthöfum til heilla. Eg held að þessi niðurstaða endurspegli traust almennings á þeim hlutum sem hér er verið að vinna að og vel hafi verið staðið að uppbyggingu bankans, bæði að samruna fjárfest- ingarlánasjóðanna og stefnu og starfsemi bankans," sagði Bjarni. Rétt aðferðarfræði, mikil eftirspurn Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, sagðist afar ánægður með niður- stöðu útboðsins sem hefði farið fram úr björtustu vonum. Hann sagði greinilegt að mikil eftirspurn væri eftir bréfum í öflugum hlutafélögum líkt og þeim fjármálafyrirtækjum sem ríkið hefði nú hafíst handa við að einkavæða. „Útkoman sýnir okkur einnig fram á að sú aðferðarfræði sem not- uð var í fyrsta áfanganum, þ.e. að gefa einstaklingum kost á að eignast hlutabréf í umræddum félögum með áskriftarfyrh-komulagi, er augljós- lega rétt. Margir sérfræðingar höfðu haldið því fram að markaðurinn réði ekki við þessi stóru fyrirtæki en út- boðin hafa sýnt fram á að svo sé. Þetta gefur okkur einnig byr í seglin í næstu skrefum einkavæðingarferl- isins, bæði hvað varðar sölu FBA, viðskiptabankanna auk annaiTa stórra ríkisfyrirtækja s.s. Landssím- ans, sem búast má við að verði seld- ur á næstu misserum," sagði Hreinn. ■ 10.734 skráningar/20 Drengur í lífshættu eftir um- ferðarslys NIU ára drengur varð fyrir bifreið á Miklubraut um klukkan átta í gærkvöldi. Hann hlaut meðal annars lífs- hættulega höfuðáverka, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. - Ekki var vitað hver dreng- urinn var og auglýsti lögregl- an því í útvarpi og sjónvarpi eftir aðstandendum hans. Skömmu síðar höfðu foreldrar drengsins samband við lög- reglu. Drengurinn var á leið norð- ur yfir götuna við bensínstöð Skeljungs þegar hann varð fyrir bílnum. Lýsi fyrir hjartveika NEMENDUR í Mýrararhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa drukkið lýsið hressilega alla vikuna. Um leið og þeir byggðu upp eigið þrek styrktu þeir hjartveik börn, en Lýsi hf. gaf Neistanum, félagi hjartveikra barna, 15 krónur fyr- ir hvern millilítra sem nemend- urnir drukku af lýsi. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu var búist við því að lýsisdrykkja barnanna hefði skilað hálfri milljón króna. -------------- Þorlákshöfn Skelfing í skólanum OFSAHRÆÐSLA gi-eip um sig í grunnskóla Þorlákshafnai' þegar jarðskjálfti reið yfir í gærmorgun. Jón H. Sigurmundsson aðstoðar- skólastjóri sagði að sér hefði komið á óvart hvað sum börnin urðu hrædd. Kennarar hefðu verið í því hlutverki að veita börnunum áfallahjálp og ákveðið hefði verið að gefa frí í skól- anum eftir hádegi. Jón sagði að sum barnanna hefðu skriðið undir borð þegai' skjálftinn reið yfii', sem væru rétt viðbrögð, en önnur hefðu hlaupið út og engin leið hefði verið að stoppa þau. Þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því að hætta gæti stafað af því að vera við glugga. Nokkur börn hefðu æpt upp fyrir sig og við það hefði gripið um sig eins konar múgsefjun. Nokkur börn hefðu verið óhuggandi og liðið hefði yfír einn nemanda. Jón sagði að svona sterkir skjálft- ar væru ekki algengir í Þorlákshöfn og greinilegt að börnin vissu ekki hvernig þau áttu að bregðast við. Hann sagði ljóst að full þörf væri á að kenna börnum viðbrögð við jarð- skjálfta. „Börnin óttuðust að skólinn myndi hrynja í einu lagi yfir þau. Þau hafa fræðslu sína um jarðskjálfta mest úr sjónvarpi þar sem myndir eru sýnd- ar af húsum sem hrunið hafa í heilu lagi. Þau gera sér ekki grein fyrir að hér eru sterkbyggðari byggingar," sagði Jón. ■ Öflugur jarðskjálfti/6 Meinatæknar endurráða sig í kjölfar samkomulags í gærkvöldi Fá störf áfram, biðlauna- réttur ekki viðurkenndur gAMKOMULAG náðist milli meinatækna, sem sögðu upp störfum á rannsóknarstofu Landspítal- ans í blóðmeina- og meinefnafræði, og stjórnar spítalans um kvöldmatarleytið í gær. Meirihluti meinatækna eða allir sem tök áttu á í gærkvöldi skrifuðu undir ráðningarsamninga og komu aftur til starfa kl. 23.30 í gærkvöldi. Ingólfur Þórisson, aðstoðarforstjóri Landspítalans, segir að starf- semi spítalans eigi að komast í eðlilegt horf á næstu dögum. Samkomulagið náðist eftir að meinatæknar höfðu fengið skriflega yfirlýsingu, undirritaða af forstjóra og aðstoðarforstjóra spítalans, um að þeim yrðu öllum tryggð áframhaldandi störf við spítalann, þrátt fyrir hugsanlegar breytingar á rekstrarformi rannsóknarstofunnar. Meinatæknar fengu hins vegar ekki viðurkennd biðlaunarétt- indi, sem voru erfiðasta atriði deilunnar á síðustu dögum. „Samkomulagið felur í sér að við tryggjum við- komandi starfsmönnum störf áfram. Þó svo að rekstrarformi rannsóknarstofunnar verði breytt, halda allir sínum störfum og þurfa ekki að óttast að það reyni á biðlaunaréttindi. Missi einhver meinatæknir vinnu sína vegna hagræðingar eða skipulagsaðgerða í þessu nýja fyrirtæki tryggjum við viðkomandi áframhaldandi sambærilegt starf á Landspítalanum. Fólk þarf því ekki að óttast að missa vinnu sína þannig að það reyni á biðlauna- réttinn,“ sagði Ingólfur. Deiluatriði borið undir dómstóla Anna Svanhildur Sigurðardóttir, talsmaður meinatæknanna, sagði að yfirlýsing sú sem meina- tæknarnir fengu í gærkvöldi tryggði meinatækn- um störf sín, þó svo að rannsóknarstofan yrði sjálfstæð rekstrarleg eining. „Ríkisspítalarnir ábyrgjast að viðkomandi meinatæknar fái sam- bærilegt starf eða starfskjör á Landspítalanum, verði einhver hagræðing eða skipulagsbreyting gerð,“ sagði hún. Fyrr í vikunni hættu nokkrir meinatækna við að hefja störf þegar í ljós kom að einum meinatækn- anna var gert að sækja skriflega um yfirmanns- stöðu sína. í samkomulaginu sem náðist í gær- kvöldi felst að viðkomandi meinatæknir fær end- urráðningu í sína stöðu. Samkomulagið byggir að öðru leyti að mestu á þeim drögum að samningi sem fyrir lá um seinustu helgi. Auk þess féllust stjórnendur Ríkisspítala á að greiða afturvirkt frá 1. desember hluta þeirrar launaleiðréttingai' sem meinatæknai' fá við það að færast yfir í nýtt launakerfi. Stjómendur spítalans féllust hins vegar ekki á að greiða þá launahækk- un alla, sem meinatæknar telja sig eiga rétt á, og hafa meinatæknar ákveðið að bera það mál undir dómstóla. Hefðum þurft reynda samnlngamenn Anna sagði að það væri mikill léttir meðal meinatækna að deilunni skyldi vera lokið. „Ég vil hins vegar hvetja starfsstéttir, sem ætla að fara út í samningaslag við samningamaskínu á borð við starfsmannahald Ríkisspítalanna, að hafa reyndan ráðgjafa eða vanan samningamann með sér. Á þessari leið höfum við dottið ofan í alla þá pytti, sem þeir hafa lagt fyrir okkur. Þeir nota samn- ingatækni eins og reiði, niðurlægingu, hroka og sleikjugang, og allt sem maður les um í bókum. Þetta er þrautaganga, sem við fórum út í, blautar á bak við eyrun. Þetta hefði aldrei tekið þennan tíma eða orku, ef við hefðum haft reynt fólk með okkur,“ sagði Anna. Morgunblaðið/Kristinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.