Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Útreikningar Þorkels Helgasonar á breyttri skipan kjördæma Kvennalistinn á mörkum þess að hljóta þingsæti Forsætisráðherra mælir fyrir breyt- ingu á kjördæmaskipan á Alþingi í dag SAMTÖK um kvennalista næðu ekki inn þingmanni á Alþingi samkvæmt tillögum þeim sem nú liggja fyrir Al- þingi um breytingu á skipan kjör- dæma- og kosningalaga og sé miðað við úrslitin í alþingiskosningunum árið 1995. Þetta kemur m.a. fram í útreikningum sem Þorkell Helgason stærðfræðingur gerði að beiðni Morgunblaðsins. Aðrir flokkar sem buðu fram í alþingiskosningunum ár- ið 1995 héldu hins vegar sínum þing- mannastyrk nema hvað Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Þjóðvaki fengju hver einn jöfnunarþingmann til viðbótar. í frumvarpi til stjómskipunarlaga sem Davíð Oddsson mælir fyrir á AI- þingi f dag .er gerð tillaga um að landinu verði skipt í sex kjördæmi í stað átta en það er í samræmi við til- lögu kjördæma- og kosningalaga- nefndar, skipuð fulltrúum fimm þingflokka, sem ráðherra skipaði í september á síðasta ári. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verða þrjú kjördæmi á suðvesturhorni landsins og þrjú landsbyggðarkjördæmi. Eins og fyrr segir gengur Þorkell út frá kosningaúrslitunum árið 1995 í útreikningum sínum en breytir úr- slitunum með því að taka tillit til fjölgunar kjósenda frá kjörskrá í þeim kosningum til kjörskrártalna árið 1997. Þá er atkvæðum skipt á milli kjördæmanna sex með sam- lagningu eða hlutfallsreikningi eftir Ók á ljósa- staur BIFREIÐ var ekið á ljósastaur við gatnamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka um kl. 13.30 í gær. Ökumaðurinn var ekki í bílbelti og hlaut höfuðmeiðsl er hann kastaðist í framrúðu bifreiðarinnar. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið en meiðslin voru minniháttar. Ljósastaurinn skemmdist og var kallaður út viðgerðarmaður til að lagfæra hann. því sem við á. í þeim útreikningum þarf því að gefa sér ákveðnar for- sendur um fylgi flokkanna. Til dæm- is þær að fylgi þeirra sé það sama í austur- og vesturhluta Reykjavíkur og að fylgi þeirra sé eins á Siglufirði og annars staðar í núverandi kjör- dæmi bæjarins, Norðurlandi vestra. Niðurstöðumar eru þess vegna ekki nauðsynlega þær sömu og ef kosið hefði verið árið 1995 samkvæmt til- vonandi kjördæmaskipan. Þingsæti færast til suðvestur- horns landsins Sé vikið aftur að útreikningum Þorkels kemur fram að Samtök um kvennalista fengju hvorki kjör- dæmasæti né jöfnunarsæti. í fýrir- liggjandi tillögum er gert ráð fyrir því að stjómmálasamtök eigi rétt á jöfnunarsætum þá og því aðeins að þau hljóti að minnsta kosti 5% fylgi á Íandinu öllu. Gildandi lög gera hins vegar ráð fyrir því að réttur til jöfn- unarsæta sé háður því að flokkurinn hafi fengið kjördæmasæti. í niður- stöðum Þorkels skortir Kvennalist- ann nokkur atkvæði til þess að ná þessu 5% marki og því hefði hann ekki rétt á jöfnunarsætum. Til sam- anburðar má geta þess að í síðustu alþingiskosningum fékk Kvennalist- inn einn kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavíkurkjördæmi og þar með tvo jöfnunarmenn í Reykjavík og á Reykjanesi. I Ijósi óvissu í forsendum má þó allt eins gera ráð fyrir því að Kvennalistinn sé yfir 5% mörkunum og hljóti þar með þrjú jöfnunarsæti. Sé gengið út frá því í útreikningun- um að Kvennalistinn hljóti þessi sæti fengju hinir flokkamir jafnmarga þingmenn og í síðustu alþingiskosn- ingum. Þrátt fyrir að stjómmálasamtökin fengju jafn marga þingmenn á land- inu öllu og í síðustu kosningum fær- ast þingsæti flokkanna á milli lands- hluta enda er það megintilgangur breytinganna að jafna vægi atkvæða. Þannig færast nokkur þingsæti frá landsbyggðinni til þéttbýlisins á suð- vesturhorni landsins. LJÁÐU ÞEIM EYRA í kvöld á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar |Mi ö Nýjar bækur kynntar Guð hins smáa eftir Arundhati Roy. Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni Gerður Kristný: Eitruð epli Kristín Ómarsdóttir: Lokaðu augunum og hugsaðu um mig Sigmundur Ernir: Sjaldgæft fólk Sigurður Pálsson: Parísarhjól Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30 Mál og mennlng • Laugavegl 18 • Slml 515 2500 FRETTIR Úthlutun þingsæta skv. frumvarpi til stjórnskipunarlaga, nóv. 1998 Gengið er út frá kosningaúrslitum 1995 en tölunum breytt á tvennan hátt. Annars vegar er tekiö tillit til fjölgunar kjósenda frá kjörskrá 1995 til kjörskrártalna 1997. Hins vegar em atkvæði færð í hin nýju kjördæmi með samlagningu eða hlutfallaneikningi eftir því sem við á. A B D G J V Atkvæði Alþýðu- flokkur Framsóknar- Sjálfstæðis- flokkur ftokkur Alþýðu- bandalag Þjóð- vaki Kvenna- listi Alls Norðvestur 1.964 5.906 5.827 2.543 1.080 779 18.098 Norðaustur 1.814 9.931 6.593 4.100 1.826 567 24.831 Suður 2.323 5.653 7.874 3.189 1.078 679 20.796 Suðvestur 5.480 7.312 13.639 4.423 2.112 1.462 34.428 Reykjavík-V 3.821 4.965 14.133 4.810 2.944 2.341 33.014 Reykjavík-A 3.821 4.964 14.133 4.810 2.944 2.341 33.012 Landið allt 19.222 38.732 62.199 23.875 11.984 8.168 164.180 Atkvæðahlutfall Gild Norðvestur 10,8% 32,6% 32,2% 14,0% 6,0% 4,3% 100% Norðaustur 7,3% 40,0% 26,6% 16,5% 7,4% 2,3% 100% Suður 11,2% 27,2% 37,9% 15,3% 5,2% 3,3% 100% Suðvestur 15,9% 21,2% 39,6% 12,8% 6,1% 4,2% 100% Reykjavík-V 11,6% 15,0% 42,8% 14,6% 8,9% 7,1% 100% Reykjavík-A 11,6% 15,0% 42,8% 14,6% 8,9% 7,1% 100% Þingsæti ef V-Iistinn hlýtur jöfnunarsæti (Kjördæmissasti + jöfnunarsæti) Norðvestur 1 4 3+1 1 9+1 Norðaustur 4 3 2 +1 9+1 Suður 1 3 4 1+1 9+1 Suðvestur 2 2 4 1 +1 +1 9+2 Reykjavík-V 1 1 5 1+1 1 +1 9+2 Reykjavík-A 1+1 1 5 1 1 +1 9+2 Landið allt 6+1 15 24+1 7+2 2+2 +3 54+9 Strangt til tekið lendir V-listinn undir þeim mörkum að eiga rétt á jöfnunarsætum. Þingsæti ef V-listinn hlýtur ekki jöfnunarsæti Alls Norðvestur 1 4 3+1 1 9+1 Norðaustur 4+1 3 2 9+1 Suður 1 3 4 1+1 9+1 Suðvestur 2 2 4 1 +2 9+2 Reykjavík-V 1+1 1 5 1+1 1 9+2 Reykjavík-A 1+1 1 5 1 1+1 9+2 Landið allt 6+2 15+1 24+1 7+2 2+3 0 54+9 Úrslit Alþingiskosninga 1995 (Kjördæmissæti + jöfnunarsæti) A B D G J V Alls Reykjavík 2 2 7+1 2+1 1+1 1+1 15+4 Reykjanes 2 2 4+1 1 +1 +1 9+3 vesturland +1 2 2 4+1 Vestfirðir 1 1 2 +1 4+1 Norðurl. V 2 1+1 1 4+1 Noröurl. E 2 2 1 +1 5+1 Austurland 2 1+1 1 4+1 Suðurland +1 2 2 1 5+1 Landið allt 5+2 15 21+4 7+2 2+2 1+2 50+13 Háskólanemar mótmæla skertri lesaðstöðu Setuverk- fall í Þjóðar- bókhlöðu NEMAR við Háskóla íslands ætla að mótmæla skerðingu á þeim tíma sem Þjóðarbókhlað- an er opin með því að fara í setuverkfall í bókhlöðunni eftir lokun frá kl. 19 til 22 í kvöld. í fréttatilkynningu frá stúd- entum kemur fram að í byrjun skólamisseris í haust hafi íes- aðstaða háskólanema verið skert verulega en Þjóðarbók- hlaðan hefur að undanfömu verið opin frá kl. 8.15 til 19 frá mánudegi til fimmtudags, til kl. 17 á fóstudögum, og frá 10-17 á laugardögum en safn- inu hefur verið lokað á sunnu- dögum. Sérstaklega verður op- ið vegna prófa til kl. 22 á virk- um dögum á tímabilinu 25. nóvember til 17. desember en áfram verður lokað á sunnu- dögum. Telja námsmenn þetta engan veginn viðunandi og benda m.a. á að flestar há- skóladeildir ljúki prófum 21. desember. Lesaðstaða í Odda lokuð „Mikill fjárskortur Háskól- ans og plássleysi hafa bitnað harkalega á þeirri aðstöðu sem stúdentar hafa til vinnu í Há- skóla íslands. Niðurskurður lesaðstöðu hefur verið mikill á undanfórnum árum þrátt fyrir þá miklu fjölgun nemenda sem átti sér stað í upphafi áratug- arins úr 4.300 í 5.700. Nú síðast var lokuð lesað- staða í Odda, húsnæði félags- vísinda- og viðskipta- og hag- fræðideildar. í þessum tveim- ur af stærstu deildum Háskól- ans stunda um 2.000 nemend- ur nám en þeir hafa ekki feng- ið úrlausn sinna mála þrátt fyrir að nú sé komið að próflestrartímabili í Háskóla Islands. Stúdentar hafa ítrek- að farið fram á aukið fjármagn til að Þjóðarbókhlaðan verði opin lengur sem fyrsta skref í að leysa vandann," segir í fréttatilkynningu. Vill mat á umhverfís- áhrifum ÓLAFUR Öm Haraldsson alþingis- maður sagði á borgarafundi, sem hann hélt um miðhálendi íslands í gærkvöldi, að endurmat á virkjun- aráformum á miðhálendinu væri óhjákvæmilegt. Fyrsta verkefnið á því sviði væri að láta fara fram mat á umhverfisá- hrifum Fljótsdalsvirkjunar. Fram til þessa hefði verið fylgt gagnrýnis- lausri nýtingarstefnu en nú væri rétt að staldra við og endurmeta stöðuna. I því skyni væri best að nýta sér það stjórntæki sem lög um mat á umhverfisáhrifum væri. „Eg tel að það mat sem Lands- virkjun lætur nú fara fram sé mjög gott og ánægjulegt að fyrirtækið skuli vanda til verka hvað það snertir. En ég tel það ekki vera full- nægjandi. Það vantar að minnsta kosti einn stóran meginþátt í það mat, þ.e. að gefa almenningi lög- bundinn rétt til athugasemda og íhlutunar. Jafnvel þótt eftir slíku væri óskað af hálfu fyrirtækisins þyrfti slíkt að vera í höndum rétt- kjörinna aðila,“ sagði Ólafur Örn. Andlát JÓNAS GÍSLASON JÓNAS Sturla Gíslason vígslubiskup lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær, miðvikudaginn 18. nóvember, tæplega 72ja ára að aldri. Jónas fæddist í Reykjavík 23. nóvem- ber árið 1926. Foreldr- ar hans voru hjónin Margrét Jóna Jónsdótt- ir húsmóðir og Gísli Jónasson skólastjóri. Jónas lauk stúdents- prófí frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1946 og guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1950. Hann stundaði fram- haldsnám í kirkjusögu og trúfræði við Óslóarháskóla og Safnaðai’háskólann í Ósló á árunum 1950 til 1951. Jónas var sóknarprestur í Vík í Mýrdal 1953 til 1964 og fulltrúi hjá Almenna bóka- félaginu 1964. Hann var sendiráðs- prestur í Kaupmannahöfn 1964 til 1970 og sóknarprestur í Grensássókn 1970 til 1973. Jónas var aðjúnkt í guð- fræðideild Háskóla íslands 1971 til 1973 og skipaður lektor 1973 og dós- ent frá 1977 til 1988. Þá var hann pró- fessor við guðfræðideild á árunum 1988 til 1990. Jónas var vígslubiskup í Skálholts- stifti frá árinu 1989. Jónas ritaði bækur og fjölda greina og ritgerða um guðfræðileg og sagnfræðileg efni, m.a. í Kii'kjuritið, útgáfur á vegum HI auk greina sem birtust í erlendum ritum. Einnig þýddi hann Qölda rita og greina um trúfræðileg máleftii. Jónas gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum um ævina, m.a. innan þjóðkirkjunnar, og var hann fulltrúi Islands á fjölmörgum fundum og ráðstefnum erlendis. Jónas var formaður Ríkisútgáfu námsbóka 1953-1964. Hann átti sæti í stjórn Hins íslenska Bibh'ufélags og > menntamálanefnd þjóðkirkjunnar um árabil og átti sæti í starfsháttanefnd þjóðkirkjunnar á árunum 1974-1977. Jónas var sæmdur Riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1990. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Arnfríður Inga Arnmundsdóttir hús- móðir en þau gengu í hjónaband 26. ágúst 1950. Eignuðust þau tvo syni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.