Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Siv Friðleifsdóttir býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins
Framsókn er helsta
mótvægi við
Sj álfstæðisflokkinn
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður segist telja Framsóknarflokk-
inn helsta mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, sem hún telur að sé
orðinn hættulega stór. Hún segir að vinstrimenn 1 samfylking-
unni hafi verið að færa pólitík sína lengra til vinstri og
geti því ekki veitt Sjálfstæðisflokknum sama mótvægi og
Framsóknarflokkurinn geri.
Morgunblaðið/Þorkell
SIV Friðleifsdóttir er fyrsta konan í rúmlega 80 ára sögu Framsókn-
arflokksins til að bjóða sig fram til varaformanns flokksins.
SIV Friðleifsdóttir alþingismaður
hefur ákveðið að bjóða sig fram til
embættis varaformanns Framsókn-
arflokksins. Hún telur að verði hún
kjörin mun það styrkja stöðu Fram-
sóknarflokksins og auka breidd í
forystu hans. Hún minnir á að
aldrei í 80 ára sögu Framsóknar-
flokksins hafi kona boðið sig fram til
varaformanns og telur að flokks-
menn eigi að sýna þá djörfung að
kjósa konu í þetta embætti.
Siv er 36 ára gömul og hefur ver-
ið alþingismaður í tæp fjögur ár.
Hún er fyrrverandi formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna og
sat í bæjarstjórn Seltjarnarness í
átta ár.
Keppinautur Sivjar í embætti
varaformanns er Finnur Ingólfsson
viðskipta- og iðnaðarráðherra, en ít-
arlegt viðtal var við hann í síðasta
sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Myndi styrkja flokkinn
Af hverju ert þú að bjóða þig
fram til varaformanns?
„Það er mitt mat að þannig
myndi forysta Framsóknai’flokksins
styrkjast. Margir hafa bent á að það
yrði sterkt fyrir flokkinn. Hann
myndi sýna djörfung með því að fá
konu með langa stjórnmálareynslu
sem varaformann við hlið Halldórs
Asgrímssonar. Slík forysta sýnir
breidd og víðsýni. Sveitarstjórnar-
stigið hefur verið að eflast og það
væri styrkur fyrir flokkinn að fá
vanan sveitarstjórnarmann sem
varaformann, en ég sat í átta ár í
bæjarstjórn Seltjarnarness.
Framsóknarflokkurinn hefur
alltaf verið sterkur landsbyggðar-
flokkur og átt þar öflugt fylgi, en
verið með minna fylgi í Reykjavík
og á Reykjanesi. í síðustu kosning-
um unnum við framsóknarmenn á
Reykjanesi mesta sigur flokksins á
landsvísu og fengum 21% fylgi.
Flokkurinn styrkti einnig stöðu sína
í kjördæminu í sveitarstjómarkosn-
ingunum í vor eða úr 15% í 19%.
Það er mjög mikilvægt fyrir fiokk-
inn að hann verði sterkur í öllum
kjördæmum landsins og þess vegna
er eðlilegt að forystumaður flokks-
ins i Reykjaneskjördæmi gefi kost á
sér í emþætti varaformanns. Það
hjálpar flokknum að sækja fram á
höfuðborgarsvæðinu.
I skoðanakönnun, sem birtist í
Morgunblaðinu fyrir skömmu, kem-
ur fram, að stuðningsmenn Fram-
sóknarflokksins eru hvergi fleiri en
í Reykjaneskjördæmi. Við höfum
þannig leitt sókn Framsóknar-
flokksins á suðvesturhorni landsins
og ætlum að halda því áfram.“
Hver er afstaða þín til ágrein-
ingsefna í sjávarútvegsmálum?
„Almennt styð ég kvótakerfi í
sjávarútvegi og tel að það hafi skil-
RÍKISSTJÓRN íslands samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag tillögu sjáv-
arútvegsráðherra um að mótmæla
sóknarstýringu rækjuveiða á Flæm-
ingjagrunni og hækka leyfilegan
heildarafla íslenskra skipa á svæðinu
úr 6.800 tonnum í 9.300 tonn.
Aii Edwald, aðstoðai-maður sjáv-
arútvegsráðherra, segir þessa
ákvörðun ekki eiga að koma öðrum
aðildarríkjum Norðvestur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndarinnar (NAFO) á
óvart. Hún sé í samræmi við mál-
flutning íslensku sendinefndarinnar
á síðasta aðalfundi nefndarinnar.
Sóknarstýringunni hafi verið mót-
mælt á þremur síðustu aðalfundum
og bent á að hún feli ekki í sér skil-
virka stjórn á rækjuveiðum á Flæm-
ingjagrunni. „Ein af ástæðum fyrir
því að veiði hefur dregist saman á
svæðinu er sú að áhugi sumra þjóða
að þjóðarbúinu miklum tekjum. Það
hefur aukið hagkvæmni í sjávarút-
vegi. Fyrir nokki'um árum urðum
við að minnka sókn í þorskstofninn,
sem hefur verið sársaukafullt fyrir
mörg byggðarlög og margar út-
gerðir. Þrátt fyrir það hafa útflutn-
ingstekjur okkar af sjávarútvegi
aukist. Með vaxandi þorskstofni
mun hagur byggðanna aukast.
Ég er ósátt við málflutning
vinstri flokkanna og þá Alþýðu-
flokksins sérstaklega, sem gengur
út á að ala á öfund og óánægju með
þetta kerfi. Við verðum að hlusta á
ráðgjöf vísindamanna okkar og
stýra sókninni.
A komandi flokksþingi komum
við til með að ræða um auðlinda-
gjaldið í sjávarútvegi. Ég er treg til
að samþykkja sérstakt auðlindgjald
á sjávarútveginn og óttast að það
dragi úr þrótti fyrirtækjanna, sér-
staklega á landsbyggðinni. Þar með
auki gjaldið enn á vanda lands-
byggðarinnar.
Við þingmenn Reykjaness rædd-
um talsvert um málefni smábátaút-
gerðar í síðustu kosningum og höf-
um rætt þeirra sjónarmið í þing-
flokknum. Það er búið að taka tillit
til fjölmargra atriða sem snúa að
þessari útgerð og nú er búið að
tryggja þeim fast hlutfall í heildar-
aflanum. Smábátar á sóknardögum
hafa sætt mikilli skerðingu og þarf
að taka á því.“
Náttúran á að njóta vafans
Hver er afstaða þín til málefna
hálendisins, virkjana og stóriðju?
„Okkur er öllum að verða betur
ljóst hvað hálendið er dýrmætt. Við
erum í hópi útvalinna þjóða hvað
á veiðunum hefur minnkað. Þær
hafa því nýtt færri daga og haft
færri skip á veiðum. Veiðarnar tak-
markast hins vegar ekki af þessum
sóknardögum, enda verið miklar
framfarir í veiðunum og skipakostur
gjörbreyst, samhliða batnandi afla-
brögðum. Ef allar þjóðir nýttu rétt-
indi sín til fulls á svæðinu færi veiðin
langt fram úr því sem miðin eru tal-
in þola.“
Sjö íslensk skip hafa verið við
veiðar á Flæmingjagrunni á þessu
ári og er meðalafli þein-a um 8 tonn
á dag í samtals 417 daga. „Við höf-
um því bent á að samkvæmt þeim
dögum sem við annars fengjum út-
hlutað gæti afla okkar skipa verið
langt yfir 6.800 tonnum. Við teljum
því eðlilegt að endurskoða heildar-
afla okkar með hliðsjón af þessum
breytingum," segir Ai-i.
óspillta náttúru varðar. Ég tel að
við verðum að vernda hálendið, sem
og aðrar náttúruperlur landsins. Ég
útiloka þó ekki frekari uppbyggingu
vatnsaflsvirkjana, en við verðum að
fara með gát. Það er von mín að
Landsvirkjun taki frumkvæði í því
að láta umhverfisathuganir sínar
fara í sama ferli og lögformlegt um-
hverfismat. Landsvirkjun hefur í
dag virkjanaleyfi fyrir Fijótsdals-
virkjun, en það leyfi var gefið út áð-
ur en lög um umhverfismat voru
samþykkt. Það er mitt sjónarmið að
náttúran eigi að njóta vafans og
nota eigi bestu tæki, s.s. umhverfis-
mat, til að dæma um áhrif fram-
kvæmda. Við verðum hins vegar að
hafa í huga að Landsvirkjun hefur
varið háum fjárhæðum til að undir-
búa Fljótsdalsvirkjun og getur lík-
lega krafist skaðabóta ef virkjana-
leyfið yrði tekið af fyiirtækinu.
í hálendisumræðunni er búið að
afvegaleiða þjóðina. Það er alrangt
sem sumir stjórnmálamenn hafa
haldið fram að það sé búið að af-
henda sveitarfélögum hálendið. Al-
þingi samþykkti í vor að meginhluti
af hálendinu verði þjóðlendur, m.ö.o.
að nánast allt hálendið verði í al-
mannaeigu. Það er einnig rangt að
búið sé að afhenda sveitarfélögunum
sem umkringja hálendið alræðisvald
varðandi svæðisskipulag á hálend-
inu. Nefnd, sem í munu sitja fulltrú-
ar bæði úr Reykjavík og af Réykja-
nesi, kemur til með að fjalla um
skipulag á hálendinu og það verður
því tryggt að hálendið verður skipu-
lagt sem ein heiid og gætt samræm-
is við skipulagsvinnuna. Þetta er
mjög ánægjuleg niðurstaða þvi núna
loksins er hægt að hemja óskipu-
lagða byggð á hálendinu. Þannig
hefur þetta verið fram að þessu, sem
sést best á því að það er búið að
byggja um 300 hús á hálendinu,
meiri og minna í óleyfi, án þess að
nokkurt skipulag hafi verið til.“
Vilt þú á einhvern hátt breyta
áherslum flokksins í byggðamálum?
„Það er sárt að horfa upp á þá
fólksflutninga sem eiga sér stað.
Fólki finnst erfitt tilfinningalega að
yfirgefa byggð sína. Einnig tapast
fjármagn við slíka fiutninga þar
sem fara þarf í miklar nýjar fjár-
festingar á höfuðborgarsvæðinu
vegna þessa, en þær sem fyrir eru á
landsbyggðinni nýtast verr. Ríkis-
valdið á að stuðla að því að fólk geti
sest að, þar sem það vill búa, með
greiðari samgöngum og bættri
menntun og þjónustu. Nýlega lögðu
stjórnvöld fram áræðna stefnu í
byggðamálum sem ég bind miklar
vonir við.“
Kona ekki boðið sig fram í 80
ára sögu flokksins
Lítur þú á framboð þitt sem lið í
að styrkja stöðu kvenna í stjórnmál-
um?
„Framsóknarflokkurinn hefur
það á stefnuskrá sinni að bæta hlut
kvenna í stjórnmálum og þar með
að fela þeim fleiri ábyrgðarstörf. I
yfir 80 ára sögu Framsóknarflokks-
ins hefur engin kona boðið sig fram
sem formaður né varaformaður.
Kona hefur aldrei verið formaður
eða varaformaður flokksins í allri
sögu hans. Þetta er „vígi“ sem mun
falla á endanum. Ég tel að það sé
kominn tími til að það falli og að það
myndi styrkja fiokkinn að stíga
þetta skref. Fyrir mig er það því
viss áskorun að bjóða mig fram.
Framsóknarflokkurinn hefur falið
konum ábyi'gðarstörf og nægir að
nefna Ingibjörgu Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra og Valgerði Sverr-
isdóttur þingflokksformann, en þær
hafa staðið sig mjög vel.
Landssamband framsóknar-
kvenna samþykkti ályktun í síðustu
viku þar sem skorað var á konur að
gefa kost á sér. í því fólst hvatning
fyrir mig að taka þessa ákvörðun,
en mitt framboð er ekkert kvenna-
framboð. Það hafa fjölmargir karlar
og ungt fólk haft samband við mig
og hvatt mig í framboð."
Mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Telur þú að Framsóknarflokkur-
inn hafi náð góðum árangri í stjórn-
arsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
og vilt þú halda því áfram?
„Stjórnarsamstarfið hefur gengið
vel og verið árangursríkt. Ég lít
hins vegar svo á að Framsóknar-
flokkurinn sé helsta mótvægið við
Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum
stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn
er að mínu mati orðinn hættulega
stór. Skoðanakannanir sýna að
hann vantar lítið upp á að ná hrein-
um meirihluta. Éf það gerðist
myndi hann geta leikið lausum hala
og öfgafyllstu hægrisjónarmið inn-
an hans ættu þá auðveldara með að
ná undirtökunum. Slík stjórn væri
varhugaverð.
Flokkunum hefur tekist að
starfa farsællega saman við stjórn
landsins. Þeir veita hvor öðrum að-
hald, en eru sammála á mörgum
sviðum. Undir okkar forystu hefur
tekist að skapa yfir 12.000 störf á
kjörtímabilinu, skapast stöðugleiki
í efnahagsmálum, kaupmáttur
heimilanna hefur aukist meira en í
nágrannaríkjunum og undirstöðuf
velferðarkerfisins hafa verið
styrktar. Við höfum því náð mikl-
um árangri.
Framsóknarflokkurinn hefur sett
mark á stjórnarstefnuna í öðrum
málum einnig. Hann hefur ekki léð
máls á breytingum á Ríkisútvarpinu
og náð góðri niðurstöðu í málefnum
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
eftir nokkurt þras við samstarfs-
flokkinn. Mér hefur fundist Sjálf-
stæðisflokkurinn sleppa full vel við
þá umræðu sem hefur verið um
fjármál velferðarkerfisins, sjúki-a-
stofnana, málefna fatlaðra, öryrkja
og aldraðra. Spjótin hafa beinst að
Framsóknarflokknum í þessum
málum vegna þess að hann fer með
heilbrigðisráðuneytið og félags-
málaráðuneytið, en það vill gleym-
ast að fjármálaráðuneyti setur fjár-
lagarammann, sem ræður mestu
um hvað hægt er að gera í þessum
málaflokkum. Hvað varðar fram-
hald ríkisstjórnarsamstarfsins
göngum við óbundin til kosninganna
nú sem fyrr.“
Vinstristefna samfylkingar
kemur á óvart
Nú bendir margt til þess að hið
pólitíska landslag sé að breytast.
Ottast þú að það komi niður á fylgi
Framsóknarflokksins?
„Það óttast ég ekki. Ég taldi að
samfylkingin myndi reyna að fara
sömu leið og jafnaðarmannaflokk-
ar í Bretlandi og Þýskalandi með
því að færa sig inn á miðjuna með
ábyrga fjármálastefnu. Það hefur
ekki gerst heldur hefur samfylk-
ingin færst lengra til vinstri og ég
tel m.a. þess vegna að Framsókn-
arflokkurinn sé það stjórnmálaafl
sem veiti Sjálfstæðisflokknum
miklu meira mótvægi heldur en
samfylkingin getur gert. Það sést
best á málefnaskránni sem kynnt
var í haust. Þar eru sett fram lof-
orð um útgjöld upp á tugi millj-
arða, sem ekki verða framkvæmd
nema með stórhækkun skatta, auk
þess sem þau munu hafa mjög nei-
kvæðar efnahagslegar afleiðingar.
Yfirlýsingar um að við ættum að
stefna að því að standa utan
NATO koma einnig á óvart, ekki
síst í ljósi þess að i löndum eins og
Svíþjóð og Finnlandi, sem hafa
staðið utan NATO, fer nú fram
mikil og frjálsari umræða um inn-
göngu í NATO. Lönd í Austur-
Evrópu og Mið-Evrópu eru að
sækja um aðild að NATO og vilja
þannig hafa áhrif á pólitískt öryggi
Evrópu, en samfylkingin vill
stefna í allt aðra átt. Mér kom
þessi ferð Alþýðubandalagsins til
Kúbu einnig á óvart. Af öllum ríkj-
um í heiminum valdi flokkurinn að
fara og heimsækja kommúnistana
á Kúbu.
Ég tel að fólk vilji hafa sterkt
stjórnmálaafl á miðjunni. Fram-
sóknarflokkurinn á sér þjóðlegar
rætur á miðju stjórnmálanna. Hann
er frjálslyndur félagshyggjuflokkur,
sem hafnar öfgum til hægri og
vinstri. Ég lít því björtum augum til
framtíðarinnar fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins."
Rækjukvóti íslendinga
á Flæmingjagrunni
Heildaraflinn auk-
inn um 2.500 tonn