Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Starfsmenn Hringrásar brytja brotajárn í gríð og erg við Krossanes Morgunblaðið/Kristján Haugurinn verður um 4.000 tonn STARFSMENN Hringrásar hafa síðustu vikur verið að brytja niður brotajárn á móttökusvæði Sorpsam- lags Eyjafjarðar við Krossanes. Einnig er tekið við brotajárni í öðr- um sveitarfélögum á svæðinu. Þegar hafa safnast yfir þrjú þús- und tonn af brotajárni sem borist hefur víða að áf svæðinu, en gert er ráð fyrir að áður en yfir lýkur verði magnið um eða yfir fjögur þúsund tonn. Ekkert verður flutt út héðan á þessu ári, en stefnt að útflutningi á því næsta, eða jafnvel strax í janú- ar. Verðið er lágt um þessar mundir og halda menn þá frekar að sér höndunum. Sveinn Ásgeirsson hjá Hringrás sagði að fyrirtækið hefði gert samning við Sorpsamlag Eyja- fjarðar um þessa vinnslu og hefðu starfsmenn komið reglulega á síð- ustu misserum til að vinna við brotajárnið. Stefnt er að því að skipa brotajárninu út á næsta ári og Sveinn sagði að gámar og svæði þar sem skila ætti brotamálmum væru rækilega merkt, en þó vildi brenna við að þar kenndi ýmissa grasa en það tefði mjög vinnsluna. „Við höfum fundið ýmislegt í gámunum, spýtnabrak, hey og nú síðast rákumst við á heilan úrbein- aðan nautaskrokk," sagði Sveinn og vildi hvetja fólk til að lesa merk- ingar gámanna áður en það léti hlutina frá sér. Minna ummál Hringrás hefur yfir að ráða fær- anlegri endurvinnslustöð og hefur hún farið víða á síðustu mánuðum, m.a. á Akranes, Stykkishólm, ísa- fjörð, Blönduós, Mývatn og Húsavík og nú er verið að vinna á Akureyri. Feiri sveitarfélög hafa sett sig í samband við starfsmenn, en margir hafa sýnt áhuga að sögn Sveins og eru að leita lausna. „Það er alveg gi'einilegt að fólk hefur tekið við sér og hugsar á umhverfisvænni nótum nú en áður,“ sagði Sveinn. Hann nefndi að ummál brota- járnsins væri afar mikið og menn væri víðast hættir að urða það, enda tæki það mikið pláss frá því efni sem ekki væru önnur ráð með en að urða. Hvert tonn af óunnu brota- járni er um 7 rúmmetrar, en um- fangið verður mun minna þegar bú- ið er að brytja það niður. Starfsmenn Hringi-ásar verða á ferðinni á næstunni, en þegar þeir eru ekki við er svæðið við Krossa- nes opið á miðvikudögum frá kl. 8 til 18 og laugardögum frá 10 til 16. Franskir fiskimenn ELÍN Pálmadóttir blaðamaður fiytur fyrMestur um veiðar franskra fiskimanna við Island í stofu 25 í Háskólanum á Akur- eyri, við Þingvallastræti, næst- komandi laugardag, 21. nóvem- ber, og hefst hann kl. 14. Elín hefur kynnt sér líf og veiðar þessara fiskimanna og samskipti þeiira við landsmenn og m.a. skrifað bókina Fransí Biskví um þetta efni, en hún kom út árið 1989. Á blómatíma þorskveiðanna voru um 200 skip með 4.000 frönskum íjskimönnum á hverri vertíð við Island í 7 mánuði og var barist við íslensk vetrarveð- ur með seglin ein að vopni. Tók sú barátta sinn toll, en mörg skip og fiskimenn áttu ekki aft- urkvæmt eins og sjá má í frönskum og íslenskum kii’kju- görðum. Sagnir lifa enn af sjó- slysum, skipsströndum og frönskum fiskimönnum. Fyrirlestur Elínar er öllum opinn. Skákmót TIU mínútna mót verður haldið í skákheimili Skákfélags Akur- eyi'ar í kvöld, fimmtudagskvöld- ið 19. nóvember kl. 20 og er það fyrir 45 ára og eldri. Á sunnu- dag, 22. nóvember kl. 14 verður haldið fimmtán mínútna mót í skákheimilinu. Þór og KA Alplata með neyð- arnúmeri FÉLAGAR úr íþróttafélögun- um Þór og KA munu á næst- unni ganga í hús og fyrirtæki að selja neyðarsímanúmers- plötu, litla álplötu með neyðar- númerinu. Þetta eru plötur sem henta á öll símatæki, hvort sem er farsíma, heimilis- eða fyrir- tækjasíma. Ekki þarf að ít- reka nauðsyn þess að hafa neyðamúmerið ailtaf við höndina og eru Akureyringar því hvattir til að taka vel á móti sölufólki og aðstoða þar með íþróttafélögin til að koma neyðamúmerinu á alla síma á Akureyri. Verð á plötunni er 300 krónur. Missi einhver af sölufólkinu er hægt að nálgast þær í félagsheimilum félag- anna. Eins vilja félögin benda Akureyi’ingum á að börn eða fólk sem er að vinna hin ýmsu verkefni á vegum félaganna er merkt þeim. Borið hefur á að ómerkt börn hafa komið í hús að biðja um peninga eða eitthvað annað til styrktar hinum ýmsu deildum í nafni félaganna, en séu þau ekki með þar til gerð merki með sér eru þau ekki á vegum fé- laganna. Nýtt tríó með tónleika á Norðurlandi TRÍÓIÐ Gítar Islancio heldur tvenna tónleika á Norðurlandi í vikunni. Þetta er nýstofnað tríó, skipað gítarleikurunum Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðar- syni og kontrabassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Fyrri tónleikar tríósins verða á Café menning á Dalvík í kvöld, fimmtudag kl. 21.30, en hinir síð- ari á Kaffi Akureyri á morgun, föstudag, kl. 21.30. Tónlistin sem þeir félagar leika er oft og tíðum létt og sveiflukennd og meðal höfunda má nefna Django Reinhardt, Chick Corea, Duke Ellington, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson. GÍTAR Islancio: F.v. Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson. Ráðstefna um Alz- heimersjúkdóminn FÉLAG áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimer og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni, FAASAN efnir til ráðstefnu í Odd- fellowhúsinu á Akureyri laugardag- inn 21. nóvember. Ráðstefnan verð- ur sett kl. 10.30 og henni lýkur um kl. 17.30. Fjöldi erinda verður íluttur á ráðstefnunni, nefna má að Guðrún K. Þórsdóttir, framkvæmdastjóri FAAS í Reykjavík, kynnir starf- semi félagsins, segir frá ferli HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verð frá kr. 2.700 á mann í2ja manna herbergi. Morgunverðarblaðborð innifalið. Frír drykkur á veitingahúsinu Vegamótum. uííaSr Sími 511 6060, fax 511 6070 guesthouse@eyjar.is Alzheimersjúkdómsins og kær- leiksþjónustu í kringum hann, Gerður Sæmundsdóttir hjúkrunar- fræðingur fjallar um viðhorf til minnissjúkra og samskipti við þá, Berglind Magnúsdóttir, sálfræð- ingur fjallar um sálfræðilega þætti við samskipti við minnissjúka, Ingibjörg Pétursdóttir ræðir um iðjuþjálfun á dagvistardeild fyrir minnissjúka og Birna Matthías- dóttir, listmeðferðarfræðingur um áhrif listmeðferðar. Þorlákur Jónsson frá Islenskri erfðagreiningu og Jón Snædal öldr- unarlæknir fjalla um Aizheimer- sjúkdóminn, ferii hans og þau úr- ræði sem standa til boða, Halldór Halldórsson yfirlæknir ræðir um gi-einingarferli þessa sjúkdóms á Akureyri og Þóra Ákadóttir hjúkr- unarfræðingur ræðir um það helsta sem er að gerast í málefnum minn- issjúkra á Akureyri. Að loknum er- indum verða almennar umræður. Fundarstjóri er Valgerður Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur, aðgang- ur að ráðstefnunni er ókeypis og eru allir áhugamenn og velunnarar félagsins hvattir til að mæta. Folda á Akureyri Uppsagnarfrestur starfsfolks framlengdur UPPSAGNARFRESTUR starfs- fólks ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu á Akureyri hefur verið fram- lengdur í að minnsta kosti einn mánuð til viðbótar, að sögn Her- manns Sigursteinssonar fram- kvæmdastjóra. Áður hafði uppsagn- arfresturinn verið framlengdur fram í miðjan þennan mánuð. Hermann sagði fyrirtækið enn vera að vinna upp í samninga og þar starfa nú um 30 manns. Öllu starfs- fólki Foldu var sagt upp sl. sumar en þá voru tæplega 50 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu. í kölfar- ið hefur verið unnið að því að endur- skipuleggja reksturinn og skoða framhaldið en Hermann sagði málið enn í vinnslu og ekkert af því að frétta á þessari stundu. Börn og bænir LÍF og fjör hefur verið á fjöl- skyldumorgnum í Glerárkirkju síð- ustu fimmtudaga en þá hafa mömm- ur, ömmur og börn komið saman, hlýtt hefur verið á fróðleg erindi sem tengjast barnauppeldi og börn- in leikið sér saman. í dag, fimmtudaginn 19. nóvem- ber, ræðir sr. Gunnlaugur Garðars- son sóknarprestur um börn og bæn- ir, en rannsóknir benda til að sterk tengsl séu milli trúar og heilbrigðis og margir vitna um hvernig trúin hefur komið þeim í gegnum áföll í lífinu. Allir þátttakendur fá falleg bæna- veggspjöld sem Skálholtsútgáfan hefur látið vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.