Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 23

Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 23
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 23 ÚR VERINU Ráðstefna um öryggismál sjómanna Nýtt spákerf! um hættulegar öldur SIGLINGASTOFNUN hefur síð- astliðin tvö ár unnið markvisst að þróun spákerfis fyrir veður- og sjó- lagsþætti í samvinnu við Veðurstofu íslands. Á ráðstefnu Siglingastofn- unar og samgönguráðuneytisins á morgun um öryggismál sjómanna verður tekinn í notkun nýr áfangi í upplýsingakerfmu. Þar bætast við spár og viðvaranir um hættulegar öldur, svokallaðar brotöldur, og ör- yggismörk minni fískiskipa. Á grundvelli ölduspár og áhættu- mats er unnt að spá um hættulegar öldur á hafi úti. Hætta á þeim er háð sjólagi en einnig er tekið mið af tíðni slysa og viðunandi áhættu og geta skipstjórnarmenn metið áhættu á alvarlegum áföllum fyrir skipið með hliðsjón af stöðugleika- gögnum. Upplýsingar í þessu nýja spákerfi byggjast m.a. á veðurspá og ölduhæðarspá frá evrópskum veðurstofum í samvinnu við Veður- stofu íslands. Tengt stöðugleikagögnum flskiskipa Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna og þróunar hjá Siglinga- stofnun, segir meginmarkmið verk- efnisins að meta svokallaða ásættan- lega áhættu minni fiskiskipa á veltu í ki-öppum sjó. „Með líkanatilraun- um hefur verið kortlagt samband milli hreyfistöðugleika skipa og hæðar og krappleika þeirrar öldu sem getur velt skipinu frá hlið. Eins hefur verið fundið samband hættu- legrar öldu sem velt getur skipinu frá homi eða á lensi,“ segir Gísli. Gísli segir að til að gera gögn um stöðugleika hvers fiskiskips að- gengileg hafi Siglingastofnun þróað blað þar sem fram koma upplýsing- ar um helstu hleðslutilvik og áhrif þeirra á stöðugleikann. Stefnan sé að þróa kerfið enn frekar og leið- beina um notkun gagnanna. Fjölbreytt erindi Ráðstefnan á morgun ber yfir- skriftina Aukið öryggi og hag- kvæmari sjósókn. Þar verður, auk nýjunga í upplýsingakerfi Siglinga- stofnunar, fjallað um íslensk skip í alþjóðlegu umhverfi, GMDSS-fjar- skiptareglur fyrir skig, framtíðar- fiskiskip, sjóslys við Island, sam- ræmdar kröfur um menntun og þjálfun sjómanna, breytingar á skipum og öryggi þeirra, stöðug- leikaátak Siglingastofnunar, öryggi í skipum og fyrirbyggjandi aðgerð- ir, frumvarp til laga um rannsóknir sjóslysa og öryggismál og umhverfi hafna. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður og í lok ráðstefn- unar verður hinn nýji áfangi í upp- lýsingakerfi Siglingastofnunar um veður og sjólag opnaður formlega. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangseyrir engin. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 8:30. NÝR áfangi í upplýsingakerfí Siglingastofnunar verður formlega tekinn í notkun á morgun. Myndin sýnir spá um hæð hættulegrar öldu (brotöldu) á miðunum í kringum landið á hádegi á morgun. Öldustefna er táknuð með örvum. Alþjóðleg ráðstefna um kvótakerfið VIRTIR innlendir og erlendir fræðimenn kynna niðurstöðm- sínar og viðhorf á ráðstefnu sem haldin er á vegum Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands og sjávarútvegsráðu- neytisins á Hótel Loftleiðum, föstu- daginn 20. nóvember nk. Ráðstefnan ber yfirskriftina Kvótakerfið - for- sendur og reynsla. I hópi fyrirlesara eru m.a. Anthony Scott, sem er einn af frumkvöðlum fiskihagfræðinnar, og Phil Major, sem var ráðuneytis- stjóri á Nýja-Sjálandi á meðan kvótakerfi var þar í mótun og rætt var og deilt um veiðileyfagjald. Þeir Scott og Major dvelja hér á landi um þessar mundir og eru auðlindanefnd til ráðuneytis. Meðal fyrirlesara er einnig Ronald Johnson, prófessor í auðlindahagfræði, sem nýlega hefur birt greinar um veiðigjaldshug- myndina á alþjóðavettvangi. Ráðstefnan hefst með hádegis- verðarfundi sem Jóhannes Nordal, formaður auðlindanefndar, stjórn- ar, en nefndin fjallar um nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra ávarpar samkomugesti og Anthony Scott flytur erindi. í þeim hluta ráðstefnunnar sem snýst um forsendur kvótakerfisins verða flutt erindi um framseljan- lega aflakvóta; rentu, veiðigjald og kvótakerfi; framfarir í fiskveiði- stjórn með hjálp kvótakerfís og rök og sjónarmið í deilunni um kvóta- kerfi og veiðigjald. Reynslan af kvótakerfínu er tekin til umfjöllunar í erindum um kvóta- keifíð á Nýja-Sjálandi; kvótakerfið á íslandi; nýja tækni og myndun af- notaréttinda af sjávargæðum og umhverfisvemdarstefnu hins frjálsa markaðar. Þá verða hringborðsumræður undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og eru þátttakendur í þeim Anthony Scott, Lee Ander- son, Phil Major, Ronald Johnson, Ragnar Árnason, Roger Bate og Markús Möller. Morgunblaðið/Fiskaren/Magnús Þór Hafsteinsson Nýtt nótaskip HB hf. HB hf. á Akranesi hefiir keypt nóta- og togveiðiskipið Inno- vation Lie frá Noregi. Skipið er glænýtt og hefur aldrei farið á veiðar. Það er búið fullkomnu RSV-kæli- og dælukerfi en getur borið um 1.100 tonn af ókældu hráefni. Aðalvél skipsins er 4.700 hestöfl. Skipið er nú í sfldarflutn- ingum í Noregi, þar sem það dælir sfld úr nótum lftilla sfldar- báta í innQörðum Noregs og sigl- ir með hana um 500 sjómflna leið til Álasunds í Danmörku. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent HB hf. í næstu viku og geti hafið veiðar í lok þessa árs eða í upp- hafi þess næsta. Búið að salta sfld í um 50.000 tunnur í haust NÚ ER búið að salta sfld í um 50.000 tunnur, þrátt fyrir dræma veiði í haust. Nokkur kippur kom í söltunina eftir að sfldveiðar voru leyfðar í flottroll, en veiðar í nót hafa gengið illa. Gunnar Jóakims- son, framkvæmdastjóri íslandssfld- ar, segir að enn sé ósaltað í um 30.000 tunnur upp í gerða samn- inga, en til þess þurfi 7.000 til 8.000 tonn upp úr sjó. Gunnar segir að möguleikar séu á enn frekari söltun fari veiðamar að ganga betur, en Íslandssíld haldi að sér höndum í samningagerð meðan veiðarnar gangi ekki betur. í haugabrælu á leið í land Nótaskipið Antares frá Vest- mannaeyjum hefur eingöngu stund- að veiðar vestur af landinu í haust og er það komið með um 1.500 tonn frá því veiðar þess hófust eftir 20. október. Arney KE hefur einnig verið við veiðar á þessum slóðum. Mikil ótíð hefur hamlað veiðunum, en mun meiri sfld er á miðunum vestur af Öndverðamesi en fyrir austan þar sem flest skipin em að veiðum. Antares var um miðjan dag í gær á leið í land með um 250 tonn í haugabrælu, miklum sjó og 50 Kippur kom í söltunina með veiðum í flottroll hnúta vindi beint á móti. Heiðar Halldórsson, annar stýrimaður, var í brúnni. Hann sagði í samtali við Verið, að þeir væru bæði með troll og nót um borð og gengju veiðarnar ágætlega þegar veður leyfði. í síð- ustu viku hefðu þeir náð tveimur túram, 470 tonnum í öðram og 540 í hinum. Styttra á miðin „Við notum nótina á nóttunni, en þá grynnir sfldin yfirleitt á sér. Á daginn þéttir hún aftur á sér við botninn og þá notum við trollið. Annars er brælan að gera okkur líf- ið leitt flesta dag, en í nótt dúraði í nokkra tíma. Það nægði okkur í eitt kast með nótinni, sem gaf um 200 tonn, en nótin rifnaði við það. Við tókum þá trollið og náðum um 50 tonnum áður en brældi á ný,“ sagði Heiðar. Það er ísfélag Vestmannaeyja sem gerir Antares út. ísfélagið á um 5.000 tonna kvóta og hefur Ant- ares verið eitt um hituna til þessa, en verið er að búa Heimaey á sfld- veiðarnar líka. „Það munar miklu fyrir okkur að vera hérna fyrir vest- an. Það er helmingi styttra fyrir okkur að sigla með sfldina til Eyja en að sækja hana austur og við verðum í þessu meðan sæmilega gengur. Þetta er góð sfld, sem er flökuð til frystingar og úrkast er mjög lítið," sagði Heiðar. Ágætur afli í flottrollið fyrir austan Sfldarskipin sem togað hafa með flottroll í Héraðsdýpi síðustu vikur hafa fengið ágætan afla. Þannig landaði Huginn VE um 400 tonnum af sfld á Seyðisfirði í fyrradag eftir aðeins um sólarhring á veiðum. Sfldin sem fæst í flottrollið fer að langmestu leyti til manneldis- vinnslu, enda er leyfi til veiðanna þeim skilyrðum háð. Það sem af er vertíðinni hafa borist tilkynningar um landanir á um 35 þúsund tonnum af síld. Þar af hafa um 7 þúsund tonn verið söltuð en um 2 þúsund tonn hafa farið til frystingar. Mest hefur verið landað á Seyðisfírði, rúmum 10 þúsund tonnum. Loðnuveiði gengur enn treglega á miðunum norðaustur af Langanesi og era skipin að fá mest um 100 tonn í kasti. BGB kaupir Otur ehf. Hús og bátur selt aftur en veiðiheimildum haldið S JÁVARÚTVE GSF YRIRTÆKIÐ BGB hf. á Árskógssandi festi í gær kaup á öllu hlutafé í Otri ehf. á Dal- vík, þ.e. samnefndum bát ásamt veiðiheimildum, sem nema um 350 þorskígildum, og fiskvinnsluhúsi á Dalvík. Fyrir á og rekur BGB hf. 3 skip. Blika EA 12 sem er rækjufrystitog- ari, Arnþór sem er gerður út á síld og rækjuveiðar og Sæþór sem gerð- ur er út á þorskveiðar. Fyrirtækið rekur einnig fiskvinnslu á Árskógs- sandi og Dalvík. Starfsmenn eru um 65 manns. Verður seldur án veiðiheimilda Otur EA verður ekki gerður út og hann seldur án veiðiheimilda. Einnig verður fiskvinnsluhúsið sem Otur átti selt. Kaupin eru liður í því að styrkja rekstur þeirra skipa sem félagið á og renna þannig styrkari stoðum undir reksturinn. BGB hf. var rekið með liðlega 17 milljóna króna hagnaði á fyrri helm- ingi ársins. Unnið er að undirbúningi að skráningu á vaxtalista hjá VÞI og stefnt að því að ijúka þvi í desem- bermánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.