Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Leiðtogafundi Asíu- og Kyrrahafsrfkja lauk í Kuala Lumpur í gær
Stefnt að samvinnu um
viðreisn efnahagslífsins
Sérfræðingar sammála um að
ályktun leiðtoganna marki ekki
tímamót og draga í efa að mikið
verði úr efndum
Kuala Lumpur. Reuers. The Daily Telegraph
LEIÐTÓGAR aðildarríkja Efna-
hagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrra-
hafsríkja (APEC) hétu því í gær að
vinna saman að áætlun um viðreisn
í efnahagslífi Asíulanda, en sér-
fræðingar voru á einu máli um að
sameiginleg yfirlýsing þeirra
markaði ekki tímamót. Fundi sam-
takanna lauk í
Kuala Lumpur í
gær.
I yfirlýsingu
leiðtoganna seg-
ir að þeir hygg-
ist reyna að
liðka fyrir fjár-
magnsflæði og
bæta fjármála-
og velferðarkerfi
í ríkjum sínum.
Fram kemur að sett verði á fót
nefnd sem vinna mun að endur-
bótum á reglum um fjármálavið-
skipti, og stofnanir sem meta láns-
hæfi eru hvattar til að endurskoða
aðferðir sínar. Mörg aðildarríkj-
anna hafa undanfarna mánuði
þurft að berjast við efnahag-
skreppu eða samdrátt, en leiðtog-
arnir sögðust þó sjá ýmis merki
um að hagur þeirra tæki brátt að
vænkast.
Stjórnmálaskýrendur töldu ekk-
ert í yfirlýsingunni koma á óvart,
og sumir drógu í efa að mikið yrði
úr efndum. Athygli vakti að á með-
an hvatt var til frjálsara fjár-
magnsflæðis, var engin athuga-
semd gerð við efnahagsstefnu
Malasíustjómar, sem lagði hömlur
á fjármagnsflæði í september.
Aðildarríki APEC eru Ástralía,
Bandaríkin, Brunei, Chile, Filipps-
eyjar, Hong Kong, Indónesía, Jap-
an, Kanada, Kína, Malasía,
Mexíkó, Nýja-Sjáland, Papúa-Nýja
Gínea, Perú, Rússland, Singapore,
Suður-Kórea, Tæland, Tævan, og
Víetnam.
Ummælurn Gores
mótmælt
Ungliðahreyfing flokks Mahat-
hirs Mohamads, forsætisráðherra
Malasíu, afhenti í gær sendiráði
Bandaríkjanna í Kuala Lumpur
formleg mótmæli vegna ummæla
Als Gores, varaforseta Bandaríkj-
ann, í ávarpi í kvöldverðarboði for-
sætisráðherrans á mánudagskvöld.
Lýsti Gore þar yfir stuðningi við
stjómarandstöðuna í landinu, og
hrósaði þeim sem ynnu að því að
koma Mahathir frá völdum.
Mahathir reyndi sjálfur að gera
lítið úr málinu á fréttamannafundi
að APEC-fundinum loknum. Hann
neitaði því aðspurður að breytinga
væri að vænta í samskiptum
Malasíu og Bandaríkjanna, og
sagði að enginn ágreiningur væri
uppi milli sín og Gores.
Bandarískir embættismenn vís-
uðu því á bug að spennan sem um-
mæli Gores ullu hefði beint athygl-
inni frá meginmarkmiðum fundar-
ins, eða haft áhrif á forystuhlut-
verk Bandaríkjanna í APEC og í
þessum heimshluta.
Slík afskipti óhugsandi
fyrir áratug
Margir stjórnmálaskýrendur
hafa undrast ummæli Gores, og
telja þau brjóta í bága við hefðir
um samskipti ríkja á friðartímum.
Ymsir vilja meina að slík móðgun í
garð ráðamanna sem í ummælum
hans fólst hefði verið óhugsandi
fyrir áratug, þegar uppgangur var
í efnahagslífi Asíuríkja og kalda
stríðið enn í algleymingi. Banda-
ríkin gætu hins vegar leyft sér
slíka hegðun nú, vegna þess að
dregið hefði úr pólitísku mikilvægi
Austur-Asíuríkja í augum stjórn-
valda í Washington. Enginn óttast
nú lengur að Asía muni valta yfir
Bandaríkin á efnahagssviðinu, eða
að „vofa kommúnismans“ muni
leika ljósum logum í álfunni.
Stjómmálaskýrendur hafa
einnig bent á að Gore sé þegar
kominn á fullan skrið í baráttunni
fyrir því að verða kjöi’inn forseti
árið 2000. I Kuala Lumpur hafi
hann séð gullið tækifæri til að
vekja athygli á sér í fjölmiðlum, án
þess að það kostaði hann vandræði
heima fyrir.
Mahathir
Mohamad
L oftsteinahr apið
olli vonbrigðum
VIÐSVEGAR um Asíu urðu
þeir sem ætluðu að fylgjast
með loftsteinahrapinu í fyrr-
inótt fyrir nokkrum vonbrigð-
um því skýjabólstrar og rign-
ingar gerðu það að verkum að
aðstæður til að fylgjast með
þessari mögnuðu flugeldasýn-
ingu voru ekki sem bestar.
Hafði því þó verið spáð að íbú-
ar Asíu fengju besta sýn á fyr-
irbærið. „Eg vildi að ég hefði
sofið á mitt græna eyra í stað
þess að valda sjálfum mér
þessum hrikalega hálsríg,“
sagði Anil Srivastava, sem sat
uppi á þaki háhýsis í Kalkútta
á Indlandi og horfði til himins.
I Japan átti sér stað sá
harmleikur að nitján ára
stúlka féll ofan í gljúfur og lést
er hún horfði til himins ásamt
vinum sínum í niðamyrkrinu.
Aðstæður voru hins vegar
vitaskuld misjafnar eftir því
hvar menn voru staddir og
þótti loftsteinahrapið tignarleg
sýn þar sem það bar við sjón-
deildarhring yfir Fuji-fjalli í
Fujinomyiya í Japan.
Clinton fer til Asíu og
hvetur til aðgerða
Brýnast að
örva efna-
hag Japans
Washington. Reuters.
BILL Clinton BandaiTkjaforseti hóf
í gær fimm daga ferð til Asíu og
sagði að ekkert væri mikilvægara
fyrir stöðugleika í efnahagsmálum
heimsins en aðgerðir til að blása lífi
í efnahag Japans. Clinton verður í
tvo daga í Japan og búist er við að
hann leggi fast að Keizo Obuchi,
forsætisráðherra landsins, að gera
gangskör að því að örva efnahaginn
og greiða fyrir auknum innflutningi
til landsins.
Clinton sagði áður en hann hélt af
stað frá Washington að fjármálaum-
rótið í heiminum hefði hafist í Asíu
og að mestu máli skipti að endi yrði
bundinn á efnahagssamdráttinn í
Japan. „Við verðum að vinna að því
að binda enda á kreppuna," sagði
hann.
Ráðgert er að forsetinn fari
einnig til Suður-Kóreu og banda-
rísku eyjunnar Guam í Kyrrahafi
áður en hann heldur aftur til Was-
hington á mánudag. Áður hafði
hann hætt við að sitja fund leiðtoga
Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og
Kyrrahafsríkja í Malasíu vegna
deilunnar um vopnaeftirlit Samein-
uðu þjóðanna í Irak.
Óánægja með viðskiptastefnu
Japana
Stjórn Japans hefur kynnt áætl-
un um að verja 197 milljörðum dala,
andvirði 13.700 milljarða króna, í
aðgerðir til að örva efnahaginn en
Bandaríkjamenn virðast ekki vera
sannfærðir um að hún dugi.
Lawrence Summers, aðstoðarfjár-
málaráðherra BandaiTkjanna, sagði
að til að áætlunin gæti borið tilætl-
aðan árangur þyrfti að koma henni i
framkvæmd sem allra fyrst og að
mikilvægast væri að henni yrði
fylgt eftir með fjárlögum, sem mið-
uðu að því að blása lífi í efnahaginn.
Bandarískir embættismenn hafa
einnig látið í ljós óánægju með við-
skiptahöft Japana og tregðu þeirra
til að fallast á lækkun tolla á fisk og
timbur á APEC-fundinum fyrr í
vikunni. Þeir sögðu að Clinton
myndi hvetja Japani til að beita sér
fyrir frekari tollalækkunum innan
aðildarríkja APEC og standa við
skuldbindingar sínai- um tollalækk-
anir sem þegar hefur verið samið
um.
Líklegt er að Clinton og Obuchi
semji ennfremur um að efla varnar-
samstarf ríkjanna, sem hefur verið
meginstoðin í tengslum iTkjanna frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Toronto. Morgunblaðið.
ÁHRIF hugsanlegs aðskilnaðar á
efnahag Quebec-fylkis og dapurleg
staða í heilbrigðismálum í fylkinu
voru helstu deiluefnin er stjórnmála-
leiðtogar mættust í sjónvarpskapp-
ræðum í fyrrakvöld vegna komandi
kosninga í Quebec, er haldnar verða
30. nóvember nk. Samkvæmt við-
horfskönnun er kanadíska ríkissjón-
varpið (CBC) gerði á meðan kapp-
ræðunum stóð var það helst Mario
Dumont, leiðtogi flokksins Action
Démoeratique, sem stóð sig best í
kappræðunum - að svo miklu leyti
sem hægt er að segja að einhver hafi
sigrað.
Áttatíu og þrjú prósent íbúa
Quebec eru frönskumælandi og í 80
af 125 kjördæmum í fylkinu eru þeir
í meirihluta. Það eru þessir kjósend-
ur sem væntanlega munu ráða úr-
slitum í kosningunum.
Ef eitthvað er að marka við-
horfskönnun CBC, sem í tóku þátt
30 Quebec-búar er ekki höfðu gert
upp hug sinn, verður að telja líklegt
að Lucien Bouchard, leiðtogi Parti
Québécois (PQ), flokks aðskilnaðar-
sinna, hafi hagnast meira á kapp-
ræðunum en helsti keppinautur
Aðskilnaðarsinnar virðast með nauma forystu í Quebec
Staða heilbrigðismála
viðkvæmt deiluefni
hans, Jean Charest, leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins. í skoðanakönnunum
undanfarið hefur heldur hallað á
frjálslynda flokkinn og hefur PQ náð
um fimm prósenta forystu - sem er
rétt naumlega yfir skekkjumörkum.
Ekki óður og uppvægur
Fréttaskýrendur höfðu ítrekað
fyrir kappræðurnai' að vegna þessa
forskots PQ yrði Charest að koma
„afgerandi höggi“ á Bouchard, en
ekki varð séð að það tækist.
Charest lagði strax í upphafi
áherslu á að fyrirætlanir PQ um að
efna til atkvæðagreiðslu um aðskiln-
að Quebec-fylkis frá Kanada hefðu
ætíð komið niður á efnahag fylkis-
ins, og sakaði Bouchard um að neita
að horfast í augu við þessa stað-
reynd. Bouchard kvaðst ekki vera
Jean
Charest
„óður og uppvægur“ að efna til at-
kvæðagreiðslu, en í kosningabarátt-
unni hefur hann jafnan sagt að at-
kvæðagreiðsla um aðskilnað yrði
ekki haldin fyrr en „aðstæður til
sigurs" væru tryggðar. Síðasta at-
kvæðagreiðsla um aðskilnað var
haldin í Quebec fyrir þrem árum, og
þá töpuðu aðskilnaðarsinnar (þá
undir forystu Jacques Parizeaus)
naumlega.
Erfiðasta verkefni Charests í
kosningabaráttunni hefur þó verið
það, að sannfæra kjósendur um að
honum sé treystandi til að gæta
hagsmuna Quebec gagnvart airíkis-
stjórninni í Ottawa. Bouchard sagði í
kappræðunum að sagan sýndi að ein-
ungis í tíð stjórnai' aðskilnaðarsinna
hefðu náðst umtalsverðar úrbætur í
stöðu fylkisins innan Kanada.
Charest sagði að sem fylkisstjóri
myndi hann gæta hagsmuna Quebec
með því að tryggja samstarf við yfir-
völd í hinum fylkjunum.
Heilbrigðismál í ólestri
Charest veittist harkalega að
Bouchard fyrir slæma stöðu í heil-
brigðismálum í fylkinu en stjórn
Bouchards hefur dregið verulega úr
fjárframlögum til þess málaflokks að
undanförnu og hafa samtök lækna
og fleiri lýst yfir áhyggjum vegna
ástandsins. Bouchard viðurkenndi að
staðan væri slæm, en sagði gagnrýni
andstæðinga sinna hafa verið ósann-
gjarna, málið væri ákaflega við-
kvæmt.
Dumont er eini fulltrúi Action
Democratique á fylkisþinginu og
samkvæmt skoðanakönnunum nýtur
flokkurinn nú stuðnings aðeins um
6% kjósenda. Þess vegna er árangur
Dumonts í kappræðunum í fyrra-
kvöld athyglisverður, og einnig
vegna þess að það fór í rauninni
heldur lítið fyrir Dumont í kappræð-
unum, hann bað kjósendur einungis
um stuðning til að veita komandi
fylkisstjórn aðhald.
Þátttakendurnir í viðhorfskönnun
CBC voru ekki síst hlynntir honum
vegna þess að þeim mislíkaði óvægni
Charests og Bouchards. Dumont
sagði m.a. að það væri markmið
flokks síns að breyta því neikvæða
viðhorfi sem margir kjósendur hefðu
til stjórnmálamanna.