Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Sagnfræöi ÆVISAGA ÞORSKSINS - Fiskurinn sem breytti heiminum, eftir Mark Kurlansky. Ólafur Hanni- balsson þýddi. HKÁ, Reykjavík 1998, 320 bls. „ÞAÐ er feikilegnr munur á þjóðfélagi, sem veiðir hvali, og þjóðfélagi, sem skoðar þá. Náttúr- an er gerð að dýrlegri skrautsýn- ingu til skemmtunar og fróðleiks, einhverju sem er miklu fjær nátt- úrunni en veiðamar eru. Stefnum við í átt til heims, þar sem ekkert er eftir af náttúrunni annað en skemmtigarðar? Hvalir em spen- dýr og spendýr verpa ekki milljón eggjum. Við neyddumst til að hætta veiðum í ábataskyni og hefja húsdýrarækt til að sjá okkur fyrir kjöti, reynum að vemda villtu dýr- in eftir bestu getu. Það er erfiðara að útrýma fiski en spendýram. En eftir að hafa veitt Atlantshafs- þorskinn í 1000 ár vitum við að það er hægt.“ Svo segir bandaríski blaðamað- urinn og rithöfundurinn Mark Kurlansky í niðurlagi meginkafla bókar sinnar, Ævisaga þorsksins, fiskurinn sem breytti heiminum. Það er í raun ótrúlegt í fyrstu, að hægt sé að skrifa heila bók, ævi- sögu þorsksins, upp á um 300 síð- ur. En það er svo sannarlega hægt og það sem meira er það er hægt að gera það á mjög svo áhugaverð- an og skemmtilega hátt. Höfundurinn Mark Kurlansky fer ótrúlega víða í frásögn sinni um þorskinn, þótt Nýfundnaland, Nýja England og ísland skipi þar stóran sess. Mann hefði tæpast órað fyrir hinum miklu áhrifum sem þorskur- inn hefur svo sannarlega haft á gang mála við norðanvert Atlants- hafíð, en marga merkisatburði má beint rekja til þorskgengdar og markir miklir atburðir hafa svo á móti haft mikil áhrif á þorskgengd- ina. Það má rekja landafundi til þorskveiða við austurströnd Norð- ur-Ameríku, en föstuhald kaþólsku kirkjunnar gerði þorskinn að eftir- sóttum mat og fiskveiðar og fisk- verkun að sérstakri atvinnugrein um leið. Öll þekkjum við þau stríð, sem staðið hafa um þorskinn hér við land, ekki bara deilur okkar vegna Svo sannarlega breytti hann heiminum útfærslu landhelginn- ar í nokkram þrepum á þessari öld, heldur einnig deilur Breta og Þjóðverja um fiskveið- ar hér fyrr á öldum. Höfundurinn lýsir á skemmtilegan hátt upphafi þorskveið- anna, en þar voru Ba- skar fremstir í flokki. Þeir hófu veiðar og verkun á þorski við austurströnd Norður- Ameríku löngu áður en almenn vitneskja varð um þetta gósen- land í vestri. Þeir einir vissu um leiðina vest- ur til „þorsklandsins“ og höfðu fyr- ir vikið yfirburðastöðu á fiskmörk- uðum Evrópu á miðöldum. Ævintýralegar sögur era sagðar af þorskgengdinni út af þeim land- svæðum, sem nú heita Labrador, Nýfundnaland, Nova Scotia og Nýja-England. Þegar landkönnuð- urinn John Cabot kom þangað veiddu skipverjar þorskinn í körf- ur, sem þeir dýfðu í sjóinn. Talað var um það í gamni og alvöra að við það lægi að hægt væri að fara fót- gangandi í land, gangandi á þorski. Þarna vora allt fram á þennan ára- tug auðugustu þorskmið veraldar, en miðin við Island, Norðursjórinn og Barentshafið, hafa einnig verið gjöful mið. Höfundurinn rekur sögu veiða við Ameríku, Island, í Norðursjó og víðar allt fram til þessa tíma og tvinnar hana saman við stóratburði í veraldarsögunni. Það kemur á óvart hve mikilvæg fæða þorskurinn var, en það stafaði í raun af tvennu, hve mikið var til af honum annars vegar og hinu að fastan krafðist fiskáts í miklum mæli. Fiskinn var auðvelt að geyma með því að verka sann í skreið eða fletja, salta og þurrka. Þannig varð fiskur undirstaða í föstufæðu kaþólikka og meginkost- Ólafur Hannibalsson Mark Kurlansky tu- sjómanna, sem vora langtímum saman í hafi. Saltfiskurinn og ski'eiðin vora einnig ákjósanlegur matur í heitum löndum, bæði í Af- ríku, Suður-Evrópu og Vestur-Ind- íum, vegna þess hve próteinríkur hann var og þoldi hitann vel. Þess vegna var fiskurinn til dæmis flutt- ur til Afríku, þar sem borgað var í þrælum. Þeir voru síðan seldir til þrælkunar á sykurekranum í Vest- ur-Indíum, en þar var borgað fyrir þá með sykri. Þrælarnir þurftu að borða og þar kom saltfiskur og skreið til sögunnar og svo þurftu norðurálfumenn að drekka og syk- urinn varð meðal annars að rommi. Þýðandi bókarinnar, Ólafur Hannibalsson, segir meðal annars svo í formála sínum að bókinni: „Hvarvetna breytti þorskurinn hugarfari fólks. Pílagrímarnir, sem námu land í Ameríku til að dýrka guð sinn óáreittir við jarðyrkju í sveita síns andlits, urðu, áður en þá varði, auðugir kaupsýslumenn, þrælasalar og áfengisbraggarar - og ákafir unnendur frelsis, upp- reisnarmenn og byltingarseggir - allt fyi-ir tilstilli þorsksins. Þorsk- urinn varð undirstaða sjálfstæðis hinna miklu Bandan'kja Norður- Ameríku.“ Sagan er heillandi lengst af, en svo tekur að halla undan fæti. Vax- andi eftirspum eftir fiski leiddi af sér mikla sókn og þegar tæknin slóst í för með útgerðinni urðu af- köstin svo mikil að það sem menn héldu að væri ótæmandi auðlind fór að þorna upp. Fyrstu viðbrögð- GERIADRIR BETUR! Baðinnréttingar Vandaðar innréttingar frá Belgíu á verði sem ekki hefur sést áður. Otal möguleikar! VERSLUN FYRIR ALLA ! ilLDSOI ERSLUNJ - tryggw tfverB i! Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 OG USTAKOKKAR Jll DÁSAAALEGUR MATUR ! (Veriið oelhom'ui! BBTOil Tiiboðsréttir: HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar os heitur matur, margar tegundir. kr.890." Grillaður KARFI með möndlurjóma 03 ristuðu grænmeti. AÐHNSKR. 1590.- FISKIÞRENNA með tveimur tegundum af sósu, hvítlauksbrauði og kryddgrjónum. ADHNSKR. 1.590. PASTA að hætti kokksins. aððnskr.1.590.- Tilboð öll kvöld 03 um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! Ottum/v/snttm^ tfónmvltt réUttm^ pjti/it' ■'ht/tu, hittuStur, satatlar ot/ suo ísoarimt áv/tir. ^er/Hijkliur m\íjóóu! POTTURINN OG KJUKUNGABRINGA með gljáðu grænmeti og paprikusósu. AÐHNSKR. 1.690 Grillaður LAMBAVÖÐVI með bakaðri kartöflu og bemaise-sósu. AÐHNSKR. 1.620. GRISAMEDALIUR með rauðlauksmarmelaði og gráðostasósu.. AÐHNSKR.1.590. Glóðað NAUTA- FRAMFILLET m/ferskum sveppum, madeirasósu og djúp- steiktum tómati AÐHNSKR. BRfiUTfiRHOlTI 22 SlMI 551-1690 1.790 in vora að færa landhelgina út til að hefta ásókn annarra en heima- manna í þessa mikilvægu auðlind, en það dugði ekki til. Heimamenn, nánast hvar sem var við Atlants- hafið norðanvert, reyndust fylli- lega færir um að ofveiða eigin fisk- stofna með aukinni tækni og án ut- anaðkomandi hjálpar. Hran norð- urþorsksins á Miklumiðum við Nýfundnaland og á Georgsbanka er höfundinum hugstætt og hann lýsir á raunsannan hátt því sem olli hraninu að því bezt er vitað og af- leiðingum þess. Það er margt að varast í fisk- veiðum heimsins, en það sem skipt- ir sköpum er aukin þekking og skilningur á því að ekki má ganga of nálægt fiskstofnunum. Þá verð- ur að nýta af skynsemi og það gera bezt þeir sem mestra hagsmuna eiga að gæta. Þá fylgja í bókinni fjölmargar þorskuppskriftir frá mörgum lönd- um, bæði gamlar og nýlegri. Það er virkilega fróðlegt að sjá hvernig fiskurinn hefur verið matreiddur, hve mismunurinn er mikill eftir þjóðum og landsvæðum, en úrslit- um um meðlætið ræður víðast hvar sú uppskera sem fyrir hendi var á hverjum stað. Það er fyllilega þess virði að prófa framandlega elda- mennsku á þeim gula. Ævisaga þorskins er vel skrifuð bók. Hún er full af fróðleik, sett upp á þann hátt að lesturinn verð- ur ekki aðeins fræðandi, heldur skemmtun um leið. Hún vekur okkur einnig til nauðsynlegrar um- hugsunar um gang mála á okkar tímum og þá varkárni sem nauð- synleg er til að um sjálfbæra nýt- ingu verði að ræða. Hún vekur okkur einnig til umhugsunar um framtíð fiskveiðistjómunar. Hvað verður næst? Getum við átt von á því að fiskveiðistjórnunin verði hrifin úr höndum veiðiþjóðanna sjálfra í formi umhverfismerkinga sem byggjast á óraunhæfum kröf- um og færð til sjálfskipaðra vernd- unarsinna, sem eiga í raun lítilla sem engra hagsmuna að gæta? Við höfum háð okkar þorskastríð, en eigum við von á fleiram? Það er óhætt að hvetja til lestrar þessarar bókar. Hún er feikilega vel unnin af hálfu höfundar, sem hefur leitað fanga mjög víða í heimildasöfnum og með heimsókn- um til fjölmargra þorskveiðiþjóða og þeirra, sem þorskinn borða. Þetta er mjög skemmtileg „ævi- saga“ og ekki spillir afbragsgóð þýðing Ólafs Hannibalssonar. Textinn er á góðu máli, auðlesinn og rennur vel áfram. Þorskurinn hefur svo sannarlega breytt heim- inum. Hjörtur Gíslason ----------------- •HL J ÓMS VEITARSTJ ÓRINN Kurt Mazur, sem verið hefur að- alstjórnandi New York-fílharm- óníunnar frá 1991, hefur þegið boð um að verða aðalstjórnandi Lundúnafflharmóníunnar. Mazur, sem er 71 árs, mun halda áfram starfi sínu í New York fram til ársins 2002, en hann tekur við tónsprotanum í Lundúnum árið 2000. Segir hann samning sinn við Breta kveða á um takmarkað- an fjölda tónleika á ári hverju en Lundúnafflharmónían hefur ekki haft aðalstjórnanda frá því að Franz Welser-Most hætti þar árið 1995. •EINN fremsti bókmenntagagn- rýnandi Svía, Horace Engdahl, var fyrir skemmstu kjörinn for- maður sænsku bókmenntaaka- demíunnar, sem velur nóbels- verðlaunahafann í bókmenntum ár hvert. Engdalil, sem er 49 ára og hefur m.a. skrifað gagnrýni í Dagens Nyheter, tekur við af St- ure Allén. Þykir Engdahl einkar fær bókmenntagagnrýnandi og einn af þeim fáu sem megni að skrifa fagurbókmenntir um fag- urbókmenntir. Hefur honum jafn- vel verið líkt við Danann Georg Brandes. Nýjar bækur • Á KRÖPPUM öldufaldi - Viðtöl við fjóra landskunna sjósóknara er skráð af Jóni Kr. Gunnarssyni. I kynningu segir að rosknir sjó- menn með langan feril að baki hafa lifað fjölbreyttara lífi en flestir aðrir starfshópar. Sjó- sókn og fískveiðar eru þrangnar spennu og óvissu. Baráttan er háð gegn veðri og vindum og oft og tíðum óvæntu mótlæti. En hafi menn vilja, reynslu og kunnáttu að vopni, lætur árangurinn ekki á sér standa. Hér er rætt við fjóra kunna sjó- menn, þá Gísla Jóhannesson frá Gauksstöðum í Garði, Jón Magnús- son á Patreksfirði, Guðmund Arna- son á Sauðárkróki og Gunnar Magnússon í Reykjavík. Utgefandi er Skjaldborg. Bókin er 243 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin erprentuð í Singapore. Verð: 3.480 kr. • GENGIÐ á brattann - Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alkakræk- is“ er skfáð af Eyrúnu Ingadóttur. I kynningu seg- ir að Eyjólfur R. Eyjólfsson hafi farið með fulla skjalatösku af frumsömdum ljóð- um í áfengismeð- ferð á Silungapoll árið 1979 og hélt hann að þar gæf- ist góður tími til að yfirfara þau. Taskan var aldrei opnuð en síðan þá hafa AA-samtökin og SÁÁ skip- að stóran sess í lífi hans. Eyjólfur hefur aðstoðað fjölda samferða- manna sinna í glímunni við Bakkus og var m.a. heiðraður fyrir störf sín í SAÁ á 25 ára afmæli samtak- anna. Eyjólfur fékk viðurnefnið „alka- krækir“ hjá gár- ungunum í heima- bæ sínum, Hvammstanga, og hefur það fylgt honum síðan. Hann ólst upp hjá einstæðri móður sinni í Hafnarfirði í kreppunni en var síðan munaðar- leysingi í vistum, en eftir það togarasjómaður á síðu- togurunum í tvo áratugi. Eftir það gerðist hann bóndi á Vatnsnesi. í bókinni eru m.a. lýsingar á samfélagi og lífsbaráttu í krepp- unni, aðbúð og vinnubrögðum á gömlu síðutoguranum, siglingum á stríðsárunum og lífinu í erlendum hafnarborgum. Utgefandi er Skjaldborg. Bókin er 223 bls., prentuð í Singapore. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Verð: 3.480 kr. 9 SVIPÞING - minningaþættir eftir Svein Skorra Höskuldsson. Meginhluti þess- arar bókar era minningar Sveins Skorra Höskulds- sonar prófessors um afa sinn og ömmu og aðra for- feður sína og er sögusviðið fyrst og fremst Skorradal- Sveinn Skorri Ur, Reykjadalur og iiöskuidsson Kaldakinn. I kynningu segir að af næmi og húmor dragi Sveinn Skorri upp meitlaðar myndir af glæsimennum og hugsjónafólki, drykkjumönnum og skáldum. Sérstakur þáttur er um litríkan og minnisstæðan bónda, Eirík í Bakkakoti í Skorradal. Lýst er örlögum venjulegs íslensks bú- andfólks um leið og dregin er upp ljóslifandi mynd af veröld sem var í íslenskum sveitum. Útgefandi er Mál og menning. Svipþing - minningaþættir er 268 bls., prentuð íSvíþjóð. Kápumynd er eftir Jón Reykdal. Verð: 3.680. Eyrún Ingadóttir Eyjólfur R. Eyjólfsson Jón Kr. Gunnarsso
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.