Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 31

Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 31 Fæðing skálds Ted Thai/Time Magazine EKKI verður hjá því komíst að margir muni lesa bók Friedu Hughes af einskærri forvitni um hvernig dóttir svo magnaðra skálda yrki en for- eldrar hennar eru skáldin Ted Hughes og Sylvia Plath. Samanburðurinn við verk foreldra Friedu Hughes er óhjákvæmi- legur en hún ákvað engu að síður að láta slag standa og senda frá sér ljóðabók FÆSTIR byrjendur á skálda- brautinni verða varir við mikinn áhuga á einkalífi sínu og bak- grunni. Pó era þar á undantekn- ingar, ekki síst ef um „óvenju vel ljóðrænt ættuð“ skáld er að ræða, eins og segir á kápu ljóðabókarinn- ar „Wooroloo“. Höfundur hennar, Frieda Hughes, er dóttir lárviðar- skáldsins Ted Hughes, sem lést fyrir skemmstu, og skáldkonunnar Sylviu Plath, sem lést árið 1963. Time ræddi við Friedu í tilefni bók- arinnar. Frieda var aðeins þriggja ára þegar móðir hennar svipti sig lífi. Plath hafði þá nýlokið við óvenju opinská ljóð um samband sitt við Hughes. Hann hafði verið henni ótrúr og kenndu margir aðdáendur Plath honum um allt sem miður fór í lífi hennar. Frieda segist eiga brotakenndar minningar um móð- ur sína, en í uppeldinu hafi Hughes lagt kapp á að treysta og viðhalda minningunni um hana. „Á mínum yngri árum leit ég á hana eins og engil. Ekki aðeins í dauðanum heldur einnig í lifanda lífi. Þegar ég eltist áttaði ég mig á því að það stóðst ekki, því hún var fyrst og fremst manneskja." Hughes vissi ekkert um frægð foreldranna fyrr en hún var komin í skóla og var látin lesa verk þeirra. Hún segist hafa lesið nokkur þeirra en ekki öll. Hins vegar hafi hún ekki lesið eina einustu bók sem gefin hafi verið út um þau. Osátt við samanburð Frieda hóf að yrkja þegar hún var barn, en þegar hún gerði sér gi’ein fyrir frægð foreldranna, ákvað hún að halda ljóðunum leyndum. „Ástæðan var einfaldlega sú að ljóðin mín yrðu borin saman við verk þeirra." Við tóku erfið unglingsár, hún þjáðist af lystar- stoli og þegar hún vai’ nítján ára gömul giftist hún mótorhjólakappa en það hjónaband stóð stutt. Mótþróaskeiðið gekk yfir og Frieda lagði málaralist fyrir sig, auk þess sem hún hefur sent frá sér nokkrar barnabækur. Og svo fór að hún settist að í litlum bæ í Ástralíu, Wooraloo, heilluð af landslaginu, og fór að yrkja. Ekki verður hjá því komist að margir munu lesa bók Friedu Hug- hes af einskæiri forvitni um hvem- ig dóttir svo magnaðra skálda yrki. Sjálf neitar Frieda því að hafa til- einkað sér þætti úr list foreldr- anna, en áhrif þeirra eru sögð greinileg. Merkja megi hina of- beldisfullu og tættu ímyndir úr verkum móður hennar, svo og reiðilega sjálfsrýnina. Þá ræðst Frieda harkalega á þá sem hafa upphafið móður hennar og og líkir þeim við mannætur. En Frieda Hughes á sér einnig mýkri hlið, sem þykir minna um margt á föður hennar. Kemur hún sterkast fram í náttúrulýsingunum. Frieda Hughes er nú gift ung- verska málaranum Laszlo Lukac, hefur sagt skilið við ástralska smá- bæinn og býr í London. Eftir langa umhugsun ákvað hún að birta verk sín, þrátt fyrir óhjákvæmilegan samanburð við foreldrana. Og hún segist einbeita sér að framtíðinni, ekki að fortíð þeirra. „Eg mun aldrei komast að hinu sanna,“ segir hún um sjálfsvíg móður sinnar. „Og hvers vegna skyldi ég vilja það, þegar lífið hefur upp á svo margt að bjóða?“ SIEMENS Siemens kæliskápur KS 28V03 Búhnylcksverð t€T. íriefm af komandi storhatiðunum bjóðum við nu i november þessi og fleiri elóunartæki á sérstöku tilboðsverdi. Siemens eldavél HL 54023 Búhnykksverð: Smekklegur kæliskápur með mjúklínuútliti. 1941 kælir, 541 frystir. H x b x d = 155 x 55 x 60 sm. Siemens heimilistækin eru hvarvetna rómuð fyrir : þ| /f gæði og styrk. Griptu tækifærið og njóttu þess! Buhnykksverð: 70-800/rr. ... ..... stgr. —< : Rétti ofninn fyrir þig. Uk] stgr. —1r Fjolvirkur (yfir- og undirhiti, blástur, glóöarsteiking með blæstri, venjuleg glóðarsteiking), létthreinsikerfi, rafeindaklukka og sökkhnappar. Siemens helluborð Búhnylcksverð: Keramíkheiluborð, fjórar hraðsuðuhellur, ein stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós.fjölvirkur bakstursofn, lótthreinsikerfi, geymsluskúffa, gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurð. UMBOÐSMENN: Aknnts: Hiiisls Iipiis - Boigauses: Gliiii - Snæfellsbxi: islinitllii - Giundailjöiður. Giiii HpÉsn - Slykkishólmui: Sbpiii - Búðaidalui: falíi • Isaliðiðui: Fin Nitmsungi: Skjsni • Stuðárkrókur: Ralsjá - Sioltljðrður: Iqi ■ Akureyri: [|is)iilm • Húsavik: Oiygji - Vopntfjörðui: lilnigist Áiia U ■ Hesktupssaður: tifilis • Reyðaifjörður: Rafitlaverbl. Árn L • Egllssraðir: Siein Giiniissii-Breiðdalsvik: Slelái II. Sleláissin - Hðfn i Himalitli: liáii aj kill • Vít i Uýrdal: Battii -Veslnannaeyjai: Tiáveit-Hvolsvðllui: liliipsititsl K • Hella: Gilsá • Selluss: Áiviikin - Giindavík: Ralbng-Gaiðui: Raftzkjat Sij Iqiaiss. • Keflavík: [jisbigíu • Hafnaifjöiðui: Rafbá) Skéla. Álfastiiii. [as.sooM^m Glæsilegt keramíkhelluborð með áföstum rofum, fjórum hraðsuðuhellum, tveimur stækkanlegum hellum, fjórföldu eftirhitagaumljósi. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Glæsilegt úrval af kj ólum hjáX$€fafhhUdi. Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-15. A SÖLUABILAR ft IANDSBYGGÐINNI: Toppmenn & Sport - B.H.búðin - Verslun Sigurðar Ingvarssonar - Verslunin Tákn Sportlíf - Blómsturvellir - Verslunin Fell - Ozone - K-Sport - Mónakó - Laufið - Vestursport - Aldan Verslunin Sel - Klakknr - Eðalsport - Sportmynd - Hin Bódin -Lækurinn - Austfirsku Alparnir -Sportver Kaupfélag V-Húnvetninga - Kaupfélag Borgfirðinga - Skóbúð Húsavíkur - Borgarsport - Sportbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.