Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• GULLRÁNIÐ er eftir Jack
Higgins í þýðingu Gissurar O.
Erlingssonar.
Höfundurinn þræðir krókótt-
ar klækja-
brautir undir-
heimalýðsins
sem svífst
einskis.
Framið er fífl-
djarft rán á
gullstöngum,
að verðgildi
hundruð millj-
óna sterl-
ingspunda.
Síðast er vitað
um ránsfenginn og ræningjana
um borð í flutningaskipi sem
sekkur í miklu fárviðri. Skugga-
leg glæpaklíka Mafíunnar flæk-
ist óvænt í ráðabruggið um end-
urheimt gullsins. Þar með hefst
æsilegur eltingaleikur um refil-
stigu undirheimanna þar sem
enginn er óhultur um líf sitt.
Utgefandi er Hörpuútgáfan á
Akranesi. Bókin er214 bls., og
sá Oddi hf. um prentvinnslu.
Verð: 2.180 kr.
• ORÐSNILLD - fleyg orð úr
Ijóðum Einars Benediktssonar
geymir u.þ.b. 200 fleygar hugs-
anir úr Ijóð-
um Einars
Benedikts-
sonar sem
Gunnar Dal
hefur valið.
í kynningu
segir: „Öll
þekkjum við
Aðgát skal
höfð í nær-
veru sálar“,
en það á eftir
að koma lesendum þessarar
bókar á óvart hversu miklu
fleiri kynngimagnaðar setning-
ar leynast í ljóðum Einars
Benediktssonar."
Utgefandi er Bókaútgáfan
Hólar. Bókin er 133 bls. með
eftirmála. Prentvinnsla: As-
prent/POB ehf. Verð: 1.980 kr.
• JÖRÐ er sjötta Ijóðabók
Ragnars Inga Aðalsteinssonar
frá Vaðbrekku og hefur að
geyma 35 ljóð.
I kynningu
segir: „Ljóðin
í Jörð eru
„fágaðir, tær-
ir og seiðandi
söngvar um
samskipti
jarðar og
manns“.
Ennfremur
segir að
Ragnar Ingi
hafi í fyrri bókum sínum verið
allra skálda fastheldnastur á hið
hefðbundna ljóðform og er þessi
nýja bók þar engin undantekn-
ing. Ljóðin í Jörð eiga það sam-
merkt að vera ort undir hefð-
bundnum bragarháttum, flest
undir fomyrðislagi.
Útgefandi er Islenska bóka-
útgáfan. Bókin er 43 bls., prent-
uð í Offsetfjölritun hf. Umbrot:
Guðmundur Þorsteinsson.
Káputeikningu gerði Atli Rafn
Kristinsson.
Ragnar Ingi
Aðaisteinsson
Gunnar
Dal
Jack
Higgins
-það er ys og þys á ys.is
Fornar og nýj-
ar freistingar
LEIKLIST
Furðnleikhúsið
SKÖPUNARSAGAN
Höfundur handrits Ólöf Sverrisdótt-
ir. Leikstjóri: Margrét Pétursdóttir.
Leikarar: Ólafur Guðmundsson og
Ólöf Sverrisdóttir. Leikmynd og
búningar: Áslaug Leifsdóttir. Dans-
höfuiulur og aðstoð við leikstjórn:
Ólöf Ingólfsdóttir. Tæknimaður:
Unnar Geir Unnarsson. Neskirkja
17. nóvember.
BIBLÍAN geymir margar góðar
og skemmtilegar tákn- og
dæmisögur sem geta höfðað til
barna og miðlað þeim boðskap sín-
um ef þær eru settar fram á ein-
lægan og lifandi máta. Þetta hefur
leikhópur Furðuleikhússins
einmitt gert. Hann hefur búið til
leiksýningu ætlaða grunnskóla-
bömum sem hann ferðast með og
sýnir í kirkjum og skólum. Efnivið-
inn sækja leikarar Furðuleikhúss-
ins til sköpunarsögu fyrstu Móse-
bókar, sögunnar af Paradísarvist
Adams og Evu og sögunnar af
syndafallinu og brottrekstrinum úr
aldingarðinum.
Það eru hins vegar ekki aðeins
þessar gömlu og kunnu sögur sem
leikhópurinn vinnur með heldur
tengir hann boðskapinn við nútím-
ann, við líf nútímafólks þar sem
aukin neysla og veraldleg gæði
sitja ofar trúarlífi og sambandi við
Guð. Tengingin þama á milli var
afar vel útfærð og notkunin á
höggorminum úr fyrri hluta sýn-
ingarinnar, sem breyttist í barka
fyrir þurrkara í síðari hluta sýning-
arinnar, var stórsniðug. Heimilis-
tæki nútímans (sem verða æ fleiri
og dýrari) voru í hlutverki freistar-
ans, tákn þess sem villir um fyrir
manneskjunni og glepur hana;
maðurinn týnir sjálfum sér, sam-
bandinu við aðra menn og við Guð í
sífelldri sókn sinni eftir hinu ver-
aldlega.
Aðeins tveir leikarar koma fram
í sýningunni. Þau Ólafur Guð-
mundsson og Ólöf Sverrisdóttir
leika Adam og Evu og engla, og
Ólafur bregður sér einnig í hlut-
verk hins fallna Ijósengils Lúsífers.
Bæði léku þau af innlifun og náðu
vel athygli hinna ungu áhorfenda.
Leikmynd Áslaugar Leifsdóttur er
(eins og gefur að skilja) færanleg
og einfóld í sniðum og myndaði fal-
lega umgjörð um leikinn. Dansar
Ólafar Ingólfsdóttur lífguðu upp á
sýninguna og tónlistin sem Unnar
Geir Unnarsson tæknimaður spil-
aði af bandi jók stemmninguna til
muna.
Undir lok sýningar talar Guð til
ungu nútímahjónanna og var það
vel til fundið (og í anda nýrra guð-
fræðikenninga) að hafa rödd Guðs
samsetta úr rödd karlmanns og
konu (Gunnai- Gunnsteinsson og
Tara Róbertsdóttir ljá Guði raddir
sínar).
Þetta er létt og skemmtileg sýn-
ing sem miðlar kristnum boðskap á
áhrifaríkan hátt og þeir prestar
sem vilja ná til yngstu kynslóðar-
innar ættu hiklaust að opna kirkjur
sínar fyrir þessum leikhópi Furðu-
leikhússins.
Soffía Auður Birgisdóttir
Astin í skugga
háskans
BÆKUR
Skáldsaga
RENUS I' HJARTA
eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. 158
bls. Bókaútg. Skjaldborg. Prentun:
Star Standard Industries Pte. Ltd. í
Singapore. Reykjavík, 1998.
HEITI bókar þessarar er dálítið
óvenjulegt. En textinn er ekkert
óvenjulegur. Birgitta er líka ofur-
venjulegur skemmtisagnahöfundur.
Þetta mun vera hennar
sextánda skáldsaga.
Þar að auki minnist
undirritaður að hafa
lesið eftir hana nokkuð
góðar smásögur.
Birgitta gerir sér far
um að byggja upp sögu.
Sannarlega er það eitt
frumskilyrði þess að
skemmtisaga nái til les-
enda. Augljóst er og að
Birgitta hefur gaman af
að lýsa fólki, útliti þess
og háttum - að
ógleymdu tilfinningalífi
og hugrenningum - og
láta það tala. Allmörg
samtöl eru í sögu þess-
ari. Ekki spillir það.
Hitt er álitamál hvort Birgitta hefur
kunnugleika til að líkja eftir málfari
mismunandi hópa í þjóðfélaginu.
Hvernig tala ungar stúlkur í
Reykjavík svo dæmi sé tekið? Sjálf-
sagt er það nú með ýmsu móti. En
líkingamál þeirra - þegar þær grípa
til þess í sinn hóp - mun þó vera af-
slappaðra og ekki eins þjóðlegt og
það sem Birgitta ljær þeim á tungu.
Ætli henni láti ekki betur að líkja
eftir talsmáta karla? Þeir eru í þess-
ari sögu hennar fáorðari og gagn-
orðari og þar með auðveldara að
gera þeim upp orð og hugsanir.
Þá leggur Birgitta talsverða
áherslu á að láta persónur sínar
hugsa nútímalega. Þess vegna lætur
hún kvenpersónur sínar vera bæði
sjálfstæðar og sjálfsöruggar. Að
minnsta kosti vilja þær vera það. Og
að hætti ýmissa tískuhöfunda
blandar Birgitta saman blautlegum
lýsingum og miskunnarlausri hörku
afbrotaheimsins.
Sé saga þessi metin sem saka-
málasaga fyrst og fremst er veik-
leiki hennar sá að les-
andinn fær allt of mikið
að vita strax í upphafi.
Söguna skortir því
hvort tveggja, dul og
spennu. Persónurnar
eru og helst til margar í
ekki lengri sögu. Og
morðin eru allt of mörg
fyrir smekk undirrit-
aðs. Ein misheppnuð
morðtilraun hefði nægt.
Annars byrjar þetta
og endar sem ástar-
saga. Og elskendakafl-
arnir eru bestir. Líkast
til er Birgitta ekki sér-
lega snjall spennu-
sagnahöfundur en þeim
mun liðtækari ástar-
sagnahöfundur.
Umbrot bókarinnar er flausturs-
legt. Bókaskrá höfundar, sem venja
er að birta á bls. 2 - andspænis titil-
síðu - er þarna komið fyrir með
öðru efni á bls. 4. Þar að auki er
uppsetning prentmálsins á þeirri
síðu óvenjuleg, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Prófarkalestur er við-
unandi nema hvað leitt er að rekast
á prentvillu strax á fyrstu lesmáls-
síðu.
Erlendur Jónsson
Birgitta H.
Halldórsdóttir
Reuters
Innpökkuð tré
VEGFARENDUR í Riehen í Sviss
dást að nýjasta verki listamanns-
ins Christo og eiginkonu hans,
Jeanne-Claude, „innpökkuðum
trjám“. Hefur listamaðurinn
sveipað 163 tré í þunna filmu í
garðinum við Beyler-listasafnið í
borginni en hann er þekktur fyr-
ir að pakka inn þekktum bygg-
ingum, svo og heilum eyjum ef
svo ber undir. Sýningin verður
opnuð formlega á laugardag.
Veðurstofa
Wynters
KVIKMYJVPIR
Bíðborgin,
Kringlubfð
„THE AVENGERS" ★
Leikstjóri Jeremiali S. Chechik.
Handrit Don McPherson, byggt á
sjónvarpsþáttum Sydneys Newm-
an. Tónlist Joel McNeely. Kvik-
myndatökustjóri Roger Pratt. Að-
alleikendur Ralph Fiennes, Uma
Thurman, Sean Connery, Patrick
Macnee,, Eddie Izzard, John
Wood. 115 mín. Bandarísk.
Warner Bros.. 1998.
VAFALAUST muna margir
eftir bresku sjónvarpsþáttunum
sem myndin dregur nafn sitt af
og reynir að hafa að leiðarljósi.
Þeir voru bam síns tíma og nutu
talsverðra vinsælda, einkum á
Bretlandseyjum. Ekki síst fyrir
líflegan leik þeirra Patricks Mac-
nee og Diönu Rigg í hlutverkum
leyniþjónustumannanna John
Steed og Emmu Peel. Steed var
spaugstofuútgáfa af hinum hátt-
vísa, breska yfirstéttarmanni,
með regnhlífina sína jafnan við
hendina og „bowler“-hattinn í
kórréttum stellingum á kollinum.
Peel var algjör andstæða hans,
bar með sér yfirbragð nýrra
tíma, kenndra við Carnaby
Street og kynlífsbyltinguna.
Framburðurinn og klæðaburður-
inn jafnan óaðfmnanlegur. Þau
elduðu jafnan gráleitt silfur sín á
milli þegar tími gafst til í linnu-
lausri baráttunni við hátækni-
væddu fjendur. Nánara samband
lá jafnan í loftinu, ég veit þó ekki
til þess að handritshöfundarnir
hafi leyft þeim að kyssast, hvað
þá hleypt þeim í bólið.
Það er ekki lengur hægt að
spaugast með þessar andstæður
af neitt svipuðum árangri og fyr-
ir þrjátíu árum. Það er Ijóst í
upphafi og maður áttar sig ekki á
því fyrir hvaða mistök þetta and-
vana ferlíki komst á koppinn.
The Avengers er í alla staði vond
mynd, að undanskyldum góðum,
en þreytandi brellum og fínum
búningum, leikmjmdum og mun-
um. Fyrir það fyrsta eru samtöl-
in pínleg eftiröpun á orðaskaki
sjónvai’pspersónanna, yfirborðs-
kennd og mestmegnis óíyndin.
Söguþráðurinn líkt og soðinn
uppúr slakri Bondmynd; tví-
menningarnir í höggi við e.k.
Emst Blofeld, vísindamanninn
De Wynter (Sean Connery), sem
hyggur á alheimsfjárkúgun í
krafti uppgötvunar sinnar á stýr-
ingu veðurfarsins. Hefur hann
hreiðrað um sig og starfsemina í
miðri London. Ekki bætir leikur-
inn úr skák. Þay Fiennes og Tur-
man ná ekki að glæða sínar und-
arlegu persónur neinu lífi og
Connery er, aldrei þessu vant,
ósannfærandi og þreytandi sem
illmenniði De Wynter. Sá sem
stýrir öllu heila klabbinu er svo
lítt vanur Kanadamaður, Jeremi-
ah Chechik, sem á m.a. að baki
þá vondu mynd, Diabolique. Val
hans í leikstjórasæti þessarar
100 miljón dala myndar er ótrú-
legt. Skellur ársins.
Sæbjörn Valdimarsson
N^jar bækur
• BERTHOLD - kjötfarsi er ung-
lingabók eftir Smára Frey Jó-
hannsson og Tómas Gunnar Við-
arsson.
Franz Berthold er fjórtán ára
gamall. Og hann hugsar mikið. „Ég
er bara þannig gerður að ég þarf
alltaf að velta mér upp úr hlutun-
um... Eitt er það til dæmis varðandi
raksturinn... Hvort á maður að skafa
upp eða niður?... Ég sakna pabba...
en mamma... Hún fór bara á djam-
mið... Ég hef oft velt fyrir mér þessu
makavali hennar mömmu... Rekkju-
nautur, elskhugi og bólfélagi Val-
gerðar heitir nefnilega ekki Páll eða
Sigurður, Friðrik eða Rósinkrans.
Ónei... hann heitir Rósa!“
Smári Freyr Tómas Gunn-
Jóhannsson ar Viðarsson
Áður hafa komið út eftir þá bæk-
urnar Blautir kossar, Ufsilon og Á
lausu.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 190 bls., prentuð í Singapore.
Umbrot og frágangur: Skjaldborg.
Verð: 1.980 kr.