Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mikilvægt að koma fram- andleikanum til skila Nýlega kom út á íslensku skáldsagan Hestaskálin eða Last Orders eins og hún heitir á frummáli eftir Graham Swift í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Höfundurinn hlaut Booker-verðlaunin árið 1996 fyrir bókina sem þykir meistaralega vel uppbyggð og stíllinn sérstæður. Hildur Einarsdóttir ræðir við Fríðu Björk um hlutverk þýðandans í verkinu. , Morgunblaðið/Þorkell FRIÐA Björk Ingvarsdóttir „ÉG var stödd í Bretlandi að vinna efni um samtímaskáldsögur sem ég ætlaði að nota við kennslu og í út- varpsþátt þegar Swift fékk Booker- verðlaunin. Eg kom mér í samband við hann og tók við hann viðtal. Kom í ljós að hann hafði áhuga á að fá bækur sínar útgefnar hér á landi. Hann langaði einnig að koma til Is- lands, ekki síst til að stunda hér stangaveiði á flugu, en hann hefur ásamt öðrum skrifað bók um þetta efni. Pað varð svo úr að ég var feng- in til að þýða bókina," segir Fríða Björk þegar við grennslumst íyrir um aðdragandann að því að hún tók að sér verkið. Fríða Björk hefur fengist lítillega við þýðingar áður, en hún lauk mastersnámi i 19. og 20. aldar skáldsagnagerð við University of East Anglia í Norwich í Bretlandi íyrir sjö árum. Nú kennir hún fræði sín við Kennaraháskóla Islands. Hvernig höfundur er Gi'aham Swift? „Swift er dæmigerður póst módernískur höfundur. Hann hefur ákveðin höfundareinkenni sem fel- ast einkum í rannsókn á fortíðinni sem hann setur í samhengi við nútíðina. Swift er stöðugt að velta fyrir sér afstæði söguvitundar og tímans. Bækur hans gerast því oft á mismunandi tímaskeiðum og yfir- leitt fjalla þær um einstaklinga sem eru undir einhvers konar álagi og þurfa að gera upp fortíðina. Það var mjög skemmtilegt að þýða bókina en á köflum erfitt verk,“ segir Fríða Björk um hlut- verk sitt sem þýðanda. „Hestaskál- in er að mestu skrifuð á talmáli en persónurnar tala cokney-ensku og nota ákveðin orðatiltæki sem eiTitt er að koma til skila á íslensku. Höfundurinn notar einnig mikið sömu orðin, endurtekur iðulega og hann lætur margar setningar í röð hefjast eins. Stíllega séð er þetta takmarkandi og við fyrstu sýn væri hægt að afgreiða þetta sem vont mál en þetta er þó sjarmi bókarinn- ar þegar til lengdar lætur.“ Bygging bókarinnar afar vel heppnuð „Annað sem olli mér heilabrotum var þegar höfundurinn íjallaði um veruleika sem á sér enga sam- svörun hjá okkur eins og til dæmis veðreiðar eða breskt kráarlíf. Það er mjög mikilvægt að koma fram- andleika sem þessum til skila. Þeg- ar ég hóf þýðinguna á Hestaskálinni gerði ég mér ljóst að það er ekki hægt að heimfæra þennan menn- ingarheim yfír á íslenskan veruleika heldur er tilgangurinn með þýðing- unni miklu fremur að leyfa lesand- anum að kynnast þessum framand- leika á íslensku. Við Swift urðum sammála um að það sem skipti mestu væri að lesandinn skynjaði hinn sammannlega þráð sögunnar, en mannlegur bakgrunnur felst í fleiru en tungumálinu, hann felst meðal annars í persónueinkennum og aðstæðum sögupersóna og hug- myndafræði sögunnar í heild." Hvað finnst þér sem þýðanda sér- stætt við Hestaskálina? „Bókin virðist einföld á yfír- borðinu en er mjög flókin þegar að er gáð. Bygging bókarinnar er afar vel heppnuð, en sagan er sögð út frá sjónarhóli sjö persóna. Ein per- sónan, Ray, hefur þó meira vægi en hinar. Hann leiðir lesandann í gegnum söguna og við verðum að trúa honum á endanum. Þar eð sagan er sögð frá sjónarhóli margra persóna öðlast lesandinn tilfinningu fyrir sögutímanum, en sagan spannar fimmtíu ára tímabil þar sem seinni heimsstyrjöldin kemur mikið við sögu. Höfundur- inn á það til að kasta fram spurn- ingu í einum kaflanum, en svara henni ekki fyrr en tveim köfium síðar og undirstrikar þannig þá mörgu þræði sem er að fínna í sög- unni. Það sem mér fannst sérstak- lega gaman við þýðingaiwinnuna var að rekja mig eftir þessum mörgu þráðum og gæta þess að þeir pössuðu saman.“ Ræturnar að finna í rót- tækri hugmyndafræði sjöunda áratugarins Fríða Björk ræðir um rætur höfundarins og segir að Graham Swift sér einn þeirra höfunda sem risu upp úr róttækri hugmynda- fræði sjöunda áratugarins eftir lognmollu í breskri skáldsagnagerð. „Sú hugmyndafræði einkenndist af því að sett voru spurningarmerki við hefðina í víðasta skilningi og við valdhafa hefðarinnar. Menningar- snobbi var hafnað en alþýðumenn- ingu af öllu tagi hampað. A þessum árum fer öll menning mjög að skar- ast. Leitað er fanga í lágmenningu til að skapa hámenningu og öfugt. Kynjarannsóknir hefjast fyrir al- vöru, þar sem staða og hlutverk kynjanna í samfélaginu er tekið til athugunar. Þeir höfundar sem eru sprottnir úr þessum jarðvegi leita sér því oft efniviðar hjá þeim sem ekki hafa átt sér málsvara áður. Höfundarnir velta einnig fyrir sér hlutverki skáldsögunnar, þeir hafna því að hún eigi bara að líkja eftir raunveruleikanum, fínnst fremur að skáldsagan eigi að lýsa ástandi mannsandans á hverjum tíma og nota þær listrænu aðferðir sem hver höfundur fyrir sig velur sér. Upp úr þessum jarðvegi sprettur þessi undursamlega flóra höfunda sem hefur sett svip á enskar bók- menntii' undanfarin tuttugu ár. Þegar ég var við nám í East Angl- ia komst ég í kynni við nokkra af þessum höfundum í gegnum kenn- ara minn, Jon Cook, en milli fjöl- skyldna okkar skapaðist góð vinátta. í East Anglia fer fram MA-nám- skeið í skapandi skrifum. Þetta er þekkt námskeið í Bretlandi og er að bandarískri fyi-irmynd. Cook hefur kennt við þennan skóla um árabil, en margir bestu höfundar Breta hafa haft bein eða óbein tengsl við Noi-wich undanfarna áratugi. Jon var svo elskulegur að kynna mig fyrir nokki'um af þessum höfundum, en einn þeirra, velski höfundurinn Russell Celyn Jones, kom til Islands síðastliðið vor og kenndi skapandi ski-if við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands og vonandi eiga fleiri af þessum höfundum eftir að heimsækja okkur.“ Friðarlist Yoko Ono í Belfast LISTAKONAN Yoko Ono vonast til þess að framlag hennar á lista- hátíð, sem nú stendur yfir í Belfast, vei'ði til að styrkja brothættan friðinn á Norður-írlandi. Sýnir Ono verk sem spanna þrjátíu ára lista- mannsferil hennar en auk þess eru ný verk, þar á meðal eitt þar sem hún sækir innblásturinn til friðar- samninganna á Norður-írlandi. Sýningin stendur fram í miðjan desember. Sýning Ono nefnist „Hefur þú séð sjóndeildarhringinn nýlega?" og þar getur m.a. að líta verkið „Vatnsviðburður". „Þegar mér var sagt að setja ætti sýninguna á verk- um mínum upp í Belfast, leitaði hugur minn þangað og mér fannst einhver þurrð yfír borginni," segir Ono í samtali við BBC. „Mér fannst hana vanta vatn; vatn er hið sama og ást.“ Ono kveðst vona að listin muni hafa áhrif á framtíð Norður-ír- lands. „Hún mun vafalaust breyta einhverju. List er friðsamleg aðferð til að ná fram breytingum á heimin- um,“ segir Ono og fullyrðir að framtíðin sé björt. Yoko Ono er líklega þekktust fyrir að hafa verið gift bítlinum John Lennon og mislíkar henni mjög þeg- ar fólk skoðar list hennar eingöngu vegna þess. Hún segist þó aldrei sjá efth' því að hafa gifst honum, þó það kunni að hafa orðið til þess að hún sé ekki jafn mikils metin sem „alvöru“ listamaður og annars hefði orðið. Sýningin í Belfast, sem nær frá sjöunda áratugnum og fram á þennan dag, hefur óneitanlega vakið upp minningar frá árunum með Lennon. Samhliða uppsetn- ingu hennar hefur Ono unnið að út- gáfu á ýmiss konar efni tengdu Lennnon, m.a. áður óútgefnum upptökum og viðtölum í útvarpi og sjónvarpi. Segir Ono það taka veru- lega á að safna þessu efni saman. „Það var mjög erfítt og í byrjun vildi ég hætta við. En ég hugsaði eins og kona sem var nýbúin að missa manninn sinn og ég áttaði mig á því að ég yrði að horfa fag- legum augum á þetta.“ Nýjar bækur Víðförul heimskona • VERÖLDvíðer eftir Jónas Krist- jánsson. Bókin fjallar um sögulega ævi Guðríði Þorbjarnar- dóttur, sem talin er hafa ferðast víðar og séð meira af heiminum en aðrar íslenskar konur fyrri alda. Með manni sínum, Þorf- inni karlsefni, hélt hún til Vínlands, sem Leifur heppni hafði fundið skömmu áður. Þar dvöldu þau í nokkur ár og Guðríður ól þar soninn Snorra en hörð lífsbarátta og erj- ur við frumbyggja landsins gerðu þeim erfitt fyrir. Þau sneru aftur til Islands en á gamals aldri hélt Guðríður í pílagrímsför suður til Rómar á fund páfa. í kynningu segir: „Átök og deilur á tímum vikinga á Islandi, Grænlandi og Vínlandi hinu góða, heitar ástir og magnþrung- in örlög, áhættu- samar ferðir um framandi slóðir, hröð og viðburðarík atburðarás, söguleg tíðindi við hvert fót- mál.“ Veröld víð er söguleg skáldsaga sem sækir efni sitt að miklu leyti til frásagna í íslensk- um fornritum. Höfundur er fyrr- verandi for- stöðumaður Stofn- unar Árna Magnús- sonar og hefur yfír- gripsmikla þekk- ingu á söguefninu. Hann hefur áður sent frá sér skáldsöguna Eldvígsluna. Útgefandi er Vaka-HelgafeU. Bókin er 362 bls., Oddi hf. sá uni prentvinnslu. Sigurður Ármanns- son hannaði bókarkápu, Sigurður Valur Sigurðsson málaði mynd á kápu og Gunnlaugur Jónasson teiknaði kort af sögusviðinu. Verð 4.480 ki\ Jónas Kristjánsson Nýjar bækur • PÓSTHÓLF dauðans er önnur skáldsaga Kristins R. Olafssonar. Sagan segir frá öldruðum Spán- verja sem finnst látinn á heimili sínu í Madríd haustið 1992. Öll ummerki bera vitni um óvenjulegan dauðdaga, líklega morð. Sá gamli reynist hafa verið vopnabróðir Her- manns B. Her- mannssonar, Is- lendings er barðist í spænsku borgara- styrjöldinni á fjórða áratug ald- ai-innar. Hennann þessi gaf á sínum tíma út bók um reynslu sína í stríðinu og nefnh' þar þennan félaga sinn á nafn og kallar hann vin sinn og lífs- bjargarmann. Ljósrit af þessari löngu ófáanlegu bók hefur rekið á fjörur Islendings nokkurs í Madríd. Hann leitar uppi Spánveijann og hef- ui’ verið að taka við hann viðtöl þegar morðið er framið. Kristinn R. Ólafsson er kunnur fyiir pistla sína frá Spáni í Ríkisút- varpinu. Hann hefur búið á Spáni í rúm 20 ár, lengst af í Madríd. Fyrsta skáldsaga höfundar, Fjölmóðs saga fóðurbetrangs, kom út hjá Onns- tungu 1996. Hann hefur sent ft'á sér ljóðabók, smásögui' og íslenskað spænskai' bækur. Útgefandi er Ormstunga. Bókin, er 254 bls., prentuð hjá Steinholti. Flat- ey annaðist bókband. Soffía Arna- dóttir hannaði kápu. Verð: 3.490 kr. Kristinn R. Ólafsson Bjarni Bjarnason • BORGIN bak við orðin er cftir Bjarna Bjarnason. I kynningu segir: „Borgin bak við orðin er töfrandi skáldsaga þai' sem sögur af einkennilegu konungsríki fléttast saman við ævintýralega frásögn úr óþekktri borg. Bókin er skrifuð af mikilli stílgáfu og sýnir svo ekki verður um villst að Bjarni Bjarnason er einn fremsti höfundur sinnar kynslóðar." Sagan hlaut fyn- í haust Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 1998 en Bjarni vakti fyrst athygli fyrir tveimur áram er hann var tilnefndur til Islensku bók- menntaverðlaunanna fyrir skáldsög- una Endm-koma Maríu sem hlaut mikið lof gagnrýnenda. I umsögn dómnefndar um verð: launahandrit Bjarna segh' m.a.: „í skáldsögunni Borgin bak við orðin fer saman athyglisverð og áleitin saga og einstök stílfegurð. I frásögn- inni er stefnt saman bai'nslegiá sýn og visku hins fullorðna í ljóðrænum texta sem leiftrar af hugmyndaflugi." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 251 bls., prentuð í Odda hf. Mál- verk á bókarkápu er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur en Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu og útlit. Verð 4.280 kr. • KAPALGÁTAN er eftir Jostein Gaarder, í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. í kynningu segh': „Hans Tómas fer í ferðalag með pabba sínum frá Noregi til Grikklands. Þeir era að leita að mömmu hans sem fór frá þeim feðgum fyrir átta árum. Á leiðinni hitta þeir dverg sem vísar þeim á þorp þar sem ekki er allt sem sýnist..." Ennft-emur segir að saga Jostein um Kapalgátuna lýsir af hlýju og skilningi sambandi föður og sonar og leit þeirra beggja að skilningi á heiminum. En þetta er ekki síður æsispennandi saga um tilviljanir, forlög og leit að hinu óþekkta. Jostein Gaarder vakti athygli fyrir bók sína, Veröld Soffíu, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1995. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 297 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Anna Cynthia Leplar. Verð: 2.580 kr. Jostein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.