Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 3 7
BÆKUR
S a g n f i' a; ð i
FRAKKLANDSSAGA
eftir Sölva Helgason. Jón Óskar vann
textann. títg.: Ólafur Jónsson,
Reykjavík, 1998, 150 bls.
ÞAÐ er óhætt að segja, að Sölvi
Helgason, „heimspekingurinn
smáði“, hafí hlotið allnokkra upp-
reisn æru á síðustu árum. Tvennt
ber þar hæst: starfsemina í Lón-
koti og ævisöguritun Jóns Óskars.
Núorðið hafa menn líklega nokki-a
tilhneigingu til að h'ta svo á að
Sölvi hafi verið einn af þeim mörgu
„misskildu" lista- og gáfumönnum,
sem Island hefur alið og urðu
beiskir, öfugsnúnir og jafnvel
meira eða minna bilaðir á geðs-
munum vegna örðugra kjara og
fjandsamlegs andrúmslofts oft á
tíðum.
Þetta er nokkuð nýtt viðhorf.
Hvað Sölva varðar var viðhorfið
allt annað á mínum uppvaxtarár-
um í Skagafirði. Ólíkt neikvæð-
ara. Og ég get alveg viðurkennt
að svo fast hefur það gi-ópast að
erfitt hefur reynst að losa um. Að
vísu hef ég löngum viðurkennt
listfengi hans sem málara, en lítið
meira.
Ævisaga Jóns Óskars dugði lítt
til að sannfæra mig. Vissulega
dáðist ég að vönduðum vinnu-
brögðum hans og ítarlegri heim-
ildakönnun, en grunaði hann um
að hafa farið offari í samúðarskiln-
ingi sínum. Nú læðist
að mér grunur um, að
ég hafi haft Jón Óskar
fyrir rangri sök og
leitt að geta ekki
leiðrétt það að honum
lifandi.
Hvað veldur þess-
ari viðhorfsbreyt-
ingu? Það er Frakk-
landssagan nýút-
komna. Jú, jú, ég
hafði lesið um tilvist
hennar og rýnt í ein-
hverjar ljósmyndir af
blaðsíðum úr henni. I
einfeldni minni hélt
ég að þetta handrit
Sölva væri gjörsamlega ólesandi
vegna smæðar skriftarinnar - og
ef reynt væri að lesa það, kæmi í
ljós að það væri eintómt endemis-
rugl.
En nú hefur Jón Óskar lagt á
sig þá miklu augnraun og kostað
til þeh-ri elju, sem til þarf, til að
lesa þau tvö eiginhandarrit, sem til
eru, afrita þau, gera við þau skýr-
ingar, athugasemdir og leiðrétt-
ingar og búa til útgáfu. Það verður
að kallast einstætt þrekvirki af
manni sem ekki var heill heilsu.
Ólafur Jónsson í Sölvasetri gefur
svo bókina út.
Hvað kemur svo í ljós þegar
farið er að lesa? Það, sem mig
grunaði síst, að saga þessi hefur
verið fyllilega frambærileg miðað
við þann tíma sem hún er rituð á.
Bersýnilega er hún rituð af prýði-
lega skynsömum manni og þar að
auki ágætlega ritfær-
um. Mál hans er á
stundum betra en
margra þeirra, sem
skrifuðu samtímis
honum. Merki um
geðveiki, skapbresti
eða sérvisku er varla
að sjá í þessum texta.
I ágætum formála
sínum telur Jón Óskar
líklegt að Sölvi hafi
stuðst við danska
texta, þó að þeir hafi
ekki fundist. En
hvernig iærði þá Sölvi
svo vel dönsku, að
hann gat notfært sér
þá? Varla hefur rasphúsið í Kaup-
mannahöfn verið mikilsháttar
menntastofnun! Og hvernig tókst
honum að tileinka sér hina skrítnu
stafsetningu Fjölnismanna? (Hún
er ekki notuð í útgáfunni.) Þá má
það vera nokkurt undrunarefni að
Sölvi virðist hafa haft nokkurt vald
á latneskum nafnorðabeygingum.
Allt þetta, ásamt með þeirri fróð-
leiksfýsn, sem söguritun útheimt-
ir, veldur því að margar spurning-
ar hljóta að vakna um gáfur, náms-
hæfni og fleiri eðliskosti Sölva
Helgasonar.
Frakklandssaga Sölva Helga-
sonar er auðvitað ekki ritverk, sem
maður les nú sem fræðibók, frem-
ur en margar aðrar sagnfræði-
bækur frá þeim tíma. Varla les
heldur nokkur Langbarðasögu
Jóns Espólíns í slíkum tilgangi og
fi-ýði honum þó enginn vits eða
Sölvi Helgason
andlegrar heilbrigði. En Frakk-
landssaga Sölva er engu að síður
„eitthvert sérkennilegasta fyrir-
brigði sem til er í íslenskri menn-
ingarsögu", eins og Jón Óskar seg-
ir í formála. Það réttlætir fyllilega
þessa útgáfu.
Eg fæ ekki betur séð en Jón
Óskar hafi lagt metnað sinn í að
gera þessa útgáfu sem best úr
garði og skýringar hans eru hinar
gagnlegustu.
Fáein atriði hefði ég þó kosið
öðru vísi. Sölvi ritar sögu sína í
einni samfellu, án nokkurra kafla-
skila eða millifyrirsagna. Þetta
gerir lesturinn fullerfíðan og
þreytandi. Hefði ekki verið hægt
að brjóta textann eitthvað niður?
Víða eru orð og setningar innan
sviga. Ekki er alltaf ljóst hvort
svigamir eru frá Sölva eða Jóni
Óskari. Ég hefði kosið að innskot
Jóns Óskars hefðu verið innan
hornklofa.
Smekklega er þessi bók útgefin
á alla lund.
Sigurjón Björnsson
Nýjar bækur
• LUX er eftir Árna. Sigiirjónsson.
I kynningu segir: „Ungur heim-
spekinemi í Danmörku fær vinnu
hjá íslenskum athafnamanni í Lúx-
emborg. Umsvifin
reynast m.a. fólgin
í því að selja
Þjóðverjum flat-
brauð með
hangikjöti. Þar
kynnist heim-
spekineminn hinni
ungversku Andreu
og heillast svo að
hann eltir hana til
Italíu þar sem
bíða hans spaugileg ævintýri í
litríkri blöndu af lífsnautnum og
táragasi.
Háskólatilverunni er lýst á
nýstárlegan hátt og höfundur sýnir
tíðarandann í fyndnu ljósi, en þótt
sagan sé á köflum ærslafull og per-
sónur skrautlegar er hlýlegur tónn í
frásögninni.“
Arni hefur gefið út nokkrar bæk-
ur um bókmenntafræði.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er219 bls., prentuð í Svíþjóð.
Kápuna gerði Margrét E. Laxness.
Verð: 3.680 kr.
• ÞAR lágu Danir íþví er fyrsta
bók Yrsu Sigurðardóttur.
í kynningu segir: „Danadrottn-
ingu er haldin vegleg veisla. Nokkrir
óboðnir gestir gera uppreisn og allt
endar með ósköp-
um. Lögreglan
handtekur fjölda
manns og vinirnir
Glódís og Palli að-
stoða við að greiða
úr flækjunni."
Utgefandi er
Mál og menning.
Yrsa Bókina er 140 bls.,
Sigfurðardóttir prentuð í Svíþjoð.
Myndskreyting:
Ai-ngunnur Yr Gylfadóttir. Verð:
1.880 kr.
Sagnfræðingurinn
Sölvi Helgason
Jón Óskar
Árni
Sigurjónsson
Ur Siglufjarð-
arbyggðum
BÆKUR
Sagnfræði
SIGLFIRSKUR ANNÁLL
Þ. Ragnar Jónasson tók saman.
Vaka-Helgafell, 1998, 317 bls.
ÞETTA er þriðja rit sama höfund-
ar á jafnmörgum árum um Siglu-
fjarðarbyggðir. Árið 1996 kom út
bókin Siglfirskar
þjóðsögur og sagnir og
á síðasta ári Siglfirskir
söguþættir. Nú er það
annáll, allt frá land-
námsöld og til þessa
árs. Ekki getur það
dulist neinum að á bak
við verk sem þetta hlýt-
ur að liggja áratuga
langt gntsk í heimildum
og kerfisbundin söfnun.
Frameftir öldum er
raunar fátt að frétta af
„þessum afskekktu út-
kjálkadölum", eins og
það eitt sinn var orðað.
Það eru helst frásagnir
af slysförum, en þær
voru æði margar. Þess-
ir miklu sægarpar við ysta haf
þurftu að greiða háan toll af lífs-
baráttu sinni. Og þá voru snjóflóðin
frek á mannslíf og mannvirki. Þá
komu einnig til sögunnar margvís-
leg afskipti kirkjunnar - eða öllu
heldur Hólabiskupa - sem hvar-
vetna seildust til yfirráða þar sem
einhverja matarholu var að fá eða
viðareka af sjó. Mér virðist höfund-
ur tíunda þetta allt vandlega eftir
því sem heimildir hrökkva til. Þegar
nær dregur nútímanum verða heim-
ildir að sjálfsögðu mun fleiri og að
lokum má segja að mestur vandinn
sé að velja og hafna. Siglufjörður
verður á tímabili miðpunktur at-
hafnalífs á íslandi og þar gerast því
margir hlutir. Þá má vera að sum-
um sem vel þekkja til finnist eitt-
hvað verða útundan, þó að utan-
héraðsmaður sjái það ekki. En ég
fæ þó ekki betur séð en alls jafn-
vægis sé gætt.
Annáll þessi skiptist í allmarga
kafla. Sá fyrsti nær yfir tímabilið
874-1550 og er aðeins fimm blaðsíð-
ur. Síðan kemur kafli um tímabilið
1551-1700 og er hann
örlítið lengri eða átta
bls. Svo fara kaflarnir
að lengjast jafnt og þétt
og styttri tímabil tekin
iýrir í hverjum kafla,
1701-1800,14 bls., 1801-
1850,16 bls., 1851-1900,
31 bls., 1901-1910, 9
bls., 1911-1920, 19 bls.,
1921-1930, 20 bls., 1931-
1940, 41 bls., 1941-1950,
20 bls„ 1951-1960, 14
bls., 1961-1970, 25 bls.,
1971-1980,19 bls., 1981-
1990, 16 bls., og loks
1991-1998, 20 bls. Það
er því rúmlega helm-
ingur bókarinnar sem
fjallar um tuttugustu
öldina eina og er það að vonum.
í bókarlok er allmikil heimilda-
skrá eins og ætla má, Nafnaskrá,
Staðanöfn og að lokum er skrá yfir
helstu atburði og atriði, flokkuð eftir
efnissviðum. Er að því gott hagræði.
Höfundurinn hefur með þessum
ritum sínum bætt drjúgum við
sagnaritun heimabyggðar sinnar,
sem menn mega vissulega vera hon-
um þakklátir fyrir.
Eins og fyrri bækur þessa
ritsafns er þessi bók einkar fallega
útgefin og öllum þeim til mikils
sóma sem að henni standa.
Sigurjón Björnsson
Þ. Ragnar
Jónasson
Mikill hljómur
- mögnuð hönnun
Þótt BOSE hljómflutningstækin séu ótrúlega
fyrirferðarlítil koma þau að öllu leyti í stað heilu
stæðanna af venjulegum hljómflutningstækjum
- og gott betur en það.
Hátalararnir eru það litlir að hægt er að koma þeim
fyrir hvar sem er. Einstök tækni Bose skilar hins
vegar geysimiklum hljómburði sem jafnast á við
lifandi tónlistarflutning. Hljómurinn umlykur þig
hvar sem þú ert í herberginu og bassinn er hreinn
og þéttur sama á hvaða styrk þú stillir. ■
Öll tónlist verður hljómmikil í BOSE.
Heimilistæki hf
http.//www.ht.is
umboðsmenn um land allt
©
©
©