Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hver á rétt á menntun? JAFNRÉTTI til náms! Ég spyr hverjir eru það sem njóta þessa jafnréttis? Eru það barnlausir nemar? Eru það nemar sem hafa lokið stúdentsprófi? Eða eru það aðeins þeir nemar sem stunda nám í Háskóla eða í sérskólum innan BÍOSN? Ég undirrituð eign- aðist barn mjög ung, aðeins sautján ára og hafði þá eins og gefur að skilja ekki lokið stúdentsprófi. Ég flutti að heiman og eignaðist __ mitt eigið heimili. Ég þurfti að sjá fyrir barni og sjálfri mér þannig að mér gafst ekki kostm’ á að ljúka námi. Ég reyndi samt að taka 3-9 einingar á hverri önn í utanskólanámi og gekk það misjafnlega. Fyrir 16 ára ungling er það nánast ómögulegt að vinna fullan vinnudag, hugsa um heimili og barn/börn og leggja stund á nám. Ég er þó rúmlega hálfnuð með stúdentsprófið, eða hef lokið um 80 einingum. Til þess að geta stundað nám á háskólastigi er stúdentspróf al- gjört skilyrði. En hvaða aðstoð fá ungir foreldrar sem ekki hafa lokið stúdentsprófí? Þeir fá niður- greidda dagvistun til jafns við þá er stunda lánshæft nám, en aðeins ef þeii' eru í dagskóla í fuliu námi. Hvernig eiga þessir aðilar að framfleyta sér og börnunum sín- um? Ég eins og margir aðrir hóf ég nám í Viðskipta- og tölvuskólanum í haust. Mér fannst það álitlegur kostur fyrir mig, því skólinn býður upp á starfstengt nám sem mætir kröfum atvinnulífsins. Viðskipta- og tölvuskólinn er einkarekinn skóli en síðastliðið vor var hann viðurkenndur af menntamálaráðu- neytinu. Sú viðurkenning hefur þá kosti í för með sér fyrir nemendur skólans að meðal annars geta þeir fengið nám sitt metið að hluta inn í skóla á háskólastigi. Kennslan í Viðskipta- og tölvuskólanum fer fram fyrir hádegi frá kl. 9-12 en það er þó ekki þar með sagt að Lind Einarsdóttir allri vinnunni sem fylgir náminu sé lokið, því það er mjög mikið heimanám. Ég er í sambúð og er unnusti minn nemi við Kennaraháskóla Is- lands og _fær hann námslán. Ég er hins vegar í VT og auk þess í 60% nætur- vinnu sem stuðnings- fulltrúi á heimili fyrir fötluð börn. Við eigum tveggja ára son sem enn hefur ekki fengið leikskólavist. Hann er í gæslu í heimahúsi hjá dagmóður sem nemur 5 klst. á dag. Reykjavíkurborg nið- urgreiðir dagvistun barna til allra foreldra sem eiga börn sem eru í vistun hjá dag- mæðrum og er á eftir leikskólavist. Hjá LIMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópavogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 Hlífðarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. HUSASKILTI Pöntunarfrestur fyrir jól er til 24. nóvember. Klapparstíg 44, sími 562 3614 biðlistum Reykjavíkurborg eru aðeins tveir gjaldflokkar, annar er fyrir gifta foreldra eða foreldra í sambúð. Hinn er fyrir einstæða foreldra eða foreldra sem báðir stunda lánshæft nám eða nám á mennta- skólastigi. Þá skipta laun engu máli og ekki er til flokkur þar sem annar aðilinn er í námi. Dæmi um verð: Fimm tíma vistum hjá dagmóð- ur kostar kr. 22.500. Giftir foreldr- ar eða í sambúð fá kr. 5000 í niður- greiðslu, en einstæðir eða báðir foreldrar í lánshæfu námi kr. 10.750. Atta tíma vistun hjá dag- móður kostar kr. 33.842. Giftir for- eldrar eða í sambúð fá kr. 10.000 í niðurgreiðslu, en einstæðir eða báðir í lánshæfu námi kr. 21.600. Við mundum gjarnan vilja hafa drenginn okkar í lengri vistun þannig að við gætum stundað nám- ið okkar betur. Nám mitt í VT krefst ekki minni vinnu en nám á menntaskólastigi. Fyrir þennan vetur greiði ég 230.000 kr sem er að sjálfsögðu margfalt hærri upphæð en nemar í háskólum og menntaskólum greiða fyrir sína menntun. Hver eru rökin fyrir því að ég fæ ekki niður- greidda dagvistun til jafns við þessa nema? Ég hef heyrt þau rök hjá Dagvist barna að báðir foreldr- ar þurfi að vera í lánshæfu námi til að njóta hámarks niðurgreiðslu. Eftir að ég svo komst að því að nemar í menntaskólum njóti sömu kjara þá fæ ég ekki skilið hvers vegna nemar í einkaskólum njóti ekki sömu fríðinda. Skilaboðin eru skýr, segir Lind Einarsdótt- ir: Ef þú vilt mennta þig - farðu þá í fóstur- eyðingu. Margir ungir foreldrar grípa til þess ráðs að skilja á pappírunum til þess að njóta niðurgreiddrar dagvistunar. Mér finnst þetta mjög siðlaust en skil engu að síður þessa foreldra mjög vel. Þetta er það eina sem þeir geta gert til að fá tækifæri til menntunar. Ég tel að með menntun foreldra séu mun meiri líkur á að börn þeirra kjósi einnig að ganga menntaveginn. Með aukinni menntun og fræðslu þjóðarinnar má komast að rót ýmissa þjóðfé- lagsvandamála. Að fjárfesta í mannauði er því fjárfesting sem borgar sig þegar til lengi’i tíma er litið. Ég vil koma þessari fyrirspum til þeirra er málið varðar. Hvernig stendur á því að ungir foreldrar njóta ekki jafnréttis til náms? Ég skora á ykkur að ráða einhverjar úrbætur á þessu, því eins og kerfið er i dag þá eru skilaboðin skýr. Ef að þú vilt mennta þig - farðu þá í fóstureyðingu. Höfundiir er stuðningsfulltrúi og nemi í Viðskipta- og tölvuskólanum. Það er svo mörgu skrökvað SVO undarlega þversagnarkennt sem það hljómar, er líka hægt að skrökva með því að segja satt. Þetta henti forsætisráðherra, þegar hann flutti stefnu- ræðu sína á dögunum. Þetta var greinilega lið- ur í þeirri almennu, póli- tísku andlitslyftingu og förðunarviðleitni, sem vænta má af stjórnmála- mönnum, þegar nálgast kosningar. I stefnm'æðunni nefndi i’áðheiTa það til marks um velgengnina í þjóðfélaginu um þessar mundir undir hans traustu stjórn og hand- leiðslu, að kaupmáttur tekna landsmanna hefði aukist um 16-17% síðan 1996. Þessar tölur era glæsilegar og þjónuðu vel sínum til- gangi í ræðunni. Mér komu tölurnar hins vegar ókunnuglega fyrir eyi'u. Ég hafði nefnilega staðið í kjarasamningum við mína samstarfsmenn einmitt á þessu tímabili. Ég fór því að grennslast fyrir um, hvað lægi töl- um þessum að baki, og niðurstaðan var afar fróðleg. Tölurnar eru sem sagt hárréttar og fundnar af hinum hæfustu skýrslugerðarmönnum með háskólapróf í prósentureikn- ingi. Tölumar eru fengnar með því að leggja saman launatekjur, fjár- magnstekjur og óskilgreindar „aðr- ar tekjur" landsmanna og þessi summa hefur hækkað um 16-17% umfram verðbólgu á tímabilinu. Við vitum, að kaupmáttaraukning hjá hinum breiða fjölda launafólks hef- ur á þessu tímabili verið talsvert minni en þetta, þótt árangur í því efni hafi orðið mikill. Því leynir sér ekki, að kaupmáttaraukning þeirra tiltölulega fáu í þjóðfélaginu, sem hafa einhverjar umtalsverðar fjár- magnstekjur og „aðrar tekjur", hef- Jón Sigurðsson ur orðið miklu meiri en 16-17%. Þannig má segja, að hinar sönnu upplýsingar ráðherrans í téðri ræðu leiði í ljós, þegar rétt- ar skýringar eru fengnar, að kaup- máttaraukning þeirra, sem hafa fjár- magnstekjur og „aði’- ar tekjur", er miklu örari en hjá launa- fólki. Varla hefur það verið tilætlun ráð- herrans að vekja at- hygli svo skilmerki- lega á þeirri afleið- ingu stjórnarstefn- unnar. Loks má þess geta, að kaupmáttaraukn- ingin hefur verið eitt- hvað rýr hjá fjögurra bama móðurinni, sem sagði mér á dögunum, að tekjuteng- ing barnabótanna, sem ríkisstjórnin einmitt greip til á þessu tímabili, Kaupmáttaraukning þeirra sem hafa fjár- magnstekjur og „aðrar tekjur“ er miklu örari en hjá launafólki, segir Jón Sigurðsson í fjórðu grein sinni af sjö. hafði kostað hennar fjölskyldu 120 þúsund krónur á ári, ígildi 200 þús- unda af venjulegum skattskyldum launatekjum. Eflaust er sú skerðing einhvers staðar inni í þessum vafasama með- altalsprósentureikningi ráðhemans og gerir hlut fjármagnseigendanna að sama skapi betri. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjdri. Samfylkingin sem breyttist í sirkus JORUNDUR sirk- usstjóri hefði ekki get- að valið betri tíma til að setjast á þing og berjast þar fyrir sam- fylkingu vinstri manna. Allt „sameiningarferl- ið“ er nú í uppnámi vegna harðvítugra deilna milli flokka og einstaklinga um skipan á væntanlega fram- boðslista víða um land. Þá ríkir málefnalegur glundroði hjá Fylking- unni þar sem aðstand- endur hennar eru nú á harðahlaupum frá þeim yfírlýsingum er gefnar voru í sameiginlegu stefnuplaggi íyrr í haust. ísland úr Nató? Sighvatur Björgvinsson, fomiað- ur Alþýðuflokksins, hefur þannig að undanförnu reynt að hlaupast undan þeirri stefnumótun samfylk- ingarinnar að Island skuli standa utan hemaðarbandalaga. Mörgum þótti næstum fimm áratuga varð- staða Alþýðuflokksins um vestrænt varnarsamstarf fara þar fyrir lítið. I hádegisfréttum Bylgjunnar fóstu- daginn 6. nóvember sl. sagði Sig- hvatur hins vegar að með þessu væri ekki verið að boða úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu þar sem það væri ekki lengur hernaðar- bandalag. Öllum forystumönnum Fylking- Kjartan Magnússon arinnar hlýtur að vera ljóst að hlutverk Atl- antshafsbandalagsins hefur ekki breyst að því leyti að það er eins og áður öryggisbanda- lag Vesturlanda. Hern- aðarárás á eitt banda- lagsríki verður áfram túlkuð sem árás á þau öll og slíkri árás yrði að sjálfsögðu svarað með hervaldi. Að því leyti má alveg segja að Nató sé hernaðar- bandalag enda snýst hlutverk þess um hugsanlega beitingu hervalds þótt allar að- ildarþjóðmnar voni auðvitað í ein- lægni að til þess þurfi ekki að koma. Hlutverk Nató hefur því alls ekki breyst að þessu leyti og því verða Islendingar að gera sér grein fyrir þótt þeir taki ekki beinan þátt í hernaðarsamstarfi bandalagsins. Samevrópskt öryggiskerfi Hitt er svo annað mál að á und- anförnum árum hefur Nató fengið aukið hlutverk á sviði öryggismála í Evrópu. Eftir lok kalda stríðsins hafa upplausn og órói gert vart við sig í Austur-Evrópu sem bregðast þarf við. Styrjöld ríkir á Balkanskaga með blóðsúthellingum og jafnvel þjóðarmorðum og Vest- urlandabúar geta ekki látið eins og þeim komi málið ekki við. I því skyni standa nú yfir breytingar á Atlantshafsbandalaginu, sem miða að því að gera það að öryggiskerfi allra Evrópuríkja. Hlutverki þess hefur verið breytt til þess að það geti gripið inn í svæðisbundin átök utan bandalagsríkjanna án þess þó að í nokkru sé dregið úr upphaflegu Stjórnmálamenn og stjórnmálaöfl, sem vilja láta taka sig alvarlega, geta ekki, að mati Kjartans Magnússon- ar, verið með mis- vísandi yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur í varnar- og öryggis- málum. markmiði eða skuldbindingum bandalagsins. Menn með eins langa og viðtæka stjórnmálareynslu og Sighvatur Björgvinsson eiga að vita þetta og það er alvarlegt ef þeir reyna að telja kjósendum trú um að bandalagið hafi í nokkru hoi’fið frá fyrri markmiðum sínum þótt það bæti blessunarlega nýjum við. Valdbeiting í varnarskyni Meðan á kalda stríðinu stóð reyndu andstæðingar Nató að gera hlutverk þess sem varnarbandalags tortryggilegt og reyndu að klína stimplinum „hernaðarbandalag" á það. Smám saman dró þó úr þessari andstöðu þegar menn gerðu sér grein fyrir því að viðbúnaður Atl- antshafsbandalagsins miðaðist ein- göngu við valdbeitingu í varnar- skyni en ekki við árásarhernað. Ef eitthvað er, er jafnvel frekar hægt nú en oft áður að kalla Nató hern- aðarbandalag. Sameiginlegar varn- arskuldbindingar gerðu það að verkum að sem betur fer þurftu Nató-herir aldrei að giápa til vopna á dögum kalda stríðsins. I ljósi nýrra aðstæðna hefur hlutverk bandalagsins breyst og það fengið heimild til valdbeitingar utan eigin landamæra, en þó einungis í friðar- gæsluskyni. Einu sinni hefur það beitt slíku valdi af fyira bragði og reynt með loftárásum að stöðva mannréttindabrot Serba. Hei-valdi er þannig hótað og jafnvel beitt í þeim tilgangi að vernda líf sak- lausra borgara, ekki síst kvenna og barna. Að því leyti hefur öryggis- og hernaðarhlutverk Nató ótvírætt aukist þótt á engan hátt sé dregið úr varnarhlutverki þess. Skýr svör óskast Það er almennt viðurkennt að landvarnir séu frumskylda hvers ríkis. Stjórnmálamenn og stjórn- málaöfl, sem vilja láta taka sig al- varlega, geta ekki verið með mis- vísandi yfirlýsingar eða hálfkveðn- ar vísur í slíkum málum. Samfylk- ing vinstri manna og leiðtogar hennar, bæði úr Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, verða að upplýsa kjósendur um það hver raunveru- leg afstaða þeirra er til Atlants- hafsbandalagsins. Eru þeir með því eða á móti? Fyrr verður ekki hægt að taka sameiginlegt framboð af meiri alvöru en trúðleika í sirkusi. Höfundur er blaðamaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.