Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 41
plnrgmnMnlíili
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AGREININ GUR
í STJÓRNSÝSLU
VINNA HEFUR verið stöðvuð við byggingu verzlun-
ar-, þjónustu- og íbúðarhúss á Laugavegi 53B í
kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála að fella úr gildi byggingarleyfi bygg-
inganefndar Reykjavíkurborgar. Framkvæmdir við hús-
ið voru komnar vel á veg, þegar leyfið var fellt úr gildi
og augljóst er, að byggingaraðilar verða fyrir stórfelldu
tjóni vegna þessa. Abyrgðin hlýtur að teljast borgarinn-
ar og eðlilegt er, að hún bæti það tjón, sem byggingar-
aðilar verða fyrir. Enginn vafi er á því, að borgin ber
siðferðilega ábyrgð, hvort sem hægt er að deila um
lagalega hlið málsins eða ekki. Hún veitir byggingar-
leyfið og þegar það liggur fyrir er eðlilegt að fram-
kvæmdir hefjist.
Það er einnig íhugunarefni, hvort ekki eigi að setja
skýrar reglur um það, hversu langan frest opinberar úr-
skurðarnefndir hafí til að kveða upp úrskurði sína, þegar
mikilvægir hagsmunir borgaranna eru í húfi. Það er óþol-
andi fyrir borgarana að opinberir aðilar geti bakað þeim
tjón án þess að bætur komi á móti. Það tók úrskurðar-
nefnd skipulags- og byggingarmála þrjá mámuði að fella
úrskurð sinn, þótt nefndinni hlyti að vera ljóst, að bygg-
ingarframkvæmdir voru hafnar og hvaða afleiðingar
dráttur á starfi hennar hefði í för með sér fyrir bygging-
araðila. Urskurðarnefndin er óháð stjórnvald, skipuð
þremur mönnum, og tók til starfa um síðustu áramót
samkvæmt ákvæðum í bygginga- og skipulagslögum.
Störf hennar eru á valdsviði ríkisins og pólitísk ábyrgð á
henni í höndum umhverfisráðherra. Skyldur ríkisins
gagnvart borgurunum eru ekki síðri en Reykjavíkurborg-
ar og annarra sveitarfélaga. Komi upp deilur um túlkun
laga og reglna milli þessara opinberu aðila mega þær
undir engum kringumstæðum verða borgurunum til tjóns
heldur á ábyrgð hins opinbera.
Hvað varðar byggingarleyfið er augljóst, að borgin og
úrskurðarnefndin hafa mismunandi afstöðu til þess, hvort
bílageymsla fellur undir nýtingarhlutfall hússins. Nefndin
fellst ekki í þeim efnum á vinnureglur, sem borgin hefur
viðhaft um langt árabil, að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur,
formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Þá segir hún
nefndina gera ríkari kröfur um deiliskipulag en verið hafi.
Allavega er ljóst, að um ágreining er að ræða milli
Reykjavíkurboi’gar og nefndar á vegum ríkisins, ági’ein-
ing innan stjórnsýslunnar, sem byggingaraðilar á Lauga-
vegi 58B geta enga ábyrgð borið á.
UMMÆLI GORES
TIL ÞESSA hefur það verið óskrifuð í'egla í alþjóðleg-
um samskiptum að þjóðarleiðtogar haldi ekki uppi
harðri opinberri gagnrýni hver á annan er þeir koma
saman til funda. Það vakti því mikla athygli er A1 Goi’e,
varaforseti Bandaríkjanna, hrósaði Anwar Ibrahim, leið-
toga malasísku stjórnarandstöðunnar, og hvatti til stjórn-
ai’farslegra umbóta í landinu í ræðu er hann flutti í kvöld-
verðarboði við upphaf fundar Efnahagssamvinnuráðs As-
íuríkja, APEC. Var ekki hægt að túlka ræðu varafoi’set-
ans öðruvísi en sem harða gagni’ýni á gestgjafann í kvöld-
verðarboðinu, Mahatir Mohamad, forsætisráðherra
Malasíu.
Aðrir leiðtogar APEC-ríkja hafa einnig notað fundinn
til að lýsa yfir samstöðu með Anwar, sem nýlega var
ekki einungis hrakinn úr embætti aðstoðai’forsætisi'áð-
herra heldur handtekinn sakaður um margvísleg afbrot.
Þykir málatilbúnaðurinn gegn Anwar vægast sagt vafa-
samur.
Stjórnvöld í Malasíu hafa brugðist hart við þessari
gagni'ýni og fordæmt Bandaríkjastjórn harkalega. Hins
vegar má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að þjóðarleiðtogar
noti tækifæri af þessu tagi fyrir annað en kurteisishjal.
Veruleg ástæða er til að hafa áhyggjur af gangi mála í
Malasíu og þeirri hörku er beitt hefur verið til að brjóta
andstöðu við stjói'nina á bak aftur. Vonandi eru ummæli
Gores til marks um það að í framtíðinni geti þjóðai’leið-
togar ekki búist við því að vera óhultir fyrir gagnrýni í
hópi starfsbræðra jafnvel þó að þeir gegni hlutverki gest-
gjafa. Það er skylda þeirra ríkja er búa við frelsi og lýð-
ræði að taka undir með þeim sem berjast gegn kúgun og
harðræði þó svo að það kunni að koma við kaunin á vald-
höfum viðkomandi ríkja.
Flutningur hluta íbúðalánasjóðs til útibús Búnaðarbankans á Sauðárkróki
Fyrsti fundur Samtaka um líknandi meðferð á íslandi
ar þannig standi á „að einungis
ákveðinn aðili [geti] veitt þjónustuna
af tæknilegum eða listrænum ástæð-
um“.
„Eins og málið liggur fyrir virðist
ekki á þessari stundu vera hægt að
framkvæma væntanlega innheimtu
og afgreiðslu lána nema fyrir milli-
göngu [Reiknistofu bankanna], en
það eru einungis tilteknar innlendar
lánastofnanir sem hafa aðgang að
henni,“ ski’ifar Jón. „Tæknilegan
annmarka í þessu tilviki væri því
væntanlega unnt að bera fyrir sig til
að komast hjá útboði á EES-svæð-
inu.“
Hann segir að ákvæðið geri hins
vegar ráð fyrir lokuðu útboði þeirra
sem í því geti tekið þátt og hér á landi
séu slíkir aðilar væntanlega fjórir.
„Hinir aðilarnir þrír gætu því
væntanlega á þessum grundvelli gert
athugasemdir ef samið er við einn af
þeim aðilum sem aðgang hafa að RB
án útboðs," segir hann. „Minnt er á
að fyrir þá alla er í daglegum í’ekstri
þeirra eftirsóknai-verð sú giíðai’lega
peningalega velta sem samningui’inn
felur í sér.“
Hann telur víst að greiðslan til
Búnaðai’bankans fyrir allan útlagðan
kostnað nemi einhverjum milljónum
króna. Samkvæmt 12. gi-ein reglu-
gerðar nr. 302/1996 samkvæmt lögum
um skipan opinberra framkvæmda og
um opinber innkaup eigi að bjóða út
öll vörukaup og aðkeypta þjónustu,
sem nemi meira en þremur milljónum
króna.
Lögfræðiálit um út-
boðsskyldu stangast á
Tvö álit, tvær niðurstöður. Undirbúnings-
nefnd um stofnun Ibúðalánasjóðs fékk tvo
lögmenn til þess að gera hvor sína umsögn-
ina um hvort starfsemi sú, sem veðdeild
Landsbankans sér nú um fyrir Húsnæðis-
stofnun og fleiri og flytja á til Sauðárkróks,
sé útboðsskyld og stangast niðurstöður
þeirra á. Karl Blöndal skoðaði álitin og
fékk viðbrögð hjá Gunnari Björnssyni,
formanni undirbúningsnefndarinnar.
UNDIRBÚNINGSNEFND
um stofnun íbúðalánasjóðs
fékk í upphafi þessa mán-
aðar tvö lögfræðiálit um
það hvort bjóða eigi út þau viðskipti
fyrir sjóðinn, sem færast eiga frá veð-
deild Landsbanka Islands hf., og er
þar komist að sitt hvorri niðurstöð-
unni.
Jón Sveinsson lögmaður segir í
niðurlagi álits, sem dagsett er þriðja
nóvember, að skylt sé að bjóða út
þann vei’kþátt, sem Búnaðarbanki Is-
lands hyggist taka að sér fari greiðsla
til bankans yfír þrjár milljónir króna,
en sennilega megi komast hjá útboði
á Evrópska efnahagssvæðinu á
grundvelli tæknilegrar hindi’unar.
Eggert B. Olafsson lögmaður
kemst hins vegar í áliti, sem dagsett
er 4. nóvember, að þeirri niðurstöðu
að reglur EES um opinber innkaup
taki ekki til íbúðalánasjóðs þar sem
starfsemi hans verði viðskiptalegs
eðlis. Að auki taki reglur EES ekki til
samninga um innheimtu skuldabréfa.
Gunnar S. Björnsson, formaður
undirbúningsnefndar að stofnun
Ibúðalánasjóðs, hafnaði því í samtali
við Morgunblaðið 6. nóvember að
verkefnið væri útboðsskylt og kvaðst
byggja þá skoðun á lög-
fræðiáliti. „Það er einfald-
lega vegna þess að þetta er
undir þeim mörkum sem
gilda í þessum efnum og
þessi starfsemi fellur ekki
undir útboðsskyldu. Þetta
er viðskiptastarfsemi, sem fellur ekki
undir Evrópska efnahagssvæðið. Það
er að minnsta kosti sú túlkun, sem við
höfum frá lögfræðingum, sem eru
færir á þessu sviði."
Hann segir nú að álit lögfræðing-
anna stangist að hluta til á: „Svo
kemst [Jón Sveinsson] að því að þessi
vei’kþáttur sem slíkur, sem raunveru-
lega er ekki hægt að fara með nema
til eins aðila, gæti varla vei’ið útboðs-
skyldur þess vegna. Vegna þess að
það er ekki nema einn aðili í raun,
sem getur framkvæmt verkþáttinn
sem slíkur, og þessi eini aðili er í raun
sameignarfyrh’tæki allra bankanna
og á þeim gi’undvelli er niðurstaða
Jóns sú að þetta geti varla verið út-
boðsskylt. Við erum raunverulega
eingöngu að semja um innheimtuna
eina og sér og það, sem snýr að
Reiknistofu bankanna, og bankarnir
geta því í raun ekkert boðið annað en
það, sem Reiknistofan tekur af okkur
hvei’ju sinni.“
Undh- yfirski'iftinni
„Niðurstöður“ í áliti Jóns
segir: „Meginniðurstaða
mín er sú að skylt sé að
bjóða út þann verkþátt sem
Búnaðarbanki Islands
hyggst taka að sér fari
greiðsla til bankans yfír 3 milljónir
króna.“
Niðurstaða okkar er önnur
„Við erum nú ekki alveg samþykk
þessu áliti sem slíku,“ segir Gunnar,
„þannig að niðurstaða okkar er hin.“
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, hefur lýst yfír
því að ákvörðun undirbúningsnefnd-
arinnar að semja við Búnaðarbank-
ann um aðgang að Reiknistofu bank-
anna án útboðs hafi komið Lands-
bankanum verulega á óvai’t og Júlíus
Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur
sagt að það sé skoðun sín að bjóða
beri út þau viðskipti fyrir Ibúðalána-
sjóð, sem færast eigi frá veðdeild
Landsbankans. Það byggi hann á því
að um bankaþjónustu sé að ræða og
hún falli undir samninginn um EES
fari viðskiptin yfir 15 til 16 milljónir
króna.
Núgildandi samningi milli Hús-
næðisstofnunar ríkisins og Veðdeild-
ar Landsbanka íslands um þjónustu
og endurgjald fyrir þá starfsemi, sem
veðdeildin annast fyrir Húsnæðis-
stofnun vegna Byggingax-sjóðs ríkis-
ins, Byggingarsjóðs verkamanna og
tæknideildar Húsnæðisstofnunar, var
sagt upp í maí 1997 og rennur hann
út um næstu áramót. Ákveðið hefur
verið að setja upp undii’deild inn-
heimtusviðs Ibúðalánasjóðs á Sauðár-
króki þar sem hægt er að tengjast
Reiknistofu bankanna í gengum útibú
Búnaðarbankans.
Má gera bindandi samninga
Jón Sveinsson segir í áliti sínu að
ótvírætt verði að telja að undirbún-
ingsnefnd Ibúðalánasjóðs hafí fulla
heimild til að gera með bindandi
hætti samninga við fjarmálastofnan-
ir, sem bindi stjóx-n íbúðalánasjóðs.
Hins vegar verði að telja að undir-
búningsnefndinni sé skylt, eða í öllu
falli varlegra, að afla samþykkis fé-
lagsmálaráðherra til innheimtusamn-
inga og matssamninga.
Hann rekur að allskýr laga- og
reglugerðarákvæði gildi um það
hvernig skuli staðið að og farið með
útboð og gerð verksamninga á vegum
ríkisins, þar á meðal þjónustusamn-
inga: „Verður að telja ótvírætt, að
þegar fjárhæðir samnings fara fram
úr þeim viðmiðunarmörkum sem sett
eru sem lágmarksfjárhæðir í lögum
og reglum, þá verði útboð að fara
fram, ýmist innanlands eða á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Á það er
bent, að óheimilt er að skipta samn-
ingum upp í því skyni að komast hjá
útboði."
Ekki útboðsskylda á Evrópska
efnahagssvæðinu
Samkvæmt 7. grein tilskipunar
92/50/EBE segir að hún eigi við
þegar um sé að ræða kaup á þjón-
ustu, sem fari fram úr um 16,5 millj-
ónum króna. I samningsdrögunum,
sem fyrir liggi, komi fram að
greiðsla sé tvíþætt, annars vegar
þjónustugreiðsla til þriðja aðila,
Reiknistofu bankanna,
sem ekki sé bejnn samn-
ingsaðili, en Ibúðalána-
sjóður komist ekki að
nema gegnum Búnaðar-
bankann, og hins vegar
greiðslu til Búnaðarbank-
ans fyrir útlagðan kostnað vegna
verkefnisins. í álitinu kemur fram
að ekki liggi nákvæmlega fyrir
hversu háar greiðslur sá samningur
feli í sér, sem nú liggi fyrir, en sé
hún hærri væri skylt að bjóða þjón-
ustuna út á EES-svæðinu ef ekki
kæmi til einn fyrirvari.
í b-lið 3. málsgreinar 11. greinar
áðurnefndrar tilskipunar komi fram
að heimilt sé að bjóða út og gera op-
inbera samninga um kaup á þjónustu
í lokuðu útboði án þess að auglýsing
þar um hafi verið birt fyrirfram þeg-
Líklegt að þjónusta
yrði talin útboðsskyld
„Líklegt er því að þjónustan, eins
og hún er skilgreind í fyrirliggjandi
samningsdrögum, yrði talin útboðs-
skyld hér á landi,“ segir Jón. „Hætt
er við því að einhver þeirra aðila sem
telja á sér brotinn rétt skjóti ákvörð-
un um gerð samnings við bankann til
meðferðar sérstakrar úrskurðar-
nefndar á þessu sviði.“
Nálgun úr annarri átt
Eggert B. Ólafsson nálgast málið
úr annarri átt. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að sýna megi fram á að
starfsemi Ibúðalánasjóðs verði við-
skiptalegs eðlis. Reglur EES um op-
inber innkaup taki ekki til opinberra
aðila ef starfsemi þeirra sé iðnaðar-
eða viðskiptalegs eðlis og eigi því ekki
við um Ibúðalánasjóð.
Hann bætir við að verði þrátt fyr-
ir þetta talið að reglur EES um op-
inber innkaup taki til sjóðsins sé
ljóst að þær taki ekki til samninga
um innheimtuþjónustu. Við gerð til-
skipunarinnar um þjónustukaup hafi
verið ljóst að ekki væri öll þjónusta
til þess fallin að vera grundvöllur út-
boðs, hvað þá útboðs í mörgum lönd-
um.
„Til að gera framkvæmd tilskip-
unarinnar markvissari var því
brugðið á það ráð að skipta samn-
ingum þeim sem tilskipunin tekur til
upp í tvo flokka," skrifar hann í álit-
inu. „I öðrum flokknum (viðbætir 1
A) eru taldar upp tegundir þjónustu
sem fortakslaust er skylt að bjóða út
en í hinum flokknum (viðbætir 1 B)
eru taldar upp tegundir samninga
þar sem skal stefnt að eins miklu
[gagnsæi] og unnt er, þó án útboðs-
skyldu.“
Innheimtuþjónusta og
því ekki útboðsskyld
Hann segir að innheimtuþjónusta
flokkist undir „aðra þjónustu", sem
talin sé upp í viðbæti 1 B,
þótt ætla mætti að hún
heyrði undir banka- og
fjárfestingaþjónustu, sem
teldist til viðauka 1 A.
„Spurningin er því undir
hvorn flokkinn innheimta
skuldabréfa heyrir," skrifar Eggert.
„Þegar það er haft í huga, að það
leiðir ekki af eðli þjónustunnar, að
banki eða önnur fjármálastofnun
verði og geti einungis veitt hana,
heldur þvert á móti, að hvaða aðili
sem er, að Ibúðalánasjóði sjálfum
meðtöldum, gæti, svo framarlega
sem hann hefði til þess nægan tölvu-
kost, annast þessa þjónustu/starf-
semi, þá verður niðurstaðan sú að
þessi starfsemi flokkist með síðar-
gi-einda flokknum og sé því ekki út-
boðsskyld."
„Taki ekki til
samninga um
innheimtu-
þjónustu“
„Hætt við að
ekki verði un-
að við samn-
ingsákvörðun“
Vinnan snýst um
líf sjúklinganna
Samtök um líknandi meðferð á
--7--------------------------------
Islandi koma saman til fyrsta
fundar í kvöld og var Valgerður
Sigurðardóttir, nýráðin yfir-
læknir væntanlegrar líknardeild-
ar, sem verður til húsa á
Kópavogshæli, beðin um að
rekja aðdraganda að stofnun
samtakanna og segja frá
starfí Heimahlynningar og
væntanlegri líknardeild.
FYRIR mér er það mikið líf
að vinna í Heimahlynningu,“
sagði Valgerður en þar hef-
ur hún starfað undanfarin
níu ár. „Þar er verið að vinna með líf,
jafnvel þótt það séu tveir dagar, tvær
vikur eða tveir mánuðir eftir. Vinnan
snýst um líf með það að markmiði að
taka strax á einkennunum. Það er
ekki verið að lækna sjúkdóminn held-
ur líkna og lina þjáningar og nýta sér
alla læknisfræðilega og hjúkrunar-
fæðilega þekkingu sem til er til að
takast á við þau einkenni, sem ein-
staklingurinn hefur, hvort sem þau
eru andleg, félagsleg eða af líkamleg-
um toga.“ Eða eins og segir í lögum
Samtaka um líknandi meðferð þá er
markmið félagsins að stuðla að fram-
förum á sviði líknandi ineðferðar
samkvæmt skilgreiningu Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar,
kynna líknandi meðferð sem gilt með-
ferðarúrræði, stuðla að bættri mennt-
un heilbrigðisstétta á sviði líknandi
meðferðar, stuðla að og standa fyrir
ráðstefnum og fræðslufundum um
líknandi meðferð, hvetja til rann-
sókna á sviði líknandi meðferðar og
taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.
Langur aðdragandi
Samtökin voru stofnuð í vor og eru
félagar einstaklingar starfandi í heil-
brigðisstétt. Valgerður sagði að starf-
andi væru norræn samtök, „Nordisk
förening för palliativ várd“, sem
starfað hafa í rúm tíu ár. I stjórn þess
sitja tveir fulltrúar frá hverju Norð-
urlandanna og settu samtökin sér það
markmið að halda ráðstefnu í hverju
landi og var hún haldin hér á landi í
fyrra. „Eg átti sæti í stjórninni þar til
á síðasta ári,“ sagði Valgerður. „En í
framhaldi af ráðstefnunni og þessari
vinnu í Norrænu samtökunum fannst
okkur sem þar höfðum unnið að timi
væri kominn til að stofna félag með
sömu markmiðum á íslandi.“
Valgerður sagði að aðdragandinn
að stofnun samtakanna og líknar-
deildarinnar, sem verður í húsnæði
Kópavogshælisins í nágrenni end-
urhæfinga- og hæf-
ingardeild LandspíL
alans, væri langur. I
lok sjöunda áratugar-
ins varð mikil vakn-
ing víða um heim um
meðferð deyjandi sjúklinga. „Þetta
skapaðist fyrst og fremst af mikilli
þörf en ekki að ný þekking hefði
komið fram,“ sagði hún. „Þetta var
þörf sem varð til í kjölfar þessarar
miklu tækniþróunar í lækinsfræð-
inni þegar manneskjunni sjálfri var
ekki nægilega sinnt og sérstaklega
ekki þeim sem ekki er lengur hægt
að lækna. Þá kom fram þessi aldar-
gamla Hospice-hreyfing sem á ræt-
ur að rekja til klaustranna þar sem
oft var aðstaða til að taka við ferða-
löngum og sjúku fólki sem veitt var
umönnun þar til það dó.“
Morgunblaðið/Þorkell
VALGERÐUR Sigurðardóttir, yfirlæknir Iíknardeildar.
hlutinn væri krabbameinssjúkling-
ar,“ sagði Valgerður.
' Standa undir væntingnm
„Við tókum þá stefnu á þessum ár-
um að sanna okkur og leggja alla
krafta í vinnu og sýna að hægt væri
að vinna þessa vinnu um leið og við
öfluðum okkur þekkingar og reynslu
svo að við gætum staðið undir vænt-
ingum,“ sagði Valgerður. „En allan
tímann erum við að hugsa fram á við
og draumur okkar hefur verið að
stofna líknardeild. Við höfum alltaf
átt gott samstarf við sjúkrahúsin sem
tekið hafa við sjúklingum okkar en
um leið og þeir leggjast inn eru þeir
horfnir úr okkar þjónustu. Það sem
kom líknardeildinni af stað var höfð-
ingleg gjöf Oddfellow-reglunnar, sem
færði ríkinu 35 milljónir í tilefni 100 .
ára afmælis reglunnar svo koma
mætti upp húsnæði fyrir deildina. Þá
þegar var mikill áhugi innan ríkis-
spítala og skipaði heilbrigðisráðherra
vinnuhóp til að undirbúa opnun líkn-
ardeildar. Kallaðir voru til starfs-
menn Heimahlynningar og fólk frá
báðum sjúkarhúsunum til þess fyrst
og fremst að sýna fram á þörfina og
hversu stór deildin ætti að vera og
hvernig ætti að skipuleggja hana.
Það var svo í lok árs 1997 að ríkisspít-
ölum var falið að stofna líknardeild en
þá þegar höfðu menn augastað á
Kópavogshæli og er stefnt að því að
tíu rúma deild verði opnuð þar með
vorinu.“
Heimahlynningin sinnir höfuð-»
borgarsvæðinu og um 150 sjúkling-
um á ári en milli 30 og 35 einstak-
lingar eru í þjónust-
unni á hverjum
tíma. Sagði Valgerð-
ur að ætlunin væri
að líkanardeildin
sinnti aðallega stóru
sjúkrahúsunum og ætti að styi’kja
heimaþjónustuna jafnframt því að
vera móðurstöð líknandi meðferðar á
landinu. „Tekið verður við sjúkling-
um sem eru með mikil einkenni og
krefjast sérhæfðrar líknandi með-
ferðar en þetta verður ekki lang- ’
legudeild," sagði hún. „Eg held að
við höfum sannað tilverurétt okkar.
Ég er ekki að taka of mikið upp í
mig að segja að við höfum fundið
fyrir því að vinna okkar hefur verið
vel metin og við fengið mikið þakk-
læti og stuðning þeirra sem við höf-
um sinnt.“ .
Fjölskyldan er
hluti af með-
ferðinni
Eðlilegur hluti
af lífinu
Hugmynda-
fræðin beinist
fyrst og fremst
að því að líta á
dauðann sem
eðlilegan hluta af
lífinu og að dauð-
inn sé ekki sjúk-
dómur, heldur líf.
„Að það sé sjálfsagt að sinna fólki á
þessu tímaskeiði eins og öðrum og að
það hafí sérstakar þarfír og þörf fyrir
sérstaka umönnun eða líknanneð-
ferð, sem miðast fyi’st og fremst við
að lina líkamlega og andlega þjáningu
eins og verki, kvíða, depurð,“ sagði
Valgerður. „Það sem er sérstakt við
þessa hugmynd er að það er ekki ein-
göngu sjúklingurinn heldur einnig
fjölskylda hans sem er hluti af með-
ferðinni. Henni er einnig sinnt og það
þykir jafn sjálfsagt að sinna aðstand-
endum og fylgja þeim eftir við andlát
ástvinar. Þetta er töluvert öðruvísi en
í heilbrigðiskerfinu þar sem þjónust-
an miðast fyrst og fremst við sjúk-
linginn sjálfan. Einnig er lögð mikil
áhersla á samvinnu margra starfs-
stétta. Þetta er þverfagleg teymis-
vinna en að auki er starfsfólkinu
sinnt sérstaklega því þetta er erfið og
þung vinna, þar sem starfsmenn
verða að gefa mikið af sér.“
Gildir um alla sjúklinga
Sagði Valgerður að áhugi á líkn-
andi meðferð hefði fyrst komið fram
hér á landi um miðjan áttunda ára-
tuginn en þá veitti Snorri Ingimars-
son, læknir og þáverandi fram-
kvæmdastjóri Kr-abbameinsfélagsins,
hjúkrunarfræðingum styi’ki til að
sækja ráðstefnu um líknandi meðferð
og starfa þeir enn hjá Heimahlynn-
ingu. „Áhugi á þessari meðferð rís
upp í vinnu með krabbameinssjúk-
lingum, því það eru sjúklingar með
mikil einkenni og þar er þörfín mikil
en í raun gildir þetta um alla sjúk-
dóma,“ sagði hún. Ári síðar voru tveir
_____ hjúkrunarfræðingar ráðnir ___
í hlutastarf til að skipu-
leggja heimaþjónustu fyr-
ir krabbameinssjúklinga
og í mars árið 1987 var
Heimahlynning Ki’abba- ““
meinsfélagsins stofnuð. Fljótlega
kom Sigurður Árnason læknir til
starfa og stofnuð var ráðgjafar-
nefnd um líkn, þar sem koma saman
prestar, sálfræðingar og félagsráð-
gjafar auk áhugafólks sem styður
starfsemina. Vatnaskil verða haust-
ið 1989 þegar tveir læknar eru
ráðnir ásamt fimm hjúkrunarfræð-
ingum og komið er á sólarhrings-
þjónustu með tímabundnum stuðn-
ingi Rauða krossins. „Á sama tíma
tókum við að okkur að sinna einnig
eyðnisjúklingum sem óskuðu eftir
að dvelja heima þó að langstærsti
Manneskjunni
var ekki nægi-
lega sinnt