Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 5^
ÁGÆTU landsmenn
allir. Ég ákvað að setja
þessa punkta á blað í
ljósi eða skugga þeirr-
ar umræðu sem fram
fer um þessar mundir í
landinu um rétt fólks-
ins og náttúrunnar.
Morgunblaðið
leggst á sveif Græn-
friðunga (en þannig
hef ég kosið að nefna
þann hóp ofstækis-
fullra einstaklinga sem
leggjast gegn nýtingu
nátturuaðlinda á skyn-
samlegan hátt) í
Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 7.
nóvember síðastliðinn og tekur þar
með beinan og virkan þátt í því
áróðursstríði sem Grænfriðungar
heyja um þessar mundir. Málflutn-
ingur Grænfriðunga og nú Morg-
unblaðsins er eins og trúarofstæk-
ismenn nota og er fjallað um mál-
efni öræfa Austurlands á mjög
áróðurskenndan hátt og eru marg-
ar myndimar málaðar vitlausum
litum í þeim eina tilgangi að reyna
að slá ryki í augun á fólki.
Ekki sést hver skrifar Reykja-
víkurbréfið þannig að það verður
að skoða það með þeim augum að
það sé blessað Morgunblaðið sjálft
sem skrifar.
Morgunblaðið reynir að sverja
af sér græna litinn sem hefur ein-
kennt blaðið að undanfömu og
vitnar í að fjöldi starfsmanna hafi
komið að því að skrifa greinamar í
grænu kálfunum sem fylgdu
Morgunblaðinu í sumar og haust.
Þessar greinar vora eftir sem áður
settar upp eins og besta áróð-
ursefni og forðast að fjalla um það
samfélag sem málið snýst um.
Sjálfsagt er það rétt að Morgun-
blaðið hafi sett mikið af peningum
í að gera þessa umfjöllum sem
besta, enda er það nú þannig í við-
skiptum að maður setur þá vöra í
hillumar sem selst hverju sinni.
Náttúravemdaramræðan er
einmitt söluvara þessa dagana og
heitasta málið.
Umræðan einkennist þó mest af
því ástandi sem nú er í þjóðfélag-
inu. Undanfarið hefur verið mikil
uppsveifla og jafnvel svo mikil að
Seðlabankanum stendur ógn af og
er farinn að vara við yfirvofandi
óðaverðbólgu ofneyslunnar. Neysl-
an er mjög mikil, allir hafa það
gott og enginn sveltur. Atvinnu-
leysi er að nálgast neðstu fræði-
legu mörk og nú telja sumir að við
höfum efni á því að hætta að virkja
fallvötnin og greiða hærri skatta í
staðin, að minnsta kosti heldur
Ragnar Árnason auðlindahagfræð-
ingur því fram að íbúar landsins
geti bjargað náttúraverðmætum
með því að greiða hærri skatta.
Þegar sulturinn sverfur að á ný
mun ekki standa á því að fara að
virkja og selja orku til stóriðju, því
staðan er svona góð í dag vegna
þess að fjöldi manns vinnur við
byggingu virkjana og stóriðju í
kjölfar síðustu samninga og þær
framkvæmdir era ein af ástæðun-
um íyrir því að allir hafa það svona
gott í dag. (Byggingariðnaður er
ein mannaflafrekasta iðngreinin í
landinu og margar hendur þarf til
að byggja virkjanir og verksmiðj-
ur og síðan við vinnu í verksmiðj-
unum.)
Greinilegt er á umijöllun Morg-
unblaðsins að vanþekking er á lög-
um um mat á umhverfisáhrifum og
tekur Morgunblaðið upp nýyrðið
lögformlegt mat sem
Grænfriðungamir
fundu upp nýlega.
Lög era sett í land-
inu til þess að farið sé
eftir þeim. Það vora
sett lög á Alþingi um
Fljótsdalsvirkjun og
einn af þingmönnum
okkar Austfirðinga,
Hjörleifur Guttorms-
son, skrifaði upp á þau
lög. Þegar Morgun-
blaðið óskar eftir að
fram fari mat á um-
hverfisáhrifum um
Fljótsdalsvirkjun þarf
Morgunblaðið að fara
fyrst fram á við Al-
þingi að breyta lögum og aftur-
kalla það leyfi sem Landsvirkjun
hefur til virkjunar Jökulsár í
Fljótsdal. Menn verða líka að gera
sér grein fyrir að með því að
breyta lögum um Fljótsdalsvirkj-
un er ríkissjóður væntanlega að
taka á sig þá ábyrgð að greiða þær
3.000.000.000- krónur (þrjá millj-
arða króna) sem rannsóknir, hönn-
un og framkvæmdir kosta til
þessa.
Það er því einfaldlega rétt það
sem Morgunblaðið hefur eftir
Smára Geirssyni, formanni Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi;
það tekur of langan tíma að fara
með Fljóstdalsvirkjun í mat á um-
hverfisáhrifum ef tækifæri er nú
til nýtingar orkunnar og er það
auk þess lögbrot.
Ef Morgunblaðið krefst þess að
leyfi Landsvirkjunar til virkjunar
Jökulsár í Fljótsdal verði aftur-
kallað, ætlar Morgunblaðið þá að
borga brúsann?
Grænfriðungar era að reyna að
misnota lög um mat á umhverfisá-
hrifum. Umhverfismatsferlið er
þannig, að það tekur tvö ár að fá
endanlegt samþykki fyrir hverri
framkvæmd, þar sem nær undan-
tekningarlaust fara allar fram-
kvæmdir umhverfismatsferlið á
enda, þ.e. í úrskurð umhverfisráð-
herra. Grænfriðungar hafa staðið
fyrir því að nær allar framkvæmd-
ir fari þessa leið í umhverfismats-
ferlinu og læðist stundum að mér
sá grunur að það sé gert vegna
þess að það er atvinnuskapandi
fyrir þá hina sömu að skrifa langar
skýrslur og greinar um gróðurfar
og dýralíf.
Ég er ekki að skrifa þessar línur
með það fyrir augum að fram-
kvæmdir eigi ekki að fara í mat á
umhverfisáhrifum heldur til þess
að vekja athygli á því hvemig lögin
era misnotuð. Ég tel rétt að gert
sé mat á umhverfisáhrifum nýrra
framkvæmda til þess að útskýra
fyrir þeim sem áhuga hafa á, hvað
til standi að gera, og til þess að
gefa almenningi tækifæri til að
koma á framfæri athugasemdum
og hafa áhrif á þá leið sem er valin.
Mat á umhverfisáhrifum á ekki að
nota til þess að stöðva fram-
kvæmdir og stöðva þróun samfé-
lagsins, eða til þess að tefja fram-
kvæmdir. Ég tel hins vegar að í
raun séu þeir sem nota hugtakið
lögformlegt umhverfismat að leita
leiða til að stöðva framkvæmdir en
ekki að leita eftir frekari umfjöllun
til þess að koma að breytingum á
virkjanaframkvæmdinni.
Ég veit ekki hvort ritari Reykja-
víkurbréfs Morgunblaðsins um-
ræddan dag hefur komið inn á
Fljótsdalsheiði, en þar eru fram-
kvæmdir hafnar við byggingu
virkjunarinnar. Búið er að leggja
vegi inn alla heiði og gera plön fyr-
ir tæki og tól. Einnig er byrjað að
sprengja aðkomugöngin niðri í
Fljótsdal. Framkvæmdum var
frestað árið 1991, þar sem ekki
tókust samningar um orkusölu,
þar til nýr kaupandi að orkunni
finnst. Við Austfirðingar höfum
ekki verið að berjast fyrir því að
binda fjármuni þjóðarinnar í ónot-
uðum virkjunum heldur lítum til
þess að virkja beri til að halda
áfram þróun samfélagsins og
byggja það upp þannig að aukin
fjölbreytini verði í atvinnulífi. Við
viljum því nota fyrsta tækifæri
sem gefst í kjölfar orkusölu að
virkja og byggja verksmiðjur sam-
anber skoðanakönnun sem unnin
var af Gallup í haust, en þar kom
fram eindreginn vilji Austfirðinga
til uppbyggingar stóriðju og virkj-
ana í fjórðungnum. Ég veit ekki
hvort Morgunblaðið hefur tekið
*
Eg held að Morgun-
blaðið ætti að taka sig
saman í andlitinu og
fjalla af meiri fag-
mennsku um málið,
segir Jóhannes Páls-
son, fjalla á faglegan
hátt um leiðir til þróun-
ar byggðar í landinu,
en ekki kasta fram inn-
antómum spurningum
og fullyrðingum.
eftir því að Reykjavík þróast
vegna sífelldrar og stöðugrar fjár-
festingar, sem er hið besta mál.
Sem betur fer er forsætisráð-
herra okkar ekki hafður fyrir
rangri sök í meðferð Morgunblaðs-
ins en hann og ríkisstjómin hafa
til allra heilla ákveðið, að virkjanir
austanlands verði notaðar til
byggðaþróunar og_ atvinnusköpun-
ar á Austurlandi. í mjög góðu við-
tali við Finn Ingólfsson iðnaðar-
og viðskiptaráðherra í Morgun-
blaðinu 15. nóvember kemur
einnig skýrt fram hversu skyn-
samlega menn hugsa nú um stund-
ir um uppbyggingu samfélagsins.
Vonandi leiðir sú stefna og þróun
einnig til þess að við getum byggt
upp menntastofnanir sem og Há-
skóla á Austurlandi, sem laða til
sín fólk af öllu landinu, þannig að
fleiri landsmenn fái notið þeirrar
víðáttu og náttúraperlu sem Aust-
urland er. Ég tek undir þau orð
Morgunblaðsins að áframhaldandi
uppbygging menntakerfisins er
mikilvæg í þróun þjóðarinnar,
enda er mikil þörf fyrir menntað
fólk í álveri nútímans.
Morgunblaðið veður hins vegar í
villu þegar það fullyrðir að fólk
vilji ekki vinna í álveri. Ég veit
ekki betur en að það hafi vakið
furðu Morgunblaðsins að það
skyldu tíu manns sækja um hverja
stöðu sem auglýst var í álverinu á
Grandartanga. Ég veit heldur ekki
betur en að það hafi komið fram á
síðum Morgunblaðsins að álverið í
Straumsvík er einn af stöðugustu
vinnustöðum landsins og þar hefur
einmitt verið unnið stórvirki í um-
hverfismálum og menntamálum.
Morgunblaðið hefur reyndar fjall-
að um þá framsýnu ákvörðun
nýráðins forstjóra álversins í
Straumsvík að koma á fót stóriðju-
skóla í samstarfi við menntayfir-
völd.
Ég held að Morgunblaðið ætti
að taka sig saman í andlitinu og
fjalla af meiri fagmennsku um
málið, fjalla á faglegan hátt um
leiðir til þróunar byggðar í land-
inu, en ekki kasta fram innantóm-
um spurningum og fullyrðingum.
Fólk flytur ekki af landsbyggð-
inni eingöngu til að fylgja bömun-
um sínum í skóla!
Fólk flytur af landsbyggðinni
fyrst og fremst vegna skorts á fjöl-
breytni í atvinnulífi, vegna skorts
á fjárfestingum og vegna skorts á
atvinnutækifæram. Á síðastliðnum
tíu áram hefur átt sér stað mikil
fækkun starfa í sjávarútvegi og
landbúnaði, en fjölgun hefur orðið
í nánast öllum öðram greinum at-
vinnulífs í landinu. Fækkun starfa
í sjávarútvegi á sér stað þrátt fyrir
að hagnaður hafi aldrei verið meiri
í greininni. Ástæðan er einföld.
Sjávarútvegur hefur farið í gegn-
um þá mestu hagræðingu og end-
urskipulagningu sem nokkur
starfsgrein hefur nokkum tíma
farið í gegnum á íslandi fram til
þessa. Þessi hagræðing er grein-
inni til sóma og bráðnauðsynleg til
þess að hún standist samkeppni
erlendra stórfyrirtækja. Sem
dæmi þá þurfti sjötíu manns til að
frysta 150 tonn af loðnu á sólar-
hring fyrir fimm áram. I dag þarf
fimmtíu manns til að frysta 400
tonn á sólarhring.
Menn fjalla oft á rómantískan
hátt um horfna tíð og ég veit ekki
hvort rómantík Morgunblaðsins
man eftir því hvað þurfti marga
starfsmenn til að veiða og salta 500
tunnur eða fimmtíu tonn á dag í
síldinni fyrir fimmtíu áram? Ég
hugsa að það hafi verið a.m.k. 150
manns.
íslendingar era einfaldlega
stöðugt að þróa vinnslu- og veiði-
aðferðir, en menntakerfið hefur
ekki nema að mjög litlu leyti sinnt
einni af höfuðatvinnugreinum
þjóðarinnar. Að auki er sífellt ver-
ið að klifa á því að það vilji engir
vinna í fiski, sem er alrangt. Fólk
vill vinna í fiski svo fremi að kjör,
menntun og umhverfi sé áhuga-
vert. Fiskvinnsluvinnustaðir era
mjög tæknivæddir í dag og mikil
þróun framundan, þannig að þess-
ir vinnustaðir eiga eftir að verða
enn betri og skemmtilegri en þeir
era nú þegar. Sem dæmi þá era
störf í fiskimjölsverksmiðjum í dag
mjög eftirsóknarverð, þar sem
þær era nú nær allar tölvustýrðar
og snyrtilegir vinnustaðir. Hefur
ritari Reykjavíkurbréfs heimsótt
eina slíka?
Ein meginástæða þess að fólki
fækkar út um land er sú, að at-
vinnutækifæram fækkar. Aðlögun-
arhæfni Islendinga er rryög mikil
og aðlögunarhæfni fólks á lands-
byggðinni jafnvel enn meiri. Fólk-
ið flytur sig einfaídlega milli land-
svæða eftir því sem atvinnutæki-
færi gefast. Þegar menn era að
flytja inn erlent vinnuafl til fisk-
vinnslu er það ekki alltaf vegna
þess að íslendingar fáist ekki til að
vinna fisk, heldur er það oftar
vegna þess að flestir búa saman í
fjölskylduforminu og þá þurfa
tveir einstaklingar að fá vinnu við
sitt hæfi. Konur era einfaldlega
miklu betri vinnukraftur til fisk-
vinnslu en karlar og þar sem
skortur er á tækifæram fyrir karl-
menn á þeim stöðum þar sem fisk-
vinnsla er ráðandi fást íslendingar
síður til að flytja sig eftir starfi í
fiskvinnslu.
Þrátt fyrir að álver nútímans sé
vinnustaður fyrir bæði kynin þá
held ég því fram að tilkoma álvers
á Reyðarfirði muni auka framboð á
áhugasömu starfsfólki til að vinna
við fiskvinnslu á Austurlandi.
Svo ég komi aftur að einhæfn-
inni sem Morgunblaðið klifar á, þá
mun álver á Reyðarfirði einmitt
hafa þau áhrif að fjölbreytni eykst
mjög í atvinnulífinu. I umræðu hér
fyrir austan um þann vinnustað
sem álver er hefur komið skýrt
REYÐARFJARÐARBREF
- NÁTTÚRAN OG
FÓLKIÐ í LANDINU
Jóhannes
Pálsson
fram að álver þarf að kaupa mjög
mikla þjónustu af heimamönnum
sem mun styrkja alla innviði sam-
félagsins.
Við náttúraáhugafólk sem búum
hér eystra og elskum að ganga efe
aka um víðáttumar geram okkur
fyllilega ljóst að ekki er hægt að
vaða á skítugum skónum um nátt-
úraperlur landsins þótt margir
þeirra sem þar fara um geri það
mjög ósmekklega. Ég er þeirrar
skoðunar að það verði að ganga
um hálendið með mjög skipulegum
hætti, byggja vegi og slóða til þess
að tryggja að menn fari ekki utan-
vega, merkja og ganga frá göngu-
leiðum þannig að fólk vaði ekki um
viðkvæman gróður og byggja
vandaðar þjónustumiðstöðvar þa1*~
sem fólk getur áð, notið útsýnis og
gist á ferðum sínum.
Allar þær framkvæmdir sem
fara þarf í við byggingu virkjana
má nýta að byggingartíma loknum
ef þær era hannaðar með það fyrir
augum og er það ein besta leiðin til
þess að auðvelda fólki aðgang að
náttúraperlum og koma fólki með
skipulegum hætti á slóðir náttúra-
auðæfanna.
Að lokum vil ég taka undir orð
Smára Geirssonar, sem Morgun-
blaðið virðist hafa fyrst við, og
benda á að stór hluti umræðunnar
um virkjanir og stóriðju hefur ekki
verið málefnalegur. Þar ber þq*
hæst umfjöllun Ómars Ragnars-
sonar í sjónvarpi, bæði í fréttum
og sérstökum þáttum, þar sem
hreinn áróður er settur fram á
dramatískan hátt. Þættir Ómars
era það mesta áróðursefni sem ég
hef séð birt í sjónvarpi. Ómar virð-
ist gleyma öllu sem heitir fag-
mennska, fjallar t.d. á rómantí
skan hátt um stríðsárin um leið og
hann lýsir náttúra landsins. Ómar
fer í hringi í umfjöllun um mann-
virki, þar sem hann sér t.d. í ljóratfek
þijár kynslóðir mannvirkja í
Kömbum og dásamar ágæti þeirra
til afþreyingar og útivistar en er
síðan á móti því að gerð verði frek-
ari mannvirki sem nýta má bæði til
framleiðslu og ferðamennsku. Óm-
ar litar myndir af fyrirhuguðu
Hálslóni með vitlausum litum til að
kasta ryki í augun á fólki. Hann
sýnir myndir af Jöklu, sem er jú
jökullituð, en sýnir síðan fyrirhug-
að lón með brúnum lit og talar um
drallu, en er jú að íjalla um sama
vatnið! Hvað á þetta að fyrirstilla?
Að sjálfsögðu munum við Is-
lendingar áfram nýta orkuna sem
býr í landinu okkur til framdrátt-
ar. Við munum að sjálfsögðw*
einnig nýta náttúrana okkur til
ánægju og yndisauka sem og til
þess að hafa af henni tekjur í formi
aukinnar ferðamennsku. Að sjálf-
sögðu munum við nýta auðlindim-
ar með skipulegum og skynsömum
hætti. Eins og ég benti á fara
hagsmunir iðnaðar og ferða-
mennsku saman í þessu máli þar
sem nýta má þau mannvirki sem
reisa þarf til stórbættrar þjónustu
og til stórlega aukins framboðs á
tækifæram fyrir fólkið í landinu og
fyrir gesti okkar.
Ég vona að umræðan verði
markvissari í þá átt að menn sjái
samhengi hlutanna og mikilvægL
þess að við fjárfestum í arðbærurir*
atvinnuvegum til þess að þróa
áfram allt samfélgið fyrir okkur og
afkomendur okkar.
Höfundur er verkfræðingur
á Reyðarfirði.
f \
BIODROGA
snyrtivörur