Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NOVEMBER 1998 V>? >: Ljósmyndasýning á mbl.is / boði tim ftmm Ferðasaga Péturs Blöndal blaðamanns og Þorkels Þorkelssonar Ijósmyndara í máli og myndum á mbl.is. www.mbl.is _ * Tvö Islandsmót um helgina SKAK Félagsheimili IIe 11- is, Þönglabakka 1 UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍSLANDS 20.-22. nóvember Um helgina er teflt um Islands- meistaratitla í flokki 20 ára og yngri og í flokki netverja! SKÁKSAMBAND íslands heldur Unglingameistaramót Islands 1998 (fyrir skákmenn fædda 1978 og síðar) dagana 20.-22. nóvember n.k. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi og er umhugsunartíminn 1 klst. á keppanda. Mótið hefst klukkan 19:30 föstudaginn 20. nóvember og verða tvær fyrstu umferðirnar tefldar þá um kvöldið. Á laugar- deginum verða 3.-5. umferð tefldar og hefst taflið kl. 13. Á sunnudeginum hefst keppnin einnig klukkan 13 og þá verða tvær síðustu umferðirnar tefld- ar. Teflt verður í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1. Þátttöku- gjald er kr. 800. Skráning fer fram í síma Skáksambands Is- lands 5689141 alla virka daga kl. 10-13 og á mótsstað föstudag 20. nóvember frá kl. 19. Unglingameistari Islands 1998 fær farseðil á skákmót er- lendis í verðlaun, en auk þess verða skákbækur í verðlaun fyrir 1.-5. sæti. Islandsmótið í netskák 1998 Taflfélagið Hellir gengst fyr- ir íslandsmóti í netskák n.k. sunnudag, 22. nóvember kl. 20.00. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Umhugsun- artíminn er fjórar mínútur með tveggja sekúndna viðbót við hvern leik. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en Islend- ingar voru fyrstir þjóða til þess að efna til keppni af þessu tagi á alnetinu. Fyrsti Islandsmeist- arinn og núverandi handhafi tit- ilsins er Benedikt Jónasson. Auk þess að teflt er á alnet- inu hefur Islandsmótið í net- skák þá sérstöðu, að keppendur tefla undir dulnefnum og vita þeir því ekki hvort andstæðing- urinn er byrjandi eða stór- meistari. Þetta undirstrikar að mótið er fyrst og fremst til að hafa gaman af því, enda hefur oft verið fjörugt á netinu meðan mótið hefur staðið yfir. Verðlaun, sem era farandbik- ar og verðlaunapeningar, verða veitt í þremur flokkum: ís- landsmeistari, Islandsmeistari áhugamanna (1800 stig eða minna) og besti byrjandinn (skákmenn án íslenskra Elo- stiga). Einnig fær Islandsmeist- arinn 10.000 kr. vöraúttekt hjá gefanda verðlaunanna, EJS - Einar J. Skúlason hf. Skák á alnetinu breiðist hratt út og era að jafnaði vel á annað þúsund skákmenn úr öllum heimshornum að tafli í einu á vinsælustu skákþjónunum. Teflt verður á evrópska skákþjóninum í Árósum. Þátt- tökutilkynningar og fyrir- spurnir sendist með tölvupósti til Kristjáns Eðvarðssonar (giggo@samskipti.is). Nauð- synlegt er að taka dulnefni fram í þátttökutilkynningu! Þátttakendur fá síðan póst með aðgangsorði til að komast inn á skákþjóninn laugardaginn 21. nóvember. í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á nýja þjónustu fyrir þátttakendur sem ekki hafa að- gang að alnetinu. Þeir geta haft samband við Tölvuleiguna, Laugarnesvegi 112, sem mun bjóða upp á aðstöðu fyrir nokkra keppendur. Nánari upp- lýsingar veitir Ai'inbjörn Gunn- arsson í síma 588 2868. Nauð- synlegt er að hafa samband sem fyrst, því nokkrir keppend- ur hafa þegar óskað eftir að fá aðstöðu hjá Tölvuleigunni. Mótið er í boði Taflfélagsins Hellis og EJS hf. og er því þátt- taka ókeypis. Nánari upplýsing- ar um mótið er að finna á heimasíðu Hellis: www.sim- net.is/hellir. Disney- skákmótið í París Hinu árlega Disney-skákmóti fyrir börn er nýlokið í París í Frakklandi. Mótið er skipulagt af Disney-fyrh’tækinu í sam- vinnu við Alþjóðaskáksamband- ið, FIDE, og franska skáksam- bandið. í mótinu taka þátt 157 börn frá yfir 50 löndum, þar af 67 stúlkur. Teflt er í fjóram riðlum: Drengir 12-14 ára, stúlkur 12-14 ára, drengir undir 12 ára og stúlkur undir 12 ára. Tefldar ei-u atskákir, alls 9 um- ferðir. Eins og vænta má þegar Dis- ney er annars vegar er börnun- um boðið upp á margs konar skemmtun auk skákmótsins. Meðal annars fá þau að sjálf- sögðu að heimsækja Dis- neyland í París. Mikið er lagt í þetta mót. Sérstakur vefur hefur verið settur upp á alnetinu þar sem fylgjast má með helstu skákum um leið og þær era tefldar. Þetta er gert með sérstökum skákborðum, sem tengd era við tölvu, sem getur fylgst með stöðunni á borðinu og sent hana sem stöðumynd út á netið. Dag- lega era síðan 001 úrslit allra skáka ásamt stöðunni í hverjum riðli. Stórmeistarar skýra skákir og sjálfur Anatoly Karpov, heimsmeistari FIDE, leggur einnig hönd á plóginn. Fjórir Islendingar tóku þátt í þessu skemmtilega skákmóti, einn í hverjum flokki. Árangur þeirra varð sem hér segir: Guðjón H. Valgarðsson 4 v. (28.-34. sæti af 45) Hilmar Þorsteinsson 4 v. (27.- 32. sæti af 45) Ingibjörg E. Birgisdóttir 5 v. (9.-16. sæti af 33) Anna L. Gísladóttir IV2 v. Ingibjörg Edda náði því best- um árangri íslensku keppend- anna. Hún tapaði tveimur fyrstu skákunum, en stóð sig mjög vel í síðustu sjö umferðun- um, vann fjórar skákir, gerði tvö jafntefli og tapaði einni skák. Atskákmót öðlinga Atskákmót öðlinga 1998 hefst fimmtudaginn 19. nóvember. Tefldar verða 9 skákir eftir Monrad-kerfi, þrjár skákir á kvöldi. Teflt verður einu sinni í viku, á fímmtudagskvöldum klukkan 20: 1.-3. umf. 19. nóvember 4.-6. umf. 26. nóvember 7.-9. umf. 3. desember Upplýsingar um mótið gefur Ólafur S. Ásgrímsson í vinnu- síma 560 5764 og heimasíma 567 6698, GSM 895 5860 Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.