Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ
60 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
r MINNINGAR
+ Kristján Valdi-
mar Kristjáns-
son fæddist á Njáls-
götu 19 í Reykjavík
15. ágúst 1920.
Hann lést á Land-
spítalanum 9. nóv-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Kristján Valdi-
mar Jónsson, sjó-
maður frá Akra-
nesi, f. 11.10. 1887,
fórst með kútter
Valtý 28.2. 1920, og
Sylvía Þorláksdótt-
ir, saumakona og
húsmóðir frá ísafirði, f. 27.9.
1887, d. 7.8. 1954. Sylvía giftist
síðar Jóhannesi C. Klein frá
Danmörku, kjötkaupmanni,
sem var ekkjumaður eftir syst-
ur Sylvíu. Kristján átti einn al-
bróður: Gústaf, matsveinn, f.
1918, d. 1978, kvæntur Magde
Rönne frá Danmörku, d. 1979,
og hálfbróður Erling Klein sem
dó ungbarn. Uppeldis- og
frændsystkin Kristjáns voru:
Carl Klein, kjötiðnaðarmaður,
f. 1919, kvæntur Þóru Færseth
húsmóður; Jens Klein, kjötiðn-
aðarmaður, f. 1920, kvæntur
Elínu Færseth, húsmóður, og
Hulda Klein, húsmóðir, f. 1923,
gift Jóhanni Kristjánssyni,
kaupmanni í Kópavogi. Hinn 31.
maí 1952 kvæntist Krislján eft-
Kæri pabbi.
Þá er komið að lokum samfylgd-
ar okkar í þessu jarðlífí. A þeim
tírna verður manni ósjálfrátt hugs-
að til baka. Til þeirra stunda er við
irlifandi konu sinni,
Ragnhildi Jónu
Magnúsdóttur, f.
1.8. 1924, frá Lamb-
hóli. Hennar for-
eldrar voru Magnús
Helgi Jónsson
prentari og fv. for-
maður prentarafé-
lagsins, og Sigur-
lína Ebeneserdóttir
húsmóðir. Börn Kri-
stjáns og Ragnhild-
ar eru 7: 1) Sigur-
lína Sjöfn, ritari, f.
1947, gift Trausta
Björnssyni kennara.
Þeirra börn eru: a) Halldóra,
gift Ólafí Stephensen og eiga
þau eina dóttur, Elínu Sjöfn. b)
Björn, kvæntur Bjarney Harð-
ardóttur og eiga þau tvö börn,
Hörð og Helen Maríu. 2) Sylvía
Hrönn, sjúkraliði, f. 1952. 3)
Kristján, skrifstofumaður f.
1954. Hans börn eru: a) Ólafur
Guðsteinn (barnsmóðir Hrefna
Ólöf Ólafsdóttir) í sambúð með
Eddu Jóhannsdóttur og eiga
þau eina dóttur, Önnu Líf. Frá
fyrrum sambúð með Bryndísi
H. Sigurðardóttur sjúkraliða:
Kristján Kári og Daníel Heimir.
4) Magnús Helgi, sjómaður, f.
1955. 5) Jóhannes Bragi, bók-
ari, f. 1960, kvæntur Svövu
Hansdóttur fóstru og eru þeirra
börn: Ragnhildur, Hans Ottar
áttum saman, til þeirra hluta er við
gerðum saman, til góðra stunda og
til erfiðari stunda.
Það kemur upp í hugann er ég
var 5-6 ára og þú tókst okkur
og íris Harpa. 6) Auður Gróa,
húsmóðir, f. 1963, gift Guð-
mundi Bragasyni vélstjóra og
eru þeirra börn: Bragi og
Bjarni. 7) Unnar Jón, lagermað-
ur, f. 1966, kvæntur Guðnýju
Einarsdóttur smurbrauðsdömu
og eru þeirra börn: Kristján Óð-
inn og Unnur Sylvía.
Kristján ólst upp á heimili
móður og fósturföður að Bald-
ursgötu 14, Reykjavík, en við
giftingu fluttist hann að Lamb-
hóli v/Skeijafjörð, Reykjavfk, í
þá nýtt hús sem hann byggði
ásamt öðrum. Hann bjó síðan að
Lambhóii alla tið sfðan, utan tvö
ár 1967-1968 er fjölskyldan bjó
á Seyðisflrði. Krisfján lærði
kjötiðn hjá fósturföður sfnum
og í Teknologiskskole í Kaup-
mannahöfn 1954. Hann stýrði
kjötverslun J.C. Klein að Hrísa-
teig 14, Reykjavík, 1955 til
1967, vann í Kaupfélaginu á
Seyðisfirði og versluninni
Dvergasteini á Seyðisfirði 1967-
1968. Eftir að fjölskyldan flutti
suður vann Kristján sem kjöt-
iðnaðarmaður hjá Síld og fisk
og síðan hjá Sláturfélagi Suður-
lands þar sem hann endaði sinn
starfsferil 1988. Kristján var
lengi félagi í Oddfellowregl-
unni, og einnig var hann félagi í
Félagi íslenskra kjötiðnaðar-
manna um langt árabil. Á sínum
yngri árum var hann félagi og
lék með knattspyrnufélaginu
Víkingi.
Utför Kristjáns Valdimars
Kristjánssonar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
systkinin er þá vorum á svipuðum
aldri á hverjum einasta sunnudags-
morgni í Sundhöllina við Baróns-
stíg í sund. Á leiðinni heim var
alltaf komið við í bakaríinu og
keyptar kruður sem voru bakaðar í
ofninum heima og síðan borðaðar
með bestu lyst. Ég man hvað okk-
ur þótti þær rosalega góðar.
Mér verður hugsað til þess tíma
er ég var lítill strákur heima á
Lambhól og þú komst alltaf heim í
hádeginu frá kjötbúðinni á Hrísa-
teigi, sem þú rakst þá fyrir afa
Klein. Þá komstu oft með eitthvert
smádót handa litlum dreng, sem
gladdi hann mikið. Aðeins seinna
eða er ég var u.þ.b. 10 ára fékk ég
svo stundum að vinna hjá þér í
búðinni eins og eldri systkinin
höfðu gert, og ég man hvað það var
spennandi að fara með þér á eftir
niður á Baldursgötu til afa og fá
smákaup fyrir.
Árið 1967 hætti búðin á Hrísa-
teigi og þú fékkst vinnu hjá Kaup-
félaginu á Seyðisfirði. Þá um vorið
fórum við saman tveir feðgamir, á
undan hinum í fjölskyldunni, ak-
andi til Seyðisfjarðar. Það var æv-
intýralegt ferðalag fyrir ungan
dreng, og ekki síður var ævintýri
líkast er við bjuggum saman tveir
einir á Seyðisfirði fyrstu vikurnar
áður en mamma og hin systkinin
komu austur, þar sem við síðan
bjuggum í tvö ár.
Mér verður hugsað til allra ferð-
anna sem við fórum saman í
Selsund, fyrst er ég og við systkin-
in vorum böm, og síðar er ég hafði
aldur til fórum við ófáar ferðimar í
Selsund til að veiða rjúpur. Það var
með ólíkindum hvað þú varst dug-
legur að fara austur með okkur til
rjúpnaveiða eftir að aldurinn færð-
ist yfir þig, enda varstu alltaf mikill
fjalla- og útivistarmaður.
Þótt hugur þinn væri orðinn
óskýr síðustu árin veit ég að það
gladdi þig mikið að sjá loks í fyrra-
sumar rísa sumarbústað fyrir okk-
ur í kvosinni á Selsundi, sem þú
tókst frá fyrir þig og fjölskylduna
fyrir mörgum ámm.
Mér verður hugsað til allra
þeirra stunda er þú eyddir úti í bíl-
skúr við að snurfusa og dytta að
bílunum þínum í gegnum tíðina, en
þú varst virkilega duglegur við þá
iðju alveg þangað til þú gast ekki
lengur sjálfur, vegna veikinda, ekið
bíl.
Þú hafðir alltaf mjög gaman af
barnabörnunum er þau komu til
sögunnar og greinilegt var, er ég
kom með strákguttana mína til þín
á spítalann fjómm dögum fyrir
andlátið, hvað þér þótti gaman að
sjá þá, þótt þú gætir ekki tjáð þig
með orðum.
Strákamir mínir höfðu alltaf
mjög gaman af að koma á Lambhól
til að heimsækja afa og ömmu þar.
Nú verður bara amma eftir þar til
að heimsækja.
Barnabörnin þín og bamabarna-
börnin sjá nú á eftir kæmm afa
sínum, við systkinin sjáum á eftir
kæram föður og mamma á eftir
kærum eiginmanni.
Hvíl í friði kæri pabbi.
Kristján Kristjánsson.
Með nokkram orðum langar mig
að kveðja tengdafóður minn, Krist-
ján - eða Stjána afa, eins og hann
var alltaf kallaður á mínu heimili.
Það er svo skrýtið að alltaf held-
ur maður að nægur tími sé til allra
hluta. Það er sama hversu oft mað-
ur er minntur á, alltaf er erfitt að
gera sér grein fyrir því að enginn
er eilífur og tíminn aldrei óendan-
legur. En það er nú einhvern veg-
inn þannig með okkur mannfólkið
að við viljum aldrei missa þá sem
okkur þykir vænt um, þó svo að
dauðinn eigi að vera jafn eðlilegur
hluti af lífinu og fæðingin. Einmitt
þannig upplifði ég sjálfa mig þegar
Stjáni dó. Þó svo að hann hafi verið
orðinn mjög veikur og batahorfur
ekki góðar vildi ég samt fá að eiga
hann lengur. Það var svo margt
sem mér fannst ég eiga eftir að
segja og gera með honum og svo
fannst mér bömin mín missa svo
mikið að missa eina afann sem þau
áttu eftir á lífi.
Að eiga afa og ömmu tel ég vera
fjársjóð í lífi hvers barns, að eiga
einhvem annan að en bara pabba
og mömmu sem er stoltur af manni
og lætur sér varða framtíð manns,
það er meira en lítið. En sem betur
fer lifir minningin, hún er eilíf á
meðal afkomenda hans. Elsku
börnin mín, við pabbi skulum sjá til
þess að minningin um hann afa fái
að lifa með ykkur jafn björt og góð
og hún lifir fyrir okkur, svo þið get-
ið stolt sagt börnum ykkar frá hon-
um Stjána afa.
Annars er varla hægt að nefna
Stjána á nafn án þess að finnast ég
þurfa að segja Hilda líka, því afi og
amma á Lambhól hafa alltaf verið
nefnd í sömu setningunni. Að fara
til ömmu og afa á Lambhól, eða
hitta afa og ömmu á Lambhól, það
verður erfitt að geta ekki nefnt afa
lengur í þessu sambandi því þau
voru svo stór hluti hvort af öðra.
Ég kynntist Stjána fyrir einum
átján áram þegar ég og Jóhannes
sonur hans byrjuðum að vera sam-
an. Við fyrstu kynni fannst mér
hann vera frekar lokaður og
kannski ekkert sérstaklega áhuga-
samur um þennan stelpugemling
sem farinn var að venja komur sín-
ar á Lambhól. En smám saman eft-
ir því sem á tímann leið kynntist ég
þeim manni sem hann hafði að
geyma, þeim manni sem stóð síður
en svo á sama um mig og framtíð
okkar Jóhannesar.
Ég veit ekki hversu oft hann
skaut því að mér á áram áður að
honum fannst þessi annars stóri
barnahópur sem hann átti ekki
standa sig nógu vel í að gefa sér
barnabörn - því þau vora bara þrjú
og öll orðin stálpuð. Gleymi ég
aldrei þeim degi er við komum nið-
ur á Lambhól til að segja tíðindin.
Stjáni hafði lagt sig og nennti ekki
fram, þó svo að hann heyrði að
komnir væra gestir. Við sögðum
Hildu að við ættum von á barni og
fór hún inn í herbergi til þess að
vekja hann. Heyrðum við hana
segja: „Stjáni minn, Jói og Svava
era hérna frammi með fréttir fyrir
okkur.“ Það skipti engum togum,
hann stökk fram úr rúminu og
spurði: „Er ég að verða afi?“ Já,
hann var svo sannarlega Stjáni afi
af lífi og sál og veit ég að barna-
bömin eiga aldrei eftir að gleyma
orðum hennar ömmu þegar henni
fannst vera komið nóg af hlaupum
og látum: „Krakkar mínir, ekki
vera að æsa hann afa upp, hann er
orðinn svo gamall og þolir það
ekki.“ En afi, hann lét ekkert segj-
ast, því þó svo börnin settust niður
og reyndu að vera stillt og prúð gat
afi hreinlega ekki hætt að ærslast í
þeim. Þegar Ragnhildur elsta dótt-
ir okkar var rétt tveggja mánaða
gömul hringdi hann einu sinni í
okkur og spurði eftir henni í sím-
ann. Ég vissi eiginlega ekki hverju
ég átti að svara, því telpan var nú
ekki það bráðþroska að hún gæti
talað í símann. Nei, þá vildi afi bara
fá að heyra hljóðin í henni, því það
var svo langt siðan hann hafði séð
hana.
Nú árin hðu og barnabörnunum
fjölgaði jafnt og þétt og barna-
barnabörnin fóra að líta dagsins
ljós hvert af öðra. Ekki leiddist af-
anum það, því það var sama hversu
veikur hann var orðinn undir það
síðasta, alltaf léttist á honum brún-
in og grallarinn kom upp í honum
ef böm vora einhvers staðar nærri.
Elsku Hilda mín, ég veit að síð-
ustu mánuðir hafa verið mjög erf-
iðir. Guð gefi þér og þínum styrk til
þess að horfa til framtíðarinnar.
Minninguna um Stjána geymum
við í hjörtum okkar.
Svava Hansdóttir.
Þegar ég fékk þær fregnir að
elskulegur afi minn Kristján Valdi-
mar Kristjánsson hefði andast að
kvöldi hins níunda nóvember gerð-
ust undarlegir hlutir.
Ég hvarf aftur í tímann. Til þess
tíma er ég var lítill drengur í heim-
sókn hjá afa og ömmu minni á
Lambhól. Þar var hásæti. Og ekk-
ert venjulegt hásæti. Nei! Það var
sæti umbúðalausrar væntumþykju
og ástar. Sá mikli hagleikssmiður
sem það reisti var afi minn og ég
varð þess heiðurs aðnjótandi að fá
að verma það oft og mörgum sinn-
um. Já, að vera patti hjá ömmu og
afa var sældarlíf. Þar var stjanað
við mann á alla kanta og bhknaði
flest allt í samanburðinum við þá
sælu, sem það var að vera hjá
þeim. Maður átti meira að segja
alltaf vísan leikfélaga, þar sem afi
var oft á tíðum óþreyjufyllri en ég í
að fara að leika. Og var ég jafnvel
vakinn upp af honum ef honum
fannst að of langur tími hefði hðið á
milli leikstunda.
Auðvitað hafði afi minn marga
galla og sjálfsagt hef ég erft þá
flesta. Samt sem áður era það ekki
þeir sem sitja eftir heldur minning-
in um þá gleði og ánægju sem
skein úr andliti mínu. Og veit ég að
sú gleði og ánægja var gagnkvæm
og var alla hans tíð. Þetta er sú
minning sem rís hæst og skrifa ég
því á þessa lund.
Nú ber ég þá von í bijósti að ég
geti eitthvað miðlað af hagleiks-
smíði hans til dóttur minnar henn-
ar Önnu Lífar þar sem hans nýtur
ekki lengur við. Og kannski verður
hann mér innan handar í þeim efn-
um eins og hann var mér innan
handar í mínum leik hér áður fyrr.
Orð megna lítils er dauðann ber
að garði. Þrátt fyrir það vil ég
kveðja ástkæran afa minn með
þessum fátæklegu orðum og þakka
fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum saman. Votta ég öllum
aðstandendum samúð mína og sér-
staklega yndislegri ömmu minni,
henni Ragnhildi Magnúsdóttur.
Ólafur Guðsteinn
Kristjánsson.
Kveðja til afa.
Elsku afi, ég sendi þér kæra
kveðju mína. Megi ljós þitt lýsa
mér og himnagöngu þína.
Hafðu það gott og njóttu vel í
nýjum heimkynnum þínum.
Góði Guð, þér ég fel að líta eftir
afa mínum.
Ragnhildur, Hans Óttar
og Iris Harpa.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi eigin-
maður, afi og langafi,
EINAR HELGASON
bókbandsmeistari,
hjúkrunarheimiiinu Eir,
lést þriðjudaginn 17. nóvember.
Ragnar G. Einarsson, Guðlaug Friðriksdóttir,
Helgi R. Einarsson, Helga Stefánsdóttir,
Steinunn Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og
barnabarn,
RÚNAR BÁRÐUR ÓLAFSSON,
Hólmgarði 2b,
Keflavík,
sem lést laugardaginn 14. nóvember, verður
jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudag-
inn 20. nóvember kl. 14.00.
Ólafur Þ. Guðmundsson, Guðlaug F. Bárðardóttir,
Viðar Ólafsson, Róberta Maloney,
Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, Kjartan Ingvarsson,
Árný Eyrún Helgadóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,
VIGFÚS SIGURÐSSON,
Sogavegi 34,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 20. nóvember kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vildu minnast hans, er þent á Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins og deild 11 -E, krabbameinsdeild Landspítalans.
Ragna Þ. Stefánsdóttir,
Hanna Rúna Vigfúsdóttir,
Ragna Skínner.
KRISTJÁN VALDIMAR
KRIS TJÁNSSON