Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 65 ,
FRÉTTIR
Snerpa heldur ráðstefnu
um aldamótavanda
Morgunblaðið/Kiistinn
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði formlega Vefbóka-
safnið í Bókasafni Seltjarnarness.
Fyrsta vefvakt íslenskra
almenningsbókasafna
ISLENSK almenningsbókasöfn
hafa verið að vinna að samstarfs-
verkefni um vefvakt á Netinu.
Félag um vefbókasafn var stofn-
að 9. október sl. í þeim tilgangi
að hafa formleg samtök um verk-
efnið. Verkefnið felur í sér að
byggja upp Vefbókasafn á Net-
inu þar sem safnað verður saman
skipulega íslenskum og erlendum
vefkrækjum.
Lögð er áhersla á að upplýs-
ingar um samfélagsþjónustu ríkis
og sveitarfélaga verði fyrir hendi
í Vefbókasafninu. Einnig eru
tengingar á innlendar og erlend-
ar fræðslu- og upplýsingaveitur,
auk efnis sem nýtist fólki í tóm-
stundum.
Vefbókasafnið er upplýsinga-
tæki sem aðgengilegt er allan
sólarhringinn á Netinu. Til að
tryggja að allir geti notað
það verður það aðgengilegt
almenningi á almennings-
bókasöfnunum. Þannig er tryggt
aðgengi að upplýsingum fyrir
fólk án tillits til efnahags eða
búsetu. Almenningsbókasöfnin
eru alhliða upplýsingamið-
stöðvar sem ber að tryggja
öllum notendum sínum greiðan
aðgang að upplýsingum jafnt á
rituðu máli, í formi myndefnis,
í hljóðrituni sem á tölvutæku
formi.
Föstudaginn 13. nóvember var
Vefbókasafnið formlega opnað á
vefnum. Opnunin fór fram í
Bókasafni Seltjarnarness og það
var menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, sem opnaði vefinn.
Slóð vefbókasafnsins er
http://www.vefbokasafn.is
íslenska útvarpsfélagið
opnar dagskrárvef
TÖLVU- og netþjónustan Snerpa á
Isafirði efnir til ráðstefnu til
fræðslu um vandamál tengd ártal-
inu 2000 í tölvu- og upplýsingakerf-
um nk. laugardag 21. nóvember kl.
14 í matsal Framhaldsskóla Vest-
fjarða á ísafirði cg jafnframt í
bókasafninu á Patreksfirði um fjar-
fundakerfi framhaldsskólans.
Meðal ræðumanna verða Ingólf-
ur Helgi Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Hugmóts hf. sem
m.a. hefur sérhæft sig í ráðgjöf
um þetta efni. Einnig Jóhann
Gunnarsson, sérfræðingur í fjár-
málaráðuneytinu og ritari 2000-
nefndar fjármálaráðherra, Krist-
ján Haraldsson, orkubússtjóri hjá
Orkubúi Vestíjarða, og Jón Arnar
Gestsson frá Snerpu. Fluttar
verða framsögur og jafnframt
verður svarað fyrirspurnum úr sal
um málefnið.
Meðal efnis í fyririestrum verður
Afhending
Landgræðslu-
verðlauna
LANDGRÆÐSLUVERÐLAUN
1998 verða afhent í höfuðstöðvum
Landgræðslunnar í Gunnarsholti
föstudaginn 20. nóvember og hefst
athöfnin kl. 15.
Til að ná settum markmiðum
um gróðurvernd og landbætur
leggur Landgræðslan mikla
áherslu á fræðslu, kynningu og
þátttöku almennings í land-
græðslustarfinu. Hlutverk land-
græðsluverðlaunanna er að kynna
og efla enn frekar það mikla sjálf-
boðaliðastarf sem unnið er að víðs
vegar um landið, segir í fréttatíl-
kynningu. Þessi verðlaun eru veitt
einstaklingum og/eða félögum og
fyrirtækjum fyrir framúrskarandi
störf í þágu landgræðslu og gróð-
urverndar. Leitað var eftir til-
nefningum frá öllum búnaðarsam-
böndum og umhverfisnefndum
landsins og munu fjórir aðilar
hljóta verðlaunin í ár.
Dómnefnd var skipuð þeim
Huldu Valtýsdóttur, Sigurgeiri
Þorgeirssyni, Níelsi Ai’na Lund,
Sigmundi Einarssyni og Sveini
Runólfssyni.
Með veitingu landgræðsluverð-
launanna vill Landgi'æðslan vekja
athygli þjóðarinnar á fórnfúsu
starfi ótal þjóðfélagsþegna að land-
græðslumálum og jafnframt hvetja
fleiri til dáða.
umfjöllun um orsakir vandans og
útbreiðslu, viðbrögð, hvort sá tími
sem til stefnu er er nægur, líkleg
áhrif hérlendis og erlendis, hvernig
hægt er að undirbúa sig, á hvað
leggur hið opinbera áhersiur í
þessu efni, birgðasöfnun, varaleiðir
og margt fleira er að 2000-vandan-
um snýr.
Þá verður bent á leiðir til að lág-
marka afleiðingar vandans og
einnig verður dreift á ráðstefnunni
upplýsingum um hvernig má sam-
ræma lausn á 2000-vandanum og
önnur verkefni í tölvu-, sjálfvirkni-
og upplýsingamálum.
Fundarstjóri á Isafirði verður
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Isafjarðarbæjar, og á Patreksfirði
verður fundarstjóri Haukur Már
Sigurðarson, forseti bæjarstjóiTiar
í Vesturbyggð. Aðgangur er
ókejT>is og opinn öllum sem áhuga
hafa á efninu.
UPPLÝSINGAR OG LEIDBEININGAR
um MND sjúkdómlnn
hqndo foreldrum barna og ungs fðlks
Bæklingar
um MND-
sjúkdóminn
MND-félagið hefur gefið út tvo
bæklinga sem fjalla um það hvernig
í'ætt er við börn um það þegar ást-
vinur þeirra fær MND-sjúkdóminn.
í öðrum bæklingnum eru leið-
beiningar fyi’ir foreldra og aðstand-
endur barnanna. Hinn bæklingur-
inn er skrifaður fyi'ir börnin sjálf til
þess að fræðast um sjúkdóminn og
þær tilfinningar sem vakna þegar
ástvinur missir smám saman líkam-
lega getu til daglegra hluta og
hvernig hægt er að búa sig undir
fráfall hans.
Hægt er að nálgast bæklingana á
skrifstofu félagsins.
NÝR dagskrár- og þjónustuvefur
var opnaður 17. nóvember undir
auðkenninu ys.is. Allir ljósvakamiðl-
ar Islenska útvarpsfélagsins, Stöð
2, Sýn, Bíórásin, Fjölvarp, Bylgjan
og Mónó, verða með heimasíður á
vefnum. Einstakir dagski'árliðir
miðlanna verða kynntir og boðið
upp á tengingar við erlenda mynda-
banka og heimasíður framhalds-
þátta, segir í fréttatilkynningu.
Dagskrá allra miðlanna verður
birt á einum stað. Velja þarf tákn-
mynd þess miðils sem áhugi er á og
birtist þá tímasettur listi yfir alla
dagski'árliði tiltekins dags, ásamt
nánari kynningu.
Þjónusta við áskrifendur verður á
vefnum. Þar má m.a. finna upplýs-
ingar um myndlykilinn og senda ÍÚ
vítt og breitt um landið, auk þess
sem algengum spurningum við-
skiptavina er svarað. Einnig geta
áskrifendur sagt álit sitt á dagskrá
og þjónustu Islenska útvarpsfélags-
ins á vefnum ys.is.
Unglingameist-
aramót í skák
SKÁKSAMBAND íslands heldur
Unglingameistaramót Islands 1998
fyrir skákmenn fædda 1978 og síðar
dagana 20.-22. nóvember og verða
tefldar 7 umferðir eftir monrad-
kerfi.
Umhugsunartími er 1 klst. á alla
skákina. Þátttökugjöld er 800 kr.
og verður teflt að Þönglabakka 1,
félagsheimili Hellis. Skráningar eru
í síma Skáksambands íslands alla
virka daga kl. 10-13 og á mótsstað
föstudaginn 20. nóvember frá kl.
19.
Fræðslufundur
um gigt á
Selfossi
STJÓRN Gigtarfélags Suðurlands
boðar til fræðslufundar um gigtar-
sjúkdóma á Hótel Selfossi fimmtu-
daginn 26. nóvember nk. kl. 20.
Frummælandi verður dr. Björn
Guðbjörnsson, gigtarsérfræðingur
og yfirlæknir á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri, og nefnir hann
erindi sitt Gigtin truflar svefninn.
Umræður og fyrirspurnir að erindi
loknu. Allir velkomnir.
íþróttabúðin
flutt á
Grensásveg
ÍÞRÓTTABÚÐIN hefur flutt úr
Borgartúni 20 á Grensásveg 8.
Verslunin leggur áherslu á vörur
frá Nike og einnig golfvörur í miklu
úrvali frá Spalding, Maxfli, Top
Flite, Masters og Etonic.
Verslunin er opin mánudaga til
föstudaga kl. 10-18 og laugardaga
kl. 11-16.
Myndasögur
Moggans-
vinningar
í LITALEIK á baksíðu Mynda-
sagna Moggans i gær, miðviku-
daginn 18. nóvember, láðist að
geta vinninga. Þeir era:
10 myndbönd Töfrajól Fríðu,
20 Disney-bolir.
Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Selja 5 metra
há gervi-
jólatré
SKÁTAHREYFINGIN hefur í 6
ár selt gervijólatré til styi'ktar
starfsemi sinni sem þeir nefna „sí-
græna jólatréð", en það er eftirlík-
ing Normannsþins, að sögn skát-
anna.
Nú bjóða þeir upp á hærri gervi-
jólatré en áður hafa boðist hérlend-
is, en hæsta tréð sem þeir selja er 5
metra hátt. Skátarnir segja eftir-
spurn eftir stærri trjám hjá þeim
hafa farið vaxandi síðustu ár og eru
það fyrst og fremst fyrirtæki og
stofnanir sem kaupa stóru trén.
Kirkjur hafa til að mynda verið að
kaupa stór tré en víða láta þær jóla-
tré standa í allt að mánuð í kirkj-
unni, en það hefur verið mjög erfitt
að halda náttúrulegu trjánum
ferskum í þann tíma. Þá spara
þessir aðilar sér allmikla fyrirhöfn
með því að velja þennan fjárfest-
ingarkost.
Skátarnir bjóða nú „sígx-æna jóla-
tréð“ sem þeir selja með 10 ára
ábyi-gð, í 12 stærðum frá 90 sm upp
í 5 metra há. Þetta eru eldtraust tré
og fylgir stálfótur með. Tréð er að-
eins selt í Skátahúsinu við Snorra-
bi'aut.
21 keppir um
titilinn „Herra
ísland“
ÞRIÐJA árið í röð stendur Fegurð-
arsamkeppni íslands nú fyrir vali
fegursta karlmanns íslands.
Keppnin er með svipuðu sniði og val
Fegurðardrottningar Islands þ.e.
að undangengnar eru forkeppnir úti
á landi og koma keppendur því víðs
vegar af landinu.
Til úi-slita keppir að þessu sinni
21 herra á alch’inum 18-29 ára.
Þessir hen-ar hafa að undanförnu
stundað líkamsrækt stíft í World
Class undir stjórn Hafdísar Jóns-
dóttur og æfingar á sviði Broadway
hófust 2. nóvember. Kadri Hint,
„choreogi-afer" og dansari frá Eist-
landi sér um sviðsetningu og þjálfun
keppenda. Skipulag og undirbún-
ingur keppninnar er í höndum Elín-
ar Gestsdóttur, framkvæmdastjóra
Fegurðarsamkeppni Islands.
EIGENDUR verslunarinnar
Ego Dekor, þeir Pálmi Gestsson
og Friðvin Guðmundsson.
Ego Dekor opn-
að í Hafnarfírði
NÝLEGA var opnuð húsgagna- og
gjafavöruverslunin Ego Dekor að
Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði.
I þessari nýju verslun er boðið
upp á skrautmuni og nytjalist. „Hjá
Ego Dekor verður lögð áhersla á að
bjóða upp á vandaða og listiæna
muni fyrir heimilið, svo sem hús-
gögn og gjafavörur sem hannaðar
eru af evrópskum listamönnum,"
segir í fréttatilkynningu.
Eigendur verslunarinnar eru þeir
Pálmi Gestsson og Friðvin Guð-
mundsson. Verslunarstjóri er Björg
Guðmundsdóttir.
KOLFINNA Guðmundsdóttir,
eigandi Kertabúðarinnar.
Ný kertabúð á
Þórðarhöfða
NÝ KERTABÚÐ hefur verið opnuð
á Þórðarhöfða 1 við hliðina á Hlölla-
bátum. Eigandi er Kolfinna Guð-
munsdóttir og handsker hún kerti
fyrir viðskiptavini í versluninni.
I kertabúðinni eru í boði íslensk
kerti af öllum stærðum og gerðum.
Einnig ei' hægt að fá handskorin
skrautkerti í versluninni.
Verslunin er opin virka daga frá
kl. 10-18.
LEIÐRÉTT
í YFIRFYRIRSÖGN og á einum
stað í viðtali við Rannveigu Ár-
mannsdóttur á blaðsiðu 8 í gær var
nafn Alþjóðaskrifstofu háskólastigs-
ins í'itað sem Alþjóðaskrifstofa Há-
skóla Islands. Beðist er velvirðingar
á mistökunum.