Morgunblaðið - 20.11.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vinnutímalöggjöf ESB færð út til
bílstjóra og unglækna
Morgunblaðið/Kristinn
JÓNÍNA Bjartmarz, formaður nefndarinnar, kynnir skýrsluna á fréttamannfundi í gær, ásamt meðnefnd-
arkonum og iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Þörf á stuðningi við at-
vinnurekstur kvenna
í SKÝRSLU nefndar, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði í vetur
til að meta þörf fyrir sérstakar stuðningsaðgerðir sem taki mið af þörfum
kvenna í atvinnurekstri, kemur fram að stuðnings sé þörf, enda segir
m.a. í niðurstöðum skýrslunnar að konur séu almennt sammála um að
þær hafi minna sjálfstraust en karlar til að stofna og reka eigin fyrirtæki.
Þá kemur einnig fram að konur séu hræddari við að taka fjárhagslega
áhættu en karlar og þær séu tregari til þess að veðsetja heimili sín til að
fjármagna atvinnurekstur vegna afstöðu sinnar til fjölskyldunnar og
ábyrgðar á henni.
Marín Haf-
steinsdóttir
látin á fjórða
aldursári
MARÍN Hafsteinsdóttir lést á
bamadeild Landspítalans þriðju-
daginn 17. nóvember síðastliðinn.
Marín greindist með sjaldgæfan
hjartagalla þegar hún var fjögurra
mánaða gömul og gekkst undir ell-
efu hjartaþræðingar á ævi sinni.
Marín var fædd 22. apríl 1995. For-
eldrar Marínar eru Anna Óðinsdótt-
ir og Hafsteinn Hinriksson og
systkini hennar eru Fannar og
Sunna. Gengist var fyrir fjársöfnun
um allt land vegna veikinda Marín-
ar árið 1995.
í nefndinni sátu Jónína Bjart-
marz formaður, Brynhildur Berg-
þórsdóttir, rekstrahagfræðingur
hjá Iðntæknistofnun, Herdís Á. Sæ-
mundsdóttir sveitarstjómarfulltrúi,
Anna Sigurborg Ólafsdóttir, deild-
arsérfræðingur hjá iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu, og Elísabet
Benediktsdóttir, rekstrarhagfræð-
ingur hjá Byggðastofnun.
Lánatryggingasjóður
kvenna verður efldur
I þessu skyni gerði nefndin til-
lögu um að efla Lánatryggingasjóð
kvenna, þar sem nefndin telur að
lánastofnanir muni taka sjóðinn sér
til fyrirmyndar og horfa frekar til
arðsemi viðskiptahugmynda og
trygginga í þeim, en til fasteigna-
veða. Finnur Ingólfsson, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, sagði að þess-
ari tillögu yrði fljótlega hrint í fram-
kvæmd auk þriggja annarra til-
lagna, sem nefndin gerði í því skyni
að efla atvinnurekstur kvenna. Þær
felast í því að komið verði á fót mið-
stöð fyrir atvinnurekendur þar sem
fáanlegar verði á einum stað allar
upplýsingar og þjónusta varðandi
stofnun fyrirtækja, fjármögnun
þeirra o.s.frv. Komið verði á fót
tengslaneti fyrir konur í atvinnu-
rekstri, með útgáfu fréttabréfa,
námskeiða- og fundahaldi og
annarri fræðslustarfsemi. Sérstak-
ur stuðningur kæmi til vegna upp-
lýsingamiðstöðvar lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja kvenna.
Konur reka18%
íslenskra fyrirtækja
Nefndin byggði m.a. á niðurstöð-
um úrtakskönnunar Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands sem
gerði könnun m.a. á viðhorfum
kvenna til eigin atvinnurekstrar og
þar kom fram að meirihluta kvenna
finnst þær hafa lakari aðgang en
kariar að styrkjum og lánum til at-
vinnurekstrar. Ennfremur kom
fram í skýrslunni að konur reka að-
eins 18% íslenskra fyrirtækja í öll-
um greinum atvinnurekstrar og
hlutfallslega flest á sviði verslunar
og þjónustu. Heildarvinnutími ís-
lenskra kvenna sem stunda eigin at-
vinnurekstur er iangur, að mati
nefndarinnar, því rúmlega 40%
þeirra vinna 60-79 klst. á viku og
30% kvenna vinna 80 klst. eða
meira.
HALLDÓR Grönvold, ski-ifstofu-
stjóri ASÍ, segir Ijóst að íslensk
stjórnvöld eru skuldbundin til að
lúta vinnutímalöggjöf Evrópusam-
bandsins (ESB) en framkvæmda-
stjórn ESB hefur lagt fram tillögu
um 48 stunda hámark á vikulegum
vinnutíma unglækna, vörubifreiða-
stjóra og verkamanna við járn-
brautir og á sjó. Sagði Halldór að
enn væri ekki ljóst hver áhrifin
yrðu varðandi þessar stéttir á Is-
landi.
„Þessar reglur hljóta að taka
gildi hér á landi,“ sagði Halldór.
Sagði hann að reyndar yrði ekki
ljóst hver niðurstaðan yrði varðandi
vörubifreiðastjóra. Þeirra mál væru
í upplausn hér á landi. Um bílstjóra
hefðu á vettvangi Evi-ópusam-
bandsins gilt ákveðnar reglur frá
1985 um aksturs- og hvíldartíma í
langflutningum en vinnutími ann-
arra bílstjóra félli undir almenna
vinnutímareglu.
„Þessi reglugerð Evrópusam-
bandsins gekk í gildi á Islandi árið
1995 og var hún gefin út af dóms-
málaráðuneytinu," sagði hann. „Sú
reglugerð er ap okkar mati fullkom-
lega ólögleg. í henni felast undan-
þágur og frávik, sem við teljum að
hvorki uppfylli Evrópureglurnar né
íslensku vinnuverndarlögin." Sagði
hann að ASÍ hefði staðið í bréfa-
skriftum við dómsmálaráðuneytið
vegna þessa í á annað ár með litlum
árangri en hugmynd ASÍ væri að
bílstjórar í langferðum yrðu látnir
falla undir almennu vinnutímaregl-
una. Vitað væri að reglur væru
brotnar þegar um væri að ræða
vöruflutninga á lengri leiðum og hjá
bílstjórum langferðabíla yfir há-
annatímann á sumrin.
Halldór sagði að þegar hefðu ver-
ið gerðir samevrópskir kjarasamn-
ingai- við farmenn sem fælu í sér
ígildi nýi-ra reglna. „Ég lít svo á að
það sé verkefni aðila hér á landi
hvort og þá með hvaða hætti eigi
eða þurfi að hafa áhrif á hvíldar-
tímaákvæði á íslenskum farskip-
um,“ sagði hann.
Orkuveita Reykjavíkur
Tuttugu sækja um
starf forstjóra
TUTTUGU karlar hafa sótt um starf
forstjóra nýs orkufyrirtækis Reykja-
víkurborgar en vinnuheiti þess er
Orkuveita Reykjavíkur. Umsækj-
endur eiu:
Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagns-
stjóri, Ái'ni Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri, Ástvaldur Anton Erl-
ingsson deildarstjóri, Daníel Helga-
son framkvæmdastjóri, Einar Krist-
inn Jónsson framkvæmdastjóri, Ei-
ríkur Briem framkvæmdastjóri,
Grétar ívarsson jarðfræðingur, Guð-
leifur M. Rristmundsson deildar-
verkfræðingur, Guðmundur Þór-
oddsson vatnsveitustjói-i, Gunnar
Axel Sverrisson yfii’verkfræðingur,
Hreinn Frímannsson yfirverkfræð-
Harður
árekstur
á Hellisheiði
HARÐUR árekstur varð milli
tveggja bfla á Hellisheiðinni
um miðjan dag í gær. Þoka var
á heiðinni þegar slysið varð.
Virðist sem bfll sem var á aust-
urleið hafi farið yfir á öfugan
vegarhelming í veg fyrir bíl
sem ekið var í vesturátt.
Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi var einn maður fluttur á
slysadeild en meiðsl hans voru
ekki talin alvarleg. Flytja varð
annan bílinn á brott með drátt-
arbfl.
Samvinnu-
háskólinn
opnar fjar-
námsvef
FORSETI íslands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, opnaði í gær
nýjan fjarnárnsvef Samvinnuhá-
skólans á Bifröst.
Hönnun og þróun á vefnum,
sem er með slóðina fjarnam.is, er
samstarfsverkefni Samvinnuhá-
skólans og Islandia Internet.
Verkefnið er jafnframt styrkt af
Landsbanka Islands. Með opnun
þessa vefjar er, að mati þeirra
sem að honum standa, stigið nýtt
skref í fjarnámsmálurn á Islandi.
í fyrsta sinn er nemendum gert
kleift að stunda nám frá heimili
sínu, vinnustað eða annars staðar
þar sem þeim hentar, á þeim
tíma sem þeim hentar.
Með fjarnam.is vill Samvinnu-
háskólinn veita fólki úti á vinnu-
markaðnum tækifæri til að end-
urnýja og auka við sína menntun
á þann hátt sem hentar vinnandi
fólki.
Samvinnuháskólinn býður með
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MorgunDiaoio/Arn
ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti opnar fjarnámsvef
Samvinnuháskólans.
þessum hætti upp á 30 eininga
nám til BS-gráðu í rekstrarfræð-
um. BS-gráða er alþjóðleg há-
skólagráða sem veitir réttindi til
framhaldsnáms í erlendum há-
skólum.
í fréttatilkynningu frá Sam-
vinnuháskólanum segir að kann-
anir hafi einnig sýnt að þeir sem
útskrifist með slíka gráðu frá
Bifröst séu líklegir til að fá góð
og vel launuð störf í atvinnulíf-
inu. Forsenda inntöku í fjarnáin-
ið er að fólk hafi tveggja ára
rekstrarfræðanám að baki. Þeir
skólar sem útskrifa eða hafa út-
skrifað rekstrarfræðinga með
slíkt tveggja ára nám eru, auk
Samvinnuháskólans, Háskólinn á
Akureyri og Tækniskólinn.
Einnig þekkist slíkt nám á Norð-
urlöndum og gæti gefið sambæri-
leg réttindi. Alls eru samkvæmt
þessu um 1.100 manns hérlendis
sem eiga möguleika á námi í
fjarnam.is
ingur, Ingólfui- Hrólfsson yfirverk-
fræðingur, Kristján Arinbjarnar
Halldórsson fagstjóri, Ólafur G. Fló-
venz framkvæmdastjóri, Ólafur
Jónsson rekstrarráðgjafi, Páll Valdi-
marsson prófessor, Stefán Kærne-
sted framkvæmdastjóri, Valgarður
Stefánsson yfn-verkefnisstjóri,
Víglundur Þorsteinsson rafmagns-
tæknifræðingur og Þorsteinn Sigur-
jónsson deildarstjóri.
Fólk
Ráðin ráð-
• i»* í»* /
gjafi fjar-
málaráð-
herra
•RAGNHEIÐUR E. Árnadóttir
hefur verið ráðin ráðgjafi fjármála-
ráðherra og tók hún við af Þór Sig-
fússyni hagfræðingi sem starfaði
— með Friðriki
' Sophussyni,
fyrrverandi ráð-
herra. Ragnheið-
ur er 31 árs
Keflvfldngur.
Hún lauk BA-
prófi í stjórn-
málafræði frá
Háskóla íslands
árið 1991 og MS-
prófi í milliríkja-
samskiptum frá
Georgetown University í Was-
hington DC í Bandaríkjunum árið
1994. Ragnheiður starfaði áður hjá
Utflutningsráði íslands, fyrst sem
viðskiptafulltrúi í New York og síð-
an sem verkefnisstjóri á skrifstofu
þess í Reykjavík. Hún var einnig
framkvæmdastjóri Islensk-amer-
íska verslunarráðsins í New York
1996-1997. Áður hafði Ragnheiður
m.a. starfað hjá sendiráði Islands í
Washington og hjá Öryggismála-
nefnd.
Sambýlismaður Ragnheiðar er
Guðjón Ingi Guðjónsson.
Ragnhciður E.
raadóttir
Enn ekki ljóst
hver áhrifin
verða á Islandi