Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÚ er að sjá hvort gamla flokksfarartækið hefur eitthvað að gera í nýtísku mötorhjóla töffara.
Lyfjanefnd afturkallar markaðsleyfí fyrir parkinsonslyfíð Tasmar
Getur valdið alvarleg-
um lifrarskemmdum
LYFJANEFND ríkisins hefur aft-
urkallað tímabundið markaðsleyfi
lyfsins Tasmar, sem notað er við
parkinsonssjúkdómi, og lagt til að
notkun lyfsins verði hætt vegna
hættu á alvarlegum aukaverkun-
um.
Lyfjanefnd er ekki kunnugt um
alvarlegar aukaverkanir af völdum
lyfsins hér á landi, en öllum sjúk-
lingum sem nota lyfið er ráðlagt að
hafa samband við lækni sinn hið
fyrsta til þess að hefja meðferð á
öðrum lyfjum.
Evrópska lyfjamálastofnunin
ráðlagði í fyrradag að hætta notk-
un á Tasmar eftir þrjú dauðsföll
erlendis vegna aukaverkana lyfs-
ins, en ákvörðunin var tekin eftir
að í ljós kom að lyfið getur valdið
alvarlegum lifi-arskemmdum. Lyfið
er framleitt af svissneska lyfjafyr-
irtækinu Roche.
Lyfjanefnd ríkisins bendir á að
það sé mjög mikilvægt að sjúk-
lingar hætti ekki að nota lyfið
Tasmar á eigin spýtur. Eru sjúk-
lingar eða aðstandendur þeirra
beðnir um að hafa samband við
þann lækni sem hóf meðferðina
með Tasmar til þess að minnka
skammt lyfsins smám saman á
nokkrum dögum en um leið að
auka skammt annarra parkin-
sonslyfja.
Jóhann Lenharðsson hjá Lyfja-
eftirliti rfkisins segir að það sé
mjög einstaklingsbundið hvaða lyf
geti komið í stað Tasmar. Flestir
parkinsonssjúklingar séu á
nokki'um lyfjum og það að hætta
einu þeirra geti þýtt að þeir þui-fi
að auka skammt af öðru eða bæta
við nýju lyfi.
Ekki hættuástand
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Lyfjanefndar ríkisins,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
Tasmar hefði komið á skrá hér á
landi 1. apríl síðastliðinn, en hún
sagðist ekki vita hve margir hefðu
notað lyfíð hérlendis. Lyfið væri
notað ásamt öðrum lyfjum, og því
væri um viðbótarmeðferð að ræða
þegar önnur parkinsonslyf hefðu
ekki dugað.
„Petta er ágætt lyf, það vantar
ekki, en eins og flest önnur lyf
getur það haft slæmar aukaverk-
anir og það á við um allflest lyf.
Þetta er bara spurning um að
þess verði gætt að það verði
fylgst vel með sjúklingum,“ sagði
Rannveig.
Hún sagði að ekki væri neitt
hættuástand á ferðinni og sjúkling-
ar sem notað hafa lyfið þyrftu ekki
að vera hræddir. Þeir þyiftu ein-
ungis að hafa samband við lækni
sinn og ráðlagt væri að nota önnur
lyf í stadinn fyrir Tasmar.
Málþing Félags ábyrgra feðra
Eölilegt að stefna
að jafnri forsjá
og* umgengni
Ólafur Ingi Ólafssson
Félag ábyrgra feðra
efnir til málþings
undir yfirskriftinni
„Eru pabbar óþarfir?" á
Hótel Loftleiðum á milli
kl. 10 og 12 á morgun
laugardaginn 21. nóvem-
ber. Meginmarkmið Fé-
lags ábyrgra feðra snúa
að því þegar börn búa
ekki hjá báðum foreldr-
um sínum. í þeim hópi
eru hátt í 20.000 íslensk
böm. Alls búa um 96%
hjá mæðrum sínum og
um 4% hjá feðrum sínum.
Helstu verkefni félagsins
hafa tengst því að
eðlilega um-
gengni forsjárlausra
feðra við börn sín. Félag-
ar í Félagi ábyrgra feðra
eru um 150 talsins. Mál-
þing félagsins er öllum opið og er
aðgangur ókeypis.
Olafur Ingi Olafsson, formaður
Félags ábyrgra feðra, flytur inn-
gangsorð á málþinginu. „Eftir að
ég hef lokið máli mínu flytm'
Ragnar Ragnarsson, leikskóla-
kennari, erindi og kemur þar inn
á skort á karlkyns fyrirmyndum
á leikskólum. Hólmfríður Sveins-
dóttir, varaformaður Kvenrétt-
indafélags íslands, tekur því
næst til máls. Botninn í málþing-
ið slær Bragi Skúlason, sjúkra-
húsprestur, og verður spennandi
að heyra hvað hann hefur fram
að færa. Fundarstjóri er Sús-
anna Svavarsdóttir fjölmiðla-
kona.“
- Svo vitnað sé í yfirskriftina
„Eru pabbar óþarfir?"
„Því fer auðvitað víðs fjarri.
Böm þurfa á feðrum sínum að
halda til að lífið gangi upp. Nið-
urstöður rannsókna hníga allar í
sömu átt. Að líkurnar á vandræð-
um aukist þegar feðurnir eru
ekki til staðar í uppeldi barn-
anna. Eg get nefnt að í niður-
stöðum könnunar Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur á högum
Vegalausra barna kemur fram að
börn í þessum hópi eigi sameig-
inlegt að vera tengslalaus við
annað foreldri, þ.e. oftast föður-
inn.
Helgarfeður verða áþreifan-
lega varir við að börnin skortir
feður í hversdagslífinu. Fyrir ut-
an að feðurnir eru sviptir því að
fylgjast með daglegu lífi barn-
anna.“
- Er eðlilegt, miðað við vaxandi
þátttöku feðra í uppeldi ungra
barna, að aðeins sé miðað við að
úthluta forsjárlausum feðrum
annarri hverri helgi með barninu
við skilnað foreldranna?
„Við höfum verið að vekja at-
hygli á því að þjóðfélagið sé að
breytast. Feður séu farnir að
sinna ungum börnum sínum
meira en áður svo að gamlar við-
miðunarreglur um
aðra hverja helgi eigi
ekki lengur við. Gall-
inn er bara hvað sýslu-
fulltrúar eru fastir í
því að fara eftir öðrum
og eldri úrskurðum.
Krafan um nútímalegt hugarfar
verður auðvitað háværari með
tímanum. Við verðum að treysta
því að á endanum treysti sér ein-
hver til að rjúfa hefðina.
Annars er hefðin ótrúlega
sterk. Ekki pðeins í tengslum við
helgarnar. Ég get nefnt að í bók-
inni Barnarétti, eins konar leið-
beiningabók fyrir lögfræðinga,
eftir Davíð Þór kemur fram að sú
venja hafi myndast að gera ekki
ráð fyrir því að yngra barn en
► Ólafur Ingi Ólafsson, stofn-
andi og formaður Félags
ábyrgra feðra frá því félagið
var formlega stofnað fyrir um
ári, er fæddur 3. maí árið 1964.
Hann lauk námi í bifvélavirkjun
frá Iðnskólanum í Borgarnesi
vorið 1984 og hefur starfað við
fagið, sjómennsku og önnur
störf síðan.
Sambýliskona Ólafs Inga er
Björk Guðbjörnsdóttir, skrif-
stofumaður, og á hann eitt
barn.
þriggja ára dveljist yfir nótt hjá
forsjárlausu foreldri ef forsjár-
foreldri er andvígt næturgisting-
unni. Þessi venja er auðvitað al-
veg hreint fáránleg miðað við
hvernig uppeldi barna er hagað í
dag.“
- Við hvað fyndist þér eðlilegt
að miða?
„Ég er svo mikill byltingar-
sinni að mér finnst eðlilegt að
stefna af jafnri forsjá og um-
gengni við barnið. Eg á við að
þegar foreldrar skilji haldi ann-
að foreldrið áfram að búa á
gamla heimilinu. Barnið búi hjá
því foreldri í viku og flyti svo til
hins foreldrisins skammt frá til
að búa þar í viku. Með því móti
gæti barnið haldið áfram að
ganga í sama skóla og umgang-
ast sömu félagana. Eina breyt-
ingin fælist í því að barnið þyrfti
að aðlagast nýju heimili með
öðru foreldrinu. Kannanir hafa
jafnvel sýnt fram á að börnin
geti þroskast af því að átta sig á
því að ekki er hægt að ganga að
sömu hefðum og siðum á tveim-
ur heimilum. Svo við snúum okk-
ur að foreldrunum þýðir auðvit-
að jöfn framfærsla að meðlagið
dettur út.“
-Felst ekki aðalvandinn í því
að foreldrar hugsa ekki fyrst og
fremst um hag barnanna við
skilnað?
,Auðvitað er alltaf best ef fólk
getur talað saman af
skynsemi. Þó held ég
að best sé til að fyrir-
byggja hvers kyns
misskilning og deilur
að setja ákveðinn lag-
aramma um um-
gengni og framfærslu í hvert
sinn.“
- Er algengt að börn, sem búa
hjá öðru foreldri, hafí lítil tengsl ,
við hitt foreldrið?
„Ég get nefnt í því sambandi I
að í ritinu „Staða barna á Is- J
landi“ sem Barnaheill gefur út
kemur fram að börn einhleypra ;
hafi oft eða í 31% tilvika ekkert ;
samband við hitt foreldrið og ,
fram komi lítill áhugi hjá forsjár- I
foreldrinu til að efla tengslin."
Gamlar við-
miðunarreglur
eiga ekki leng-
ur við