Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slóðin rak- in á Netinu Hæstiréttur hefur með dómi heimilað lögreglu aðgang að upplýsingum um viðskiptavini netþj ónustufyrirtækis. Dómurinn hefur almenna þýðingu þótt ekki megi, að sögn Páls Þórhallssonar, draga af honum þá ályktun að afhenda megi slíkar upplýsingar án dómsúrskurð- ar. Það vakna samt ekki síst spurningar um það hvaða upplýsingar séu yfírleitt skráðar hjá netþjónustuaðilum. ÚRSKURÐUR um aðgang lögreglu að upplýsingum um viðskiptavini netþjónustufyrirtækis vekur spurningar um það hvaða upplýsingar slík fyrirtæki skrái um viðskiptavini sína. VEGNA örrar tækniþróunar má segja að löggjafinn eigi fullt í fangi með að ná utan um nýjar tegundir afbrota. Sofí löggjafinn á verðinum kunna menn sem nýta sér tækninýj- ungar við brotastarfsemi að sleppa undan refsivendinum. Astæðan er stjórnarskrárvarinn réttur manna til að gera allt sem ekki er bannað með lögum. Frá þvi var sagt í Morgunblaðinu í fyrradag að lög- regla væri að rannsaka innbrot í tölvukerfi Garðaskóla fyrir skemmstu. Mál þetta er enn á rann- sóknarstigi en samt bendir margt til að það sleppi svona rétt fýrir horn að nægilegar lagaheimildir séu fyrir hendi til að hafa hendur í hári hinna brotlegu. Lögfræðileg álitaefni sem tengj- ast Netinu eru fjöldamörg og þörfin fyrir mótun leikreglna ærin. Dóm- stólar hér á landi hafa fengið nokkur mál til úrlausnar þar sem reynir á þessa hluti einkum út af klámefni. Alþingi hefur einnig þegar gripið til lagasetningar til að ná utan um af- mörkuð viðfangsefni. Þannig var nýrri málsgi-ein bætt við 210. gr. al- mennra hegningarlaga árið 1996 sem lagði bann við því að hafa bamaklámefni í vörslu sinni. Samkvæmt athugasemdum teljast það ekki vörslur að sækja myndir í gagnabanka og skoða þær á eigin tölvu- skermi, en séu þær vistaðar á hörð- um diski tölvu, disklingi eða geisla- diski gegni öðru máli. Tölvubrot Síðastliðið vor var almennum hegningarlögum (lögum nr. 30/1998) breytt til þess að þau næðu til svokallaðra tölvubrota, þ.e. ým- issar ólögmætrar háttsemi sem framin er með því að nota tölvu, eða sem beinist að tölvum, hugbúnaði eða gögnum og upplýsingum sem varðveittar eru í tölvum eða á tölvu- tæku formi. Var talið að hin gömlu góðu hegningarlagaákvæði næðu sum hver ekki ótvírætt yfir nýtísku brot af þessu tagi eins og til dæmis innbrot „tölvuhakkara" í tölvukerfi. Meðal breytinganna var sú að við bættist ný grein, 249. gr. a, á þann veg að það varðaði fangelsi allt að 6 árum ef maður á ólögmætan hátt breytti, bætti við eða eyðilegði tölvuvéibúnað, eða gögn eða forrit sem geymd væru á tölvutæku formi. Þá segir í nýjum málslið sem bættist við 1. mgr. 257. gr. laganna að það varðaði allt að tveggja ára fangelsi að breyta, bæta við, þurrka út eða eyðileggja með öðrum hætti án heimildar gögn eða forrit, sem geymd væru á tölvutæku formi og ætluð væru til tölvuvinnslu. Blekið varla þornað A þessi glænýju ákvæði reynir einmitt í ofangreindu máli sem lög- reglan rannsakar nú. Málavextir eru þeir samkvæmt hæstaréttardómnum að heimasíðu Garðaskóla og Garðalundar hafði verið breytt og henni spillt 1. nóvember síðastliðinn. Grunur leikur á að sá, sem þarna var að verki, hafi náð að- gangi að einkatölvu starfsmanns skólans gegnum Netið. Hafi honum tekist að koma fyrir í tölvunni for- riti, sem gerði honum kleift að kanna öll gögn í henni, fjarlægja þaðan gögn og valda jafnvel tjóni á skrám meðan hún væri tengd Net- inu. Var gripið til þess ráðs að eyða vefsíðunum. Er þetta talið hafa í för með sér kostnað og óþægindi auk þess sem gera þurfi við hugbúnað í einkatölvu viðkomandi starfsmanns. Netþjónustufyi’irtækið Islandia Internet ehf. telur sig vita hverjir hafi verið þarna að verki eftir að hafa kannað gögn sín. Hins vegar taldi fyrirtækið að það mætti ekki gefa lögreglu upplýsingar um það nema að undangengnum dómsúr- skurði. Byggist sú afstaða væntan- lega á 17. gr. fjarskiptalaga nr. 143/1996 þar sem segir að þeir sem starfi við fjarskiptavirki skuli halda leyndu fyrir óviðkomandi öllu því sem um fjarskiptavirkin fer, hvort sem um er að ræða efni skeyta eða samtala eða hvort fjarskipti hafi átt sér stað og milli hverra. Ekki megi án undangengins dómsúrskurðar heimila slíkan aðgang. Um aðgang lögreglu fari samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Lögjöfnun talin heimil Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu lögreglunnar en Hæsti- réttur er ó öðru máli í dómi sem féll 13. nóvember síðastliðinn. Vandinn sem við var að eiga frá lögfræðilegu sjónarmiði var sá að viðeigandi ákvæði í 86. og 87. gr. laganna eru augljóslega einungis miðuð við það ástand þegar öll fjarskipti lutu for- ræði hins opinbera. Þannig segir efnislega að lögreglu sé heimilt að fá hjá yfirvöldum upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma eða fjar- skipti við tiltekið fjarskiptatæki enda a) sé ástæða til að ætla að upp- lýsingar sem skipt geti miklu fyrir rannsókn máls fáist með þessum hætti og b) rannsókn beinist að broti sem varðað geti að lögum átta ára fangelsi eða ríkir almannahags- munir eða einkahagsmunir krefjist þess. Þá segir að til aðgerðanna þurfi úrskurð dómara nema um- ráðamaður og eiginlegur notandi síma eða fjarskiptatækis samþykki þær. í dómnum segir að skylda til að veita upplýsingar hvfli að vísu ein- göngu á yfirvöldum samkvæmt lag- anna hljóðan. „Um þetta verður hins vegar að hafa í huga að við setningu laganna mun ekki hafa verið á færi annaira en yfirvalda að veita upplýsingar af umræddum toga, en á því hafa orðið breytingar, svo sem meðal annars má ráða af sakarefni þessa máls. Verður því að telja unnt að beita síðastnefndu lagaákvæði með lögjöfnun...“ segir þar. Fordæmisgildi Hvað skilyrðin að öðru leyti varð- ar segir Hæstiréttur að vissulega nái sú refsing sem dæma megi fyrir brotin sem verið er að rannsaka ekki átta árum en þá þurfí að líta til þess hvort ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist að- gerðanna. „Með slíkri háttsemi, sem um ræðir í málinu, má ætla að færi geti gefist á að fá aðgang að gögnum annarra og komast þannig að upplýsingum um einkahagi þeirra eða rjúfa eftir atvikum frið- helgi einkalífs þess, sem brot bein- ist gegn. I málinu hefur því verið borið við að þeir, sem áttu hér í hlut, kunni að hafa komist í „viðkvæm gögn“ annars kærandans með háttsemi sinni.“ Þá segir að það sé vandséð hvaða úrræði lögreglan hafi önnur til að upplýsa brotið. Augljóst sé að það sama geti að öðru jöfnu átt við um sambærileg brot. Mjög gæti dregið úr varnaðar- áhrifum viðkomandi ákvæða al- mennra hegningarlaga ef rannsókn á brotum gegn þeim sætti þeim tak- mörkunum að ekki yrði aflað gagna á borð við þau, sem lögreglan vildi fá aðgang að í þessu máli. Rökstuðningur Hæstaréttar virð- ist benda til að það verði framvegis fremur auðsótt fyrir lögreglu að fá úrskurð um afhendingu gagna um internetnotkun manna þegar rann- sókn beinist að tölvubrotum. Atvik í þessu máli eru ekki það sérstök og yfirleitt myndu að minnsta kosti sömu almannahagsmunir eiga við sem réttlættu afhendingu gagn- anna. Gunnar Thoroddsen lögfræð- ingur benti á í samtali við blaða- mann að það væri athyglisvert og reyndar umhugsunarefni að Alþingi sé nýbúið að setja viðkomandi refsi- ákvæði í lög með hámarskrefsingu 6 ára fangelsi og þannig óbeint taka afstöðu á þann veg að almennt eigi ekki að afhenda gögn af þessu tagi. „Samt rökstyður Hæstiréttur nið- urstöðu sína á þann veg að í hvert skipti sem tölvugögn eigi í hlut þá teljist nægilega ríkir hagsmunir til þess að rjúfa megi fjarskiptaleynd- ina. Það finnst mér orka tvímælis." Ennfi’emur þarf að undirstrika að lögregla verður eftir sem áður að leita dómsúrskurðar hverju sinni sem slíkra gagna er aflað, nema undantekningarákvæðin um sam- þykki umráðamanns síma eða fjar- skipatækis eigi við. Það má því ekki skilja dóminn svo að hann heimili lögreglu framvegis að snúa sér beint til netþjónustuaðila um upplýsingar um intemetnotkun manna. Afstaða Islandia Internets ehf. var því að þessu leyti mjög til fyrirmyndar. Hvað er skráð? Eins og Gunnar Thoroddsen, sem hefur sérhæft sig í netlögfræði, bendir á í samtali við blaðamann leiðir þessi dómur samt ekki síst hugann að því hvaða upplýsingar séu skráðar hjá netþjónustuaðilum og hversu lengi þær séu geymdar. Af fyi-rnefndri 17. gr. fjarskiptalaga virðist leiða að þeim sé ekki heimilt að skrá aðrar upplýsingar um fjar- skipti en þær sem séu liður í reikn- ingsfærslu gagnvart viðkomandi notanda. „Viðskiptavinir netþjón- ustufyrirtækja hljóta að gera kröfu um að ekki sé skráð annað en það sem nauðsynlegt er til reiknings- færslunnar eins og hvað menn eru lengi tengdir. Allt öðru máli gegnir um það hvaða heimasíður menn eru að skoða og því um líkt. Það eru augljósir hagsmunir tengdir því að slikar upplýsingar séu ekki skráðar að manni forspurðum og ef skrán- ing er óhjákvæmileg að upplýsingunum sé þá eytt jafnóðum. Það er ekki einungis lögregla sem kann að sækja í slíkar upplýs- ingar heldur er alltaf sú hætta fyrir hendi að starfsmenn netþjónustuað- ila leki út upplýsingum eða þeirra sé aflað með innbroti. Ferill manna á vefnum geymir upplýsingar um hneigðir manna og áhugamál sem eiga með réttu að vera algerlega þeirra einkamál," segir Gunnar. Ferill á vefnum sýnir hneigðir og áhugamál Alþingi nýbúið að setja lög til höfuðs tölvuþrjótum Fimmta vikan hafín í hverfagæslu lögreglunnar í Bústöðum Mikilvægt að ná tökum á málum barna og unglinga í VIKUNNI var haldið námskeið í þjófavörnum fyrir verslunarfólk í verslunarmiðstöðinni Austurveri við Háaleitisbraut. Á þriðja tug manna skráði sig á námskeiðið, sem haldið var á vegum lögreglunnar í Reykja- vík, en Austurver er innan nýs lög- gæsluhverfis, sem ber heitið Bú- staðir. Rúmur mánuður er síðan skipu- leg hverfagæsla hófst í löggæslu- hverfinu Bústöðum og segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn að þörfin fyrir þjófa- vamanámskeið sé talsverð í ljósi þeirrar afbrotatíðni, sem er í hverf- inu. Á námskeiðinu er fólki kennt hvemig meðhöndla eigi þjófnaði og hnupl og hvað verslunareigendur geta gert til að koma í veg fyrir það. Barnafólki fylgir sígild tegund afbrota Karl Steinar segir að lögreglan hafi ekki haft fastan snertiflöt á ástandinu í Bústöðum fyrr en með tilraunaverkefninu. Hann segir að í hverfinu sé aldurssamsetning íbúa að breytast. Eldra fólk sé að flytja í burtu og yngra fólk að koma í stað- inn sem eigi böm á barna- og grunnskólaaldri. Barnafólki fylgi ætíð sígild tegund afbrota í hverf- um, eins og veggjakrot og hópa- myndun unglinga og nú sé svo kom- ið að beina þurfi augum sérstaklega að nýja löggæsluhverfinu. Hann segir að í Bústöðum séu a.m.k. 20 unglingar sem kveðið hafi nokkuð að í hópamyndun, drykkju og veggjakroti við Austurver og Grímsbæ og einnig sé ofbeldi það áberandi að hverfalögreglunni hef- ur verið tekið sérstaklega á því með því að fara í 8.-10. bekk Réttar- holtsskóla og ræða afleiðingar of- beldis við nemendur. Ofbeldið hefur haldist í hendur við eineltisvanda- mál og verið framið í áfengisvímu í heimahúsum eða þar sem unglingar safnast saman úti við. „Þessi hópur færist mikið á milli staða,“ segir Karl Steinar. „Hluti þessa hóps var til vandræða við út- varpshúsið í fyrra og við fórum og leystum hann upp í vetur. Þá færði hann sig að bensínstöðinni við Stóragerði og sama sagan endurtók sig. Á sama tíma og við erum að elta unglingana erum við líka að vinna að því að fá foreldrana til að fara betur ofan í reglur um útivistartíma barna sinna því stór hluti af þessu er brot á útivistarreglum." Karl Steinar varar þó við hvers kyns múgæsingu og vitnar í fjöl- mennan fund foreldrafélags Réttar- holtsskóla, sem haldinn var fyrir skömmu þar sem sumum var heitt í hamsi vegna hópamyndunar ung- linga í Grímsbæ. Hann segir að hverfalögreglan megi ekki leiðast út í að vera stöðugt á varðbergi til að vernda tiltekna söluturna og láta hrekjast af leið að upphaflegu markmiði, sem er að taka á innvið- um vanda barna og unglinga í sam- vinnu við foreldra þeirra. „Þegar við fórum að skoða hvað var á seyði í Grímsbæ var búið að æsa fólk upp í að hafa skoðanir á málinu þótt það hefði einungis heyrt um hegðun unglinganna af afspurn. Þótt vandi stafaði af hegðun unglinganna var hann ekki eins alvarlegur og fólk ýj- aði að. Við eigum það til að mála skrattann á vegginn og málefni Grímsbæjar eru komin í þann far- veg sem okkur þykir viðunandi." Bylgjur innbrota Fyrir utan ofbeldi, þjófnaði og óæskilegar hópamyndanir barna og unglinga í Bústöðum hafði innbrota- tíðni sín áhrif á þá ákvörðunartöku að hefja stöðuga löggæslu í Bústöð- um, þótt Karl Steinar segi að eng- inn áðurnefndra flokka hafi vegið þyngra en annar. „Það hafa komið bylgjur innbrota í Fossvoginum og það voru nokkur atriði sem við skoðuðum þegar við völdum Foss- vogshverfið með í Bústaði. Fossvog- urinn er að hluta til einbýlishúsa- hverfi og nokkur þeirra hafa þjófar tæmt með ákveðnu millibili og síðan lentum við í vandræðum í vor vegna blygðunarbrota í Fossvoginum, sem og reyndar á nokkrum opnum úti- vistarsvæðum annars staðar í borg- inni.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.