Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Gengið frá kaupum fagfjárfesta á 70% hlutafjár í 10-11 verslununum í gær
Keðjan á hlutabréfa-
markað í byrjun næsta árs
EIGENDUR Vöraveltunnar hf„
rekstrarfélags 10-11 verslanakeðj-
unnar, hjónin Eiríkur Sigurðsson
og Helga Gísladóttir, gengu í gær
frá sölu á 70% fyrirtækisins til
nokkurra fagfjárfesta og fyrir-
tækja. Islandsbanki, sem hafði
milligöngu um kaupin, tók einnig að
sér að sjá um sölu á 5% eignarhlut
til viðbótar á almennum markaði en
Eiríkur og Helga hyggjast áfram
eiga 25% hlut í keðjunni. Stefnt er
að því að Vöruveltan hf. verði orðin
almenningshlutafélag snemma á
næsta ári. I gær gekk Islandsbanki
frá sölu á 70% hlutafjárins til nokk-
SEXTÍU og einn af hundraði íbúa á
höfuðborgarsvæðinu er fylgjandi
sölu á léttum vínum og bjór í mat-
vöraverslunum á Islandi en einung-
is 27% eru andvíg. Yfir 90% af fólki
undir 27 ára aldri vilja gefa sölu
umræddra víntegunda frjálsa en
einungis 52% einstaklinga yfir 46
ára aldri. Þessar niðurstöður vora
kynntar á morgunfundi Kaup-
mannasamtakanna í gær þar sem
fjallað var um hvort gefa ætti sölu
bjórs og léttvíns frjálsa. AIls héldu
sex framsögumenn erindi á fundin-
um og vora ýmsar skoðanir viðrað-
ar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenski-a sveitar-
félaga, taldi nauðsynlegt að heimila
sölu umræddra áfengistegunda í
matvöraverslunum. Það mundi
stuðla að eðlilegum verslunarhátt-
um auk þess að draga úr neyslu
sterkra drykkja. í því sambandi
benti hann m.a. á að takmarkaður
aðgangur landsbyggðarinnar að
áfengisverslunum gerði það að
verkum að innkaupin í ÁTVR yrðu
stærri en ella hjá fólki í dreifbýli.
Vilhjálmur sagði einnig að um-
gengni um áfengi og neysla þess í
landinu væri að breytast og tíma-
bært að dreifing og sala á vörunni
yrði aðlöguð þeirri þróun.
Einar Oddur Kristjánsson, al-
þingismaður, tók í sama streng.
Hann sagði Island hafa opnast mik-
ið undanfarin ár og ljóst að ekki
urra fagfjárfesta en heldur 5% eftir
til að selja á almennum markaði í
dreifðri sölu. Samhliða sölu hluta-
bréfa á almennum markaði er stefnt
að skráningu félagsins á Vaxtarlista
Verðbréfaþings Islands
10-11 verslanirnar era nú tólf
talsins og hin þrettánda bætist við
fyrir áramót. Þá er áformað að opna
fimm nýjar verslanir undir merkj-
um keðjunnar á næsta ári og verða
þær þá samtals orðnar átján.
Fyrsta verslun 10-11 var opnuð í
nóvember 1991 og hefur keðjan því
vaxið hratt á þeim sjö áram sem
síðan eru liðin.
yrði horfið aftur til þeirrar forræð-
ishyggju sem landsfeður fyrri tíma
hefðu haldið á lofti með boðum og
bönnum. Því yrðu góðtemplarar að
átta sig á og laga baráttu sína að
breytingunum með öðrum áherslum
en að koma í veg íyrir frjálsa sölu á
vörunni. Einar vék máli sínu einnig
að kaupmönnum í dreifbýli, sem
hann sagði eiga undir högg að
sækja við að viðhalda þjónustustig-
inu. Þeim væri mikilvægt að fá að
dreifa allri verslunarvöru og þar
með talið léttvín og bjór.
Kostar samfélagið
7 milljarða á ári
Kostnaður þjóðfélagsins vegna
áfengisneyslu landsmanna nemur 7
milljörðum króna á ári og því aug-
ljóslega ekki um venjulega verslun-
arvöra að ræða. Þetta kom fram í
máli Þórarins Tyrfingssonar, yfir-
læknis SÁA. Þórarinn sagði stað-
reyndir sýna að forvarnar- og með-
ferðarstarf í áfengismálum gagnist
einstaklingum á aldrinum 25-55
ára. Ein af þeim leiðum sem gætu
hamlað vaxandi áfengisvanda meðal
þjóðarinnar væri því að takmarka
aðgang þeirra sem standa utan við
þessa aldurshópa að áfengi. Sala
léttvíns og bjórs í matvöraverslun-
um myndi hins vegar auðvelda ung-
lingum aðgang að áfengi og því beri
að hafna.
Ögmundur Jónasson, alþingis-
maður, sagði ÁTVR hafa unnið að
Heildai-velta Vöraveltunnar hf. á
þessu ári er áætluð rúmir 3,3 millj-
arðar króna. Afkoma fyrirtækisins
hefur verið góð frá upphafi og er
fjárhagur þess og lausafjárstaða
einnig traust að sögn Tryggva Pájs-
sonar, framkvæmdastjóra hjá Is-
landsbanka. „Þetta er afar áhuga-
vert verkefni fyrir bankann en
tímabært er að verslanakeðjur fari
á íslenskan hlutabréfamarkað eins
og önnur fyrirtæki. Aðdragandi söl-
unnar var stuttur en eigendur 10-11
leituðu til okkar til að hafa milli-
göngu um hana.“
Þeir fagfjárfestar, sem eiga hlut í
því undanfarin misseri að auka
dreifingu en tók undir þá gagnrýni,
að þau mál mættu ganga hraðar
fyrir sig en raunin er. Hann sagði
tregðuna hins vegar ekki liggja inn-
an veggja ÁTVR, heldur hefði stað-
ið á fjármálaráðuneytinu að veita
fyrirtækinu nauðsynleg leyfi til að
fjölga útsölustöðum sínum og sér
væri spurn hvort sú stefna væri til
þess fallin að koma óorði á starf-
semi ÁTVR.
Ómálefnaleg umræða
Óskar Magnússon, stjómarfor-
maður Baugs hf., var meðal þátt-
takenda á fundi Kaupmannasam-
takanna. Hann taldi þá kyrrstöðu,
sem málið hefur verið í undanfarin
ár, eiga sér rætur í ómálefnalegri
umræðu um efnistökin. Óskar benti
á að meirihluti fólks væri fylgjandi
frjálsri sölu á vörunni og vísaði þar í
nýja könnun sem nemendur við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands unnu fyrir Baug um viðhorf
fólks til þessara mála. I könnuninni,
sem framkvæmd var á höfuðborgar-
svæðinu, vora 800 manns spurð að
því hvort þau væra hlynnt eða and-
Vöruveltunni hf. eftir breytingarn-
ar, eru Eignarhaldsfélagið Alþýðu-
bankinn hf., Landsbréf hf., Lífeyris-
sjóðurinn Lífiðn auk nokkurra fyr-
irtækja, sem ekki eru á matvöru-
markaði. Aðspurður segir Tryggvi
að verðmæti hlutafjárins sé trúnað-
armál á milli kaupenda og seljenda
og það verði ekki gefið upp að svo
stöddu. Þrátt fyrir að aðeins 5%
hlutafjárins verði sett í sölu á al-
mennum markaði á hann von á að
töluverð viðskipti verði með hluta-
bréf fyrirtækisins á markaði í ljósi
þess hvernig kaupendahópurinn er
samansettur.
víg sölu léttvíns og bjórs í matvöru-
verslunum. I ljós kom að 61% var
fylgjandi, 27% andvíg og 12% óá-
kveðin.
Óskar sagði viðhorf fólks til
málsins augljóslega vera að breyt-
ast. Þannig væri 91% fólks undir 27
ára aldri fylgjandi frjálsri sölu en
61% fólks í aldurshópnum 28-45
ára og 52% af svarendum yfir 46
ára aldri.
Óskar sagði mikilvægt að sátt
næðist um málið meðal andstæðra
fylkinga. Hann benti á að ýmis
vandmeðfarinn varningur s.s. lyf,
vopn, sprengiefni, tóbak o.fl. væri
nú þegar í höndum verslunarinnar,
án nokkurra vandamála. Þannig
væri ekkert sem gæfi til kynna að
verslunarmenn gætu ekki einnig
ráðið við sölu léttra vína og bjórs.
Tillaga Óskars sneri að því að opna
sjálfstæðar áfengisverslanir inni í
matvörabúðum. Með því móti gætu
yfirvöld áfram stýrt verðlagi, af-
greiðslutímum, fjölda afgreiðslu-
staða o.s.frv. Lausnin væri þannig
ákveðinn millivegur sem ætti að
geta sameinað sjónarmið beggja
fylkinga í málinu.
Viðskipti á Netinu
Astæðu-
laust að
óttast
HELSTA vandamálið sem
fyrrirtæki á Netinu standa
frammi fyrir er að almenning-
ur er tregur til að eiga þar við-
skipti af ótta við að persónu-
legar upplýsingar eða kredit-
kortafærslur kunni að verða
misnotaðar, að því er kom
fram á morgunverðarfundi
Félags viðskipta- og hagfræð-
inga í gær. Þar kom einnig
fram að sá ótti væri ástæðu-
laus.
Gestur G. Gestsson, mark-
aðsstjóri Margmiðlunar hf.,
sagði á fundinum að fyrirtæki
bæði hér heima og erlendis
sæju orðið mikla möguleika í
viðskiptum á Netinu. Sífellt
fleiri nýttu sér Netið, notkun-
in væri orðin almenn hjá fyrir-
tækjum og hlutfall heimila
sem tengdust Netinu færi
hækkandi. Hann sagði að ís-
lendingar væru þar framar-
lega í flokki ólíkt mörgum öðr-
um Evrópulöndum.
Viðskipti á netinu
hafa aukist
Á fundinum vitnaði Gestur
til upplýsinga frá írska mark-
aðs- og ráðgjafafyrirtækinu
Online Relationship Mana-
gement (NUA), sem hefur
sérhæft sig í að halda utan um
upplýsingar um notkun Nets-
ins í heiminum. Samkvæmt
nýlegum upplýsingum NUA
hafa viðskipti á Netinu færst í
vöxt, enda hafa fyrirtæki lagt
mikla fjármuni í uppsetningu
vefja og til að tryggja viðskipti
með öruggum hætti. Einkum
væri verslun með bækur um-
fangsmikil, en einnig með
tölvur, fon-it og ferðalög. Talið
sé að um 25% notenda versli á
Netinu.
„Fyrirtæki hafa lagt kapp á
að tryggja öragg viðskipti en
engu að síður vilja margir not-
endur ekki leggja fram per-
sónulegar upplýsingar eða
kreditkortanúmer af ótta við
að þau kunni að verða misnot-
uð á einhvern hátt.
„Það má segja að nokkurs
konar áróður hafi verið rekinn
gegn viðskiptum á Netinu og
þar eiga fjölmiðlar einhverja
sök á. En í raun era viðskipti á
Netinu öraggari heldur en
mörg form hefðbundinna við-
skipta.“
✓
A að gefa sölu léttvína og bjórs frjálsa?
61% borgar-
búa fylgjandi
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ morgunfundi Kaupmannasamtakanna um áfengismál í gær.
Ríkið og Nýherji undirrita leigusamning á einmenningstölvum
Sparar ríkinu 30 millj.
NYR samningur til 36 mánaða um
leigu undirstofnana heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins á um
400 einmenningstölvum og 40 net-
þjónum, sem undirritaður var í gær,
sparar ríkinu um 30 milljónir króna,
að sögn Ingibjargar Pálmadóttur
heilbrigðisráðherra. Spamaðurinn
hlýst af hagkvæmni þess að leigja
búnaðinn í stað þess að kaupa hann,
að sögn Ingibjargar.
Gamla ritvélin enn notuð
Við undirritun samningsins, sem
er sá stærsti sem hér hefur verið
gerður í leigu á einmenningstölvum,
sagði Ingibjörg að með uppsetningu
tölvanna myndu öll sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar á landinu geta
nýtt sér tölvutækni og gert tölvu-
væddar sjúkraskrár, en að sögn
Ingibjargar er gamla ritvélin, eins
og hún orðaði það, enn notuð sums
staðar við gerð sjúkraskráa.
„Þetta er mikil þjónustubót við
sjúklingana í landinu og mikið fram-
faraspor fyrir heilsugæsluna," sagði
Ingibjörg við þetta tækifæri.
Unnið verður að því að setja tölvu-
búnaðinn upp á næstu vikum og í
framhaldi af því verður sjúkraskrár-
kerfið Saga sett upp á þessum stofn-
unum.
Kostnaður við samninginn er um
100 milljónir króna en 300 milljónir
ki-óna verði hann nýttur í hámarki,
sem þýðir leigu á 1.000 einmennings-
tölvum, 115 netþjónum auk 240
prentara og annars tengds tölvubún-
aðar.
Nýherji var lægstbjóðandi í útboði
sem efnt var til vegna tölvuleigunn-
ar, og sagði Frosti Sigurjónsson, for-
stjóri Nýherja, að fyrirtækið hefði
verið í aðstöðu til að ná góðum samn-
ingum við erlenda birgja þar sem um
mikið magn af tölvubúnaði var að
ræða. „Við erum stoltir af því að geta
tekið þátt í þessu framfaraspori í
heilsugæslunni á íslandi. Samning-
urinn er mikil gæðaviðurkenning
fyrir Nýherja," sagði Frosti.
Nýherji mun auk þess að sjá um
leigu á búnaðinum sjá um uppsetn-
ingu og þjónustu við búnaðinn.
Kröfur um öryggi og öryggiskerfi
eru, samkvæmt fréttatilkynningu frá
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, unnin eftir forsögn Tölvu-
nefndar í samstarfi við Tölvunefnd.
Morgunblaðið/Porkell
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Frosti Sigurjóns-
son, forstjóri Nýheija, handsala samninginn sem er sá stærsti sinnar
tegundar á Islandi hingað til.