Morgunblaðið - 20.11.1998, Side 21

Morgunblaðið - 20.11.1998, Side 21
MORGUNB LAÐIÐ UR VERINU FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 21 Fiskveiðistjórnunarkerfí Nýja-Sjálands Enginn vill snúa til fyrri hátta PHIL Major, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytis Nýja-Sjálands, sinnir al- þjóðlegri ráðgjöf um skipulag físk- veiða og er ráðgjafi auðlinda- nefndar ríkisstjórnar Islands. Hann er einn níu fyrirlesara á ráð- stefnu sem ber yfirskriftina Kvótakerfið - forsendur og reynsla og er haldin á Hótel Loft- leiðum í dag. Hagfræðistofnun Háskóla Islands og sjávarútvegs- ráðuneytið standa að ráðstefnunni en til hennar hefur verið boðið nokkrum erlendum sérfræðingum um sjávarútvegsmál. Aðspurður um efni erindis síns sagðist Major mundu lýsa fram- kvæmd og reynslu Nýsjálendinga af fiskveiðistjórnunarkerfi því sem komið var á árið 1982. „Kvótakerf- ið okkar hefur gefið góða raun en hafa ber í huga að kerfið sem slíkt hefur verið í þi'óun og tekið breyt- ingum síðastliðin 16 ár,“ segir Ma- jor. „Ailar nýjungar þarf að laga að aðstæðum og lífsháttum, og svo hefur verið með fiskveiðistjórnun- arkerfi Nýsjálendinga. Það er ein- faldlega erfitt að hitta í mark í fyrstu tilraun, en margt hægt að læra af reynslu okkar, líkt og reynsla íslendinga af fiskveiði- stjórnun getur verið öðrum lær- dómsrík." „í upphafi náði kvótakerfið til níu botnfisktegunda en árið 1986 var það víkkað út og nær til allra tegunda sem veiddar eru innan landhelgi Nýja-Sjálands,“ segir Major. „Við færðum lögsöguna úr 12 mílum í 200 árið 1977. Fjöldi er- lendra þjóða stundaði á þeim tíma veiðar undan ströndum Nýja-Sjá- lands, t.d. Rússland, Suður-Kórea og Japan. Eftir útfærslu landhelg- innar þurftu erlendir aðilar leyfí tO þess að veiða í lögsögunni. í byrjun níunda áratugarins jókst svo sókn nýsjálenskra útgerða, sem vildu eiga forgang að úthafsveiðunum, og mönnum vai'ð ijóst að mikið kapphlaup var að hefjast um fisk- inn í sjónum." Yarð að grípa í taumana Við þessar aðstæður þótti ljóst að grípa þyrfti í taumana til þess að tryggja hagkvæmni veiðanna með opinben-i fiskveiðistjórnun, sem einnig tryggði viðgang fiski- stofna. „Hið nýsjálenska kvótakerfi hefur að mestu leyti uppfyllt mark- mið stjórnunar og vemdar, a.m.k. ef tekið er tillit til þess að upplýs- ingar um ástand stofna og lífríki sjávar geta aldrei verið tæmandi. En þegar á heildina er litið er ég á því að vel hafi tekist til.“ VeiðiheimOdir í sjávarútvegi eru um þessar mundir metnar á jafn- virði 150 milljarða íslenskra ki-óna. Verðmæti heimOdanna endurspegl- ar velgengni fiskveiðistjómunar- kerfisins og traustið sem almenn- ingur ber til þess að sögn Majors: „Eg er þess fidlviss að enginn vilji snúa til fyrri hátta.“ Veiðiheimildir Eignarrétturinn í hagfræðilegu ljósi Hvatinn til hag- kvæmni skiptir mestu Morgunblaðið/Kristinn ANTHONY Scott, prófessor í liagfræði frá Kanada, er harður stuðningsmaður kvótakerfisins. ANTHONY Scott, prófessor í hag- fræði við British Columbia-háskól- ann í Vancouver, er einn af feðrum fiskihagfræðinnar. Hann skiifaði fræga grein 1955 í Journal of Polit- ical Economy sem löngum hefur verið vitnað til og er enn þekktasti fiskihagfi'æðingur nútímans. Hann hefur komið áður til íslands og ber mikið lof á íslenska hagfræðinga. A ráðstefnunni Kvótakerfið - forsendur og reynsla flytur Scott einskonar inngangserindi og fjallar á fræðilegan hátt um eignarrétt í fiskveiðum. I stuttu spjalli segir Scott að mönnum sé of gjamt að fjalla um eignarréttinn frá lög- fræðilegum sjónarhóli. Þá vakni ýmis spursmál um réttindi, þ.e. hver eigi eignina, hver geti notað hana, hver geti selt hana, hver fái tekjumar af henni. Ef einblínt sé um of á þessar hliðar eignarréttar- ins í fískveiðum sé hætta á að menn missi sjónar á því sem mestu skiptir fyrir efnahagshfið í heild, hvatann til að ná hámarks hag- kvæmni og að nýta auðlindina sem best. „A Islandi er fólk mjög praktískt í hugsun," segir Scott. „Hér var kvótanum komið á án þess að hug- leiða lögfræðilega hlið eignarrétt- arins. Af því hafa sprottið deilur sem ég vil ekki blanda mér í. Mestu vai'ðar að gæta að efnahags- legum forsendum eignarréttar í fiskveiðum, að lög og reglur ýti undir vissa hegðun sem leiðir til hámarks nýtingar auðlindarinnar. Spumingin um hver eigi fiskinn í sjónum er auk þess nýtilkomin, fólk hefur lifað í sátt og samlyndi um aldir án þess að spyrja hennar eða að reyna að svara henni.“ Þjóðareign - auðlindaskattur Scott er Kanadamaður og þar í landi er þjóðareign á ýmsum auð- lindum. Scott nefnir sögunarmyllur sem dæmi. Eigendur þeirra fá að- gang að skógum, sem ríkisvaldið á, til nógu langs tíma til þess að þeir hafi hag af því að ofnýta ekki skóg- inn. Ríkisvaldið á skógana en fram- selur nýtingarréttinn gegn gjaldi. Scott segir að ef fiskveiðikvótinn væri stærri en raun ber vitni í Kanada myndi þurfa að greiða fyr- ir hann. í námurekstri sé líka greitt fyrir nýtingarrétt. Slíkur skattur getur auðvitað verið með ýmsum hætti. En hvort hann á að vera mikill eða lítill vill Scott ekk- ert um segja: „Ef menn vilja taka upp slíkan skatt er jafnvel til í dæminu að hann sé einungis tákn- rænn til að sýna að ríkisvaldið eigi auðlindina. Það yrði hins vegar að gæta að því að slíkur skattur yrði ekki of hár. Menn yrðu jafnframt að spyrja að því hvert peningarnir fara sem myndu renna til ríkis- valdsins? Og slík skattheimta má auðvitað ekki hafa neikvæð áhrif á hegðun útgerðar- og fiskimanna. Það yrði einnig að hyggja að því hvort útgerðin gæti ekki nýtt þessa fjármuni betur en ríkisvaldið til að tryggja framtíðarafrakstur af físk- veiðum o.s.frv. En ég kæri mig alls ekki um að blanda mér í þessar deilur á íslandi um auðlindaskatt. Það verður að skoðast í íslensku samhengi, sem ég er ekki nógu kunnugur, hvort slík skattheimta á hér rétt á sér eða ekki.“ Scott segir engum blöðum um það að fletta að kvótakerfið leiði til hámarks hagkvæmni og að lang- tímahagsmunir séu hafðir að leið- arljósi. Hagkvæmnin hljótist ekki síst af því að aðgangurinn að nýt- ingu auðlindanna sé takmarkaður og að hægt sé að framselja kvót- ann. Með því að treysta eignarrétt í fiskveiðum í sessi megi jafnvel leggja gmnn að því að útgerðin taki í sínar hendur alla stjórn fisk- veiða. Það hafi gerst að vissu marki á Nýja-Sjálandi. „Eg hef ekkert á móti ríkisvald- inu í sjálfu sér,“ segir Scott, „en ég er mjög hlynntur því að útgerð- armenn og fiskimenn stjórni sjálf- ir nýtingu auðlindar sinnar, rétt eins og bóndinn hugsar um land sitt og gætir þess að ofnýta það ekki.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson PHIL Major er ráðgjafi um fiskveiðisljórnun og starfar um þessar mundir fyrir auðlindanefnd. eru ekki bundnar bátum á Nýja- Sjálandi heldm- geta einstaklingar eignast þær og verslað með að vOd. Málsókn frumbyggja Aðspurður um félagslegar afleið- ingar nýsjálenskrar fiskveiðistjóm- unar segir Major: „Við höfðum bannað veiðar þein-a sem höfðu minna en u.þ.b. 150 þúsund íslensk- ar krónur í árstekjur af þeim, vegna þess að við héldum að þessi hópur lifði ekki af veiðum. Sú ráðstöfiim varð hins vegar til þess að mjög margir sjómenn sem stunduðu sjálfsþurftarveiðar voru þar með rændir lífsbjörginni. I þeim hópi vora frambyggjar fjölmennastir. Maorí-frambyggjar fóra í mál við yfirvöld og árið 1992 vora þeim greiddar bætur í samræmi við sam- komulag þar um. Um áhrif kerfisins á minnstu byggðimar er það að segja að næg önnur tækifæri hafa verið fyrir hendi á nýsjálenskum vinnumarkaði, því er fjölbreytni efnahagslífs okkar fyrir að þakka.“ Phil Major telur engum vafa undirorpið að það hafi verið rétt ákvörðun að setja á fiskveiðikerfi með þeim hætti sem nýsjálensk stjórnvöld gerðu í byrjun níunda áratugarins: „Kerfið stöðvaði kapphlaupið eftir afla. Sjómenn kvarta ekki lengur yfir því að afl- inn fari dvínandi og yfirvöld hafi hvorki stjórn á veiðum né verndun. Okkur er nú kleift að bregðast fljótt við vandamálum í sjávarút- vegi. Síðast en ekki síst hefur at- vinnugreinin axlað ábyrgð á skyn- samlegri nýtingu auðlindarinnar og vemdun fiskistofna." Major áætlar að um 15.000 Nýsjálendingar starfi í sjávarút- vegi, sem er fjórða stærsta útflutn- ingsgrein þjóðarinnar. íbúar Nýja- Sjálands era 3,5 milljónir talsins. Lúxcinborg Haniborg Heisiiiki Stokkhólniur Ainsterdain London Frankfnrt kr kr kr. 34.380 kr. Kaupmannaliöfn -K Innifalið: Flugfargjald. sem er hið sama til allra Éláfangastaóaliugleiða i Evrópu, 31,900 kr., HogfluffvaJIamkatnirscn^rmishárcftir löndum. ; '4"; 'J&kú. ' í lil Evrópu 33.870 ki 35.570krA u/. _____ fssögfm mm i i Gildistími: : 15. des. Seinasta brottför frá íslandi 31. des. tlillffÍS: ^Lájjmarksdvðl£r7 dagar og hámarksdvðl erl mánuður. Bðm. 2 -11 ára fá 33% afslátt. 1 bókunarfyrivari. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða símsöludeild Flugleiða í síma 50 SO 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laujfard. frákl. 9-17 . og á sunnudögum frá kl. 10 -16.) FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi |á Iuternetinu: www.icelandair.is - Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.