Morgunblaðið - 20.11.1998, Page 34

Morgunblaðið - 20.11.1998, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFANGI TIL JÖFNUNAR FORMENN allra stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi, hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunar- laga, sem felur í sér nýja kjördæmaskipan og jöfnun at- kvæðisréttar frá því sem nú er. Breið samstaða hefur því skapazt á þingi um málið, þótt einstaka þingmenn í flest- um flokkum geri fyrirvara um samþykki sitt. Þingflokkur óháðra er og samþykkur því að frumvarpið sé lagt fram, þótt hann hafi ekki komið beint að samningu þess. Stefnt er að því, að afgreiða frumvarpið fyrir vorið. Mjög verður dregið úr misvægi atkvæða samkvæmt frumvarpinu og verður það mest 1 á móti 1,7 og ræður þar búseta. Verulegt skref er þó stigið til jöfnunar at- kvæðisréttar, en stefnan hlýtur að vera sú, að í náinni framtíð hafi allir landsmenn jafnan atkvæðisrétt við kosningar til Alþingis eins og í kosningum til sveitar- stjórna og við kjör forseta Islands. Engin haldbær rök eru fyrir því, að búseta ráði hver atkvæðisréttur manna er í þingkosningum. Merkasta breytingin, sem frumvarpið felur í sér er, að í fyrsta sinn munu kjósendur á Suðvesturhorninu hafa fleiri fulltrúa á Alþingi en íbúar landsbyggðarinnar. Breytingin er óhjákvæmileg eigi skipan þingsins að gefa betri mynd en hingað til af búsetu fólks. Margir tals- menn landsbyggðarinnar hafa óttast slíka breytingu á þeirri forsendu, að höfuðborgarsvæðið muni sitja yfir hlut landsbyggðarinnar. Fyrir slíku eru engin rök. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að kjördæmum verði fækkað úr átta í sex. Reykjavík verður skipt í tvö kjör- dæmi og hluti Reykjaneskjördæmis færist til Suður- landskjördæmis. Afleiðingin af þessu er sú, að lands- byggðarkjördæmin verða mjög stór landfræðilega séð. Það er trúlega veikasti hlekkurinn í frumvarpinu og hlýt- ur að beina sjónum að því, að landið geti fullt eins verið eitt kjördæmi. Hin nýja skipan tekur ekki gildi fyrr en við þingkosn- ingarnar árið 2003 nema þingrof fari fram áður. Margir hafa fyrirvara á þessu hugmyndum en því má áreiðan- lega slá föstu, að lengra varð ekki komizt að þessu sinni og jafnvel töluvert afrek að ná svona langt. REYKJAVÍKUR- AKADEMÍAN REYKJAVÍKURAKADEMÍAN nefnist félagsskapur sjálfstætt starfandi fræðimanna sem stofnaður var árið 1997. Eins og fram kom í blaðinu í gær á akademían ekki að vera mótvægi við íslenskar háskólastofnanir heldur viðbót. Að sögn Jóns Karls Helgasonar, fram- kvæmdastjóra akademíunnar, ljúka alltaf fleiri og fleiri langskólanámi, mun fleiri en komast að við kennslu- og fræðistörf við hefðbundnar háskólastofnanir. „Sumir þeirra sem ekki hafa fengið fasta kennara- eða rannsókn- arstöðu hafa tekið þann kostinn að leggja fræðin á hill- una en við vonum að akademían verði vettvangur og hvati fyrir þetta fólk til þess að stunda sín fræði áfram og skapa sér sín eigin tækifæri.“ Akademían hefur nú fengið þak yfir höfuðið í JL-hús- inu, eins og fram kom í fréttinni, en þar eiga allt að 25 manns að geta haft aðstöðu til fræðistarfa. Verður gerð tilraun í eitt ár til þess að sjá hvaða grundvöllur er und- ir starfsemi af þessu tagi. Hugmyndin er svipuð og á bak við Tæknigarð á lóð Háskóla íslands. Mynda á eins konar fræðimannagarð þar sem sjálfstætt starfandi fræðimenn geta leigt sér vinnuaðstöðu og verið í samfé- lagi við aðra fræðimenn. Eru þetta einkum fræðimenn í hug- og félagsvísindum. Segir Jón Karl að með samein- ingu fræðimanna af ýmsum fræðasviðum undir einu þaki verði vonandi til þverfagleg sýn sem veitir okkur færi á að takast á við fjölbreytt og jafnvel nýstárleg fræðileg verkefni. Ljóst má vera að lengi hefur verið þörf á samtökum og aðstöðu sem þessari. Skort hefur hvata fyrir fræðimenn sem ekki hafa komist að hjá hefðbundnum háskóla- og rannsóknarstofnunum til að hella sér út í rannsóknir. Húsnæði er vissulega slíkur hvati og einnig nálægðin við aðra í sömu stöðu. Vonandi gengur tilraunin upp hjá Reykjavíkurakademíunni. Það hlýtur að vera æskilegt að hægt sé að nýta þá rannsóknarþekkingu sem til er í land- inu sem best. Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag Mikil óvissa um hver verður varaformaður REIKNAÐ er með tvísýnni kosningu um varafor- mannsembættið í Fram- sóknarflokknum á flokks- þingi flokksins sem hefst í dag. Finn- ur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, al- þingismaður Reyknesinga, keppa um embættið. Að margra mati stendur flokkurinn frammi fyrir því hvort hann á að meta meira pólitíska reynslu Finns eða þá nýju ímynd sem talin er fylgja kjöri Sivjar. Áratuga hefð er fyrir því í Fram- sóknarflokknum að varaformaðm- taki við af formanni flokksins þegar hann hættir. Það má því telja líklegt að sá sem verður kjörinn varafor- maður á þinginu verði framtíðarleið- togi flokksins. Vangaveltur um slíkt eru þó vart tímabærar, enda er Hall- dór Ásgrímsson, fonnaður Fram- sóknarflokksins, á besta aldri. Minna má á að hann var varaformaður í fjórtán ár áður en hann tók við for- ystu flokksins fyrir fjórum árum. Tvísýnar kosnlngar Framsóknarmenn sem Morgun- blaðið ræddi við treysta sér fæstir til að spá um úrslit 1 kjörinu. Menn eru sammála um að mikil óvissa ríki um úrslit. Líklegt sé að margir þingfull- trúar mæti til þings án þess að hafa gert upp við sig hvern þeir ætli að styðja. Frammistaða frambjóðend- anna sjálfra á þinginu geti því ráðið talsvert miklu um úrslitin. Segja má að Finnur hafi sem ráð- herra, alþingismaður í tæp tólf ár og gjaldkeri Framsóknarflokksins verið einn af helstu forystumönnum flokks- ins um nokkurt skeið og hafi af því nokkurt forskot á Siv. Óumdeilt er að hann er einn af reynslumestu for- ystumönnum Framflokksins. Sé ein- göngu horft á þetta ættu sigurlíkur Finns að teljast góðar. Siv var fyrst kosin á þing fyrir tæpum fjórum árum og getur því ekki státað af sömu reynslu og Finn- ur. Hún bendir sjálf á að hún hafí tekið þátt í stjórnmálum í langan tíma og setið í sveitarstjóm í átta ár. Andstæðingar hennar segja að hún sé ung og geti vel beðið í nokkur ár eftir frekari frama innan flokksins. Ekkert liggi á, því tíminn vinni með henni. Menn benda einnig á að það verði ekki mikið pólitískt áfalí fyrir Siv að tapa kosningunni, sérstaklega ef munurinn verði lítill. Það sama verði ekki hægt að segja um Finn. Tapi hann kosningunni verði það mikið pólitískt áfall fyrir hann. Einn viðmælandi blaðsins sagði að þetta gæti haft áhrif á suma þingfulltrúa. Þeir treystu sér hreinlega ekki til að setja flokkinn í þá stöðu að eiga ráð- herra sem hefði tapað svo ___________________ mikilvægri kosningu. Talið að Finnur hefur á þessu ári re”ns|a munj Flokksþing Framsóknarflokksins, sem hald- ið er undir yfirskriftinni „Vertu með á miðj- unni“, hefst í dag. Mikil spenna ríkir um varaformannskosningar milli Finns Ingólfs- sonar og Sivjar Friðleifsdóttur. Búist er einnig við átökum um sjávarútvegs- og umhverfismál. Egill Ólafsson lagði mat á stöðuna í varaformannskjörinu og skoðaði ályktanir sem liggja fyrir þinginu. Finnur Ingólfsson legið undir harðri gagnrýni vegna sumra þeirra mála sem hann hefur unnið að sem ráðherra. Hann hefur sem iðnað- arráðherra þurft að verja stefnu rík- isstjórnarinnar og flokksins í virkj- ana- og stóriðjumálum. Andstaða við þessa stefnu virðist vera að aukast í samfélaginu. Stuðningsmenn Finns benda á að Finnur hefur sem iðnað- arráðherra ekki gert annað en að framfylgja stefnu ríkisstjómarinnar og síðasta flokksþings. Gagnrýni á störf Finns í iðnaðarráðuneytinu sé því ósanngjöm. Hörð gagnrýni beindist einnig að Finni fyrr á árinu vegna bankamála. Stjórnarandstaðan og ekki síður Sverrir Hermannsson, fyi’rverandi bankastjóri, börðu harkalega á hon- um. Enginn vafí leikur á að þetta hef- ur valdið honum miklum erfíðleikum. Jafnvel hörðustu stuðningsmenn Finns segja að bankamálin hafí veikt hann það mikið innan flokksins að hann hefði tapað varaformannskjöri hefði það farið fram í sumar. Staða hans innan flokksins er sögð mun sterkari nú, en hann er ekki laus undan þessum mál- um. Síðast í fyrradag veitti stjórnarandstað- an honum ákúrar á þingi vegna fyrir- spuma um starfsloka- samninga^ við banka- stjóra. Árásir and- stæðinga flokksins á Finn gætu allt eins haft þau áhrif að þjappa þingfulltrúum um hann. Minna má á að framsóknarmenn hafa alla tíð verið foringjahollir. Ekki era allir framsóknarmenn sáttir við stefnu Finns í bankamálum. Þetta á sérstaklega við um suma full- trúa af landsbyggðinni, sem hafa lít- inn skilning á hugmyndum Finns um að selja hlut í Landsbankanum til út- landa eða á hugmyndum um einka- væðingu ríkisbankanna. Siv hefur ekki verið ráðherra og því má kannski segja að hún hafi ekki þurft að taka á erfiðum og vandasöm- um málum eins og Finnur. Hún hefur því ekki haft tækifæri til að fremja neina pólitíska synd, eins og einn við- mælandi blaðsins orðaði það. Það hafi því ekki reynt verulega á pólitíska hæfileika hennar. Togast á um reynslu og ímynd Ljóst er að kosningin um varafor- manninn er að einhverju leyti kosn- ing um ímynd flokksins. Stuðnings- menn Sivjar benda á að Framsóknar- flokkurinn sýni ákveðna dirfsku með því að kjósa unga frambærilega konu í þetta sæti. Finnur sé að komast á miðjan aldur og sé ekki eins „fersk- ur“ og Siv. Þeir benda jafnframt á að flokkurinn sýni ekki mikla breidd með því að kjósa í forystuna endur- skoðanda og hagfræðing og vísa þá til _________ menntunar Halldórs og Finns. Stuðningsmenn Si- vjar fullyrtu að Framsókn- arflokknum myndi ganga vega pungt“ betur að draga kjósendur ......... til fylgis við flokkinn ef Siv yrði varaformaður en ef Finnur yrði kjörinn og benda m.a. á árangur flokksins á Reykjanesi. Flokkurinn hafí bætt mikið við sig á Reykjanesi í síðustu kosningum og gengið nokkuð vel að halda því. Sama verði ekki sagt um fylgi fiokksins í Reykjavík. Áróður hefur verið rekinn fyrir því að undanförnu, m.a. að frumkvæði Si- vjar, að auka þurfí þátttöku kvenna í stjórnmálum. Líklegt má telja að þetta hjálpi Siv eitthvað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins styður meirihluti þingmanna flokksins Finn og „flokksmaskínan“ er sögð á hans bandi. Fæstir þing- manna virðast hins vegar ætla að lýsa opinberlega yfír afstöðu sinni fyrir kjörið. Það ætlar Halldór Ásgrímsson ekki heldur að gera, en stuðnings- menn Finns fullyrða að hann styðji Finn. Finnur var lengi aðstoðarmað- ur Halldórs er hann var sjávarút- Siv Friðleifsdóttir vegsráðherra og þeir hafa í tæpa tvo áratugi unnið náið saman. Það er þó spurning hvað stuðningur Halldórs skiptir miklu máli fyrir Finn, sérstak- lega ef flokksmenn fá enga vísbend- ingu um það frá formanninum hvern þeir eigi að kjósa. Finnur mog Siv eru forystumenn I stærstu kjördæmum landsins og gera má ráð fyrir að stærstur hluti þing- fulltrúa úr Reykjavík kjósi Finn og stærstur hluti fulltrúa af Reykjanesi kjósi Siv. Stóra spurningin er því hvað þingfulltrúar af landsbyggðinni gera. Mjög erfitt er að ráða í það og er líklegast að búseta ráði ekki úrslit- um um hvernig menn verja atkvæði sínu. I þessu efni kann þó afstaðan til virkjana- og stóriðjumála að skipta máli. Finnur ætti að geta fengið góð- an stuðning frá þeim sem styðja það sem hans verk í þessum málum. Siv hefur að vissu marki viljað fara með meiri gát varðandi frekari nýtingu á hálendinu. Þeir sem þekkja til Sivjar segja að hún sé mikill áróðursmaður. Hún gangi skipulega til verks og það hafí hún gert eftir að hún tilkynnti fram- boð sitt. Hún hafi hringt í mjög marga þingfulltrúa til að óska eftir stuðningi. Stuðningsmenn Finns hafa einnig haft samband við þingfulltrúa, en Finnur hef- ur eðlilega takmarkaðan tíma til þess. Finnur hefur hins vegar lengi undirbúið framboð sitt. Hann hefur sem ráðherra ferðast mikið um landið og verið duglegur við að rækta tengslin við flokksfólk. Að þessu leyti er sagt að hann sé sterkari á lands- byggðinni. Átök um sjávarútvegs- og umhverfísmál En fyrir flokksþinginu liggja fleiri verkefni en að kjósa varaformann. Fyj’ir því liggja fjölmargar ályktanir sem verða væntanlega grunnurinn að kosningastefnuskrá flokksins í kom- andi alþingiskosningum. Þingið er haldið undir yfirskriftinni „Vertu með á miðjunni". Með því er flokkur- inn að vísa til breytts pólitísks lands- lags sem líkur benda til að verði orðið til þegar gengið verður til kosninga í vor. Líklegt má telja að ný framboð reyni að ná til sín miðjufylgi Fram- sóknarflokksins. Reikna má með að átök verði um a.m.k. tvo málaflokka á þinginu, sjáv; arútvegsmál og umhverfismál. í drögum að ályktun um sjávarútvegs- mál er lagt til að hluta af aukningu kvóta verði haldið eftir og ríkisvaldið leigi hann á kvótaþingi. Enn fremur er lagt til að leitað verði leiða til að skattleggja með sérstökum hætti hagnað sem myndast við sölu veiði- heimilda þegar útgerðarmenn hætta í atvinnugreininni. Þótt þarna sé ekki verið að leggja til auðlindagjald í sjávarútvegi tekur þessi ályktun greinilega mið af þeirri hörðu gagn- rýni sem talsmenn auðlindagjalds hafa haft uppi á sjávarútvegsstefn- una. Flokksþing Framsóknarflokks- ins hafa alla tíð lýst andstöðu við hvers konar gjaldtöku á auðlindir sjávar þótt lengi hafi verið í flokknum lítill hópur manna sem hefur verið andsnúinn stefnu flokksins í sjávarút- vegsmálum. Oljóst er hvort ályktunin nýtur stuðnings Halldórs Ásgrímssonar. Hann tók ekki þátt í að semja hana og segist ekki hafa haft afskipti af störfum nefndarinnar sem undirbjó hana. Það má telja víst að afstaða Halldórs ráði miklu um niðurstöðu þingsins í sjávarútvegsmálum. Annað mál sem búast má við að valdi ágreiningi á flokksþinginu er ályktun um umhverfísmál. Raunar urðu hörð átök um þau drög sem lögð verða fyrir þingið. Nefnd undir for- ystu Ólafs Arnar Haraldssonar al- þingismanns samdi ályktunina og lagði m.a. til að í henni yrði þess kraf- ist að lögformlegt umhverfismat færi fram um Fljótsdalsvirkjun. Starfs- hópur, sem hafði það hlutverk að fara yfir ályktunardrög þingsins og gæta þess að ekki væri ósamræmi á milli þeirra, tók hins vegar út úr ályktun- inni um umhverfísmál það sem segir um Fljótsdalsvirkjun. Ólafur Örn sætti sig illa við þetta og mun ætla að gera grein fyrir því á þinginu. Búast má við að menn eins og Ólafur Magn- ússon, formaður Sólar í Hvalfirði, veiti honum stuðning og lagt verði til á þinginu að Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfísmat. I Framsóknai’flokknum eins og fleiri flokkum hefur andstaða við virkjanir á hálendi og byggingu stór- iðju aukist á síðustu áram. Málið er hins vegar viðkvæmt, m.a. vegna þess að stóriðjustefnan hefur verið mikilvægur þáttur í byggðastefnu flokksins. Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Ölíklegt er að stefna þeirra verði undir á þinginu, en reikna má með andstöðu við hana. Ályktun um skattamál, sem liggur fyrir þinginu, er nokkuð róttæk. Þar _________ er m.a. lagt til að vaxta- Einnia kosn- tekjur lífeyrissjóða verði ekki undanþegnar fjar- magnstekjuskatti heldur skattleggist eins og aði’ar ""....... vaxtatekjur. Lagt er til að skattleysismörk lífeyrisþega og ör- ing um ímynd flokksins11 yrkja verði hækkuð, persónuafsláttur hjóna og sambýlisfólks verði að fullu millifæranlegur milli hjóna, viðmið- unarmörk tekjutengingar barnabóta og vaxtabóta verði hækkuð og stefnt verði að viðunandi jöfnuði í skattlagn- ingu allra tekna, hvort sem þær eru af vinnu eða fjármagni. í ályktun um menntamál er lagt til að framlög til menntamála verði hækkuð þannig að þau verði svipuð og best gerist meðal ríkja OECD. í fyi’sta skrefi, sem nær til næsta kjör- tímabils, verði framlögin hækkuð úr 5,1% í 6% af landsframleiðslu. I ályktun um orkumál er lýst stuðningi við að samkeppni verði komið á í raforkuframleiðslu í áföng- um. Fyrsta skrefið verði aðskilnaður raforkuvinnslu og -dreifíngar með stofnun svokallaðs Landsnets sem sjái um raforkudreifingu í landinu. Biblíubréfið á sýningu í Kaupmannahöfn Merkustu norrænu frí- T-. merkin prýða bréfið Af hverju er biblíubréfið svokallaða svo merkilegt? Sigrún Davíðsdóttir fræddist um bréfíð hjá Knud Mohr, forseta Heimssambands frímerkjasafnara. Morgunblaðið/N ordfoto KNUD Mohr heldur á biblíubréfinu verðmæta. VIÐ munum aldrei sjá ann- an eins fund, því frímerki af þessu tagi era einfald- lega ekki til,“ fullyrðir Knud Mohr formaður Heimssam- bands frímerkjasafnara. „Þessi frí- merki eru ekki aðeins einstök í ís- lenskri frímerkjasögu, heldur í nor- rænni frímerkjasögu almennt.“ Mohr situr á skrifstofunni sinni í Stóra^ Kanúkastræti, skammt þaðan sem Árni Magnússon bjó með hand- ritasafni sínu á 18. öld. Blaðamaður og ljósmyndari fengu sem snöggvast að berja dýrindið augum, áður en því var komið á tryggan stað. Biblíubréfíð svokallaða verður á sýningu í danska Póstsafninu í Kobmagergade, sem opnuð var í gær og stendur frarn á sunnudag. Bréfið hefur ekki verið á sýningu áður, enda þola merkin ekki dagsljós nema í mjög takmörkuðum mæli. Tilefni sýningarinnar er að Mohr og þar með Danir hafa tekið við forystu í Heimssambandinu og ástæða þótti til að fagna því á eftirminnilegan hátt. Það verður að teljast sérstakur heiður fyrir Dani að fá tækifæri til að sýna bréfið, en hver hinn greiðasami eigandi er fæst ekki gefíð upp. Mohr er auk þess formaður frímerkjasafn- ara í Kaupmannahöfn, sem er elsti frímerkjaklúbbur Norðurlanda. „Það getur borgað sig að lesa biblíuna“ Ljósmyndarinn starir opin- mynntur og stóreygur á bréfið, þeg- ar galgopalegur aðkomumaður seg- ir honum að síðast begar bréfið fór á uppboð, hafí verið gi-eitt fyrir það sem samsvarar sautján milljónum íslenskra króna. Það var 1983 á uppboði hjá David Feldmann í Sviss, einu þriggja helstu uppboðs- húsa heims á sviði frímerkja. Knud Mohr hristir hins vegar höfuðið þegar hann heyrir töluna nefnda. „Það er vissulega rétt að bréfið og frímerkin á því eru einstök,“ segir hann, „en það er hættulegt að ein- blína aðeins á verðgildið. Það teng- ist þessu umslagi skemmtileg saga, sem er hluti af sögu Danmerkur og íslands." „Það getur borgað sig að lesa bibl- íuna,“ segir Mohr af danski’i glettni, þegar hann rifjar upp sögu umslags- ins. Það datt út úr biblíu uppi á Is- landi 1972. Eigandinn gerði sér strax grein fyrir að hér væri kannski eitt- hvað merkilegt á ferðinni, en hann hefur tæplega granað hversu ótrú- legur fundurinn var, ályktar Mohr, því svo einstakt er umslagið og það af sérstökum ástæðum. „Eins gott að bíta ekki í bréfið eða slefa á það,“ segir Mohr spaug- andi, þegar ljósmyndarinn biður hann að halda umslaginu upp að andlitinu. Um leið og ljósmyndarinn hefur lokið verki sínu spyr Mohr hvort við þurfum nokkuð að nota umslagið meira, en bíður ekki svars, heldur stikar með umslagið fram og biður aðstoðarmann sinn þar að ganga frá umslaginu og koma því strax í geymslu. Gáskafull ummæli Mohr um morguninn, þeg- ar hringt var í hann og hann spurð- ur hvort hægt væri að hitta hann og biblíubréfið fyrir, voru að hann væri einmitt með það liggjandi á skrif- borðinu. Svo afslöppuð er um- gengnin við bréfið þó ekki í raun. Annað eins dýrmæti er ekki látið liggja á glámbekk. Þjónustumerki - ekki venjuleg frímerki Frímerkin á umslaginu eru ekki venjuleg frímerki, heldur svokölluð þjónustumerki, sem embættismenn einir höfðu leyfi til að nota undir embættispóst. Það segir sig því sjálft að mun minna var af þjónustu- merkjum í umferð en af venjulegum frímerkjum. Á biblíubréfinu er auk þess stærsta eining átta skildinga- merkja, sem þekkt er. Hin ástæðan fyrir verðmæti bréfsins er einstök varðveisla þess. „Þar sem bréfíð var geymt inni í bók var það ósnjáð og frímerkin hafa haldið litnum,“ bend- ir Mohr á. Liturinn er dauf fjólu- blár. Frímerkin eru á bréfi, sem notað var undir peningasendingu, þegar verið var að skipta um mynt í danska konungsríkinu. Merkin eru á bréfínu og hafa því ekki aðeins varðveist vel, heldur eru í merku sögulegu sam- hengi. „Það er þessi einstaka varð- veisla og sagan, sem tengist bréfínu og sendingu þess, sem gerir umslag- ið svo merkilegt,“ segir Mohr. Mohr er sjálfur ekki í vafa um að frímerkin eru hin merkustu í nor- rænni frímerkjasögu. Gamalt sænskt frímerki keppir reyndar um fyrsta sætið, en Mohr segir að gi’unur leiki á að það sé hugsanlega falsað, en jafnvel þó það reyndist ekta þá jafn- ist það í sínum huga ekki á við biblíu- bréfíð. Og álit Mohrs er ekki ómerkt, því auk forsetastarfsins nú hefur hann um áratuga skeið verið mjög virtur safnari og unnið til verðlauna fyrir safn sitt. Óþekktur eigandi Sú virðing sem Mohr nýtur kem- ur meðal annars fram í að bréfið skuli yfirleitt fást að láni á sýning- una nú. Hver eigandinn er fæst ekki gefið upp. Mohr segist ekki vita það, þó þeir sem vel fylgist með í frímerkjaheiminum geti kannski hugsanlega getið sér þess til, en það er David Feldmann sem hefur haft milligöngu um að lána biblíubréfið á sýninguna nú. Mohr rennir gi’un í að bréfið eigi heima í Sviss, en að eigandinn sé norænn. Ekki er víst að hann sé frímerkja- safnari, því bréfið hafi ekki verið sýnt sem hluti af nemum frímerkja- söfnum hingað til. „Sumir safna málverkum, aðrir fjárfesta í einhverju öðru,“ bætir Mohr við og leiðir þar með hugann að því að svo einstakt frímerki laðar ekki aðeins að sér athygli frímerkja- safnara, heldur allra þein’a sem hafa nægt fé og laðast að því, sem er ein- stakt og illfáanlegt. Konur snjallir frímerkj asafnarar En Mohr er frímerkjasöfnunin sjálf hugleikin, ekki aðeins einstakir frímerkjadýrgripir. „Eg er ófús að ræða verðgildi frímerkja, því þá fær fólk þá hugmynd að frímerkjasöfnun sé aðeins fyrir þá sem eiga nóga pen- inga,“ útskýrir hann. „Sannleikurinn er sá að allir geta safnað frímerkjum, því það sem skiptir máli er natni og hugmyndaflug.“ Natnin skiptir máli í hvernig er farið er með merkin. Gleymið öllu um að láta umslög í bleyti og láta frímerkin fljóta af. Veljið góð umslög og geymið er boð- skapur Mohrs. Frímerki tengjast svo mörgu og safnarar eru yfírleitt vel að sér um allt milli himins og jarðar, hvort sem er saga, landafræði eða annað. Hugmyndaflugið kemur sér vel þegar viðfangsefnin era valin. Þeir sem halda að frímerkjasöfnun sé að- eins fyrir stráka og gamla karla vaða í villu og svíma. „Vissulega er mikið af eldri herram í greininni,“ viður- kennir Mohr, „en það bætast æ fleiri - konur við og þær standa sig afburða- vel.“ Sem dæmi um framsókn kvenna á frímerkjasviðinu nefnir hann að á síðustu non'ænu frí- merkjasýningunni í Kaupmannahöfn fóra konur með sigur af hólmi í þremur flokkum. „Konur eru miklu frjórri en karlar í að finna söfnunar- efni og tilbrigði við þau,“ fullyrðir Mohr. Dæmi um þessa kvenlegu snilld er að fínna á frímerkjasýningunni, þar sem biblíubréfið er höfuðgripurinn. Fyrir tveimur mánuðum vann fjórt- án ára dönsk stelpa fyrstu verðlaun á heimssýningu frímerkjasafnara í Prag. Stelpan hefur sérhæft sig í frí- merkjum, sem gefín voru út meðaiV Friðrik 9., faðir Margrétar Þórhildar Danadrottningar, var konungur 1947-1972. „Stelpan hefur safnað af natni og frímerkin hafa ekki verið dýr,“ bendir hann á því til stuðnings að peningar skipti ekki öllu máli við frímerkjasöfnun. Þess má geta að þegar Danadrottning skoðaði sýn- ingu þar sem safn stelpunnar var, dvaldist henni lengi við að skoða það. Drottningin er ekki aðeins áhugasöm um frímerki, heldur hefur einnig teiknað frímerki. Sjálfur hefur Mohr safnað frá blautu barnsbeini, enda faðir hans þekktur safnari á sínum tíma. Þeg- ar Mohr fór í nám fannst honum hann ekki hafa efni á söfnuninni lengur og fékk föður sinn til að selja safnið. Þetta var 1953 og fyrir það fékk hann tíu þúsund danskar krón- ur, sem var ógnarupphæð þá. Nokkrum árum síðar hafði hann hug á að byrja aftur, en sagði þá við föður sinn að hann hefði ekki efni á að ná saman safni eins og því sem hann hafði látið frá sér. Faðirinn bauð honum þá að kaupa safnið aft- ur fyrir tíu þúsund og fimm prósent vexti í ofanálag fyrir hvert liðið ár. Faðirinn hafði nefnilega aldrei selt- safnið, heldur geymt það, ef svo kynni að fara að sonurinn fengi áhugann aftur. Mohr safnar annars vegar dönskum frímerkjum og frá Slésvík-Holstein, hins vegar frí- merkjum er tengjast Kaupmanna- höfn og hefur unnið til fjölda verð- launa fyrir safn sitt, meðal annars Grand Prix, æðstu verðlauna frí- merkjaheimsins. íslendingar góðir frímerkjasafnarar Mohr þekkir vel til íslenskra frí- merkjasafnara, sem hann segir að séu margh’ hverjir kunnir erlendis. Hann minnir á að íslendingar eigi sér einn alþjóðlegan dómara, Hálf- dán Helgason, og Sigurður Péturs- son formaður íslenskra frímerkja- safnara sé mjög virkur á alþjóðavett- vangi. Mohr segir einnig að Islendingar fylgi skynsamlegii stefnu í útgáfu frímerkja, gefi ekki út fleiri frímerki en svo að áhugasamir safnarar ráði við að kaupa það sem komi út. Því miður sé ekki hægt að segja það sama um allar þjóðir. Olympíufrí- merkin og útgáfa þeirra hafí því miður orðið leiksoppur spekúlanta og alltof mörg slík gefin út. „Skynsamleg útgáfustefna er mik- ilvæg undirstaða undir frímerkja- söfnun,“ hnykkir Mohr á, en nefnir einnig að sé hægt að fá krakka til að safna frímerkjum á sviðum, sem þau hafi áhuga á viðhaldist áhuginn. „Og þegar þau átta sig á að það eru líka frímerki á alnetinu þá er áhuginjj- tiyggður." t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.