Morgunblaðið - 20.11.1998, Side 38
JJ8 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skekkjur
tímans
Um framtídarverkefni Blíðdísar Birtu,
Hreggviðs Kára, Predrags Brjáns
og fleiri.
UM viðmið breytast
undurskjótt, verða
allt í einu afkáraleg
tímaskekkja eða birt-
ingarform einstreng-
ingslegar fastheldni. Önnur láta
undan síga, engjast loks um í
krampaflogum og bera þá sem í
þau héldu dauðahaldi á vit hins
liðna. Öðrum er tryggt lengra
líf þótt almennt séu þau talin úr
sér gengin og ráða þar oftast
pólitískir vélvirkjar, sem lagst
hafa í vörn fyrir eigin hagsmuni
og upphafningu.
Með skoðun á viðteknum við-
miðum gefst tækifæri til rann-
sókna, sem oft geta verið upp-
lýsandi um samfélagið. Viðmið,
sem áður voru
YI0HQPP ráðandi en nú-
—---- tíminn hefur
Eftir Ásgeir hafnað, geta
Sverrisson skýrt forsend-
ur þankagangs
þeirra sem gengnir eru. Grein-
ing á horfnum viðmiðum getur
því orðið til þess að dýpka
skilning manna á því hvernig
og hvers vegna tiltekin samfé-
lagsþróun átti sér stað.
Illt er það og ægilegt að vera
búin þau örlög að fá ekki lesið
sagnfræðirit þau, sem koma
munu út fyrir jólin á íslandi
eftir eitt hundrað ár.
Víst er að þá sem þau skrifa
mun ekki skorta verkefni. Þessi
undursamlega, fróðleiksþyrsta
þjóð mun þrá að fá ítarlegar
greinargerðir fyrir því hvemig
ákveðin viðmið fengu haldið svo
lengi lífi á íslandi, þótt auðsætt
væri að þau væru tímaskekkja
og aðrar þjóðir hefðu löngu los-
að sig undan veldi þeirra. Og
þótt heimildir muni ekki skorta
verða þessir sagnfræðingar
vafalaust í erfiðleikum með að
útskýra margt, sem tíðkaðist
enn á íslandi á ofanverðri 20.
öldinni.
Því er nefnilega þannig farið
að ekki þurfa að líða 100 ár til
þess að tiltekin viðmið, sem áð-
ur voru viðtekin, reynist nú-
tímamanninum með öllu óskilj-
anleg. Ekki eru nema rétt tæp-
lega 30 ár liðin frá því að hér-
lendir menn héldu því sumir
fram að menningin á Islandi
myndi ekki lifa af litasjónvarp-
ið. Aðrir unnendur þjóðlegrar
menningar töldu að hún fengi
aldrei haldið velli til lengdar
yrði landsmönnum áfram gert
kleift að horfa á sjónvarpsrás
eina, sem amerískir hermenn
ráku í örvæntingarfullum leið-
indum sínum í Keflavík en þeir
höfðu verið dæmdir til vistar
þar í nafni hins góða í heimin-
um. Ekki eru nema tæp tíu ár
síðan rætt var í fullri alvöru á
Alþingi Islendinga hvort leyfa
ætti fólkinu í landinu að drekka
bjór.
Skyldi vandað sagnfræðirit
„Þjóð í meðferð-saga áfengis-
varnastefnu 20. aldar“ eftir
Blíðdísi Birtu Hagnes verða
metsölubók jólanna árið 2098?
Eða má vænta þess að „Orðin
tóm-saga endaloka forsetaemb-
ættisins" eftir Hreggvið Kára
Lyngbergsson BA verði ofar á
sölulistunum? Hvernig skyldi
„Það voru karlar í þeirri tíð-8.
bindi sögu ráðherraræðis og
valdníðslu síðustu aldar á Is-
landi“ eftir Predrag Brján
Gunnarsson ganga? Og ætli
„Misjafnu- menn-baráttusaga
um jöftiun atkvæðisréttar" eftir
Þröst Chang-Liu Mýrfell, pró-
fessor við Háskóla Brunabóta-
félags Islands, verði að finna í
mörgum jólapakkanna?
Eitt er víst, þetta unga gáfu-
fólk, þau Blíðdís Birta, Hregg-
viður Kári, Predrag Brjánn og
Þröstur Chang-Liu mun þurfa
á allri menntun sinni og hæfni
að halda til að útskýra fyrir ís-
lendingum eftir 100 ár hvernig
í ósköpunum stóð á því að al-
ræði ráðherra fékk svo lengi
þrifist á Islandi, hvers vegna
misvægi atkvæða var fyrst
afnumið árið 2041 og hvernig í
dauðanum það mátti vera að
einkaleyfi ríldsvaldsins á sölu
áfengis varð fyrst hnindið eftir
að Islendingar höfðu neyðst til
að kyngja tilskipun frá Örríkja-
sambandinu í þá veru árið 2037.
Og því síður mun eitt bindi
duga til að gera grein fyrir
hvernig útgerðin fékk áratug-
um saman að stunda ábótasöm
viðskipti með auðlind, sem sögð
var í stjórnarskrá sameign
þjóðarinnar, þar til svonefnt
„auðlindagjald" var sett á árið
2023 eftir klofning í stærsta
flokki þjóðarinnar, sem þá hét
Sjálfstæðisflokkurinn.
Vafalaust verður fróðleiks-
þorstinn slíkur að eldri öndveg-
isrit t.a.m „Handvirk henti-
stefna-frá flokksræði til beins
lýðræðis“ eftir Linný Sveinu
Markovich verða endurútgefin
enda munu margir önigglega
telja forvitnilegt hvernig beint
lýðræði var innleitt á Islandi í
krafti tölvutækninnar og hvern-
ig það leysti af hólmi flokks-
ræði og foringjadýrkun, sem
Stígur Ottó Vogdal MA rakti á
sínum tíma til goðaveldisins í
greinaflokki í tímaritinu „And-
vaka-Menning“. Bókamenn
munu spá því að „Hinir verð-
leikalausu-saga pólitískra ráðn-
inga á íslandi frá 1980 til 2030“
eftir hinn unga og bráðefnilega
Steinleif S. Þrúðgeirsson nái al-
veg eins og jólin áður góðri
sölu.
Virtasta ádeiluskáldið verður
eftir sem áður Þórgnýr Þram-
dal. Líkt og í síðustu bók sinni,
„Orðræða í andstreymi“ , mun
hann halda uppi vörnum fyrir
íslenska tungu, kalla eftir horf-
inni hámenningu síðustu aldar
og mótmæla „gegnsæja samfé-
laginu“, sem svo verður nefnt
þegar hver einasti borgari
landsins mun sjónvarpa dag-
legu lífi sínu um intemetið, sem
þá verður raunar kallað „Veg-
urinn“.
En þeir sem vilja kynna sér
beint og milliliðalaust viðhorf
og framgöngu íslenskra ráða-
manna á ofanverðri 20. öld
munu eftir sem áður þurfa að
hverfa til sýndarveruleika. Að-
gang að þeirri upplýsingalind
munu menn fá gegn greiðslu til
einkaleyfishafa í gegnum hinn
miðlæga gagnagrunn Forn-
mannasafnsins.
Til varnar starfs-
mönnum Veðdeildar
ÞAÐ ER dapurlegt
að lesa yfirlýsingar
Páls Péturssonar at-
vinnumálaráðherra í
Morgunblaðinu 11.
nóvember sl. þar sem
ráðherrann lýsir því
yfir að það sé vanda-
mál Landsbankans að
starfsmönnum Veð-
deildar var sagt upp.
Staðreyndin er sú að
eftir að starfsemi Veð-
deildar verður lögð
niður verður tuttugu
og fimm störfum færra
í Landsbankanum, því
ráðherra ákvað að
stofna nýjan Ibúðar-
banka og flytja verkefni Veðdeild-
ar til Sauðárkróks.
Með öðrum orðum: Atvinnumiss-
ir hóps bankamanna á höfuðborg-
arsvæðinu, í þessu tilviki Lands-
banka Islands, er atvinnumálaráð-
heiranum óviðkomandi.
Það hlýtur að vera athyglisvert
fyrir okkur starfsmenn Lands-
bankans að lesa svona yfirlýsingar
frá atvinnu- og félagsmálaráðherra
á síðum Morgunblaðsins.
Staðreyndir
málsins
Rifjum upp staðreyndir málsins.
Stjórn Ibúðalánasjóðs átti í við-
ræðum við fulltrúa Landsbankans
um áframhaldandi þjónustu Veð-
deildar við sjóðinn alveg fram í lok
október. A sama tíma og þessar
viðræður áttu sér stað var stjórn
íbúðalánasjóðs að ganga frá samn-
ingum um flutning verkefnanna til
nýri’ar innheimtudeildar á Sauðár-
króki. Starfsmenn Veðdeildar vissu
ekki annað en alvöruviðræður
væru í gangi um málið.
Þó var farið að bera á
fyrirspurnum inni í
Veðdeild frá starfs-
mönnum Búnaðar-
bankans sem vöktu
grun starfsmanna um
að verið væri að semja
við Búnaðarbankann,
nokkru áður en samn-
ingum var endanlega
slitið við Landsbank-
ann. Þessi vinnubrögð
undirbúningsstjórnar-
innar og ráðhen'a
komu eins og löðrung-
ur framan í starfs-
menn Veðdeildar LI
eftir ára- og áratuga-
störf þessa fólks.
Tilkynning um niðurstöður und-
irbúningsstjórnar ráðherrans bár-
ust svo stjórnendum Landsbank-
ans og starfsfólki í Veðdeildinni í
almennum fréttum Ríkisútvarps
sunnudaginn 1. nóvember sl., eða
fjórum dögum eftir að stjórn
Ibúðalánasjóðs hafnaði endanlega
samningum við Landsbankann.
Það er því rangt að ekki hafi verið
leitað til Búnaðarbanka Islands um
verkefnið fyrr en eftir 28. október
sl. Þetta eru fáheyrð og siðlaus
vinnubrögð. Viðræður við Lands-
bankann voru greinilega yfii'varp
meðan var verið að semja við aðra
bankastofnun um málið.
Á kostnað bankastarfa
í Reykjavík
Ráðherra talar um atvinnuupp-
byggingu á Sauðái’króki og ný
störf. Hér er ekki um ný störf að
ræða, heldur einungis flutning
starfa af höfuðborgarsvæðinu.
Það er athyglisvert hve þröngt
sjónarhorn ráðheiTa og þing-
manna landsbyggðar er í þessu
máli. Þeir horfa blint á ímynduð ný
störf. Það gleymist að störf eru
jafn mikilvæg hvar sem þau eru og
bak við störfin er fólk og afkoma
þess. Það er ástæða til að spyrja:
Hvar eru þingmenn Reykjavíkur
Eg dreg ekki í efa
nauðsyn þess að
skapa ný atvinnu-
tækifæri á landsbyggð-
inni, segir Þórunn K.
Þorsteinsdóttir, en
það á ekki að vera á
kostnað íbúa höfuð-
borgarsvæðisins.
þegar verið er að svipta höfuð-
borgarbúa atvinnunni eins og
þarna gerðist?
Eg dreg ekki í efa nauðsyn þess
að skapa ný atvinnutækifæri á
Sauðárkróki eða annars staðar á
landsbyggðinni, en það á ekki að
vera á kostnað íbúa höfuðborgar-
svæðisins.
Of dýr þjónusta?
Ráðherrann hefur margoft lýst
því yfir að þjónusta Veðdeildar við
Húsnæðisstofnun hafi verið svo
dýr að ekki hafi verið verjandi
annað en að semja við annan aðila
þar eð Landsbankinn hafi ekki
verið til viðræðna um lækkun
kostnaðar. Þessar fullyrðingar
ráðherrans eru hvað eftir annað
:■
.
Tölvumál Háskólans
í ólestri
ÞESSA dagana
stendur yfir tölvuátak
Stúdentaráðs Háskóla
Islands og Hollvina-
samtaka Háskólans,
undir heitinu Nám á
nýrri öld. Atakið hófst
formlega 30. septem-
ber síðastliðinn og
stendur til 1. des. nk.
Ekki verður annað
sagt en að mikil þörf
sé á þessu átaki, enda
ástand tölvumála við
háskólann almennt
mjög slæmt. Það eru
allir sammála um að í
nútíma þjóðfélagi eins
og okkar þurfi sérhver
nemandi að hafa aðgang að viðun-
andi tölvubúnaði. Ekki síst sá sem
er í sérhæfðu framhaldsnámi, þar
sem aðgangur að tölvum er nauð-
synlegur til að nemendur geti upp-
fyllt þær kröfur sem til þeirra eru
gerðar. Mig langar því að beina at-
hyglinni að þeim tölvukosti sem
nemendum við líffræðiskor er boð-
ið upp á. An þess að gera lítið úr
slæmri aðstöðu annan-a leyfi ég
mér að fullyrða að ástandið er
óvíða verra.
Staða líffræðinema slæm
Nemendum í líffræði við HI fer
fjölgandi með hverju árinu. Á
þessu ári voru nýskráðir nemendur
um 60 talsins og virkir nemendur
því alls um 130 við skorina, sem
gerir hana þá næststærstu í raun-
vísindadeild, á eftir tölvunarfræði.
Húsnæði líffræðiskorar stendur við
Grensásveg, þar sem
tölvuver líffræðinema
er einnig til húsa. Þar
má finna fimm gamlar
PC-vélar og eina
gamla Macintosh-vél.
Hugbúnaðurinn er í
samræmi við aldur vél-
anna, Windows 3.1-
stýrikerfi, ritvinnslu-
forrit og töflureiknh’.
Aðeins ein vélanna
hefur nettengingu sem
þó er ekki beintenging
og því ekki víst að lín-
ur séu á lausu. Ef
maður er heppinn og
nær sambandi tekur
við mikil þrautaganga
við að sækja póstinn sinn, sem hef-
ur svo ekki íslenska stafi. Þeir sem
ætla á Netið í leit að heimildum eða
öðru sem tengist náminu gefast
fljótlega upp enda hraðinn lítill og
net-vafrarinn ræður ekki við að
opna nýtískulegar vefsíður. Oftar
en ekki þarf fólk að sætta sig við að
prentarinn sé bilaður þegar kemur
að því að prenta út ritvinnsluskjöl.
Þeir sem búa svo vel að hafa að-
gang að tölvum annars staðar geta
ekki haldið áfram vinnu sinni í
skólanum vegna úreltra forrita
sem ekki samþykkja annað en
skjöl úr álíka elliæi’um vélum.
Nemendur neyðast því yfirleitt til
þess að troða sér inn í tölvuver
annarra skora og er nú ekki á þau
bætandi. Er því ekki að undra þótt
okkar eigið tölvuver standi oft
tómt, enda þolinmæði nemenda á
þrotum.
Við í líffræði horfum
vonaraugum til þessa
þarfa átaks, „Nám
á nýrri öld“, segir
Stefán Freyr
Einarsson. Atakið er
í gangi og er vonast til
að hægt verði að ráða
bót á okkar málum
hið snarasta.
Ástandið í Háskólanum
óviðunandi
Undanfarið höfum við haft sam-
band við Reiknistofnun háskólans,
sem sér um tölvumál, og óskað eft-
ir úrbótum. Einnig vöktum við at-
hygli rektors á aðstöðu okkar fyrir
skömmu. Allir eru okkur sammála
um að ástandið sé óviðunandi en þó
virðist sem ekki fáist fjármagn til
tölvukaupa, þrátt fyrir fagi’ar yfir-
lýsingar um gildi menntunar og
þar fram eftir götunum. Við í líf-
fræði horfum því vonaraugum til
þessa þarfa átaks sem nú er í gangi
og vonum að hægt verði að ráða
bót á okkar málum hið snarasta.
Allir þeir aðilar sem á einhvern
hátt koma að átakinu eiga þakkir
skildar.
Höfumliir er fomaöur HAXA, hags-
munafélags líffræðinema við HÍ.
Stefán Freyr
Einarsson