Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
lega áhugamál okkar, flugvélar. Þú
sagðir mér seinna að þú ætlaðir að
skrásetja þennan fróðleik þinn og
halda vel utan um þessa flugsögu
sem lá bak við allan þennan fróð-
leik þinn.
Eg veit núna að þú stóðst við
orðin þín því leiðir okkar lágu aftur
saman, núna leitaðir þú til mín, þig
hafði lengi langað til þess að læra
sportköfun, komst á kynningu og
sagðir svo eftir á: „Þetta er það
sem ég vil læra næst.“ Áliugi þinn
á námsefninu leyndi sér ekki, þú
tókst námið alvarlega og þú jafn-
framt Iagðir þig allan fram til þess
að sigrast á vatnsfælni sem þú
sagðir að hefði oft angrað þig. Með
stjörnuglampa í augunum unnum
við saman, þú og ég, ásamt öðrum
nemendum, hvert skrefið á fætur
öðra stigið til móts við nýjar æfíng-
ar og aldrei slegið af. Þú fékkst
útúr mér einhverja mestu gleði
mína á mínum ferli sem kennari,
eftir hverja æfíngu í sundlauginni
klöppuðu allir fyrir settu marki.
Þegar við æfðum flotjöfnunaræf-
ingarnar þá sýndi ég ykkur hvern-
ig hægt væri að labba á puttunum
eftir sundlaugarbotninum, þú varst
svo ánægður þegar þú varst búinn
með þessa æfíngu að þú komst
ekki uppúr fyrr en löngu seinn, það
var svo gaman hjá þér.
Það er gefandi starf að kenna og
sjá nemendur sína ná settu marki.
Hafið gefur og hafíð tekur, þetta
hugtak þekkir íslenska þjóðin, við
erum minnt á þetta á hverjum degi,
við sækjum okkar björg í bú sem
gerir okkur kleift að lifa og byggja
þetta land. Við þurfum einnig að
ganga þannig um umhverfí hafsins
að vistkerfi þess fái að lifa og dafna
fyrii- komandi kynslóðir. I ár er ár
hafsins, íslendingar allir vilja að
það gefi okkur það sem það hefur
að gefa. Á móti er það siðferðileg
skylda okkai’ að virða það með betri
umgengni en hefur verið. Þú vildii'
taka þátt í því átaki ásamt öðrum
nemendum sem lært hafa sportköf-
un hjá mér, þessi helgi var liður í
lokaáfanga okkar að klára verkleg-
ar æfíngar í sjó og að námi loknu
ætlaðir þú að halda áfram og öðlast
meh-i reynslu og halda áfram að
kafa með okkur hinum. Þennan ör-
lagaríka dag eftir að verklegum æf-
ingum var lokið skoðuðum við þenn-
an fallega heim undirdjúpanna, um-
vafðh- fiskum, krabbadýrum, ki’oss-
fiskum og marglitum þaraskógi.
Stjörnuglampi vai- í augunum þín-
um og heimferðin undirbúin, það
var kominn tími til að kveðja undir-
djúpin í þetta sinn. Skyndilega eins
og hendi sé veifað breytist heim-
ferðin í harmleik sem enginn mann-
legur máttur fékk ráðið við, þú,
elsku vinur, hafðir fengið nýtt hlut-
verk og fórst strax til starfa hjá
okkar almáttuga Guði. Ég reyndi
allt til að hafa þig hjá mér og Jó-
hannes köfunarfélagi þinn ásamt
fóður sínum líka en okkur varð ekki
að ósk okkar. Ég er þess fullviss að
þú nærð settu marki þó að það sé í
öðrum heimi en þeim sem við vor-
um í um daginn. Þú ert með kafara-
gleraugun þín með þér og getur
skoðað óravíddir undirdjúpanna á
himnum, það verður vel tekið á móti
þér, þú ert drengur góður og vildir
öllum vel. Ég veit að þú fylgist með
mér og ég skal lofa þér því að halda
áft-am að kenna öðrum sportköfun
og leyfa þínum anda að koma með í
hverja ferð hvar sem er og hvenær
sem er.
Að lokum langar mig til að
kveðja þig með texta úr lagi Jó-
hanns Helgasonar, Söknuði.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga þvi er ver,
ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Elsku Rúnar minn, Guð geymi
þig og blessi, minning þín er ljós í
lífi okkar, ég sendi fjölskyldu, ætt-
ingjum og vinum mínar einlægar
samúðarkveðjur. Megi Guð almátt-
ugur fylgja ykkur í sorg ykkar.
Hinsta kveðja.
Tómas J. Knútsson,
Sportköfunarskóla Islands.
LILJA VIGFÚSDÓTTIR
HJALTALÍN ARNDAL
+ Jósefína Lilja
Vigfúsdóttir
Hjaltalín Arndal
fæddist í Brokey á
Breiðafirði 27. maí
1903, og ólst þar
upp. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 12. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar Lilju voru
Vigfús Jónsson
Hjaltalín, f. 4.10.
1862, d. 3.7. 1952,
bóndi í Brokey, og
kona hans Kristjana
Guðbjörg Kristjáns-
dóttir, f. 10.9. 1874, d. 17.2.
1968. Systkini Lilju eru: Jón
Bergur, nú látinn, fyrrv. bóndi í
Brokey; Guðbjörg Kristín, nú
látin, ljósmóðir í Stykkishólmi,
en bjó síðast í Reykjavík; Hildur
Halldóra, nú látin, húsmóðir í
Stykkishólmi, síðar í Reykjavík;
Lára Málfríður, nú látin, hús-
freyja á Narfeyri á Skógar-
strönd, síðar í Reykjavík; Vil-
hjálmur Óskar, fyrrv. bóndi í
Brokey, nú búsettur í Stykkis-
hólmi; Eygló, fyrrv. kennari í
Reykjavík; Laufey, dó ung kona.
Hinn 1. janúar
1930 giftist Lilja
Finnboga J. Arndal,
fulltrúa bæjarfóget-
ans í Hafnarfirði og
síðar forsljóra
Sjúkrasamlags Hafn-
arfjarðar. Hann var
fæddur 31. ágúst
1877 og lést 28. júní
1966, sonur Jóhanns
Jónssonar og konu
hans Sigríðar Eiríks-
dóttur. Lilja hefur
búið í Hafnarfirði,
lengst af á Brekku-
götu 9, síðan í Álfa-
skeiði 80 en nú síðustu árin hefur
hún dvalið á Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Börn Lilju og Finnboga eru
Jón Hjaltalín, f. 17.5. 1930,
kvæntur Margréti Jóhannsdótt-
ur frá Siglufirði. Synir þeirra
eru Hlynur, f. 1957, kvæntur
Auði G. Eyjólfsdóttur, dóttir
þeirra er Karen Lísa, f. 1993; ív-
ar, f. 1959, kvæntur Elínu H.
Káradóttur en börn þeirra eru
Margrét Helga, f. 1992, og Jó-
hann Kári, f. 1995; Finnbogi, f.
24.10. 1933, kvæntur Hjördísi S.
Þá hefur Lilja, tengdamóðir mín,
kvatt þennan heim, södd lifdaga.
Hún var margræð kona og við-
kvæm, en skapstór og lá ekki á
skoðunum sínum. Fastheldin var
hún á grónar siðvenjur og mætti
ekki alltaf skilningi. Lífsbaráttan
hafði alið með henni vissa tor-
tryggni og henni stóð ógn af ýmsu í
samtíðinni, sem yngra fólk lét sér í
léttu rúmi liggja.
Það var að vísu ekki þess vegna
sem hún leitaði á náðir draumsins,
hún var draumspök í orðsins fyllstu
merkingu, með afbrigðum ber-
dreymin, og mundi drauma sína í
smæstu atriðum. Fyrir kom að
draumur og veruleiki flutu saman í
eitt, einkum þegar líða tók á ævina,
og þótti ekki tiltökumál. Hún hafði
einnig fengið að upplifa fyiT á æv-
inni, og stundum með nokkrum
hrolli, að hún sá og heyrði fleira en
aðrir. Fór ekki hjá því, að þessi lífs-
reynsla mótaði nokkuð viðhorf
hennar til tilvei-unnar.
Lilja var höfðingi heim að sækja
og því var líkast, að andi Brokeyjar-
heimilisins svifi yfir borðum. Mót-
tökurnar voru ætíð innilegar og eft-
irminnilegar og einungis það besta
á boðstólum. Og ekkert þótti full-
komnað fyrr en boðið hafði verið
uppá komfektmola, vindil og sérrí-
glas.
Þessir tíma koma ekki aftur.
Samtalið snerist oftar en ekki
um fjölskyldulíf og barnalán, já,
útivinnandi konur og barnauppeldi
í viðsjái'verðum heimi. Þrátt fyrir
skoðanaágreining og snarpar orð-
ræður var stutt í bros eða léttan
hlátur, væri slegið á léttari
strengi. Þá gat hún fyrirgefið
tengdasyninum skeggvöxt og
klæðaburð.
Brokey var aldrei langt undan á
góðri stund og það var spurt og
spjallað og rifjað upp, en Lilja var
góð og nákvæm sögumanneskja,
sem bar mikla virðingu fyrir for-
eldrahúsum og naut þess sérstak-
lega að segja frá framtaki og góð-
verkum föður síns, en á þeim bæ
var stundum hlaupið undir bagga
og hugvitið var látið í askana.
Lilja lét sig hafa það að heim-
sækja okkur hjónin og börnin
tvisvar sinnum á erlendri grund,
sitt í hvoru landinu. Þótt henni yrði
villugjarnt í stórborginni lét hún
ekki bugast og kom okkur hressi-
lega á óvart með glæfralegum uppá-
tækjum í fjölsóttum tívolígarði. Við
fórum að efast um að við þekktum
þessa konu, en lengi má manninn
reyna.
Þessi minningarbrot eiga að vera
þekklætisvottur fyrir auðsýndan
hlýhug og umhyggju.
Þorgeir Þorgeirsson.
Nú er hún amma mín horfin yfir
móðuna miklu, en eins og mörg
systkina hennar náði hún háum
aldri og varð 95 ára gömul.
Þegar höfð er í huga sú seigla
sem einkenndi allt hennar líf liggur
beint við að hugsa til upprunans,
þess uppruna sem hún ávallt minnt-
ist með sáram söknuði. Amma
fæddist og ólst upp í Brokey á
Breiðafirði og eins og hún aldrei
þreyttist á að segja okkur barna-
börnum sínum frá naut hún þar
góðs atlætis og örlætis foreldra
sinna á myndarlegu búi þeirra. Sú
mikla ábyrgðartilfinning sem ein-
kenndi hana öllum stundum var arf-
ur sem hún fékk úr föðurhúsum.
Þessum ábyrgu viðhorfum til lífsins
miðlaði hún síðan af festu til barna
sinna og barnabarna.
Amma kom til höfuðborgarinnar
á þriðja áratug aldarinnar og stund-
aði þar nám í tungumálum einn vet-
ur ásamt því að vera lærlingur á
saumastofu. Síðan gerðist hún ráðs-
kona hjá virtum borgara í Hafnar-
firði, sem misst hafði eiginkonu á
sóttarsæng. Og eins og gengur gift-
ist hún þessum manni, Finnboga J.
Arndal, sem var 26 árum eldri. Lífið
varð enginn dans á rósum, en amma
varð fyrst að annast það stóra heim-
ili sem fyrir var, þá sín eigin börn,
þrjú að tölu, og síðan eiginmann
sem fyrr en varði var kominn á eft-
irlaunaaldur. Peningarnir hrukku
skammt og til að halda á floti stóru
heimili gerði amma það sem henni
var eflaust innrætt af sannfæring-
arkrafti á æskuheimilinu. Hún tók á
vandanum af dæmalausri eljusemi,
tók að vinna myrkranna á milli og
fórnaði sér þannig algjörlega fyrir
börnin. Vitaskuld er þetta algengt
hlutskipti kvenna á öllum tímum, en
mér finnst samt eins og krafturinn
sem einkenndi ömmu eigi sér ekki
margar hliðstæður.
Amma var þessi hvunndagshetja;
sem alltof fáir telja efni í sögu. I
minningunni er hún sívinnandi og
sífellt með hugann við velferð ann-
arra. Þegar ég var lítill var ég auð-
vitað oft í eldhúsinu hjá henni og sú
mynd sem ég hef íyrir hugskots-
sjónum er amma yfir eldavélinni,
færandi til brennheita potta með
berum fingrunum og á stöðugum
þeytingi milli eldhúss og borðstofu.
Stöku sinnum hvarf hún beint ofan í
gólfið í drungalegan, kaldan og rak-
an steinkjallarann, þar sem hún
geymdi súrslátrið og þvoði þvotta.
Magarnir sem metta varð vora
margir, því ekki var einvörðungu
um að ræða okkur gestkomandi
börnin og afa gamla, heldur einnig
fullt hús af kostgöngurum kvölds og
morgna. Á milli þess sem hún gaf
lúnum erfiðismönnum kjarngóða
Arndal frá Siglufirði, og eiga
þau tvo syni, Stefán, f. 1958,
kvæntur Þórdísi Eiríksdóttur,
börn þeirra eru Edda Margrét,
f. 1983, Axel, f. 1986, og Eirík-
ur, f. 1989; Hreinn, f. 1965,
sambýliskona hans er Ingi-
björg Snorradóttir, og er dóttir
þeirra Rakel Hjördís, f. 1997;
Kristjana Vigdís Laufey, f. 7.6.
1939, gift Þorgeiri Þorgeirs-
syni frá Laugum í Reykjadal
og eru börn þeirra fjögur,
Bergur, f. 1958, kvæntur Sig-
ríði Kristinsdóttur og eru dæt-
ur þeirra Bergþóra, f. 1991, og
Vigdís, f. 1994; Lilja, f. 1959 en
sambýlismaður liennar er
Björn Erlingssou og eru synir
þeirra Þorgeir, f. 1996, og
Markús, f. 1998; Finnur, f.
1967; Fjóla, f. 1972, sambýlis-
maður hennar er Baldur Bragi
Sigurðsson, sonur þeirra er
Emil Draupnir, f. 1998.
Lilja var einn vetur í Reykja-
vík og lærði fatasaum. Hún
stundaði einnig tungumálanám.
Lilja stundaði ýmis störf jafn-
framt heimilisstörfunum. Hún
rak matsölu á Brekkugötu 9 í
mörg ár og voru margir í föstu
fæði hjá henni, sumir hverjir ár-
umsaman.
títför Lilju fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
málsverði og þrengdi þrumurum í
bitaboxin rauk hún með Hafnar-
fjarðarvagninum til Reykjavíkur og
sótti þar vinnu í dúkkugerð. Ein-
hvern veginn náði hún alltaf að
finna stund til að kaupa inn ofan í
alla skjólstæðingana, sem þýddi
daglegan matarburð upp bratta
Brekkugötuna að gula húsinu undir
hamrinum. Velferð kostgangaranna
bar hún ávallt fyrir brjósti, og ég
gleymi aldrei þeim stundum þegar
hún útskýrði fyrir mér yfir rjúkandi
pottunum hvaða brögðum hún beitti
til að gera fæðuna kjarnbetri, enda
fullyrti hún það við mig að um enga
kostgangara væri jafn vel hugsað
og hennar.
Þessi orð mín era til þess hugsuð
að bregða upp svipmynd af konu
sem kunni þá list að lifa af í orðsins
fyllstu merkingu. Svona var líf
hennar, stöðug barátta og þraut-
seigja, og brennandi áhugi á að
miðla anda þessarar seiglu til af-
komenda sinna.
Ég vil í lok þessara hugleiðinga
um ömmu mína þakka henni kær-
lega íyrir allar þær stundir sem við
áttum saman og allt sem hún hefur
gefið mér. Blessuð sé minning
hennar.
Bergur Þorgeirsson.
Þá er hún amma farin til annars
heims í fjarska þar sem kyrrð og
friður ríkir. Nú getur hún hitt þá
sem hún hefur saknað og jafnframt
fylgst með þeim sem eru henni kær-
ir hér á jörð. Það er mikill söknuður
að sjá á eftir ömmu en ég veit að
hún beið lengi eftir þessari stund.
Hún var mjög trúuð og sótti oft
styrk til Guðs og var ekki hrædd við
að fara.
Þegai' ég horfi til baka minnist ég
helst þeirra stunda þegar ég var
barn og fékk oft að gista hjá henni
yfir helgi. Alltaf var gott að vera hjá
henni, heimili hennar var notalegt
og fallegt og andrúmsloftið sér-
stakt. Hún átti alltaf nóg til af mat
og góðgæti og gaf sér iðulega mik-
inn tíma til að spjalla um lífíð, til-
veruna og trúna. Sagði oft frá
draumum sem hana dreymdi og
seinni árin voru það stundum
draumar um framliðið fólk sem hún
saknaði og um þann heim sem hún
taldi vera þann stað sem við förum
öll til á endanum.
Amma eignaðist þrjú börn og átta
barnabörn. Fjölskyldan veitti henni
mikla hamingju og lífsfyllingu og
hún var ánægð og stolt yfir hversu
vel þeim farnaðist í lífinu.
Sjálf bjó hún yfir óendanlegum
lífskrafti og lífsvilja. Vildi standa á
eigin fótum, vera öðram óháð og
gafst aldrei upp þegar á móti blés.
Þessir eiginleikar koma greinilega í
ljós þegar hennar lífsferill er skoðað-
ur. Hún rak til dæmis mötuneyti til
margra ára á heimili sínu að Brekku-
götu 9 í Hafnarfirði. Fannst henni
mikilvægt að vinna heima og þBjfa
þar af leiðandi ekki að fara frá böm-
unum eða láta þau í annarra manna
hendur. Vildi hún alltaf vera til stað-
ar ef þau þörfnuðust hennar. Hún
var með fjölda manns í mat bæði í
hádeginu og á kvöldin ásamt því að
útbúa nesti svo þeir hefðu með mið-
dagskaffinu. Þetta gerði hún alla
daga vikunnar, einnig um helgar.
Þegar mest var voru um 20 manns í
fullu fæði hjá henni. Lagði hún
áherslu á hollan, góðan og næringar-
íákan mat, sem var veglega útilátinn.
Hún var dugleg, stundvís og stolt.af
því sem hún gerði. Lagði mikið upp
úr því að nýta allt vel, bakaði mest
allt sjálf og keypti inn á hagkvæman
hátt. Eins og gefur að skilja kynntist
hún mörgum á þessum áram og tel
ég víst að félagslega hafi þessi starf-
semi verið henni mikilvæg, en um-
fram allt gerði þessi vinna hana
sjálfstæða. Hún bjó yfir stolti sem
lýsti sér einnig í klæðaburði. Vildi
alltaf vera vel til fara og átti úrval af
fötum til skiptanna, en saumaði mest
allt sjálf sem hún klæddist.
Annars veitti amma sér ekki mik-
ið á lífsleiðinni, var alltaf mjög spar-
söm og nægjusöm. Þess vegna eru
þær minningar sérstaklega ánægju-
legar þegar amma heimsótti ol^iir
til Englands og Svíþjóðar þar sem
við bjuggum um tíma. Var það mikil
upplifun fyrir hana að komast í nýtt
umhverfi. Einna mest heillaði hana
að heimsækja garða þai- sem uxu
blóm í öllum regnbogans litum. Hún
elskaði bjarta liti; gult, rautt og
appelsínugult, en í fatavali var það
blái liturinn sem var hennar uppá-
hald. Dökkir litir gerðu hana leiða.
Það var mikill söknuður þegar við
bjuggum úti og skrifuðumst við öll
á. Minnist ég einna helst þegar við
töluðum inn á snældur og sendúírí á
milli. Amma sýndi hér sérstaka frá-
sagnarhæfileika þar sem hún sagði
frjálslega en skipulega frá hvað á
daga hennar hafði drifið. Fannst
mér það mjög sérstakt því þessi
tækni var henni framandi og hún
komin á sín efri ár.
Jólaboð ömmu eru mér einnig
minnisstæð. Á hverju ári hittumst
við öll, börn ömmu og barnabörn.
Þá var oft glatt á hjalla, mikið rætt,
bornar fram afbragðs veitingar og
fóru allir ánægðir heim aftur. Það
var annars alltaf notalegt að koma
í heimsókn til ömmu, hún átti alltaf
eitthvað gott með kaffinu, jafnvel
þótt gestir kæmu fyrin'aralaust.
Þótti henni mikilvægt að fólk íiéri
ekki svangt frá hennar húsum.
Heimilið og húsmóðurhlutverkið
var hennar stolt og yndi.
Amma elskaði að gefa gjafir, en
fór alltaf hjá sér þegar henni var
gefið eitthvað, fannst það alveg
óþarfi. Hún vildi vera sú sem gerði
eitthvað fyrir aðra og þess vegna tel
ég það hafi verið henni ofraun að
fara inn á Hrafnistu, sérstaklega
þegar hún fór á sjúkradeild. Þá var
það hún sem varð að þiggja allt af
öðrum. Það, að geta ekki sýnt frum-
kvæði, gefið af sér og haft eitthvað
til að keppa að og berjast fyrir gerði
hana lífsleiða. Hún óskaði þess
stundum að hún fengi að fara og
skildi ekki af hverju hún var Sdn
bíða svona lengi.
Með þessum orðum kveð ég
ömmu mína og votta aðstandendum
og vinum samúð.
Lilja Þorgeirsdóttir.
Elsku amma mín, þegar ég hugsa
um þig ferðast hugur minn til þín í
litlu íbúðina á Álfaskeiðinu.
Ég man eftir þér í dyragættinni
með galopið; og vinalegt viðmót,
stofan svo hlý með stól úti í horni
sem þú dottaðir stundum í.
Merkileg mjög var frystikista þín
sem í leyndust rjómatertur og kök-
ur og ekki gleymi ég skál inni í
stofu, einnig með góðgæti í.
Ljúflegt er að minnast þess hve
innilega þú skelltir uppúr. Yndisleg
var hrifning þín og þitt góða hjarta.
Amma mín, takk fyrir minnincr-
arnar. K
Fjóla Þorgeirsdóttir.