Morgunblaðið - 20.11.1998, Page 45

Morgunblaðið - 20.11.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 45?-- ÓLAFUR ELDJÁRN + Ólafur Þórar- insson Eldjárn fæddist í Stokk- hólmi 1. júlí 1975. Hann lést á deild 11 A á Landspítalan- um 13. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur, f. 1.5. 1952, og Þórar- inn Eldjárn rithöf- undur, f. 22.8. 1949. Bræður Ólafs eru Kristján Eldjárn, f. 16.6. 1972, sambýl- iskona Eyrún María Rúnars- dóttir, f. 29.5. 1972. Dóttir þeirra er Unnur Sara, f. 13.12. 1992. 2) Úlfur, f. 3.9. 1976. 3) Ari, f. 5.9. 1981. 4) Halldór, f. 15.5. 1991. Móðurforeldrar Ólafs eru Anna Sig- ríður Björnsdóttir, 5.8. 1921, og Ólafur Pálsson, f. 18.5. 1921. Föður- foreldrar Ólafs eru Halldóra Ingólfs- dóttir Eldjárn, f. 24.11. 1923, og Kri- stján Eldjárn, f. 6.12. 1916, d. 14.9. 1982. Ólafur var mikið fatlaður frá fæð- ingu og dvaldist á deild 20 á Kópa- vogshæli eftir að hann fluttist til fslands með foreldrum sínum og bræðrum árið 1980. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Um hásumarið árið 1975 fæddist þriðja barnabarn foreldra minna úti í Stokkhólmi, strákur eins og hinir. Sonur Unnar og Þórarins bróður míns. Fallegur glókollur sem hlaut nafnið Ólafur eftir móðurafa sínum. Sjálf fékk ég þó leyfi til að halda að hann héti líka smávegis í höfuðið á mér og sendi honum silfurskeið. Þá var komið í ljós að hann Óli var ekk- ert venjulegt barn, hann var mikið fatlaður og eftir því sem hann eltist fóru líkurnar síhverfandi á því að hann kæmist til þess sem venjulega er kallað þroski. Það sem hann gerði í staðinn var að koma öðrum til nokkurs þroska. Óli var Óli og Óli var eins og hann átti að vera. Og alltaf fallegur og glóhærður. Ég og mínir kveðjum Óla með ást og virðingu og ljóðinu um hann sjálfan sem mér hefur alltaf fundist eitt fallegasta og innilegasta ljóð Þórarins föður hans. Það segir það sem segja þarf: Lófar þínir svo mjúkir iljar gerðar til gangs augun sem þekkja mig ekld enn beðið eftir fyrirmælum sem aldrei bárust ókunnar leiðir rofnar af óþekktu meini Það sem heftir þroska þinn efldi minn Allt sem þú gafst mér: þú kynntir mig Sorginni og Voninni og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt Éggafþérekkert nema lffið Ólöf Eldjárn. Það er komið að leiðarlokum hjá Ólafi. Hann hefur sagt skilið við líf sem var fjötur. Óli var með hrein og falleg augu, honum fannst gott að hlusta á tón- list. Hann var innblástur í einu af bestu ljóðum fóður síns. Með tilveru sinni kenndi hann bræðrum sínum ótal margt um lífið sem enginn læri- meistari getur kennt. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Óla og fyrir að fá að verða vitni að ást og æðruleysi foreldra hans. Megi hann hvíla í friði. Sigrún og Hjörleifur. Það var fagran sumardag í júlí. Sólin skein í heiði. Setið var úti í garði í góða veðrinu og börnin léku sér. Það settist lítill þröstur hjá mér. Hann lék ýmsar listir og mér fannst hann vera að reyna að segja mér eitthvað. Skömmu síðar hringdi síminn. Við fengum þá gleðifrétt að lítill drengur væri fæddur í fjöl- skyldunni úti í Svíþjóð. Hann væri 14 merkur að þyngd, ljóshærður og undurfallegur. Hjarta mitt fylltist gleði eins og alltaf þegar lítið barn fæðist í fjölskyldunni. Þetta var hann Óli. Síðar kom í ljós að lífssaga hans varð öðru vísi en vonir stóðu til. Hann fékk mikla krampa sem voru merki um varanlegan skaða og þroskaðist ekki eðlilega. Að því kom að foreldrar hans gátu með engu móti annast hann heima þrátt fyrir góðan vilja. Hann fékk þá pláss á heimilinu Storhagen rétt fyrir utan Stokkhólm. Þetta var heimili fyrir fjölfótluð börn og aðstaðan eins góð og kostur var. Fjölskyldan fluttist síðan heim til Islands og þá fékk Óli að eiga heima á Kópavogshælinu á deild 20. Á Kópavogshæli er manngæska í fyrirrúmi og maður undrast hvernig hægt er að vinna með svona mikið fatlað fólk af svona mikilli hlýju og mannvirðingu. Óli varð fljótt fullorðinn. Það las maður úr augum hans. Hann var blíður og kunni vel að meta snert- ingu. Hann naut þess að hlusta á tónlist og kunni best að meta Moz- art og barokktónlist. Hann var sæl- keri og gaf bræðrum sínum ekkert eftir í því efni. Hann var líka hlýðinn. Þegar for- eldrar hans dvöldust eitt ár erlendis var honum sagt að hann mætti ekki veikjast meðan þau væru fjarri. Hann stóð svo sannarlega við það. Síðustu árin hafa stundum verið ströng hjá Óla en lífskrafturinn mikill. Það átti ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Óli kvaddi þennan heim fóstudag- inn 13. nóvember um leið og jarð- skjálftinn stóri reið yfir. Það hefur búið spakur þröstur undanfarin ár í garðinum hjá okkur í Fífumýrinni. Fyrir nokkrum dög- um tók ég eftir að hann var horfinn. Sennilega farinn í ferðina löngu með frænda mínum. Nú er komið að kveðjustund, Óli minn. Við í stórfjölskyldunni stönd- um eftir og drúpum höfði. Megir þú hvíla í friði. Sigi-íður Ólafsdóttir. Halla þú, röðull, höfði skínanda, bráhýr, brosfagur að brjósti Ránar, sæll og sólbjartur, sem þá er stefndir bratta braut á bogann uppsala. (Jónas Hallgr.) Kæri Óli minn. Eftir 16 ára sam- leið er komið að kveðjustundinni. Þú hefur kennt mér svo margt, Óli minn, sem er mér ómetanlegt, þótt ég hafi lítið kennt þér sjálf nema fyrstu árin. í upphafi tók langa stund að vekja þig, velta þér til og hjálpa þér að hreinsa lungun svo að þú værir tilbúinn að læra. En þá varst þú svo uppgefínn að þú máttir til með að sofna og hvfla þig. Mér verður ætíð minnisstætt þegar þú svaraðir mér í fyrsta skipti svo að ég væri viss. Lengi þorði ég engum að segja það nema Áuði, og heldur ekki mömmu þinni, þar til við vorum báðar full- vissar um að það væri rétt að þú tækir þátt í samspili og spjalli. Seinna var auðvelt að fá þig til að segja frá hvernig þér líkaði við flest það sem við tókum okkur íyrir hendur. Eða þegar þú hlustaðir í fyrsta skipti á tónlist í skólanum, það var engin venjuleg tónlist. Seinna áttir þú vandaðan tónlist- arsmekk og ævintýii líkast að fylgj- ast með þér syngja með uppá- haldskaflana í uppáhaldstónverkun- um. Þegar ég nuddaði þig í fyrsta skipti og hafði gert lista yfir allt sem ég ætlaði að skoða sem merki um að nuddið skipti þig máli, en ekkert af listanum sýndi mér það, heldur breyting á andardrættinum, við nudd á örlitlum bletti á bring- unni, seinna varð nuddið að gleði- og unaðsstund milli þín og kennar- ans þíns hennar Auðar. Þegar þú gast lyft höfðinu frá plötunni og varst svo glaður og stoltur að það lýsti af þér langar leiðir. Því miður varð líkaminn þinn svo brothættur um svipað leyti þannig að þú varðst að hætta þeim skemmtilega leik. Þegar við byrjuðum að vinna sam- an, Óli minn, sýndirðu aðallega ef þér leið illa. Smám saman varðst þú fær um að tjá litróf tilfinninga og skoðana, þannig að auðvelt var að túlka. Eða vorum það við sem urð- um leiknari í að sjá og túlka þau merki sem þú og samnemendur þín- ir gáfu okkur? Pabbi þinn segir í ljóði „Ég gaf þér ekkert nema lífið“. Ég veit ekki hvort það er rétt. Ég veit að þú hafðir sterkan persónuleika, ákveð- ið skaplyndi, varst glaðlyndur, en snerist þér eitthvað í móti gastu verið þungur á bárunni, nöldrað og verið lengi að sættast aftur. Þú varst mikill tónlistarunnandi og vildir ljóslega taka virkan þátt í tón- listinni. Persónueinkenni þessi gladdist amma þín við að heyra um, því að það líktist fleirum í fjölskyld- unni. Já, Óli minn, ef eitthvað eitt er mikilvægast af því sem þú kenndir okkur, þá er það að sjá persónuna, einstaklinginn, sem er fyrst og fremst mikilvægur í krafti sjálfs sín, eins og allar aðrar manneskjur, þar sem fötlunin verður aldrei aðalat- riði, hversu mikið tillit sem taka þarf til hennar. Ég sakna þín, Óli minn. Það dreg- ur ekki úr sorginni að gleðjast sam- tímis yfir að þér þarf ekki lengur að líða illa. Það var ég lengi að læra. Núna vil ég leyfa mér að syrgja þig, og fleiri skólasystkin þín sem á und- an eni gengin. Þið hafið gefið mér allt það sem hefur gert mig að betri kennara, betri fagmanni, betri manneskju. Þið hafið sýnt mér að það skiptir máli. Viðhorf Auðar, kennarans þíns um svo langt árabil, vildi ég gjaman tileinka mér en þau má fella í kveðjuorð Jónasar Hall- grímssonar um vin sinn, Tómas Sæ- mundsson: Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn til vænni funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á leið. (Jónas Hallgr.) Takk fyrir allt og allt, Óli minn. Anna Soffía Óskarsdóttir. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit Snert hörpu mína, himinboma dís, og hlustið, englar guðs í paradís. (Davíð Stefánsson) Elsku vinur, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert kominn í annan betri, þar sem ljósið og birtan er. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Við hlustuðum mikið á tón- list og söng og nutum þess, sér í lagi þegar þú varst að hlusta á Diddú eða Elínu Ósk. Þá brostir þú út að eyi'um. Þú kunnir svo sannarlega að meta góða tónlist. Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég veit, elsku vinur, að nú líður þér vel hjá englunum og hlustar á þeirra höi-puspil. Vertu sæll, kæri vin. Þín vinkona, Lovísa Guðmundsdóttir. t Elskuleg dóttir okkar og systir, MARÍN HAFSTEINSDÓTTIR, lést á barnadeild Landspítalans þriðjudaginn 17. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Hafsteinn Hinriksson, Anna Óðinsdóttir, Fannar Hafsteinsson, Sunna Hafsteinsdóttir. t Ástkser eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR, Sunnuvegi 19, Reykjavík, er látin. Stefán Bjarnason, Guðný Snæland, Hafsteinn Snæland, Ragnar Stefánsson, Ingibjörg Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. * t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR, Sporðagrunni 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L1 á Landakotsspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur. Inga Lillý Bjarnadóttir, Jón Bjarni Þorsteinsson, Guðrún Björt Yngvadóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Anton Pjetur Þorsteinsson, Sigríður Hauksdóttir, Þorsteinn Yngvi, Ingibjörg Hanna, Inga Margrét og Orri Thor. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HANS JÚLÍUSAR ÞÓRÐARSONAR fyrrv. útgerðarmanns, Vesturgötu 43, Akranesi. Björgvin Hagalínsson, Guðrún Edda Júlíusdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Emilía Ásta Júlíusdóttir, Þórður Ás. Júlíusson, Ásdís Elín Júlíusdóttir, Gunnhildur Júlía Júlíusdóttir, Smári Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Erna Gunnarsdóttir, Aðatsteinn Aðalsteinsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður og ömmu, KARENAR ANDRÉSSON, Vesturgötu 12. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots, deildar K2, og lækna sem önnuðust hana. Guð blessi ykkur öll. Alda Bjarnadóttir, Kári Jóhannesson, Bjarni Breiðfjörð Kárason, Jóhann Ö. Kárason, Sigurlaug Sverrisdóttir, Kristján Óskarsson, Bjarni Ingi Kristjánsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Örn Óskar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.