Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 59

Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 59» FÓLK í FRÉTTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Glötuð æska Bíórásin 2 ► 24.00, 4.00 Trufluð tilvera (Trainspotting). Fáar rayndir vöktu jafnmikla at- hygli árið 1996, og þessi nöturlega skoðun á eit- urlyfjaumhverfinu í Edinborg. Þykir afar raun- sæ og gefa trúverðuga lýsingu á þessari útgáfu nútíma helvítis, og er að finna í öllum borgum Evrópu, að Reykjavík meðtalinni. Fyndin, þrátt fyrir allt, en gamanið bleksvart. Byggð á bók, síðan leikriti, sem m.a. var sýnt hér í talsvert áhrifamikilli og vel leikinni uppfærslu í Loftkast- alanum. Þeh- Skotarnir Ewan McGregor og Ro- bert Carlyle hlutu frægð og frama fyrir frammi- stöðu sína í erfiðum hlutverkum og leikstjórinn, Danny Boyle, fékk flugmiða til Hollywood. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson HARMONIKUBALL verður annað kvöld, laugardagskvöld, í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Léttsveit félagsins leika fyrir dansi, Ragnheiður Hauksdóttir syngur. ALLIR VELKOMNIR Olafía Hrönn Jónsdóttir NO NAME andlit ársins1998 NO NAME .-. COSMETICS .— — ‘Kýnning Helga Sæunn förðunarfræðingur gefur ráðleggingar í dag frá kl. 14-18 Sautján, Laugavegi Bíórásin ► 10.00, 22.00 Fjölskyldu- líf (A Family Thing, ‘96), sjónvarps- mynd (frumsýning), sem að óséðu er einkar áhugaverð. Þegar öldruð kona deyr suður í Arkansas kemur í ljós að hún er ekki móðir söguhetjunnar, Earls Pilcher (Robert Duvall), heldur blökkukona sem dó af barnsförum, og Pilcher á litaðan hálfbróður (James Earl Jones) í Chicago. Hann heldur norður en fær í fyrstu óblíðar móttök- ur. Handritið er skrifað af Billy Bob Thornton, sem ári síðar fékk Óskarsverðlaunin á því sviði (Sling Blade). Ebert gefur ★★★ Bíórásin ► 12.00, 18.00 Bíómyndin Hundaheppni (Fluke, ‘95), náði aldrei inná tjaldið hérlendis. Fjallai’ um ævintýrleg samskipti hunda og manna. Gæti leynt á sér. Box Office Magazine: ★★ Bíórásin ► 24.00, 4.00 Trufluð til- vera (Trainspotting, ‘96). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 21.00 Krakkaleigan (Rent-A-Kid, ‘95). Nýr forstöðumaður á barnaheimili hyggst drýgja launin með því að leigja út krakkagemling- ana. Með Leslie Nielsen og Christopher Lloyd. AMG: ★★14 Sýn ► 21.00 Krákan (The Crow, ‘94) Kraftmikil draugasaga byggð á teiknimyndahetju. Rokkstjama geng- ur aftur og hefnir harma sinna. Utlit myndarinnar er óvenju hryssingslegt, grátt, blautt og guggið. Síðasta mynd Brandons Lee, sem lést langt fyrir aldur fram - líkt og faðir hans, Bruce. Leikstjóm Alex Proyas er eftirtekt- arverð.AAA Stöð 2 ► 22.40 Rockford Los Ang- eles er staðurinn (Rockford Files: I Still Love L.A., ‘95). Enn ein sjón- varpsmyndin um þessa fyrrum sjón- varpshetju, sem James Garner lék gjarnan ágætlega. Sjónvarpið ► 23.00 Kavanagh - Traust bönd (Kavanagh Q.C.: The 'I'ies That Bind, ‘PSj.Vikuskammtur- inn af breska málfærslumanninum James Kavanagh er á sínum stað. Sýn ► 23.25 Fordæmda fljótið (Damned River, ‘89). Þessa mynd finnið þið ekki hjá Maltin, heldur í Myndbandahandbókinni okkar A.I. Þessi ósköp rákust sensagt inní ís- lenskt kvikmyndahús. Við segjum: Hversdagsleg B-útgáfa af „Deliver- ance“ Boormans. Nokkur ungmenni skella sér til Afríku til að reyna ævin- týrasiglingu niður Zambesi. Leið- sögumaðurinn reynist kolgeggjaður svo lystiferðin breytist í ósköp og skelfingar. Fúsk í fógru umhverfi.AVá Stöð 2 ► 0.15 Dómsorð (The Verdict, ‘82) Þúsundasta og íyrsta endursýn- ingin á einni bestu mynd Pauls Newman. Missið ekki af henni. ★★★% Sýn ► 0.55 Skarkárinn (The Entity, ‘81) Konu er margnauðgað af draugi sem eltir hana á röndum í óvenjulegri og ótrúlegi’i draugasögu sem sækir óhugnaðinn í heldur ódýr brögð, en er spennandi engu að síður þótt erfitt sé að trúa því sagan byggi á sönnum at- burðum. Með Barböru Hershey. ★★i4 Stöð 2 ► 2.20 Spennufíklar (I Love TroubJe, ‘94). Afspyrnulélegt moð með Nolte og Juliu Roberts. Hann gæti verið langafí hennar. Afar róm- antísk og ámóta spennandi mynd um tvo rannsóknarblaðamenn garfandi í sama málinu. ★★ Sæbjörn Valdimarsson (C& LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. fax 557 4243 bpn m o nni m m Taktu þátt í „Mary“ netleiknum á kvikmvndir.is „Toppurinn“ í dag!_ Gamanmyndin sem allir eru að tala um... 27.000 fyrstu tvær vikurnar ahorfendur boúT 4K

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.