Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Atlanta gerir stóran samning við flugfélagið Iberia á Spáni
Samið um verkefni fyr-
ir 5,5 milljarða króna
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur
gengið frá samningi við spænska
flugfélagið Iberia. Samningurinn
gildir til 18 mánaða og hljóðar upp
á um 5,5 milljarða króna. Sam-
kvæmt samningnum verður meg-
inverkefnið sem Atlanta tekur að
sér að annast flug sjö sinnum í
viku á milli borganna Madríd og
Buenos Aires og fjói-um sinnum í
^fiku milli Madríd og Las Palmas á
Kanaríeyjum. Samkvæmt upplýs-
ingum stjórnenda félagsins krefst
þetta verkefni um 250 starfs-
manna sem verða að stórum hluta
íslenskir.
Atlanta hefur gengið frá kaup-
leigu á tveimur Boeing 747-200
breiðþotum frá flugfélaginu Cat-
hay Pacific í Hong Kong og verða
vélarnar notaðar í verkefnin fyrir
Iberia. Fær félagið fyiTÍ vélina af-
henta í næstu viku en þá síðari í
desember.
210 milljóna kr. hagnaður
Samkvæmt upplýsingum Arn-
gríms Jóhannssonar, forstjóra Atl-
anta, og Magnúsar Friðjónssonar,
fjármálastjóra félagsins, munu um-
svif Atlanta aukast um þriðjung
vegna þeiiTa verkefna sem félagið
hefur tekið að sér fyrir spænska
flugfélagið.
Samkvæmt rekstraruppgjöri
Atlanta fyrir fyrstu átta mánuði
ársins nam rekstrarhagnaður eftir
skatta 210 milljónum króna og
gera stjórnendur félagsins ráð fyr-
ir svipuðum hagnaði á árinu öllu.
Velta félagsins var tæplega 7,1
milljarður króna á fyrstu átta mán-
uðum ársins og gera áætlanir
stjómenda félagsins ráð fyrir að
hún verði 9-9,5 milljarður króna á
öllu árinu samanborið við 7,7 millj-
arða kr. á seinasta ári.
Atlanta hefur einnig fyrir
skömmu endumýjað samninga um
verkefni í Saudi-Arabíu þar sem fé-
lagið heldur áfram áætlunarflugi
og pílagrímaflugi og einnig er í
undirbúningi pílagrímaflug fyrir
Air India og Air Afrique.
■ 210 milljóna/12
Framsdknarflokkurinn
Atök um um-
hverfismál
BUIST er við átökum um sjávarút-
vegs- og umhverfismál á flokksþingi
Framsóknarflokksins, sem hefst á
Hótel Sögu í dag. Fram kemur
ályktun um að Fljótsdalsvirkjun fari
í umhverfismat, en átök hafa verið
um hvort minnast ætti á Fljótsdals-
virkjun í umhverfisályktun þingsins.
Agreiningur er einnig um ályktun í
sjávarútvegsmálum, sem gerir ráð
fyrir að hluti af aukningu á veiðiheim-
ildum verði leigður á kvótaþingi og
hagnaður útgerðarmanna sem fara út
úr greininni verði skattlagður.
Spenna ríkir um varaformanns-
kjörið milli Finns Ingólfssonar við-
skipta- og iðnaðarráðherra og Sivjar
Friðleifsdóttur alþingismanns. Hluti
þingsins verður sendur út á Netinu,
en flokkurinn hefur opnað heima-
síðu, www.framsokn.is.
■ Mikil óvissa/35
Stúdentar sátu áfram þegar Þjóðarbókhlöðu var lokað
Vilja hafa
- opið
lengur
STUDENTAR við Háskóla ís-
lands sátuáfram í Þjóðarbókhlöð-
unni þegar henni var lokað kl. 19
í gærkvöldi og lásu þar til kl. 22.
Stúdentar vildu með þessu mót-
mæla því sem þeir telja vera
ófullnægjandi tíma tij lestrar í
Þjóðarbókhlöðunni. Asdís Magn-
úsdóttir, formaður Stúdentaráðs,
segir að um 500 stúdentar hafi
tekið þátt í aðgerðinni, en stúd-
-*^ntar hafl haldið uppi kröfu í
fjögur ár um að hafa lengur opið.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra segir að ráðuneytið hafi
lagt fram tillögur fyrir fjárlög
1998 og 1999 um hækkun á fram-
lögum til Landsbókasafns og
Þjóðarbókhlöðunnar.
Asdís segir að það kosti 14
milljónir króna á ári að hafa
Þjóðarbókhlöðuna lengur opna.
„Það varðar ekki bara hags-
muni stúdenta heldur alls almenn-
ings að aðgangur að safninu sé
nægilega rúmur. Háskófabókasöfn
í nágrannalöndunum eru að
minnsta kosti opin til kl. 22 og oft
til miðnættis," segir Ásdís.
• ** 518 lesborð eru í Þjóðarbók-
hiöðunni. Þar er allt fræðibóka-
safn Háskólans og segir Ásdís að
stúdentar líti svo á að þarna sé
vinnuaðstaða þeirra. Hún segir að
sl. haust hafi bókasafninu í Odda,
húsi félagsvísindadeildar og við-
skipta- og hagfræðideildar, verið
Iokað. Þar stundi 2.000 manns
nám sem hafi ekki í önnur hús að
venda með nám sitt um kvöld og
helgar.
„Menntamálaráðuneytið lagði
til í fjárlagafrumvarpi fyrir 1998
___Og 1999 að fjárveitingar yrðu
Kækkaðar til Landsbókasafnsins
til þess að lengja afgreiðslutíma
þess og það hefur verið gert. Við
höfum ekki tekið afstöðu til þess-
ara talna hvað viðvíkur því hve
lengi Þjóðarbókhlaðan er opin og
málið hlýtur að vera til athugunar
hjá sfjórnendum Háskólans og
aafnsins," sagði menntamálaráð-
herra.
Morgunblaðið/Þorkell
STÚDENTAR sátu áfram í Þjóðarbókhlöðunni til kl. 22 til að leggja
áherslu á kröfur sínar um að hafa lengur opið.
Greiða ber í lífeyris-
sjóð vegria starfs-
manna Múlalundar
GREIÐA ber af launum starfs-
manna í Múlalundi, vinnustað íyrir
öryrkja, Hátúni lOc í Reykjavík, í líf-
eyrissjóð samkvæmt dómi Hæsta-
réttar í gær.
Þar var fallist á kröfu fyrrverandi
starfsmanns um að viðurkennt yrði
að hann hefði átt rétt á og honum
hefði borið skylda til sem starfs-
manni Múlalundar að eiga aðild að
og greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs og
að Múlalundi hefði verið skylt að
halda eftir af laununum iðgjaldshluta
hans og standa lífeyrissjóði skil á
honum ásamt mótframlagi atvinnu-
rekanda.
Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttar-
lögmaður sótti málið og telur að úr-
skurðurinn hafi mikið fordæmisgildi
fyrir tugi öryrkja.
„Ég er að sjálfsögðu ánægð með
þennan dóm fyrir hönd umbjóðanda
míns og allra þeirra sem eru í hans
sporum," sagði hún í gær.
Múlalundur hélt því fram í málinu
að starfsemin sem færi fram á hans
vegum væri ekki atvinnurekstur
heldur líknarstarfsemi, sem hefði
það markmið að styðja sjúka til
sjálfsbjargar. Félli hún ekki undir 2.
gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör
launafólks og skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda þar sem allir launa-
menn eru skyldaðir til að eiga aðild
að lífeyrissjóði og atvinnurekendum
til að standa viðkomandi sjóði skil á
mótframlagi sínu.
Frumvarp um að sam-
ræma skattleysismörk
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
hefur lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um breytingu á lögum um
tekjuskatt og eignarskatt sem mið-
ar m.a. að því að jafna það misræmi
sem nú er á milli skattleysismarka
fjármagnstekna og annarra tekna. í
athugasemdum við frumvarpið seg-
ir m.a. að við upptöku fjár-
magnstekjuskatts hafi verið ákveðið
að persónuafsláttur, sem ekki hefði
nýst á móti almennum tekjuskatti,
útsvari og eignarskatti, skyldi koma
viðkomandi til góða á móti fjár-
magnstekjuskatti, sem á hann
kynni að verða lagður. „Tilgangur-
inn var að tryggja að ekki yrði lagð-
ur skattur á tekjur neðan skattleys-
ismarka óháð því hvort um væri að
ræða almennar tekjur eða fjár-
magnstekjur. Sú aðferð sem til þess
var valin, þ.e. að láta ónýttan per-
sónuafslátt ganga að fullu á móti
álögðum fjármagnstekjuskatti hef-
ur þann ókost að hún felur í sér
miklu hærri skattleysismörk gagn-
vart fjármagnstekjum en öðrum
tekjum," segir í athugasemdum.
Með þeirri breytingu sem lögð er til
yrði þetta misræmi hins vegar
afnumið og „skattleysismörk gagn-
vart fjármagnstelg'uskatti yrðu
áþekk því sem við á um aðrar tekj-
ur.“
■ Boðar/11
í dómnum segir að þessu laga-
ákvæði verði beitt um réttarsam-
band aðila máls eins og starfi starfs-
mannsins var háttað en hann var í
fullu starfi, fékk laun og orlof, haldið
var eftir staðgreiðslu skatta og
tryggingargjald greitt vegna hans í
ríkissjóð.
Hvorki í þeim lögum né reglugerð
nr. 194/1981 um starfskjör launafólks
og skyldutryggingu lífeyrisréttinda
sé heimild til að undanþiggja fatlaða
frá þeirri almennu skyldu að greiða í
lífeyrissjóð. Múlalundur sé atvinnu-
rekandi og hafi honum því borið
skylda til að standa skil á iðgjöldum
vegna starfsmannsins.
Éinn dómari, Garðar Gíslason,
vildi sýkna Múlalund á þeirri for-
sendu að starfsemin væri ekki at-
vinnurekstur.
Málið fluttu Björn Ól. Hallgríms-
son hrl. og Leó E. Löve hdl. af hálfu
Múlalundar.
----------------------
Leitað að
rjúpnaskyttu
BJÖRGUNARSVEITIR í Borgar-
firði og á Akranesi hófu seint í gær-
kvöldi leit að rjúpnaskyttu sem ekki
hafði skilað sér til félaga síns á til-
settum tíma. Félagarnir tveir höfðu
farið til fjalla innst í Skorradal kl. 10
í gærmorgun. Annar þeirra kom nið-
ur seinnipart dags og beið í þrjá tíma
eftir félaga sínum. Hann leitaði síðan
eftir aðstoð hjá lögreglu á Borgar-
nesi. Björgunarsveitir leituðu
mannsins, einkum á Botnsheiði.
Gott veður var á þessum slóðum í
gær en veðurspá gerði hins vegar
ráð fyrir suðaustan útsynningi með
rigningu og roki. Ekki var talið að
mennirnir hefðu verið í mikilli hæð,
hugsanlega í 350-400 metrum.
Leitarsvæðið er upp af Skorra-
dalsvatni, milli Eiríksvatns og Kvíg-
indisfells auk allrar Botnsheiðar.
Rjúpnaskytturnar höfðu ákveðið að
hittast við bíl sinn þegar tæki að
rökkva.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu í Borgamesi var maðurinn
sæmilega búinn til dagsferðar en
ekki til lengri dvalar. Hann er vön
rjúpnaskytta og vel á sig kominn.